Tíminn - 11.11.1964, Page 11

Tíminn - 11.11.1964, Page 11
MTOVIKUDAGUR 11. nóvember 1964 TIIVKBNN UPPREISNIN IÁ BOUNTY Charfes Nordhoff og James N. Hall ' :o svo vel dregið, að maður gat nærri því heyrt vindinn þjóta í greinum þess. Það var naumast nokkur maður á skipinu, sem ekki hafði lært orð eða setningar á máli Tahitibúa, og þessi orð létu þeir óspart fjúka, þegar þeir töluðu saman sín á milli. Sumir þeirra voru orðnir furðanlega góðir í málinu og gátu talast við án þess að nota nokkurt enskt orð. Allir vorum við klædd ir að sið Tahitibúa. Það var einkennileg sjón að sjá alla skip- verjana einn morguninn vera að þvo þilfarið með aðeins vefj- arhött á höfðinu og mittiskýlu úr sama efni, og allir töluðu saman á máli Tahitibúa. Ef Englendingur, nýkominn heiman að, hefði skyndilega komið til okkar, hefði hann ekki þekkt okkur sem landa sína. En ef nánar var athugað, þá höfðu orðið fleiri breytingar á skipverjum. Störfin voru unnin, eins og áður, en glaðværðin var minni. Og þetta átti við um yfirmennina jafnt og óbreytta sjómenn. Ég held að aldrei hafi skipverjar á neinu af skipum Hans Hátignar stefnt heimleiðis í daprara skapi en skipverj- arnir á Bounty. Ég ræddi um þetta við Nelson einn daginn. Hann var alltaf á daginn í stóru káetunni, þar sem hann vökvaði plöntur sínar og hlúði að þeim. Ég var í órólegu skapi um þessar mundir, og mér var huggun í því að tala við Nelson. Hann var hinn trausti klettur í þessu vanstillta hafi. Ég trúði honum fyrir því, að ég væri kvíðafullur — án þess ég vissi, hverju ég kviði — vegna þess anda, sem ríkti meðal skip- verja. Nelson áleit þetta ástæðulausan ótta. — Finnst yður það nokkuð einkennilegt, þó að skipverjar séu dálítið ólundarfullir yfir því að þurfa að yfirgefa þessa paradís? Ég er raunar undrandi yfir því, að þeir skuli ekki vera enn þá ólundarfyllri. Hverju geta þeir búizt við, þegar þeir koma heim? Áður en þeir eru búnir að vera viku í landi, verða þeir teknir og settir sem nýliðar um borð í eitthvert af skipum hans hátignar. Og hver veit, hvernig ástandið verð ur, þegar Bounty kemur til Englands? Við getum verið komn ir í ítríð við Frakkland, Spán, Holland eða eitthvert annað land. Það er því ástæðulaust að öfunda þá sjómenn, sem koma í brezka höfn. Þeir fá ekki einu sinni tækifæri til að eyða kaupinu sínu, áður en þeir eru sendir af stað aftur. Sjó- mannsævin er ömurleg, Byam, það er ekki vafi á því. — Álítið þér, að við munum lenda i styrjöld við Frakka? spurði ég. — Stríð við Frakka er alltaf yfirvofandi, sagði hann bros- andi. — Ef ég væri sjómaður, myndi ég formæla styrjöldum. Hugsaðu um það, hversu vel okkur hefur liðið í paradís Tahi- tibúa. í fyrsta sinn í sögunni hefur verið farið með sjómenn eins og þeir væru menn. Þeir hafa haft nægan mat, lítið að gera, og nóg af konum. Þegar við fórum frá Tahiti, var ég 23 undrandi yfir því, að þeir skyldu ekki allir vera flúnir upp í fjöllin. Það hefði ég gert, ef ég hefði verið sjómaður. Þegar dagar liðu og við fjarlægðumst Tahiti, varð dvölin þar nærri því eins og draumur í endurminningu okkar. Og smám saman fór lífið að ganga sinn vanagang um borð. Eng- ir óþægilegir viðburðir högguðu rósemd okkar. Bligh gekk sínar venjulegu göngur á þilfarinu, en hann talaði sjaldan við nokkurn. Oftast var hann niðri í klefa sínum, þar sem hann vann af dugnaði að því að kortleggja eyjarnar. Þannig gekk allt sinn vanagang, þangað til að morgni hins 23. apríl. Þá komum við auga á Namuka, eina af Vináttueyjunum. Bligh hafði komið hér áður, ásamt Cook, og hann hafði í huga að ná í vatn, áður en haldið væri lengra áleiðis til Endeavour- sundsins. Það hafði frétzt um skipkomuna og voru margir hinna inn fæddu, ekki einasta frá Nomuka, heldur einnig frá eyjunum í kring, komnir á staðinn. Þegar við höfðum varpað akkerum, vorum við umkringdir af bátum. Og þilfarið var þéttskipað villimönnum. í fyrstu truflaði þetta starf okkar um borð, en allt komst í röð og reglu, þegar tveir höfðingjar komu um borð, sem Bligh kannaðist við frá því hann hafði komið þarna árið 1772. Við gátum komið þeim í skilning um, að það yrði að reka fólkið af þilfarinu, og þeir tóku svo hraustlega til verka, að eftir stundarkorn voru engir á þilfarinu, nema skipshöfnin, höfðingjarnir og fylgdarlið þeirra. Bligh skip- stjóri kallaði á mig, og bað mig að vera túlk. Það kom í ljós, að kunnátta mín í máli Tahiti-búa kom að litlu gagni hér. En með bendingum og einstökum orðum gátum við gert þeim skiljanlegt, til hvers við hefðum komið. Þegar höfðingjarnir höfðu kallað nokkur skipunarorð til mannanna á bátunum, hröðuðu þeir sér að landi. Cook skipstjóri hafði gefið eyjunum nafnið Vináttueyjarn- ar, en það var fjarri því, að mér sýndist íbúarnir vingjarn- legir. Þeir voru svipaðir Tahiti-búum á vöxt og litarhátt — og það var bersýnilegt, að kynþátturinn var sá sami, en fram hleypni þeirra og frekja féll mér ekki í geð. Þeir voru rumm ungsþjófar og stálu öllu, sém hönd á festi. Christian var þeirrar skoðunar, að ekki væri vert að treysta þeim, og stakk upp á því, að send væri vopnuð varðsveit með þeim, sem sendir voru í land eftir viði og vatni. Bligh skipstjóri hló að slíku: — Þér ætlið þó ekki að gefa í skyn, að þér séuð hræddur við þessa betlara? — Nei, skipstjóri, en mér finnst við hafa ástæðu til þess að gæta allrar varúðar í umgengni við þá. Samkvæmt minni skoðun .. . Hann fékk ekki að ljúka við setninguna. —Og hver hefur spurt um yðar skoðun? Skollinn sjálfur, hef ég þá ekki ráðið hjartveika kerlingaruglu næstráðandi á skipið! Komið, herra Nelson, við verðum að gera eitthvað tii þess að friða þessa hugleysingjá. Svo fór hann ofan í skips- bátinn. Nelson fór á eftir honum, því að hann þurfti að ná í nokkrar bráuðávaxtaplöntur í stað þeirra, sem höfðu visnað á leiðinni. Svo fóru þeir í land ásamt höfðingjunum tveimur. Þetta samtal hafði farið fram í viðurvist margra, og ég tók eftir því, að Christian veittist örðugt að stilla sig. Bligh hafði þann óheppilega sið, að gera slíkar athugasemdir við yfirmenn sína, án þess að hugsa hót um það, hverjir væru við NÝR HIMINN - NÝ JÖRD EFTIR ARTHÉMISE GOERTZ 34 um að hún myndi sækja það aftur, jafnskjótt sem hann sneri við baki. — Léztu endurnýja meðalið hennar? — Já, svaraði Cumba, nokkuð hikandi röddu. — Ég fékk meðal ið. — Þú fékkst ekki það meðal, Mama Cumba! Ef þú villt ekki segja sannleíkann, skal ég gera það. Gladys sneri sér. að lækn- inum. — Hún fékk lyfsalann, herra Chauvin. til að afhenda sér góferdupt i hylkjum og greiddi það sama verði og piliurn-1 ar þínar. Og góferdupt er ekki annað en mold úr kirkjugarðinum. — Eáið mér það. Hann rétti i fram höndina. — Allez, allez! Og I fljótt nú! bætti hann við og brýndi raustina. Cumba stakk höndinni inn um gat á rúmdýnunni og tók þar dós nokkra. Hann stakk dósínni í treyjuvasa sinn. — Ég kem aftur, Súsú! Hann klappaði henni á vangann. — Borðaðu það sem Gladys gefur þér og sofðu eins mikið og þú get ur. — Ég get ekki sofið. sagði Súi- íma og stundi við. — Það er þetta minni sem eitthvað er bogið við. Það vill ekki láta míg gleyma. Hann stóð upp og ætlaði að fara, en hún greip í frakka hans ! og hélt honum föstum. — Vik ekki fara til þessa stað- ar langt í burtu — ekki fyrr en . I Súsú vera íarin héðan? i Hann hikaði andartak. Hann i var með bréf i vasanum, þar sem sjúkrahúsið í Ancon var tilkyrint, að hann kæmi aftur um miðjan mánuðinn. Súsú myndi lifa fram í ágúst. Hvað gerði til með nokkr- ar vikur? — Ég skal vera kyrr, Súsú! Hann gekk rakleitt til lyfjabúð arinnar. Þar kom hann að Guy Chauvin, lyfsalanum, sem vai að setja saman Dbbells upplausn. — Jústin yngra, syni baicarans, er illt í hálsi. mælti Guy til skýr ingar. Daufa viskýlykt lagði að vitum læknisins. — Einn góðan veðurdag ert þú viss með að blanda karbóli í lyfin, og úr því þurfa viðkomandi sjúklingar ekki á neinum hálsi að halda Eða ’pá refaeitri? Elleg- ar klórali? — Hvað — hvað er þetta? Guy varð skjálfhentur. — Hvað eruð þér að tala um klóral? — Ég á við, að þú skulir ekki framar vera að tefja þig við að hræra neitt saman af þessu drasli. Viktor gekk að hillu, sem var hlaðin dularfullum jurtum og ásta drykkjum. Hann tók fangið fullt af flöskum og krukkum. Þar voru tegundir eins og Mittisband djöf- ulsins, vítissteinn, jómfrúmjólk, saleprót. Hann gekk að gluggan- um og dembdi öllu saman út um hann, svo það mölbrotnaði Við ljóskersstólpann sem þar stóð. Síð an sneri hann við eftir meiru. — Almáttugur! Hvað eruð þér að gera, maður! hrópaði lyfsal- inn, en læknirinn hratt honum frá sér. Niðri á götunni var fólk tekið að þyrpast saman. Þetta var um ________________________________11 það leyti, sem morgunpósturinn var afgreiddur, og hópurinn fyrir framan pósthúsið vék til hliðar, er glerbrotunum rigndi niður. Fyrst vissu menn ekki hvaðan á þá stóð veðrið, og er þeír komu auga á læknirinn, jókst undrun þeirra um allan helming. En smám saman tóku þeir að skoða eyðileggingarstarfsemi þessa sem skemmtiatriði. Þeir hlógu og hnipptu hverir í aðra og skoruðu á lækninn að skjóta í mark f stóran og mikínn hrosshaus úr steypujárni, er hékk yfir dyrun- um. — Húrra, Miche le docteur! Gefið honum einn á nasirnar! — Látið hann fá eitt skot í aug að, vesalings skepnuna! — Gefið honum einn góðan skammt af laxerolíu! — Ha, ha, Alex Grvois rakari skellihló. — Það er allt töfrarusl- ið, sem hann er að tæma út um gluggann! Þá getur blessuð konan mín ekki kastað peningum sínum lengur út fyrir það! Allir hlógu. „Ha, ha“. Ovide Clauzat beinlín- is veinaði af hlátri. „Hestur, sem er svo fullur af töfralyf jum, hlýtur að verða hreinn og beinn verndar- grípur“. Þeir menn svartir og hvítir, er trúðu á lyfin, störðu felmtri slegnir á glerbrotin um gangstéttina og furðuðu sig ber- sýnilega á því, að ekkert skyldi bera þarna við, töfrum þrungn- ara, en stækur þefur. Þegar læknirinn fann herra Bid ault, var hann að temja kreólskan fola. Lasare húskarl hans horfði á handan frá vatnspóstinum og var harla alvarlegur svipur á svarta andlitinu. — Miché le maire ekki komast langt með þennan hest. — Hvað gengur að honum? Fol inn var dökkbrúnn og lækninum fannst hann kannast við hann. — Það gengur ekkert að hon- um. Þáð er Miché le naire, sem eitthvað gengur að. Þessi hestur hatar þann mann, — Og hatur hans eykst enn meir, ef svona uppeldisaðferðir eru notaðar. Bidault lúbarði folann með svipu sinni, sparkaði í nárana á skepnunni og bölvaði hástöfum. Hesturinn stóð með útglennta fæt ur og fékkst ekki til að hreyfa sig úr stað. — Það er hestur Miché Clouzats. Hann heitir Plútó. Miché le Maire tók hann sem greiðslu upp í skuld. Læknirinn gekk til hestsins. — Ég var að skoða mjólkurbú yð- ar rétt áðan. Hann leit framan í borgarstjórann. — Það er óþrifa- legt og heilsuspillandi. — Er það hvað? Bidault lyfti svipunni til hálfs. Hann var þegar orðinn eldrauður í framan af við- ureigninni við hestinn, en varð nú allmiklu dekkri. Svitinn streymdi niður vanga hans Ingólfsstræti 9. Sími 19443.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.