Tíminn - 11.11.1964, Side 12

Tíminn - 11.11.1964, Side 12
12 ÍÞRÓTTIR TÍiVBNN MIÐVIKUDAGUR 11. nóvember 1964 KNA TTSP YRNUÞANKAR ÁRSÞING Knattspyrnusambands fslands er á næsta leiti. Þótt allar líkur séu fyrir því, að þingið, sem fyrir dyrum stendur verði friðsam- legra en síðasta ársþing, skeður þó líklega margt og merkilegt — og ekki ólíklegt, að mörg nauðsynjamál fái viðunandi afgreiðslu. Þetta er þó kannski aðeins tilgáta og betra að vera ekki of bjartsýnn. í þess'-u stutta spjalli þykir mér rétt að víkja að þremur málum, sem ef til vill eiga eftir að verða ofarlega á baugi. VINNUTAP GREITT. Það er ek'ki nægt að kalla það atvmnumennsku, að mönnum sé greitt vinnutap vegna æfinga og leikja, en að vissu marki hinn fyrsti vísir að atvinnumennsku. — Stjórn KSÍ hefur margsinnis sýnt vilja sinn til að koma þessu máli í höfn, en æfcíð hefur strandað á einum aðila, sem sé ÍSÍ. Heyrzt hefur, að hinir nýju for- ystúmenn innan ÍSÍ hafi skilning á þessu máli og muni ekki standa í veginum fyrir því, að KSI sé heimilað að greiða knattspyrnu- mönnum fyrir vinnutap. Það yrði því ánægjulegt, ef KSÍ-þingið tæki þetta mál til meðferðar og gerði því viðunandi skil. Hin svokallaða , algera áhugamennska" í knatt- spyrnu er liðin undir lok í flestum löndum, ný viðhorf hafa skapazt á breyttum tímum. Það er ekki lengur hægt að krefjast þess af mönnum, að þeir cíði fjárhagslegt tjón vegna íþróttar sinnar. Vegna sívaxandi dýrtíðar er mönnum nú ekki kleift að lifa sómasamlega af venjulegu dagvinnukaupi. Menn hafa ekki efni á því að sleppa aukavinnu — og þá kemur að upp gjörinu, íþróttir eða aukavinna. — Og það er ekki hægt að lá mönn- um fyrir að taka vinnuna fram yfir. FJÖLGUN LIÐA f I. DEILD. Heyrzt hefur, að aðilar utan af landi hafi fullan hug á því að fá samþykkt á ársþinginu, að liðum verði fjölgað í 1. deild. Síðan deildaskiptingin var tekin upp fyr ir nokkrum árum hafa alltaf verið G lið í 1. deild, en engin takmörk- un um fjölda liða í 2. deild. Þetta sjónarmið á að mörgu leyti rétt á sér — það er aðeins spurn- ing hvort fjölgun sé tímabær á þessu stigi. Ef liðum yrði fjöigað yrðu þau 8 í stað 6 áður. íþrótta- lega séð yrði hér um mjög já- kvætt skref að ræða, en fjárhags- lega hliðin yrði óviss. Ferðalög eru dýr og til gamans má geta þess hér, að hagnaður hvers 1. deildar liðs á síðasta íslandsmóti er u. þ. b. 70 þús. kr. — hefur aldrei verið meiri áður. Þetta stafar af því, að 1. deildarliðin á síðasta keppnis- tímabili voru öll á þröngu svæði — 4 Rvíkurfélög, en utanbæjar- liðin voru Keflavík og Akranes. Hefði t. d. Akureyri eða ísafjörð- ur verið í þessum hóp, hefði hagn aður hvers liðs minnkað um 20— 30 þús. krónur. Hvort sem þetta mál verður rætt á þinginu eða ekki, er fróðlegt að athuga það. LANDSLIÐSNEFND ER VANDAMÁL. Síðasta KSÍ-þing samþykkti að fjölga í landsliðsnefnd, áður voru nefndarmenn 3, en eru nú 5. Oft hefur landsliðsnefnd verið gagn- rýnd harðlega fyrir verk sín — og sjaldan hefur gagnrýnin verið meiri en einmitt á síðasta keppnis- tímabili. Það er nú orðið álit flestra, að það hafi verið spoi aft- ur á bak að fjölga í nefndinni, ekki vegna þess, að óhæfir menn hafi valizt í hana, síður en svo, því hún var skipuð ágætismönn- um, en það gefur auga leið, að eftir því sem nefndarmenn eru fleiri, því fleiri sjónarmið þarf að samræma. Og þegar málunum er þannig háttað vilja endarnir ekki ná saman, valið á landsliðinu óná- kvæmt og laust í reipunum. Það væri því ekki úr vegi, að ársþingið tæki þetta mál aftur fyr- ir og kæmi því þannig fyrir, að landsliðsþjálfara væri falið að velja landslið sjálfur. Ekki þyrfti að leggja landsliðsnefnd niður — hún gæti jafnvel áfram verið skip- uð 5 mönnum eða jafnvel fleiri — en hefði þá öðru hlutverki að gegna, verið nokkurs konar ráð- gefandi nefnd, sem ynni í nánu sambandi við landsliðsþjálfara. — alf. ★ ÁRSÞING HSÍ var haldið um síðustu helgi og var Ás- björn Sigurjónsson en^Iurkjör- inn formaður. Fyrir þinginu lá vélrituð skýrsla stjórnar og bar hún vott um mikil störf á síð- asta starfsári. Vegna þrengsla í blaðinu verður nánari frásögn frá þinginu að bíða. ★ RVÍKURMÓTIÐ í körfu- knattleik hefst um næstu helgi. Fyrstu leikir verða á laugardag. Þá léika í meistara- flokki karla KR og lið stúd- enta. f 1. .flokki leika sama kvöld ÍR og KR. — Á sunnu- dag heldur mótið áfram óg fara þá þessir leikir fram: 3 fl. karla ÍR a— KR. 2. fl. karla Ármann—KR og loks leika í mfl. karla ÍR og Ármann Íslandsmeístarar Fram í 2. flokki Síðasti leikurinn á keppnistímabili knattspyrnumanna okkar var úrslitaleikur i íslandsmóti í 2. aldursflokki milli i-ram og KR. Fór leikurinn fram á Melavellinum í síðustu viku og lyktaði með sigri Fram 1:0. Eftlr lelk- inn afhenti Björgvln Schram, form. KSÍ sigujvegurum veglegan bikar og er myndin að ofan frá því. — Á myndinn! eru: Fremri röð frá vinstri: Anton Bjarnason, Þorbergur Atlason, Sigurður Friðriksson, fyrirliði, Hinrik Einarsson, Björgvin Schram, form. KSÍ. — Mið röð: Guðmundur Sigurbjörnsson, Árni Marinósson, Helgi Númason. — Aftasta röð: Hreinn Elliðason, Ólafur Björnsson, Erlendur Magnússon og Ólafur Óiafs- son. Á myndlna vantar Hallkel Þorkelsson. Þjálfari liðsins var Guðmundur Jónsson. RITSTJÓRÍ: HALLUR SÍMONARSON Jan Wichmann, einn snjallasti leikmaður Ajax. Ajax leikur hér um næstu helgi Leikur hér f jóra leiki á vegum Vals Alf — Reykjavík, 9. nóvember. Eins og áður hefur verið skýrt frá hér í blaðinu, eru vænt- anlegir hingað til lands dönsku meistaramir i handknatt- leik, Ajax, í boði Vals. Á fundi með biaðamönnum í dag, skýrðu forustumenn Handknattleiksdeildar Vals nánar frá þessari heimsókn. Ajax hefur alla tíð verið fomstufélag á sviði handknattleiks íþróttarinnar í Danmörku og hefur oftar en nokkuð ann->ð félag orðið Danmerkurmeistari, eða 8 sinnum alls. Félagið varð Danmerkurmeistari 1964 og varð fjórum stigum ofar en Árhus KFUM, sem varð í öðm sæti. ! Fyrsti leikur Ajax hérlendis verð I i ur sunnudaginn 15 nóvember kl. I ! 16:00 og ter sá leikur fram í i íþróttahúsi varnarliðsins á Kefla- ; víkurflugvelli. Það eru íslands- I meistararnir úr Fram, sem mæta ; Danmerkurmeisturunum í þessum i fyrsta leik þeirra hérlendis. Fyrir ' Fram verður þetta nokkurs kon- ; ar lokapróíraun undir leik þeÚTa ; í Evrópubikarkeppmnni gegn Sví- ; þjóðarmeisturunum Redbergslid i! ; Gautaborg 8. des nk. Verður ; leikur þessi án efa mjög spennandi | og tvísýnn. ; Á undan leiknum leika A. og B. i unglingalandslið er Unglingalands | liðsnefnd ILS.Í. hefui valið. Næsti itikur verður svo í íþrótta j húsinu að Hálo'galandi þriðjudag- ; inn 17. nov. kl. 20.15. Þá mun lið gestgjafanna VALUR leika geen Ajax. Verðu> fróðlegt að sjá hvern ig hinu inga efnilega liði VALS tekst upp gegn Danmerkurmeistur unum. Áður en leikurinn hefst munu Serizi áskrifendur að Tímanum — Hringið í síma 12323 11 I. aldursflokkur frá Val og V’k- I ing leika. Þriðji ieikur Ajax verður svo fimmtudaginn 19. nóv. í íþrotta- húsinu að Hálogaiandi kl. 20 >5. Mæta þeir þá íslandsmeisturunum (utanhúss' F.H. Veiður sá leikur vafalítið ívisýnn og spennandi F H. hefur ágætu liði á að skipa og hafa þeir verið í forystusveit ís- lenzkra iiandknattleiksliða mörg ! undanfarin ár. Þetta ieikkvöld hefst með oar- áttu milli mjög efnilegra liða fra Val og K.R. í öðrum aldursflokki. Siðasti leikur Ajax verður laug- ardaginn 21. nóv. kl 17:00 í íþrótta húsi Varnarliðsins á Keflavíkur- flugvelli. Mæta Danir þá úrvali, sem landsliðsnefnd Handknattleiks sambands íslands hefur valið. Þessi leikur verður lokaprófraan væntanlegs landsliðs gegn Spán- verjum. Meistaraflokkur kvenna frá Val og F.H. ieika forleik þennan dag og verður án efa skemmtileg og fjörug bafátta milli þessara kvenna liða. Valur teflir fram ísiands- meisturum kvenna hæði utanbúss og innan. Kvennalið frá F.H. nef- ur undantarin ár annað hvort naft íslandsmðistarabÍKa-inn undir höndum eða verið i mjög náinni snertingu við hann

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.