Tíminn - 11.11.1964, Page 13
MIÐVIKUDAGUR 11. nóvember 1964
13
Agúst Björnsson
Hinn 13. júlí síðastliðinn and-
aðist, að heimili sínu Syðri-Löngu
mýri í Blöndudal, Ágúst Björns-
son faðir Guðbjargar húsfreyju
þar.
Ágúst var fæddur 24. ágúst 1886
að Mýrarkoti á Álftanesi, sonur j
hjónanna Kristínar Þorvaldsdótt-'
ur og Björns Sveinssonar, sem þar
bjuggu. Ólst hann upp með for-1
eldrum sínum fram yfir ferming
araldur. Réðst hann þá sem smali
að Torfalæk í Húnavatnssýslu.
Það virðist hafa fallið vel á j
með honum og Húnvetningum, j
því að með þeim lifði hann og
starfaði allt sitt líf upp frá_ því. |
Mestan hluta ævi sinnar var Ágúst
vlnnumaður. Á þeim tímum var!
ekki margra kosta völ fyrir unga j
og efnalitla menn. Það þarf heldur.
enginn að skammast sín fyrir það;
að hafa verið vinumaður, síður en!
’ svo. Allt fram til síðustu áratuga
áttu flest efnuðustu og myndar-
legustu heimili landsins velgengni!
sína og hagsæld að þakka góðu og
trúverðugu viiinufólki, fólki, sem
vann öll sír. störf af áhuga og
umhyggju eins og það væri að
vinna fyrir sjálft sig. Margt þetta
fólk setti metnað sinn í það að
Sigríður Gunnjóna
Vigfúsd. - Lambadal
F. 16. sept. 1881 — D. 1. nóv
1964.
Kveðja frá börnum hennar.
Nú er móðir komin kveðjustund
þig kallað hefur til sín heimur
annar.
Þú munt koma á föður okkar
fund
og framar enginn samvist ykkar
bannar.
Og systkin okkar er við höfum
misst
nú einnig fagna kærri móður
- sinni,
því allir kristnir öðlast sæluvist
er endar þeirra stríð í veröldinni.
Heilög ritning huggun bezta ljær
og harmi vorum sviftir burt án
tafar.
Ef trúarljósin loga björt og skær
þau lýsa veginn hinum megin
grafar
Við munum öll hve mamma var
oss góð
og miðlað gat af litlu sem hún
átti.
Það verður eflaust aldrei sett í
ljóð
um allt það sem hún okkur fórna
mátti.
Hún átti kjark og þrek í hverri
þraut
og það var stundum ekki lítill
vandi.
Með einyrkjanum gekk hún bratta
braut
og börnin fjórtán gaf hún
föðurlandi.
Oft var það að lítinn bita brauðs
við bárum fegln upp að svöngum
munni.
Við vorum ekki fædd til arfs né
auðs
en oft og bezt það mamma bæta
kunni.
í muna geymast ævintýrin öll
og ótal vísur sem hún las og unni,
um dísir, álfa, dverg og hamratröll
og dulin öfl sem lifa í náttúrunni.
Sumt er gleymt, en þó við munum
margt
frá móðurhnjám og Ijúfum
bernsku árum
og ennþá logar kærleiksbálið bjart
það beztan ljóma fær í dagsins
tárum.
Ó, hjartans móðir, þér við þökkum
allt
og þúsund þúsund, þúsund þúsund
sinnum
blessuð sértu, og elskuð ætíð skalt
og alltaf lifa í barna þinna
minnum.
(G.G.G.).
vinna Öll sín verk sem allra bezt
og fannst það sjálfsagt að setja hag
húsbændanna jafnvel ofar sínum
eigin hag. Og ábyggilega á marg-
ur maðurinn . ánægjulegar endur-
minningar vinnumanni eða
vinnukonu fóreldra sinna sem
hann hefur alizt upp með. Ég
held að þessu fólki hafi yfirleitt
aldrei verið fullþakkað að ég ekki
tali um fulllaunað, eða metið.
Vélar nútímans eru góðar og
nauðsynlegar en þær geta aldrei
gegnt því hlutverki til fulls sem
vinnufólkið gegndi áður.
Ágúst var góður fulltrúi sinnar
•stéttar,' sem kannske má nokkuð
marka á því hve lengi hann var
jafnah á sama stað. Hann var
vinnumaður hér á Grund hjá for-
eldrum mínum í 14 ár og hefði
sennijega orðið lengur ef föður
mínum hefði auðnazt lengra líf.
Eg á því margar góðar endur
minningar frá samvistarárum okk
ar þá. Eg var þó aðeins á 9. árinu
þegar hann fór héðan. Eitt af
því sem mér er mest minnisstætt
frá þeim árum er það hve hann
var jafnan notalegur og góður við
þær fáu skepnur sem hann átti
Hann hafði alltaf lausa eina viku
úr slætti og heyjaði þá fyrir sig.
Hann átti sér dálítinn kofa og
hafði þar sínar skepnur út af
fyrir sig, nokkrar kindur og einn
hest. Eg man að hann hafði lítinn
trékassa sem hann stakk ofan í
brauðmolum og öðrum mataraf-
gangi, sem hann leyfði af mat sín-
um, fór svo með þetta í kofann
sinn og stakk upp í ærnar á eftir.
Þetta var ekki mikill fóðurbætir,
en þetta gladdi alla og tengdi sam
an þennan litla vinahóp. Þarna
átti Ágúst sinn litla heim út af fyr
ir sig þar sem meðfædd umhyggja
hans fyrir smælingjunum fékk út-
rás. Sérstakt yndi hafði Ágúst af
góðum hestum enda átti hann jafn
an góðan reiðhest.
Um það bil sem Ágúst fór
frá Grund eða laust eftir 1920
kynntist hann Borghildi Oddsdótt-
ur sunnlenzkri konu, systur Sigur-
jóns bónda á Rútsstöðum og
þeirra systkina. Ekki giftust þau
enda voru þau sjaldan samtíða, en
þau eignuðust 5 börn. Tvö þeirra
dóu við fæðingu, tvíburar, og eina
dóttur misstu þau í bernsku, Krist-
ínu að nafni, en tvær dætur þeirra
eru á lífi, Guðbjörg í Syðri-Löngu
mýri og Guðmunda Roselía búsett
í Reykjavík
Ágúst var barngóður maður og
kom það að sjálfsögðu í ríkum
mæli fram við hans eigin börn,
Guðbjörgu eldri dóttur sína tók
hann til sín aðeins tveggja ára
gamla og gekk henni í föður og
móðurstað til fullorðinsára. Eg
var þeim samtíða þegar Guðbjörg
var orðin 8 ára gömul og mér
fannst ánægjulegt að sjá og fylgj
ast með hversu innilegt samband-
ið var þeirra á milli. Það hallaðist
ekki á frá hvorugri hlið og mun
svo hafa verið til síðustu stundar
hans. Guðbjörg var ábyggilega
hans bjartasti geisli í lífinu og
sem veitti lífi hans tilgang seinni
árin. Hún var líka þess umkomin
að geta tekið hann til sín og
veitt honum gott heimili, hvíld
og umhyggju þegar aldurinn færð
ist yfir hann og þreyta frá löng-
um og oft erfiðum starfsdegi fór
að segja til sín.
Það mun hafa verið árið 1946,
sem Ágúst fluttist til Guðbjargar
og Halldórs Eyþórssonar manns
hennar að Syðri-Löngumýri en þá
voru þau að byrja búskap þar.
Mér er kunnugt um það að
honum var ljúft að leggja sitt lið
til hjálpar ungu hjónunum og
hversu hann gladdist yfir vel-
gengni þeirra og öllum framför-
unum á heimili þeirra. Þar sá
hann á vissan hátt rætast sinn
æskudraum um bættan hag og
bjartara líf.
En nú er þessi gámli, góði vin-
KAUPFELAG EYFIRÐINGA
AKUREYRJ
Seljum.
1 heildsölu,’ verzlunum, gistihúsum, matsöl-
um, matarfélögum
matar- og kaffibrauð alls konar.
Einnig hart brauð.
BRAUÐGERÐ KEA.
Akurevri — sími 1700.
Látið okkur stilla og herða
upp nýju bifreiðina. Fylgist
vel með bifreiðinni.
BÍLASKOÐUN
Skúlagötu 32 sími 13-100
RYÐVÖRN
Grensásvegi 18 sími 19-9-45
Látið ekki dragast að rvð-
verja og hljóðeinangra bíf-
reiðina með
5iSP
site
1 öetræifiskrststotan
I9naðarbankahúsinu
IV. hæð.
! Tómas Arnason og
Vilhjálmur Arnason.
ur okkar og samferðamaður far-
inn, lagður upp í ferðina miklu
sem við eigum öll fyrir höndum.
Hann var kallaður skyndilega til
ferðar, eins og kannske oft áður,
á miðjum túnaslætti. Ágúst var
heilsugóður maður allt til þess að
hann fór að kenna hjartabilunar
síðustu misserin.
Hann var að ganga inn frá kvöld
borðinu þegar hann fékk síðasta
kastið. Þau studdu hann síðustu
skrefin Halldór og Guðbjörg dótt
ir hans, hann þurfti ekki til ann-
arra að leita. — Og þar með var
ferðin hafin. Kannski hafa þeir
verið orðnir óþolinmóðir fákarnir
hans, Jarpur og Skjóni og farnir
að bíta mélin? Eg, veit það ekki
en ábyggilega hafa þeir verið til-
búnir og fúsir til ferðar um hin
ókunnu *lönd með sinn gamla og
góða vin.
Ágúst var léttur í lund og glað
vær að öllum jafnaði bjartsýnn
var hann, vinfastur og trygglynd
ur. langminnugur á hvort heldur
var, gott eða illt.
Ég veit að góður hugur frá lang-
flestum, sem þekktu hann fylgir
honum yfir landamærin, og það
tel ég betra og hollara veganesti
en digrir sjóðir.
Eg flyt hinum látna vini mínum
alúðarþökk fyrir löng og góð
kynni og fyrir trygga vináttu sem
aldrei orást.
Þórður Þorsteinsson.
BÍLAKJÖR
Ford ‘55
sexx eyl. beinskiftur. Verð
35 þús.
Ford ‘55
sex cyl. sjálfskiptur. Verð
55 þús.
Chevrolet ‘56
til sölu eða í skiptum fyrir
minni bíl .
Volkswagen ‘63
verð 80 þúsund.
Fíat 1800 station ‘60
Fallegur bíll, fæst í skiptum
Opel kapitan ‘55
fæst fyrir fasteignabréf.
Ford ,57
8 cyl., beinskiptur, hard top.
Góðir skilmálar.
Skoda station ‘60
verð 55 þúsund, skilnrálar.
Chevrolet ’59
verð 70 þúsund.
Taunus 17m de luxe ‘62
skuldabréf kemur til greina.
Land Rover ‘55
topp bíll.
Villys ‘62
lengri gerð, Ekils-hús, fram-
drifslokur ofl.
Kaiser ‘54
fæst með góðum skilmálum.
Þetta er aðeins lítið brot af
því sem við liöfum til sölu, þar
á meðal mikið af nýjum bflum
í skiptum, og fyrír skuldabréfa
greiðslur.
BÍLAKJÖR
Rauðará — Skúlagötu 55
Sími 15 812.
’íIJÓLBARÐA VIÐGERÐIR
Opið alla daga
(líka laugardaga og
sunudaga) J
t'rá kl. 7.30 tfl 22.
GÚMMÍVINNUSTOFAN h. f.
Skipholti 35. Reykjavík.
sírni 18955.
. \ , L J . 'á A '