Alþýðublaðið - 01.04.1954, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 01.04.1954, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLADID Fimmtudagur I. apríl 1934 Útgeíandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjórl og ábyTgðarmaðxa: Hannib*! Valdimarssuu Meðritstjóri: Helgi Sæmundssoæ. Fréttasferi: Sigvaldi Hjálmarsson. Blaðamenn: Loftur Guð- mundsson og Björgvin Guðmundsson. Auglýsingastjóri: Emma Möller. Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. Auglýsinga- fitími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Alþýðuprentsmiðjan, Hvg. 8—10. Áskriftarverð 15,00 á mán. í lausasölu: 1,00. Skuggi óttans yfir Evrópu TIMABIL OTTANS er fram undaii fyrir Evrópu ve'gna hinnar ægilegu staðreyndar vetnissprengjunnar. Þetta er það álit vísindamanna og stjórn málamanna, sem jieir hafa lát ið í ljós síðan tilraunaspreng- ingin var gerð á Suður-Kyrra hafi 1. marz. Og ólti almenn- ings er þegar orðið vandamál í Ástralíu og Japan og einnig í flestum Evrópulöndum. Sjálfur Eisenliower forseti viðurkenndi á blaðamanna- fundi fyrra miðvikudag, að þær varúðarráðstafanir, sem gerYtor hefðu verið, áður en vetnissi^rengjutilraur^in ívið ,,Enhvetok“ var gerð 1. marz, hafi reynzt allsendis ófullnægj andi, og mundu Bandaríkin því skuldbinda sig til að gæta miklu meiri varúðar við áfram haldandi vetnissprengjutilraun ir á Kyrrahafi. ,,Það er augljóst“, bélt for- setinn áfram, ,,að við tilraun- irnar 1. marz áttu sér stað at- burðir, sem komu vísindamönn um vorum alveg á óvart, og hljóta að hafa gert þá bókstaf- lega agndofa“. Frá því hefur áður verið skýrt, að sprengingin 1. marz var milli 600 og 700 sinnum kraftmeiri en atómsprengjan, sem eyddi Hiroshima 1945, og jafngilti hún þó 12—14 þúsund smálestum af hinu geysisterka sprengiefni T. N. T. Nú er taíxð upplýst, að 287 maivns hafi tsýkst alvarlega v.egna geislaverkunar frá sprengingunni, þar á meðal fiskimennirnir 23 á „Fukuryu Maru“, 28 amerískir veðurfræð ingar og a'ðstoðarmenn — og en frpmur 236 íbúar eyjarinn- ar -,,Uja“ í Marshalleyjum. Skömmu efíir að fregnirnar bárust um ógnaráhrif spreng íngarinnar við „Eniwetok", báðu margir þingmenn brezka verkamannaflokksins ChurchiII forsætisráðherra að reyna að hafa persónuleg áhrif á Eisen hower og fá hann íil að fresta vetnissprengjutilraunum a. m. k. fram yfir Asíuráðstefnuna í Genf, eða helzt þar til vísinda mennirnir væru orðnir vissir um að engin eyðileggjandi á- hrif bærust út fyrir visst svæði. — Hefur hættusvæðið við Marshaíleyjar nú verið á- kveði® 775 000 ferkílómetrar enda sé sprensing þá aðeins framkvæmd við hagstæðustu veðurskilyrði. Fyrst var ^talið. að Eisen- hower hefði akveðið að fresta vetnissprenffiufeilraununum í bili. Varð ha Clement Attlee, Ieiðtoga brezkra iafnaðar- manna. að orði: ..Eg fagna ein læglega, að fyrirhuguðum til- munam vfð vetnissorengjur hefur verið frestað fvrst mn sinn. Vér eri’m allir áhvggju- fidlir út af þessum máíum og verðum all’r að fvlgjast vand- með framvindu heirra. Nú hafa Bandaríkjamenu hald’ð tiIraMMiim sínum áfram. og Churehil! hefur nýlega sagt í brezka hinginu, að hann telji ekki rétt að fara fram á róaarámóh hverri drátíarvi það við Bandaríkjamenn, að þeir stöðvi tilraunir sínar, þar sem hann telji ekkert eins öflugt til hindrunar þriðju heimsstyrjöldinni, eins og vit- um eftirlit með atómvopnum. Þessi afstaða ChurchiIIs olli ókyrrð í brez)ka þiinginu, !og hafa þingmenn verkamanna- flokksins lagt áherzlu á nauð- syn þess, a'ð vetnissprengjutil raununum verði frestað eða hætt og allt, sem hægt er, gert til að ná alþjóðasamkomulagi um eftirlit með kjarnorkuvopn um. Skýrði íslenzka ríkisútvarp- ið frá því í gær, að 100 þing menn brezka Verkamannft- flokksins hefðu nú undirritað tillögu um að skora á stjórnina að gera allt, sem í hennar valdi stendur, til þess að beita sér fyrir, að frekari vetnis- sprengjuprófanir verði ekki gerðar, og þegar Ieitað alþjóða samkomulags um bann við kjarnorkuframleiðslu til styrj aldarþarfa. Viðræður verði hafnar milli stórveldanna ög síðan verði málið lagt fyrir sam einuðu þjóðirnar. Þannig líta brezkir jafnaðar menn á þessi mál, og á líkan hátt er á.þeim tekið í mörgum öðrum Evrónulöndum. Hinn geislavirki snjór, sem fallið hefur á vesturströnd Ameríku þremur vikum eftir vetnisr (sprengjuna, hefujr alvarlegan. boðskap að flytja norðlægum löndum eins og Noregi og Is- landi, einkanlega ef Rússar færu að gera íilraunir í Nor'ð urhöfum með mátt þeirra at- ómvopna, sem þeir eiga nú í fórum sínum. Vísindamenn telja vald ótt- ans Ieggjast fastast á Evrópu- meim. Ameríka sé þó umlukt þremur heimshöfum. Evrópa sé miklu alvarlegar sett. Fjar- stýrð atómvonn geti farið á 30 mínútum milli Moskvu og Lundúna, og milli Berlínar og Lundúna eða Parísar þurfi þau ekki nema 10 mínútur. Evrópa sé þéttbýl og það sé augljóst mál, að ef vetnis- sprengju væri sleppt yfir Mið Englandi, nái liættusvæðið yf- ir fimm höfuðborgir álfunnar. London, París, Bublin, Briis^- el og Haag. Það nái sem sé yf- ir Stóra-Bretland, ísland, Belgíu, Holland og mikinn hluta Frakklancls. Væri sprengjunni sleppt yfir París mundu áhrifa henn ar gæta í meginhluta Austur- ríkis, ftalíu, ÞýzkalandW og Spánar. Þannig eru hernaðarviðhorf heimsins gjörbreytt á skömm- um tíma. Við vetnissprengj- unni eru engar varnir til. Ame ríka hefur viðurkennt, að hún hafi ekki efni á að gera ne'ðan iarðaríhvelfingar fyrir milljón ir manna, og tæming milljóna- borga af fólki sé líka ófram- kvæmanleg. — Á næstu vik- um og mánuðum munu þessi nvju viðhorf verða rædd um allan heim. — Menn vilja sjá út úr sortanum, ef þess er nokkur kostur. BRETLANDSEYJAR eru ein asta landið í Evrópu, þar sem bændur nota jöfnum höndum dráttarvélar og púlsdýr. í öll- um öðrum Evrópulöndum eru , drógar fimm til tíu sinnum fleiri en véíarnar. P'rá þessari og öðrum staðreyndum um' landbúnaðarmál Evrópu er skyrt í skýrslu, sem nýlega var samin á vegum efnahagsnefnd ar Sameinuðu þjóðanna fyrir: Evrópu (ECE) og matvæla- og i landbúnaðarstofnunarinnar (F A-O). i Svo segir í skýrslunni, að í Bretlandseyjum séu að jafnaði þrír búendur um hverja drátt- arvél landsins. 5 i Svíþjóð en 29 á Irlandi. I öðnim Evrópu- löndum er hlutfallið einhvers staðar á milli þessa hámarks- ' og lágmarkstalna. Það kemur fram í skýrsl- unni^að eftir því sem dráttpr- vélum hefur fjölgað á sveita- bæjum, hefur aðfengnum vinnumönnum fækkað á bæj- unum að sarna skapi, ásamt dróg. Á Norðurlöndum hefur vinnumönnum í sveit fækkað um 20—30 af hverju hundraði frá því að síðustu styrjöld lauk, en um rúmlega 10% á Bret- landseyjum. | Milljónir af sveitabýlum í, Evrópu eru of Títil til þess að ' þau geti framfleytt lieilum fjöl j skyldum. Þessi smákot eru venjulega sérgreinabýli, það er að segja bóndinn fæst aðallega við einskorðaða ræktun. I Suð ur-Evrópu fást smábændur einkum við blómarækt, tóbaks og vínviðarræktun, en í Norð- ur-Evrópu er alidýrarækt yfir- gnæfandi á smábýlum. Góður afrakstur er talinn fást af mörgum smábýlum, en hitt er algengast, að bændur dragi fram lífið vegna þess eins, að þeir ætla sér minna kaup en aðfengnir vinnumenri í héraði þeirra myndu krefjast, ef ráðnir væru til vinnu. FALIÐ OG ÓNOTAÐ VINNUAFL Flest smábýli Evrópulanda framleiða rétt ofan í eina fjöl- skyldu og hafa lítið eða ekkert afgangs til að miðla öðrum eða se:ja í kaupstaðinn. Og um alla Vestur-Evrópu, segir í skýrsl- urni. er falið og ónotað vinnu- afl á þessum smábýlum. Þetta er þungur basgi á landbúnaði Evrópu í heild. í Svíþjóð er það t. d. svo, að þrátt fyrir sí- vaxandi strauni úr sveitinni á mölina er víða ónotað vinnuafl á sveitabæjunum. Athugun. sem nýlega fór fram á Ítalíu. leiddi í ljós, að þriðji hluti alls sveitafólks er raunverulega atvinnulaus. — Skömmu fyrir síðustu styrjcld hermdu hagskýrslur, að í Grikklandi væru aðeins 43 af hverjum 100 íbúum sveitanna þar í landi vinnandi. Ekkert he'fur komið fram, er bendi til, að breyting hafi orðið á þessu þar í landi. VELMEGUN ÞJÓÐANNA AÐ VEÐI í skýrslu • Sameinuðu þjóð- anna er því spáð, að „áður en langt líði“ muni „verkfæraút- lánafyrirkomulagið og sam- vinnufélög bænda um verk- færaafnot" gjörbreyta búnað- aúháttum í Vestur-IJ.vrópu. Allt verði brátt unnið með véi um. Þá fyrst vei'ður atvinnu- leysið á smábýlunum tilfinnan legt, að dómi höfunda skýrsl- unnar, sé ekki tekið í taumana í tíma og ráðstafanir gerðar til að fyrirbyggja þann voða. Því það er ekki einungis vel- megun bænda, heldur að lok- um velmegun alls almennings, Framhald á 6. síðu. Ný útgáfa af þjóðsögum Jóns Árnasonar kemur úf í hausf Tilgangurinn að gefa syrpu hans út í heild í stórvandaðri útgáfu ÞJÓÐSÖGUR JÓNS ÁRNASONAR koma út á ný næsta haust í vandaðri og glæsilegri útgáfu. Árni Böðvarsson og Bjarni Vilhjálmsson annast útgáfuna, en útgefandinn er nýtt fyrirtæki, sem nefnist Þjóðsaga. Er í ráði að gefa síðan út allar þær þjóð- sögur, sem Jón Árnason safnaði, en útgáfan frá 1862—1864 var aðeins úrval þeirra. Handritin að Þjóðsögunum í landsbókasafn inu nema um þrjátíu binclum. Ráðamenn Þjóðsögu, prent- smiðjustjórarnir Gunnar Ein- arsson og Hafsleinn Guð- mundsson, og Árni Böðvarsson Bæjarbíó SUNNUDAGUR í ÁGÚST. **** Sennilega gæti eng„ in örniur þjóð en ítalir framleitt svona mynd. Þarna kemur ósvikin mynd af sunnudegi eins ,og hinar ýmsiu stéttir þjóðfélagsins eyða honum, og þeir eru ekki feimmr við að sýna mannfólkið eins og það er í vexti og öðru. Er það út af fyrir sig blessunarleg tilbreyting frá öllum Herkúlesunum og Venusunum frá Miló, sem maður er plagaður af ár og síð og alla tíð í flestum öðrum myndum. Um leikinn getur maður verið fáorður, hann er vafalítið jafnbetri í ítölskum myndum en flestum öðrum. Eink- um er athyglisvert hve aukaleikararnir gera hlutverkum sínum góð skil og eru' fjöldasenumar á baðströndinni í Ostia hreinasta snilld. Ekki þykir mér taka því að telja upp einstaka leikara, því að leikurinn er mjög góður hjá öllum, eins og áður er sagt. Leikstjórn hefur tekizt afburða vel þarna og myndatakan er oft og tíðum sniUd- arverk. Þarna er mynd, þar sem blandast lífsfjör, róman- tík og tragedía á hinn unaðslegasta hátt. — Ber enn á ný að þakka Bæjarbíói fyrir að leggja svo mikla áherzlu á að sýna mönnum úrvalsmyndir evrópskar. Hafnarbíó KVENHOLLI SKIPSTJÓRINN **** Mynd þessi er mjög fyndin og’yímleitt vel tekin. Það er ekki að sökum að spyrja, þegar Alec Guinnes er annars vegar, þá er myndin góð, því að annar eins leikari er vandfundmn. Myndin fjallar um skipstjóra á einskonar ,,'flóabát“, sem siglir tnilli Gíbraltar og Norður-Afríku og hefur karl fundið hið „ídeala“ Tíf, með konu í hvorri' höfn. Spinnast mörg skemmtileg atvik af þessu og er þó endirinn einna sér- kennilegastur. Léleg Sæmileg Góð Ágæt og Bjarni Vilhjálmsson ræddu við blaðamenn í gær um þessa fyrirhuguðu nýju útgáfu af Þjóðsögum Jóns Árnasonar. Þær komu út Ijósprentaðar í heftum upp úr 1927, en nýja útgáfan á að taka hinni fyrri mjög fram, þar eð texti þjóð- sagnanna hefur verið vandlega kannaður, villúr og afbakanir leiðréttar og lögð áherzla á, að sérkenni upphaflegu sagnarit- aranna njóti sín betur en í fyrri útgáfunni. TÍMI TIL KOMINN Útgáfa Þjóðsagna Jóns Árna sonar frá 1862—1864 var prent uð í Leipzig á Þýzkalandi að frumkvæði Konrads Maurers og undir umsjón hans. Var prófarkalestri og öðrum artið- um útgáfunnar ábótavant að vonum, og er því vissulega tími til kominn, að hafizt sé handa um. endurskoðaða útgáfu þeirra.' Uppsetningin verð- ur sýnu skýrari í nýju útgáf- unni en hinni gömlu og fylgja henni sérstakar skýringar. alls herjar nafnaskrá, rithandar- sýnishorn og myndir af sumum sagnamönnunum. FRUMRIT VANTAR Nýja útgáfan, sem verður í tveimur bindum ems og hin fyrri, kemur út næsta haust og verður seld á áskriftargrund- velli. Tilgangurinn e:’ að halda svo áfram útgáfu þjóðsagn- anna, seöi ekki kornust með í fyrri útgáfunni, og er fram- haldsins að vænta á næsta ári, ef starfsemi þessi reynist vin- sæl. Útgefendurnir skýrðu frá því, að sum frumritin að þjóð- sögunum séu ekki í safni Jóns Árnasonar. Flest þeirra hafa þó komið í leitirnar, en sum eru enn ófundin. Til dæmis Framhald á 7. sfðu. J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.