Tíminn - 26.11.1964, Page 11

Tíminn - 26.11.1964, Page 11
FIMMTUDAGUR 26. nóvember 1964 TIMINN n UPPREISNIN IÁ BOUNTY *st.c 36 SSIM DVUIll i Gharles Nordhoff og James N. Hall þannig, að við verðum að taka meira tillit til okkar. Við stefnum nú til Tahiti, þar sem við ætlum að dvelja í vikutíma og útvega okkur birgðir. — Ég ætlaði fyrst, hélt hann áfram, — að setja ykkur á land á Tahiti, en skipveíjar vilja það ekki, og því miður hafa þeir víst á réttu að standa. Hann leit á Churchill, sem stóð þarna ennþá með kross- lagðar hendur. Churchill kinkaði kolli: — Nei, herra Byam, sagði hann, — við ræddum þetta mál í káetunni í gærkveldi. Við óskum ykkur alls góðs, en við getum ekki leyft þetta. — Þér hafið á réttu að standa, sagði Christian. Við getum ekki leyft ykkur að stíga fæti á land á Tahiti. Skipverjarnir vildu, að haldinn væri vörður um ykkur, meðan við dveljum þar, en ég fullvissaði þá um, að óhætt væri að leyfa yður, Morrison og Stewart að koma á þiljur, ef þið legðuð við drengskap ykkar, að minnast ekki á uppreisnina við eyjar- skeggja. — Ég skil ykkur, sagði ég, — en ég vonaði að við yrð- um settir á land á Tahiti. — Það er ómögulegt, sagði Christian. — En mér finnst viðurstyggilegt að þurfa að fara með ykkur nauðuga, en ég get ekki komizt hjá því vegna félaga minna. Enginn okkar vill nokkru sinni koma til Englands aftur. Þéh getið sagt hinum frá því, að ég hafi í hyggju að leita að óþekktri eyju, fara þar í land með dýrin og eyðileggja skipið. Þar setjumst við að og við vonum, að við sjáum aldrei framar hvítan mann. Christian stóð á fætur til merkis um, að samtalinu væri lokið, og ég gekk upp á þilfar í þungu skapi. Það var blás- andi byr og Bounty valt töluvert á ölduhryggjunum. Ég stóð í skjþli, og horfði á bláar bylgjurnar og reyndi að átta mig. Við Stewart höfðum oft rætt framtíðina. Ef okkur heppnað-þ f ist ekki að flýja meðan við dveldum við Tahiti, þá var öll • von úti. Og þótt okkur yrði leyft að koma upp á þilfar, þá myndu verða höfð sterk varðhöld á okkur. Og enda þótt við gætum flúið á Tahiti, þá voru allar líkur til þess, að Christi- an næði okkur aftur. Christian hafði sennilega fundið upp einhverja sennilega skýringu á því, hvers vegna Bligh var ekki með. Og þar sem hann var nú orðinn skipstjóri á skip- inu, myndu höfðingjarnir verða á hans bandi. Sem endur- gjald fyrir eina byssu eða svo myndu höfðingjarnir senda her manns til þess að leita. Eina vonin væri að geta náð í hrað- skreiðan bát. — Þannig gætum við reynt að komast til eyj- anna út frá Tahiti, þar sem hinn mikli höfðingi Teina hafði ekkert vald. Þegar svo langt væri komið, gætum við — enda þótt Christian elti okkur — flúið frá einni eyjunni til ann- arrar, þangað til hann yrði þreyttur á að elta okkur. Það hlaut að vera mjög erfitt að flýja frá skipinu, svo að segja fyrir augunum á uppreisnarmönnunum. Ennþá erfið- ara myndi verða að ná fljótt í hraðskreiðan bát, en dapurleg- ust var tilhugsunin um það að fá aldrei að sjá hvíta menn framar. Þegar ég var að velta þessu fyrir mér, kom Stewart við handlegginn á mér: — Sko, sagði hann — þarna fleygja þeir plöntunum fyrir borð. Young stjórnaði því verki. Uppreisn- armenmrmr stoðu 1 röð og réttu jurtapottana frá manni tn manns og köstuðu þeim í sjóinn. Við höfðum haft um þúsund brauðávaxtaplöntur með okkur. Og til þess að ná þeim, höfð um við orðið að líða miklar þjáningar og sigla um 27000 mílna vegalengd í vályndum veðrum. Þessum plöntum, sem beðið var eftir með eftirvæntingu í Vestur-Indíum, var nú fleygt fyrir borð, eins og þær hefðu verið ónauðsynleg kjölfesta. — Allt til ónýtis, sagði Stewart. — Ekkert get ég botnað í slíku. Það var ömurlegt að hugsa til þess, hvernig þessum leið- angri lauk. Plöntunum var fleygt fyrir borð. Bligh og félagar hans sennilega drukknaðir eða drepnir af villimönnum. Uppreisnarmennirnir voru örvæntingarfullir og höfðu ákveð- ið að fela sig fyrir umheiminum, það sem eftir var æv- innar, og við vorum sömu örlögum háðir. Seinna, þegar við Stewart vorum orðnir einir í klefanum, skýrði ég honum frá því, sem Christian hafði við mig rætt í káetunni. — Við verðum að skýra Morrison frá þessu svo fljótt sem hægt er, sagði hann. Stewart sat þögull stundarkorn og andlit hans var svip- laust. Loks leit hann upp. Ég fæ þó að minnsta kosti að sjá Peggy, sagði hann. — Það er líklegt, ef þér gefið drengskaparheit. — Það mun ég gera og meira til þess að fá að sjá hana. Hann stóð snöggt á fætur og fór að ganga um gólf. Ég þagði, og eftir stundarkorn, sagði hann: — Afsakið að ég trúi yður fyrir þessu. Sjómenn eru oft viðkvæmir, og ég hef ver- ið lengi á sjó. En ef til vill gæti Peggi hjálpað okkur til þess að flýja. Ég finn ekki aðra lausn á málinu. — Það er ekki ósennilegt, að hún geti hjálpað okkur sagði ég, því að mér hafði ekki dottið þetta úrræði fyrr í hug Hún gæti útvegað okkur bát, og það gætí enginn annar í Matavai. Við verðum að gefa drengskaparloforð, og þar af leiðandi getum við ekki sagt frá því, til hvers við ætlum að nota bátinn. Þér verðið að segja Peggy, að við ætlum að strjúka á sama hátt og Churchill og ætlum að búa meðal eyj- árskeggja eftir að skipið er farið. Það 'eru aðeins höfðingjarn ir, sem eiga báta, sem hægt er að komast á til Leeward-eyj- anna. Bæði Teina og Hirihiri álíta sig standa i svo mikilli þakkarskuld við Georg konung, að þeir myndu ekki lána bát til slíks. En faðir Peggys er engum skyldum bundinn við Georg konung. Stewart fékk sér sæti aftur. Hann var fljótari að hugsa en ég og skildi óðara það, sem ég hafði verið að hugsa um lengi. — Einmitt, sagði hann. — Peggy getur hjálpað okkur, ef nokkur getur það. Ég gæti komið henni í skilning um þetta á tíu mínútum. Við verðum að grípa tækifærið, þegar vind- urinn er austlægur. Bátnum verður róið fram hjá skipinu, eins og hann væri á leið til Tetiaroa. Svo verðum við að læð- ast fyrir borð og synda yfir að bátnum. Ef við verðum heppnir, þá sér enginn okkur í myrkrinu. — Já, Stewart, ég hygg, að þetta verði framkvæmanlegt. NYR HIMINN - NY JÖRÐ 5'fSSPi '£e 'r'* EFTIR ARTHÉMISE GOERTZ 47 fest var með perlunselu, en þegar hann reigði höfuðið, kom örið á hálsi hans eigi að síður áberandi í Ijós. Hann tók þegar að ræða um fyrirkomulagið á félagsskap þeirra. Doktor Larouche var mað ur margorður, og Viktor átti óhægt um vik að skjóta orði inn í . . . stór og mikil húsakynni í nýju byggingunní, sem verið var að reisa hjá Sct. Charles og Gravier. Aðstaða til skurðlækn- inga samkvæmt allra nýjustu tízku . . í fyrsta skiptí vottáði fyrir áhuga í svip Viktors og þeg- ar Alcide sá það. hélt hann óstöðv andi áfram. — Fullkomlega nýtízku fyrir komuleg— og yflrbragð þitt og öll persóna — kæri Viktor, okkur veitir ekki af að leigja heila hæð. Loks heppnaðist Viktor að fá að segja nokkur orð. — Já, en ef ég á að vera hreinskilinn, þá veit ég ekki, hvort mig fýsir yfirleitt svo fjarska mikið að — O, látum svo vera! veltu þessu nú dálítið fyrir þér. Skrif- aðu mér svo og láttu mig heyra hugmyndir þínar og uppástung- ur. Síðan getum við alltaf talað okkur saman, áður en lýkur. Já, hugsaði Vitkor og létti við. Það j væri bezt af öllu. Mestu beiskjuna i mátti nema úr afsvari hans í form legu bréfi. j Hann var að hugsa um, hvemig I hann ætti að brjóta upp á sam-1 ræðu um Palmýru Delamare, þeg ar frændi nans breytti skyndilega um tón. I — Segðu mér annars — er hún þarna ennþá? Viktor vildi ekki láta heyrast, að hann yrði hissa á spurningu hans. — Já, svaraði hann. Það var sem ský liði yfir andlit Alcide. — Mér hafði komið til hugar, að skreppa þangað í helgar fríi, en það hafði í rauninni enga þýðingu, að fitja upp á öllu saman að nýju. — Hún er mjög fögur! Viktor mundi ekki eftir öðru, til að segja. — Já, ég man það svo greini- lega, þegar ég sá hana fyrst. Það var einn sunnudag f kirkjui ni. Eg var tuttugu og fimm irs þá Hún var sextán. — Hún er mjög ungleg ennþá. — Já, þú veizt náttúrlega .? Hann virtist undrandi, þegar Vik tor hristi höfuðið. — Jú, ég vildi giftast henni. Rödd hans fylltist beiskju. — Ef fjölskylda mín hefði ekki gert annað eins uppi- stand. fyrir þá sök eina, að afi hennar hafði stundað veitingasölu hefði ég getað fengið hana — og nokkur mannslíf hefðu orðið ánægjulegri eða að minnsta kosti öðruvísi. — Mér skilst að hún hafi kvænst Chambert dómara. — Já, sem var nærri því fjórum sinnum eldri en hún. Faðír henn- ar tók bónorð hans eingöngu í því skyni, að það gæti talizt sem hnefahögg andlit Larouche ættarinnar. Dómarinn var lika af i göfugu ættum. — Að því er mig minnir, hafði hann orð fyrir að vera ekki við eina fjölina felldur. 1 — Já, og það ekkl að ástæðu- lausu. Meðan báðar fyrri eiginkon ur hans voru í lifanda lífi, stund- aði hann hjákonur sínar við hlið- ina á þeim. Hann var gerspilltur. Menn sögðu, að hann yrði að hafa unga og fallega stúlku til að hressa sig upp — þú skilur, við hvað ég á? Víktor yppti öxlum. — Trúlegt er, að æska og fegurð geti haft. meiri áhrif í þeim efnum, en vís- indin. — Ég setti mér fyrir sjónir hvert smáatrið; á brúðkaupsnótt hennar. Þú veizt nú sjálfur, hvernig siðir okkar eru Eg sá í huganum hverníg móðir henn ar fylgdi henni til svefnhúss þeirra, afklæðir hana og færir í hvítan náttkjól. Svo er hún skilin einsömul eftir, — hún hallast upp að hægindum í hinni miklu hjónasæng — og bíður komu manns síns. Þú getur nú hugsað þér sjálfur, hvernig það hefur hlot ið að vera fyrir unga stúlku á seytjánda ári, sem er nýkomin úr klausturskólanum, að liggja þarna skjálfandi af ótta við hið ókunna — og vera svo að lokum alein með . . . Ung og fögur stúlka, sem maður elskar óstjórnlega, brjálæðislega . . . Rödd hans brast, en svo bætti hann við: — Já, það er ástæðulaust. að leyna þig því. Ég gerði tilraun til að svipta míg lífi. — Ég hlýt að hafa verið smá- drengur þá. Þetta kom illa við Viktor. — Ég hef aldrei vitað fyrr . . —• Þetta varð auðvitað voða- legt hneyksli. Hann fluttist með hana til New York. Dag nokkurn voru þau stödd í Metropolitan safninu, og meðan dómarinn var sokkinn niður í að skoða málverk eftir Rembrandt, tók hún tal við ungan Gyðing. Hann var listamað ur, tuttugu og eins árs að aldri og tekinn að fá nokkurt orð á sig. Þar skapaðist ást við fyrstu sýn. Hann sagði um Chambert: — Ég hélt, að þér væruð barna- barn hans. Hún kom dómaranum til að skoða safnið aftur seinna. Hann var þar — þessí Davíð Men- del. Hann hafði komið þangað á hverjum degi á sama tíma. Þau losnuðu við dómarann meðan hann var að glápa á mynd eftir Gainsborough, og hlupust á brott. Þegar njósnarar hans fundu þau loksins, voru þau komin til París- ar og hún orðin barnshafandi. — Dóttir hennar heitir Mirjam, sagði Viktor, — Heima hjá okkur kallar vinnufólkið hana Miyám. — En dómarinn fékkst þó ekki til að skilja við hana. Hjónaskiln- aðir voru þá, ekki síður en nú, taldir allsendis óhugsandi hjá fínu fólki. Hann hafðí trúmálin að yf- irskini. En þeir, sem þekktu hann, kölluðu það hefnd. Viktor hristi höfuðið og horfði í gaupnir sér: Allt hafði þetta gerzt fyrir meir en tveim tugum ára. En samt héldu þeir sem hann umgekkst, ennþá svo fast við for dóma sína, að annað eins gat hæg- lega gerzt enn þann dag í dag. Svona mikil þjáning að þarflausu, jafnvel grimmd. En þegar hann litaðist um í þessum glæsibúnu húsakynnum, gat hann þó ekki fengið af sér að kenna í brjósti um Larouche lækni. Frændi hans hafði komið ár sinni vel fyrir borð og leit út fyrir að vera að- njótandi margra lífsins gæða. En Palmýra — og Mirjam, sem fráleitt hafði hugmynd um, að gamlir fordómar og heimskulegt stærilæti iægi í leyni á lífsbraut hennar.. Þeír sátu þegjandi hvor andspænis öðrum, jafn vandræða legir báðir tveir. Loks braut Vik- tor upp á öðru umræðuefni, en frændi hans virtist nú gersneydd- ur öllum áhuga. Viktor afþakkaði boð hans um að snæða miðdegisverð með hon- um. Hann fékk sér vagn út að í St. Louis kirkjugarðinum og fór úr honum við hliðíð í Claiborn

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.