Tíminn - 26.11.1964, Síða 16
Fimmtudagur 26. nóvember 1964
241. tbl. 48. árg.
JAKOB JAKOBSSON VONDAUFUR -
Síldamagnið er
aiinna / Faxadóa
E.J.-Reykjavík, 25. nóvember.
— Minna magn af síld hefur
fundizt á Faxaflóasvæðinu nú,
en á sama tíma í fyrra og er síld-
in yfirleitt mjög dreifft, óróleg og
í smáum torfum. Virftist mun
minna magn vera hér en fyrír
austan — sagði Jakob Jakobsson,
fiskifræðingur, í viðtali við Tím-
ann í dag.
Jakob var ekki mjög bjartsýnn,
þegar við, náðum tali af honum
í dag , en sagði þó, að of snemmt
væri að örvænta, því að desember
og janúar væru venjulega beztu
veiðimánuðimir.
— Hvernig hefur síldarleitin
gengið að undanförnu, Jakob?
— Pétur Thorsteinsson hefur
verið við síldarleit að undanförnu
úti í Faxaflóanum og fyrir norð-
Ákvörðun tekin
um þungavatns-
vinnslu að ári?
KJ-Reykjavík, 25. nóv.
Fyrir nokkrum árum var
mjög um það rætt hér á
landi að hafin skyldi fram-
leiðsla þungs vatns í Hvera-
gerði, en sá áhugi, sem þá
vaknaði , dvínaði nokkuð
vegna minnkandi eftirspurn-
ar á / heimsmarkaðinum.
Aftur vöknuðu vonir mantia
um framleiðslu á þungu
vatni hérlendis, þegar Svíar
og Kanadamenn fóru að
gera tilraunir með notkun
þungs vatns í kjarnaofnum.
Blaðið hafði tala af próf.
Magnúsi Magnússyni í dag,
og innti hann frétta af mál-
um þessum. Sagði hann að
ekkert væri farið að hugsa
til hreyfings í þessu sam
bandi, þar eð tilraunir Kan-
adamanna færu ekki að
gefa fullkominn árangur
fyrr en í byrjun næsta árs,
og fyrst mætti vænta ein-
hverra frétta um íslenzka
þungavatnsverksmiðju á
miðju næsta ári.
an Snæfellsnes, og er Jón Einars-
son skipstjóri og leiðangursstjóri.
Þeir hafa alltaf orðið varir við
einhverja síld, en hún er dreifð,
torfurnar eru litlar, og auk þess
er síldin óróleg og því mjög ó-
hentug til veiða. Þess vegna hafa
bátarnir veitt lítið sem ekkert, og
auk þess hefur verið ógæftasamt
að undanförnu
— Hvað um síldarmagnið?
— Það virðist vera frekar lítið
magn af síld á þessum slóðum, og
minna en á sama tíma í fyrra.
— Hvar heldur síldin sig aðal-
lega?
— Að undanförnu hefur hún
helzt verið um 30—40 mílur út af
Öndverðarnesi, en í nótt fann
Pétur Thorsteinsson síld um 10
mílur frá nesinu og einnig um 17
mílur. En, eins og áður segir, þá
var síldin dreifð og óróleg.
— Hverju viltu spá um veiðina
í framtíðinni?
— Það er alveg ómögiUegt að
segja neitt ákveðið um það. En
núverandi ástand þarf að breytast
mikið, ef einhver veiði á að vera
hér fyrir allan flotann. í því sam-
bandi má benda á, að það er miklu
meiri veiði fyrir austan, en þar
eru nú aðeins örfáir bátar við
veiðar. En of snemmt er að ör-
vænta — þetta getur breytzt á
næstunni. Við megum ekki
gleyma því, að desember og janú-
ar eru venjulega beztu veiðimán-
uðirnir hér fyrir sunnan.
— Hefur fundizt síld annars
staðar en út af Snæfellsnesi?
Framhald á 14. síðu.
SK YNDIHA PPDRÆT Ti
FRAMSÓKNARFLOKKSm
Hlnn glæsilegi rauði Óper Rekord, sem er aðalvinnin gurinn í Happdrætti Framsóknarflokksins.
Á þorláksmessudag hinn 23.
desember n. k. veröur dregið
um marga glæsilega vinninga í
skyrwMhappdrætti, sem Fram-
sóknarflokkurinn efnir til til
styrktar starfsemi sinnar. Hafa
miðar í þessu happdrætti þeg-
ar verið sendir til 1 umboðs-
manna um land allt. Kostar
hver miði 50 krónur, en verð-
mæti vinninganna er 8000 sinn-
um meira eða um 400.000,00
kr. Aðalvinningurinn er
splunkunýr og glæsilegur Opel
Rekord af „L“-gerð, módel
1965, rauður að lit.
Verða miðar seldir úr bíln-
um næstu fjórar vikur, þar sem
hann er til sýnis á lóðinni
Austurstræti 1.
Aðrir vinningar eru Singer
saumavélar, óskadraumur allra
húsmæðra, Levin frystikistur,
þarfaþing á hverju heimili og
Smith Corona rafmagnsritvélar,
sem sameina það tvennt, að
vera fyrsta flokks skrifstofu-
tæki og hentugar til einkaaf-
nota á heimilum.
Samtals eru þetta tólf vinn
ingar, fjórir af hverri gerð.
Afgreiðsla happdrættisins er
í Tjarnargötu 26, sími 15564.
Þeir, sem áhuga hafa fyrir að
eignast miða í þessu glæsilega
happdrætti, geta skrifað eða
símað til skrifstofunnar eða
snúið sér til næsta umboðs-
manns. Þeir, sem fengið hafa
miða senda heim, eru beðnir
að gera skil til skrifstofunnar
við fyrstu hentugleika.
Takmarkið er að selja alla
útgefna miða og er heitið á
flokksmenn að stuðla að því
með ráðum og dáð að svo megi
verða.
Á þriðia hundraðfá
rafmagnið í árslok
EJ-Reykjavík, 25. nóv.
Samkvæmt upplýsingum Raf-
magnsveita ríkisins hefur verið
unnið við lagningu veitna til 450
notenda í sveitum landsins, en af
þeim hafði verið byrjað á lagn-
ingu 168 á árinu 1963. f sumar
hefur aðallega verið unnið við
lagningu staura, en dráttur orðið
á tengingunni. Þó má búast við,
NYTT AÐFLUGSLJOSAKERFI
REYNT A ÞINGEYRARVELLI
Reykjanes-
kjördæmi
Áskrifendasöfnun TÍMANS í
Reykjaneskjördæmi er í full-
am gangi. Álftanes, Mosfells-
•iveit, Kjalarnes og Kjós hafa
skilað 100% árangri. Seinna
verður tilkynnt um áskrifenda-
söfnunina í þeim þrettán deild-
um, sem eftir eru að skila úr
slitum.
SE-Þingeyri, 23. nóv. .
Sett hqfur verið upp nýtt að-
flugsljósakerfi við flugbrautina
hér í tilraunaskyni. Er þetta
bandarískt kerfi og er mjög hand
hægt í notkun og ódýrt, og myndi
henta mjög vel við smærri flug-
velli hérlendis, ef það reynist eins
vel og vonir standa til.
Alls eru það 16 ljós, sem sett
hafa verið við brautina hérna, en
hún er 600 metra löng, eða af
þeirri lengd, sem talin er nauð-
synleg fyrir sjúkraflug. Tækin
eru frá fyrirtækinu Manairco i
Mansfield í Bandaríkjunum og eru
einkum míðuð við notkun á litl-
um einkaflugvöllum. Flugmála-
stjórnin fékk ljósaútbúnað til að
setja upp við einn flugvöll og var
ákveðið að reyna hann hérna.
Hér vantaði raflínu til flugvall-
arins, og varð þá að ráði að við
reyndum að notast við Heath-
straumbreyti, sem breytir 12 volta
spennu í 110 volta riðstraum, og
gafst það ágætlega. Þetta þýðír
það, að hægt er að nota þetta að-
flugsljósakerfi alls staðar þar, sem
unnt er að koma bíl, dráttarvél
eða einfaldlega venjulegum raf-
geymi. í hverju ijósi er 10 watta
pera, svo að ekki er aflþörfin mik-
il.
Áætlaður tieildarkostnaður við
kerfi þetta var 30 þúsund krónur
FramhaJd á 14. úðu
að lokið verði við lagningu til 224
notenda um áramótin.
Blaðið hafði í dag samband við
Rafmagnsveitur ríkisins og fékk
þær upplýsingar. að aðallega hefði
verið unnið við lagningu staura í
sumar. Alls hefði verið unnið við
lagningu rafmagns til 450 not-
enda, en þeir skiptast þannig milli
sveita landsins: — Rangárvalla-
sýsla 43, Árnessýsla 41, Borgar-
fjarðarsýsla 12, Dalasýsla 68, Vest
firðir 7, Húnavatnssýslur 22,
Skagafjarðarsýsla 102, Eyjafjarð-
arsýsla 23, Þingeyjarsýslur 73,
Múlasýslur 15 og A-Skaft. 44
Baldur Helgason hjá Rafmagns-
veitu ríkisins skýrði frá því, að
reiknað væri með því, að lokið
ýrði að fullu lagningu rafmagns
til 224 notenda af þessum 450 nú
um áramótin, og einnig yrði þá
búið að reisa staura til allra
hinna notendanna, að örfáum
bæjum undanskyldum.
TiLRAUNABORUNAÐHEFJ-
ASTÁ SEL TJARNARNESI
MB-Reykjavík, 25. nóvember.
Innan skamms hefst borun
eftir heitu vatni á Seltjarnar-
nesi, að því er ísleifur Jónsson
verkfræðingur hjá Jarðborun-
um ríkisins, sagði blaðinu
dag. Þarna verður um algera
tilraunaborun að ræða, og ver?
ur borað hundrað metra niður.
en það er sú dýpt, sem boru'ð
er, þegar borað er á svæði, sem
árangur er algerlega óviss á.
Seltirningar hafa eðlilega
áhuga á að fá hitaveitu eins og
nágrannar þeirra Reykvíkingai
og hafa farið fram á það, að
gerð verði tilraún í þeirra eigin
landi, svo að þeir þurfi ekki
að gjalda öðrum fyrir hitagjaf-
ann, né leiða hann langar leið-
ir að. ísleifur kvað ekki ákveð
ið upp á dag. hvenær borunin
hefst, en vænta megi að bað
verði í næsta mánuði.