Tíminn - 10.12.1964, Blaðsíða 3

Tíminn - 10.12.1964, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 10. (tesember 1964 TÍMINN Leiðsögn um Breiða fiarðareyjar Um eyjar og annes Bergsveínn Skúlason. Fróði gaf út. Breiðafjarðareyjar eru mikið töfraland. Mun svo hafa verið lengi, og margt í mannlífi og at- vinnuháttum með öðrum hætti en annars staðar á íslandi og hafa staðhættir ráðið 'pv\. Þessi merki lega eyjabyggð, þar sem kosta- miklir bjargræðisvegir björguðu mörgu mannslífinu úr klóm hung urdauðans fyrr á árum, er nú mjög eydd að fólki, en við það er sem ævintýraveröld Breiða- fjarðareyja öðlist enn meira seið magn í augum þeirra, sem aðeins hafa spurnir af henni. Bergsveinn Skúlason er eyja maður í merg og blóð. Hann er fæddur þar og alinn upp, átti þar frændlið sitt og staðfestu lengi vel, þó að hann hyrfi þaðan eins og fleiri. Hann naut lítillar mennt unar en drakk í sig sögur og sagn ir eyjafólksins, bergði af lindum þeirrar menningac, sem dafnaði í þroskagjöfulii einangrun og harð ræði eyjanna, og á síðari árum hefur hann setzt við þennan fræða brunn rakið þræði minninga sinna og annarra, heimsótt eyjarn ar að nýju og rifjað upp gömul kynni og ritað um þetta sjálfum sér til hugarhægðar og öðrum til ánægju og fróðleiks. Áður hafa komið út tvær bækur með ýmsum þjóðfræðaþáttum og mannlýsing- um, og margt greina hefur birzt í blöðum og timaritum. Bergsveinn leggur ekki stund á að glæsa þá mynd, sem hann lýs- ir, eða beita hástemmdum stíl. En frásögn hans er þvi trúrri og sann ari. í bók þeirri, sem hann hefur nú sent frá sér, gefur hann glögga lýsingu á Vestureyjum Breiða- fjarðar, — þ.e. Flatey og eyjum þeim sem í hennar umdæmi eru. Hann setur lýsinguna í umgerð 'ferðasögu um eyjarnar, þar sem hann er að kanna gamlar slóðir sjálfum sér til ánægju, en gerist m leið hógvær leiðsögumaður íeo andans. Hann velur bókinni nafn ið Um eyjar og annes enda bregð- ur hann sér í bókarlok upp á Látrabjarg og Látraheiði. Hann kallar bókna„Ferðaþætti og minn- 1 ingar frá Breiðafirði" að undir- nafni. Nokkuð af efni bókarinnar mun hafa verið flutt í útvarp eða birt i blöðum, en stórum við það aukið. Segir höfundur í formála, ! að hann eigi enn ýmislegt í fór- um sínum um Breiðafjarðareyj- 1 ar og verið geti, að það verði síðar búið til bókar, sem j verði þá annað bindi þessa verks. Bergsveinn lýsir sem gleggst staðháttum og landkostum eyja i þeirra, sem hann heimsækir, mann , /írkjum, sem þar eru enn eða voru til skamms tíma, vörum og útræðl og vefur í dúkinn sagnir| og sögur af lífsháttum og atvinnu eyjaskeggja fyrr og síðar. Les- andinn efast ekki um, að hann er þar að segja frá sínu fólki, sem hann þekkir og skilur. Fyrsti kafl inn er um Oddbjarnarsker, þenni an merkilega smáhólma úti í hafi, 1 hólrna, sem varð þéttsetin vertíð i arborg á hverju vori áður fyrr.' ; Næst litast höfundur um í Flat- ey, en heldur þaðan í eyjaför, kem ur við í Svefneyjum, Hvaílátrum, Skáleyjum, Sviðnum, Ólafséyjum, Herg'dsey og mörgum öðrum eyj- um. Loks liggur leiðin norður á Látrabjarg eins og fyrr segir. Minnisverðar eru þær myndir, sem höfundur bregður upp af þeim Ólöfum i Hvallátrum, og sést þar, að gott efni i meiri sögu er þar óskráð. Vel mætti að því finna. að Berg sveinn skuli ekki hafa hagað i fræðastarfi sínu og ritun um ' Breiðaf jarðareyjar og fólkið þar betri grein fyrir því, sem er fram andi í augum annarra landsmanna vegna sérstöðu mannlífsins í Breiðafjarðareyjum á fyrri tíð. Mundi frásögn hans þá aukast að almennu gildi. Þegar á allt er lit ið búa aðrir varla yfir betri feng til miðlunar en Bergsveinn og er óskándi, að hann láti verða af framhaldi, en með því fengist ef til vill eitt trúverðugasta rit um Breiðafjarðareyjar, sem völ er á, og láti hann þetta niður falla, er ekki víst, að úr verði bætt af öðrum. Eg tel mig hafa orðið margs vísari uim Breiðafjarðar- eyjar við lestur þessarar bókar, og | held að svo muni mörgum fara, að honum opnist þar í fyrsta sinn , glögg heildarmynd af Vestureyj I um á Breiðafirði. | Eins þáttar þókarinnar er vert að geta sérstaklega, en það eru myndirnar. Höfundur og útgef- andi hafa haft þann hátt á að fara með ljósmyndara í flugvél vestur yfir Breiðafjörð og láta taka mynd ir úr lofti af þeim eyjum. sem bók in fjallar um, gefur þetta svo glögga mynd af legu, lögun og gerð eyjanna, svo og staðsetn- ingu mannvirkja og afstöðu allri að miklu Ijósara verður en þótt með skipulegri hætti og dregið ritað væri langt mál til lýsingar. þar saman það, sem saman átti. Eg hygg, að þegar á allt er lit- Fyrir bragðið er fróðleikur sá, ið, sé ekki kostur á sanr.ari lýs- sem hann hefur miðlað um þetta ingu á eyjum Breiðafjarðar og allmikið í molum. Vel mætti og lífsháttum þar en í þessari bók. lýsa ítarlegar ýmsu og gera sér - AK. Bergsveinn Skidason Skíðamót í nágrenni Reykjavíkur í vetur , Skíðaráð fteykjavíkur hefur nú endanlega gengið frá keppnis- skýrslu sinni fyrir veturinn 1965, og að öllu forfallalausu verða skíðamótin veturinn 1965 sem hér segir: , 31. janúar, Úrslit í firmakeppni Skíðaráðs Reykjavíkur. Keppni haldin í Hamragili. ÍR. annast mót ið. 6. febrúar. Afmælismót KR. í Skálafelli. 7 febrúar, Stefánsmót, haldið í Skálafelli. KR. sér um mótið. 21. febrúar. Reykjavíkurmót í Gustar úr ýmsum Misvindi Snæbjörn Jónsson. ísafoldarprentsmiðja ' næbjörn Jónsson, sem lengi -•‘k bóka-'erzlun þö sem enn er við hann kennd í Reykja- vík, er löngu kunnur maður hér á landi af ýmsu cðru en )/eim viðskiptum. Drýgstar til þeirraar kynningar munu ólaðagreínar hans hafa orðið, því að hann hef ur löngum haft þann hátt á að blanda sér í umræður dagsins um menn og málefni og ekki farið dult með álit sitt. Honum nefur einnig býsna oft cekizt það svo, að eftir var tekið, og ærið oft biés þar úr annarri átt en venju legast var, gat jafnvel hvesst nokk uð. Þegar Snæbjörn gefur út úrval eða sýnishorn greinnsafns ans, hvort sem telja ber er vej við hæfi að nefna bókina Misvindi Snæbjörn Jónsson er gáfaður maður, hreinlyndur og heiðarleg ur í hugsun, skaprikur nokkuð og opinskár og virðist þar fara saman með dálítið kynlegum og óvenju legum hætti varnarharka -jg ó- hlifni undir högg. Snæbjörn lifir ! og skrifar með það Doðorð í huga, sem hann gefur í upphafi oókar, að ,,staðviðri er gott“, en mis- vindi er alla tíð iifsanda loft ‘ ; Annað greinasafn. Vörður og ■ vinarkveðjur, hefur áður komið ! út eftir Snæbjörn. Sú bók er að ; miklu leyti mannaminni og all- miklu hógværari en þessi. lTér koma ágreiningsefni iifs hans — og þó líklega aðeins lítill kluti þeirra, svo margt, sem hann hefur haft á hornum sér. Ekki ber þó aó skilja þetta svo, að allt efni bókarinnar sé með þeim brag Má t.d nefna allmörg mannaminni. Svo eru þarna snarpar ádeilugrein ar eins og um „alvöruiausa" miðils i starfsemi og blaðamennsku, en hvort tveggja ýfir nöp hjá &næ- birni, og virðist hann þó ''o! trú aður á framhaldslífið Grein bans um íslenzka blaðamennsku er allbundin við einstaka, parsonu- lega atburði. Kaflinn „íslenzkt tandráðamál“ eru gamlar érjur, sem bera of mikinn svip uppvaknings til þess að verða geðþekkur Sú saga er öll of persónuleg og blóðmörkuð . dægursárum, sem enn virðast I ógróin en þó of gömul til þess að ! vekja nægilega samáð, og þyrfti að | vera rituð af meira umburðarlyndi i mati á því, sem liðið er. Vopnaburður Snæbiarnar er oft skemmtilegur, og hjarta hans virð í ist aldrei skerast úr leiknum Það j er mikil blessun. Glöggskyggni hans er mikil en ærið oft einstreng i ; ingsleg. | Málfar Snæbjarnar er oft as.t sterkt og gott, og sérvizkan gerir það oft forvitnilegt. Þótt á- deilugreinarnar séu margar hverj ac hressilegar, hygg ég að þær n.ióti sín vart sem skvldi nú eftir dúk og disk. Sú verður raunin um fleiri en Snæbjörn Jónsson. Beztu þættir bókarmnar eru um menn fremur en málefni. Og þeg a- Snæbjörn ritar um mennina mun sannmæli það, er hann spgir í hendingum í bókarlnk: ,,að hér fékk enginn overðskuldað last og enginn lof úr hófi, muntu sk;ija“. Hins vegar er eksi alveg 'íst, að þessi sjálfsdómur standist ævin Jósefsdal. Ármann sér um mótið. 28. febrúar. Reýkjavíkurmótið, framhald. Ármann sér um mótið. 7. marz. Reykjavíkurmótið, framhald. Ármann sér um mótið. 4. apríl. Stórsvigsmót Ármanns, haldið í Jósefsdal. Steinþórsmótið er ekki búið að ákveða stað né dag fyrir. Undanrásin fyrir firmakeppni Skíðaráðs Reykjavíkur mun eins og undanfarin ár vera haldin við skála félaganna, og aðeins úrslita keppnin haldin sameiginlega. Skíðaráð Reykjavíkur. Snæbjörn iónsson iega, þegar Snæbjörn kemst ckki h.já því að geta manna ■ tengslum við málefni, sem aann sendi/ of- urlítinn misvindisgust. AK. Á VÍÐÁVANGI Spyr sá sem ekki veit? Morgunblaðið ræðir fyrir nokkru um skattamál í „flak- steinum“ og telur það fráleitt, að Tíminn fullyrðir, að ,.auð- stéttin hefur ástæðu til að fagna því, að hún hefur fengið miklu hagstæðri skattalö?" úr hendi „viðreisnar“-stjórnarinn ar. Síðan segir Moggi: „Fróðlegt væri að fá skýr- ingu á því, hvað það er, sem Tíminn nefnir auðstétt hér á landi. Morgunblaðinu er sem sé ókunnugt urn, að slík stétt sé til hér á Iandi, þót* auðvitað sé Iiagur manna misiafn.“ Morgunblaðið þykist sen sé ekki vita af neiuni auðstétt hér á landi. Spyr sá, sem ekk'i veit? Ofan á allt antiað í skattamál um þykjast talsmcnn stlórnar innar ekki sjá neina auðsiétt. Almenningi í landinu þarf ekki að benda á þá ‘tétt“. Tákn hennar sjást í svo mörgu, m.a. hve cinstök fyrirtæki og eiw- staklingar gerast nú umsvifa- milkir. „Heilbrigð og eðlileg" Menn eru ekki búnir að gleyma skattaálögunum frá í sumar, „sjokkinu" sem htiinil in fengu, eins og Hannes á horninu lýsti réttiíega. íhaldið varð svo hrætt við þá óánægju öldu og lofaði oót og betiun, sveikst að vísu um að lagfæra álagningu á álögðum sköuum í ár en hefur lofað því hátíðleg ar hvað eftir annað lagfæringu á skattalörgunum I vetur á þingi Nú bregður hins vegar svo við, að Morgunblaðið segir í gær um þetta og breytingarnar síð ustu: „Skattalögin voru gerð heil brigð og eðlileg, bæði að því er varðar skattlagningu á ein staglinga og eins á atvinnu fyr irtæki, en þeim var með hin um nýju lögum heimilað að halda eftir nokkru af hagnaði sínum til að endurnýia tæki sín og styrkja reksturinn." Þarna hafa menn það svart á hvítu, hve mikil alvara fylgir því loforði að lagfæra eigi hið viðurkennda ranglæti, sem skellt var á s.L vetur með skattalagabreytiugnnni. Nó eru skattalögin „heilhrigð“, af því að þunganum var vellt af auð rnönnum yfir á almenning, og ,,eðlileg“, af því að þessir menn ráða Sjálfstæðisflokknum og gera hann út. Menn ættu sér- staklega að taka eftir þessari yfirlýsingu núna, f.ð skattalög in séu „heilbrigð og eðliieg,, fyrst og fremst“ að því er varð ar skattalagningu á einstakl- inga“, eins og svo greinilega er orðað. Af því geta menn séð hvaða leiðréttinga er von af íhaldsstjórninni í skattamálum í vetur. Moggi ætti að spyrja Benedikt Menn muna gtóggt, hvíiíkur flemtur greip Alþvðuflokkinn, þegar skattskrain kom úr í sumar. Þá áttuðu sumir forvstu menn hans sig á þvi. hvað þeir ^höfðu gert. Benodikt Gröndal skrifaði þá frægan ieiðara sem hófst á forsíðu b'aðsins þar sem hann fordæmdi álagning- una, og ekki sízt álagnineuna á félög og fyrirtæki en líka hlífðina við auðmennina ug auð félögin. Hannes a borninu hef ur ekki heldur verið myrkur f máli: Nú segir Moggi þessum Framh t> bls 14

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.