Tíminn - 16.12.1964, Side 6

Tíminn - 16.12.1964, Side 6
18 TÍMINN Ekkert sálrænt fyrirbæri hef ur vakið meiri umþenkingar en draumurinn, jafnvel fyrir þúsundum ára gerðu menn sér ákveðnar hugmyndir um drauma og boðskap þeirra. Draumurinn er enn að mestu óráðin vísindaleg gáta, þrátt fyrir miklar rannsóknir og draumaráðningar hafa vart tek ið framförum síðan Artemidor- os frá Daldia var uppi, en hann er fyrsti draumaþýðand- inn, sem frægðarorð fer af. Artemidoros var uppi fyrir 1750 árum. Heimkynni hans var Efesos í Litlu-Asíu. Var hann oft kenndur við þann stað og kallaður „efesíinn.“ Sjálfur kallaði hann sig Arte- midoros frá Daldia, en þar var móðir hans upprunnin. Þetta gerði hann meðal annars til að leggja áherzlu á mikilvægi hins kvenlega og móðurlega í sambandi við draumaráðning- ar. Rómverski landstjórinn í Ef esos veitti því athygli, að Arte- midoros réði drauma hans allt öðru vísi dn hinir mörgu spá- karlar, sem stunduðu drauma- ráðningar, þar sem annars staðar á þessum tím- um. Artemidoros hélt því fram, að þá væri mest nauðsyn að bjarga hinum æva- fornu fræðum um þetta efhi, því annars mundu þau týnast i gleymskunnar djúp. Land- stjórinn sendi Artemidoros í langar ferðir í þessu skyni, til Kaldeu og Mesópótamíu, um öll lönd Suðvestur-Asíu til Grikklands og Ítalíu að skrifa upp og teikna allt, sem fyrir fannst af þessum gamla vís- dómi. Þannig var ómetanleg- um andlegum fjársjóði bjarg- að frá glötun. Artemidoros skrifaði fimtn bækur um draumaráðningar og tileinkaði þær syni sínum. Mestur hluti þessa ritverks er enn varðveittur, og vísindaleg- ar þýðingar þess hafa verið gerðar á frönsku og þýzku. Franska þýðingin (eftir Vidal) kom út um 1870 og hin þýzka (eftir F. Kráuse) 1881. Á mið- öldum var nokkur hluti verks- ins þýddur á þýzku, kom út í mörgum útgáfum og nefndist þá jafnan Kaldeska drauma- bókin. Filip Melanchton sam- starfsmaður Luthers ritstýrði meðal annarra þessari útgáfu- starfsemi. Draumaráðninga- bækur vorra daga eru óvísinda legar endursagnir úr bókum Artemidorosar. Hér er um að ræða undir- stöðu kenninga Sigmund Freud, en án hinnar þýzku þýð ingar á ritum Artemidorosar hefði Freud tæpast komizt á sporið með kenningar sínar um tákn, kynverund og undir- meðvitund. Má raunar segja, að Artemidoros hafi verið bú- inn að skrifa allt, sem Freud skrifaði um drauma — jafnvel kenninguna um undirmeðvit- und, sem sendir meðvitund- inni skilaboð og stjórnar lífi okkar á margan hátt. Og eng- inn veit, hvað þetta tmdirmeð- vitaða er, nema hvað tilraun- ir í sambandi við heilaupp- skurði og svokallað djúp-EEG (þar sem rafstraumar í djúpt liggjandi heilavefum mætast), eru nú fyrst að varpa nokkru. ljósi á hin lífeðlisfræðilegu fyr irbæri, sem virðast standa í sambandi við hina umdeildu undirmeðvitund. Má vera að hægt verði að kortleggja og jafnvel útskýra fyrirbærið, og þar með heyra draumaráðn- ingar undir líffræðina. Artemidoros lagði megin- áherzlu á þau tákn, sem fsam kæmu í draumum, og niður- stöður hans hafa ekki fallið úr gildi. Markverðustu drauma ráðningar nútímans byggjast að mestu á kenningum Árte- midoroar, en sálfræðingar vorra daga hafa tæpast uppgötvað nein sannindi, sem þessi mað- ferðileg draumtákn, öll hin sömu, sem nútímamenn veita mesta athygli, nema þau sem standa í sambandi við gjörn- inga tækninnar. Hann ræddi drauma, sem höfða til móðern- is og faðernis, og hann þekkti það, sem kalla mætti megin- drauma og standa í sambandi við þýðingarmestu atburði mannsævinnar. Hann greindi milli þeirra drauma, sem hafa þýðingu og þeirra, sem eru marklausir og hann vissi að endurteknir draumar eru með- al hinna þýðingarmestu. Um drauma barna sagði hann, að af þeim mætti ráða framtið barnanna. Vísindamenn nú- tímans viðurkenna það sama. Hér er dæmi um það, hvern- ig Artemidoros réði drauma: Ilmvatnshöndlara nokkurn þegar þú kaupir og selur ilm- vatn. Þú átt eftir að veikjast af sjúkdómi, sem eyðileggur lyktarskyn þitt.“ Þetta kom fram . . . Nokkrum árum síðar kom þessi sami maður til Artemid- Freud ekkert er nýtt undir sólinni.. Kenningar Freuds voru til 1750 árum ki aður"KömlZt ®ð, dreymxji, að hann hefði misst varðandi draúma. Hann la'gði nef sitt ... „Þú hefur misst ríka áherzlu á hina kynferði- nefið,“ sagði Artemidoros, legu hlið draumanna og kyn- „og nefið er þér ómissandi, Franski dráttlistarmaðurinn Honoré Daumier gerði fjölda skop- mynda úr lífi broddborgarans, sem hann kalalði Robert Macaire. Þessi mynd sýnír skelfingu hins ágæta borgara, er girndin heilsar upp á hann að næturlagi. Macaire er í náttfötunum sínum, og girndin, í hestlíki, stendur fyrir dyrum. orosar, en hann var þá tökinn til við aðra grein verzlunár. Sagði hann þá, að nýlega hefði sig aftur dreymt, að hann missti nef sitt. „Nefið táknar æru þína,“ sagði Artemidoros, þú átt eftir að missa æruna.'1 Skömmu síðar varð höndlar- inn uppvís að ólöglegu verzl- unarbraski og varð að flýja heimkynni sín. Enn , liðu nokkur ár þar til höndlarinn kom til Artemidor- osar í þriðja sinn og sagði, að nú hefði sig dreymt nef- missi. „Þú munt brátt deyja“, sagði efesíinn, „því hauskúp- ur eru neflausar". „í eðli sínu eru þessar ráðningar fullkomlega réttar“, segir Ania Teillard, sem talin er með fremstu draumaskýr- endum nútímans. „Við gætum ekki gert betur, og sennilega mundi enginn ráða draumana um nefmissinn jafn snilld- arlega og Artemidoros gerði“. Ókkur dreymir þegar með- vitundin rís úr djúpinu, og að því er virðist sem ákafast skömmu áður en við vöknum. Vitundin marar þá í hálfu kafi og nálgast yfirborðið misjafn- lega mikið. Alla menn dreym- ir, og á hverri nóttu, en fáir muna drauma sína. Þeir hverfa eins og ljómandi hugsýnir marahuananeytandans. Með sérstöku tæki, sem mælir raf- strauma í heilanum, er hægt að komast að raun um, hvort sofandi mann er að dreyma, en því miður segir þessi mælir ekki til um, hvað ’iann dreym- ir. Slíkar mælingar (elektroen- cephalogram, eða EEG) hafa -einnig verið gerðar á dýrum. Þær sýna, að öll spendýr dreymir. Margt bendir til, að svo sé um öll önnur hryggdýr, og menn gera sér í hugarlund. MIÐVIKUDAGUR 16. desember 1964 að jafnvel skordýr eigi sér drauma. Fyrstu tilraunir til að fá úr þessu skorið hafa nýlega verið gerðar. Örsmáar elektróð ur voru festar við býflugur og maura. Svarið benti til, að þess- ar smáskepnur væru ekki und- anteikning, hvað drauma snertir. Allar lifandi verur hafa eins konar meðvitund, jafnvel bakteríur lifa kemísku (efnislegu) vitundarlífi. Sumir vísindamenn hallast nú að því, að eitthvað, sem líkist hugs- unum verði til í dauðu efni. Þannig „hugsar" ljósapera, en hefur ekkert tæki eða heila, sem getur skynjað „hugsun- ina“. Samkvæmt þessari kenn- ,ingu byggist meðvitundin á innri skapnaði organískra sam einda. Sjálf tilætlun draumanna er óþekkt. Sumir telja, að draum- urinn sé nokkurs konar örygg- isventill, þar sem menn losni við andlegar byrðar og kom- ist yfir sálrænar hindranir. Aðr ir halda, að draumar séu æva- fomrar merkingar, og enn aðr- ir, að þeir verði til á fullkom- lega vélrænan hátt og séu skrumskældar spegilmyndir þess, sem við höfum upplifað í vöku og þýði hvorki eitt né annað. í draumi getum við upplif- að marga viðburði á mjög stutt um tíma. Lengi héldu menn, að draumurinn varaði ævin- lega stutt, oftast nokkrar sek- úndur og sjaldan eða aldrei lengur en hálfa mínútu. Þá töl- uðu menn um sálræna orku og höfðuðu til kenningar Ein- steins um tímann og hraða Ijóss ins, en sú kenning hefur nú verið sönnuð. Samkvæmt því væri einn dagur sem þúsund ár og þúsund ár sem einn dag ur, í draumi. Nú vita menn, að svo er ekki. Draumar "eta varað miklu lengur en vísindamenn áður héldu, allt að rúmlega hálfa klukkustund. Andleg áhrif hafa sem kunn ugt er miklar iíkamlegar verk- anir, (t.d. hjartsláttur af gleði, reiði eða hræðslu), og af sömu ástæðum geta draumar verið hættulegir fyrir veiklaðar manneskjur. Sumir vísinda- menn telja, að hjartabilun í svefni geti stafað af erfiðum draumum, en betta er þó eng an vegin sannað. Til eru draumar, sem menn muna alla sína tíð. Slíka drauma dreymir menn oft á vissum tímabilum ævinnar. Við , getum kallað þá megindrauma. Fyrsti draumur af þessu tæi kemur oft í bernsku, annar á kynþroskaskeiði, briðji á há- tindi lífsferils, sá fjórði þegar ellin segir til sín, og sá fimmti og síðasti áður en dauðinn ber að dyrum. Þessir draumar bera mismunandi keim af forspá, sumir eru slæmir, aðrir góðir. Stundum birtast hræðilegar ófreskjur og menn verða yfir- komnir af hræðslu, og stund- um eru draumarnir þeir unaðs legustu, sem hugsazt geta. Þeg- ar líffræðingurinn Lamarck var 14 ára, cfreymdi hann, að mannvera með græn hom kom til hans og bauð honum að velja milli heimsfrægðar og hamingju í hjónabandi. Lam- arck valdi frægðina og fékk hana — en heimilislíf hans varð mjög óhamingjusamt. Þessir megindraumar eru oft litríkir, en nú er talið að 80% drauma séu í litum. Allt hugs- anlegt virðist geta borið fyrir. Tónskáldið Tartini dreymdi eitt sinn, að djöfullinn kom til hans óg lék fyrir hann undar- lega tónlist. Hann mundi

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.