Tíminn - 16.12.1964, Page 10
22
TÍMINN
ÞRIÐJUDAGUR 15. desember 19»
Frá Albmeri
Framhald af 15. síðu.
ar flutningsmanna þessarar til-
lögu, — og einkennilegt teldum
við, ef nokkur risi gegn því, að
Alþingi kveðji menn til athugunar
á því sérstaklega.
í tillögum sínum gerðu fjórð
ungsþingin ráð fyrir því, að fylk-
isþingin kysu menn þá, er skipa
efri deild Alþingis, en til neðri
deildar væri kosið í einmennings-
kjördæmuum, og hefði því þurft
stjórnarskrárbreytingu við lög-
töku þeirra. Þetta felst alls ekki
í tillögu okkar. Hún snertir ekki
skipun Alþingis og gæti að okkar
áliti orðið framkvæmd með ein-
földum lögum.
Við leggjum heldur ekkert til
um það, hve fylkin eigi að vera
mörg. Það er matsatriði.
Fleira var og í tillögum Fjórð
ungssambandanna, er við tökum
ekki upp.
Að öðru leyti er þessi tillaga
efnislega, það sem hún nær, sams
konar tillaga og Fjórðungssam-
böndin báru fram, enda fyrri
flutningsmaður hennar einn
þeirra, er stóðu að tillögugerð
Fjórðungssambandanna. Hún
er studd sömu rökum og þeirra,
að viðbættri sterkri áherzlu frá
reynslu síðustu ára og líðandi
stundar.
Augljóst er, að sú dreifing þjóð
félagsvaldsins, sem hér um ræðir,
mundi, ef hún kemst í fram-
kvæmd, skapa byggðafestu, hafa
sín áhrif á fjármagnsdreifinguna
innan þjóðfélagsins og miða að
því að tryggja not og viðhald
þeirra föstu verðmæta, sem þegar
er búið að staðsetja víðs vegar
um land.
Gegn ofvexti Reykjavíkur
í höfuðborginni, Reykjavík, og
umhverfi hennar mun fólkinu
halda áfram að fjölga, þótt land
inu verði skipt í fylki. Það skipu
lag hamlar aðeins gegn ofvéxti
Matrósaföt
Bræðurnir eru í Matrósaföt
um frá NONNA, verð frá
kr. 660,00
Matrosakjólar
Drengjajakkaföt
Drengjabuxui
Hvítar drengja nylon skyrt
ur kr 175—
Vatteraðar bannaúlpur
Æðardúnssængur
Æðardúnn
Póstsendum
hennar. Þjóðinni þykir vænt um
borgina fríðu við „sundin blá“,
þar seim „fornar súlur flutu á
land“ og byggð hófst á landi hér
og vill veg hennar mikinn og
gengi hennar traust. En ofvöxtur
er höfuðborginni sjálfri ekki ho!l
ur. Hann veldur því, að borgin
verður ekki eins vel úr garði
gerð og vera þyrfti, og á þetta yf-
j irleitt við um bæi, sem við hann
! eiga að stríða, hvar sem er. Ráða
i menn glíma að jafnaði við óleysan
legan vanda, og almenningur sýp-
ur af seyði.
Höfuðborgarbúum er eins og
öðrum landsmönnum bezt til far-
sældar, að byggð eflist og blómg
ist um land allt. Þetta er líka
höfuðborgarbúum ljóst, eins og
öðrum landsmönnum. Þjóðinni í
heild er það lífsnauðsyn, að land
ið allt sé byggt, þar sem búsetu
hæft er, ef hún vill halda áfram
að vera sjálfstæð þjóð og eiga
landið með fullum rétti.
Skipting landsins í fylki mundi
tryggja sjálfstæði þjóðarinnar stór
lega.
Sfarfsmannahaldið
Til frekari áherzlu því, sem
áður er sagt um starfsmannahald
hins opinbera í sambandi við
fylkjaskipunarfyrirkomulagið, skal
fram tekið, að þegar fylkin fengju
sérmál sín til meðferðar að
nokkru leyti, mætti ætla, að Al-
þingi þyrfti skemmri tíma en
ella til sinna starfa ár hvert og
að starfsmönnum ríkisstjórnar og
ríkisstofnana þyrfti ckki að fjölga
eins og ella mundi verða, jafn
framt því sem þjóðin og þjóðar
búskapurinn stækkar. Verulegur
hluti af því sérmentaða fólki, sem
j ella ílendist í höfuðborginm,
mundi starfa á vegum fylkisstjór
anna og stofnana fylkjanna og
sennilega hafa þar fyllri verk-
efni oft og einatt.
Margt það, sem nú er reynt
að gera til að hamla móti straumn
um í byggð^jafnyægismálum,
kæmi af sjálfn sér, cftir nð búíð
vajribað byggjá^hM íyÍlÍjœÍipM.
Flutningsmenn leggja til, að
10 menn verði i nefndinni, sem
ríkisstjórnin skipi til þess að at-
huga, hvort ekki sé rálegt að
skipta landinu í fylki, og gera síð
an, komist hún að jákvæðri niður
stöðu, tillögur til löggjafar um
það. Níu nefndarmennirnir verði
tilnefndir af öðrum, en einn for
maður — án tilnefningar
Fulltrúum þeim, sem þingflok'k
arnir tilnefna. ei ætlað að túlka
stjónarmið Alþingis.
Aðrir fjórir skulu tilnefndir af
Fjórðungssamböndunum eða þar,
sem þau eru ekki, af beim aðilum,
sem kjósa fulltrúa til fjórðungs-
þinga.
Þá eigi höfuðborgin sinn fuli-
trúa í nefndinni og ríkisstjórnin
einnig sinn fulltrúa, er fari með
verkstjórn í nefndinni.
Virðist með þessari skipun seð
eðlilega fyrir því. að í nefndinni
komi fram viðhorf beirra, er stend
nr næst að leita úrræðanna.
Þa3 fór heldur illa fyrlr leigubílstjóranum á R—712 í dag þegar eldur kom upp í bíl hans í dag þar sem hann
var staddur á miSri Tjarnarbrúnni. Mikinn reyk lagði af bálinu fyrst í staS, en Slökkviliðið sem hefur aðsetur
þarna skammt frá kom fljótt á staðlnn og slökkti eldlnn á svipstundu. Að sjálfsögðu skemmdist billinn, en
þó minna en á horfðist í fyrstu, (Tímamynd G. E.)
Hætta af kælimiðli
Vesturgötu lí> Snni 13570
Tímans
er 19523
Dauðaslys varð ekki alls fyrir
löngu í kælirúmi um borð í
norsku skipi, var orsökin talin
vera sú, að andrúmsloftið hefði
mengazt Freon 12, kælimiðli.
Athygli skal vakin á því, að
Freon lofttegundir geta við sumar
aðstæður, sérstaklega við hátt
hitastig, eins og t.d. við notkun
lóðbolta, logsuðutækja o.s.frv.,
klofnað í mjög eitraðar loftteg-
undir.
T.d. nægir logandi vxindlingur
til slíkrar eiturmyndunar í sam-
bandi við Freon 12.
Lofttegundir þær, sem myndast
við upphitun á Freon 12, eru:
klór, fosgen, flugsýra og salt-
sýrugufa.
Þegar unnið er við Freon 12,
kælikerfi, er því nauðsynlegt að
gæta varúðar við notkun lóðbolta,
logsuðutækja, tóbaks o.s.frv. Þess
vegna má ekki framkvæma við-
gerðir á kælikerfum, sem krefj-
ast hita, nema séð verði fyrir
rækilegri loftræstingu.
Þar sem verulegt magn af fre-
ongasi er í andrúmslofti, veita
venjulegar gasgrímur ekki næga
vörn gegn eitrun.
Komast ætti hjá því að cnenn
séu einir að vinnu á þeim stöðum,
sem hætta getur stafað af freon-
gasi.
Skipaskoðunarsjóri.
SPARIÐ SPORIN
Fjölbreytt húsgagna-
úrval á 700 fm.
gólffleti
Borðstofuhúsgögn
8 gerðir
Sófasett — mjög
glæsjlegt úrval
80 gerðir af áklæðum
Svefnherbergishúsgögn
10 gerðir
Svefnsófar eins og
tveggja manna
Sófaborð og smáborð
í mjög fjölbreyttu úrvali.
SELJUM FRA FLESTUM
HÚSGAGNAFRAMLEIO-
ENDUM LANDSINS
lið í Kjörg 1. hæð arði II. hæð
Karlmannaföt Kvenkápur
Drengjaföt Kvenhattar
Frakkar Regnhlífar
Skyrtur Kventöskur
Bindi Kvenhanzkar
Nærfatnaður Kvenskófatnaður
Peysur Inniskófatnaður
Sportfatnaður Kjólar
Vinnufatnaður Kjólasaumur
Sportvörur Undirfatnaður
Jólaskraut Lífstykkjavörur
Ritföng Sokkar
Leikföng Peysur
Búsáhöld Blússur
Glervörur Greiðslusloppar Snyrtivörur Hárgreiðslustofa Garn og smávörur Ungbarnafatnaður Telpnafatnaður Tækifæriskjólar Vefnaðarvara Gluggatjöld
Ath.
Inngangur og bílastæði
Hverfisgötumegin
Kjörgarður