Tíminn - 16.12.1964, Síða 12

Tíminn - 16.12.1964, Síða 12
Miðvíkudgur 16. desember 1964 276. tbl- 48. árg. rellir Surts- ey toppinn? FB-Reykjavík, 1. des. Starfsmenn Landmælinga ríkis- ins flugu í dag yfir Surtsey, og sýndist þeim þá, sem ekki myndi langt í það, að Surtur felldi hæsta toppinn, þar sem sjógangur hefur grafið mjög undan hólunum á eyjunn'i norðan frá, en þar hlífir henni ekki hraun enn sem komið er. Lítur því helzt út fyrir, að í næstu hláku muni hinn 173 metra hái tindur Surts falla, að því er Á'gúst Böðvarsson, forstöðumaður Landmælinganna, tjáði okkur í dag. Fjárlög til 3.umræíu TK-Reykjavík, 15. des. Atkvæðagreiðsla eftir 2. um- ræðu um fjárlagafrumvarpið fyrir 1965 fór fram í dag. Frumvarpið var afgreitt til þriðju umræðu með þeim breytingum, sem meiri hluti fjárveitinganefndar hafði lagt til að gerðar yrðu á frum- varpinu en allar tillögur stjórn- arandstöðunnar, sem voru fjöl- margar voru felldar. 2. umræða stóð fram til mið- nættis í gær og töluðu auk fram sögumanna fyrir nefndarálitum, sem greint var frá í gær 13 þing menn og fjármálaráðherra. Mæltu þingmenn fyrir breytingatillögum sínum. Þeir voru Eysteinn Jóns- son, Helgi Bergs, Sigurvin Ein- arsson, Þórarinn Þórarinsson, Ein ar Olgeirsson, Karl Kristjánsson, Gísli Guðmundsson, Ágúst Þor- valdsson, Ingvar Gíslason, Gils Guðmundsson, Ragnar Arnalds og Skúli Guðmundsson. Á öðrum stað í blaðinu er greint frá tillögum fulltrúa Framsóknar flokksins í fjárveitinganefnd, en ekki er þess kostur að sinni að greina frá einstökum tillögum þingmanna. Að lokinni atkvæðagreiðslu um fjárlögin í dag voru settir fúndir í báðum þingdeildum. Allt frá því Surtur byrjaði fyrst að gjósa, hefur það verið siður Landmælingamanna, að fljúga yf- ir eyjuna á tveggja mánaða fresti til þess að taka af henni loftmynd- ir með það fyrir augum að gera mælingar á eyjunni. Síðast var flogið yfir Surtsey 23. október, og þótti Landmælingamönnum rétt að nota hið góða skyggni, sem var í dag, til þess að fljúga og taka myndirnar, enda þótt nokkra daga vanti upp á hina venjulegu tvo mánuði. Ágúst Böðvarsson sagði, að sí- felldur hraunstraumur virtist vera á eyjunni, og hefði hún bætt tölu- verðu við sig að suðvestanverðu, en aftur á móti gengi heldur á hana norðantil, þar sem ekkert hraun er til þess að hlífa henni fyrir sjóganginum. Sagðist hann helzt búast við, að hæsti toppur- inn ,sem er 173 metra hár, myndi hrynja, næst þegar færi að hlána, en nú héldi frostið honum eflaust uppi, en sjórinn hefði grafið mjög undan honum. Starfsmenn Landmælinganna Framhald á bls. 23. Lögreglan kennir um- ferðarreglur / skólunum KJ—Reykjavík 15. des. Hér á myndinni fyrir ofan er Arnþór Ingólfsson lögreglu- þjónn að hlýða nokkrum börn um í Miðbæjarskólanum yfir umferðarreglurnar, en lögreglu þiónar eru nýbúnir að fara í alla skóla borgarinnar og kenna umferðarreglur í öllum bekkj um. Skiptu lögregluþjónar þessu með sér bæði götulögreglan og umferðarlögreglan. Var ein'k- um brýnt fyrir börnum að fara varlega á sleðum og kasta ekki snjókúlum að vegfarenduim. Kom þessi fræðsla einmitt þeg ar byrjaði að snjóa á dögunum, og bömin fóru að leika sér í snjónum. Auk þess var að sjálf sögðu farið í allar helztu um- ferðarreglur sem koma börnum að gagni, hvernig haga eigi gangi yfir götu, kennt að þekkja umferðarmerkin o. fl. o. fl. Þegar við hlustuðum á Am þór yfirheyra bömin í Miðbæj- arskólanum var ekki annað að heyra en þau hefðu verið eftir tektarsöm og munað það sem þeim var sagt því þau. kunna slkil á öllu því helzta sem nauð synlegt er að vita í umferðinni. Lögregluiþjónarnir stóðu ekki lengi við í hverjum bekk að- eins um hálfa kennslustund, en það er reynsla þeirra að bezt sé að koma sem oftast og standa stutt við í einu til að halda þeim við efnið. Er þá líka hægt að leggja áherzlu á ýmis tímabundin atriði, eins og td. snjókastið þegar snjór- inn kemur, boltaleiki og hjól- reiðar á vorin o- s. frv. J Dagsbrúnarfundur mót- mælir drápsklyfiunum FB-Reykjavík, 15. des. Verkamannafélagið Dagsbrún hélt fund á mánudag, 14. þessa mánaðar, og var þar meðal ann ars gerð einróma samþykkt, þar sem mótmælt var harðlega þeim drápsklyfjum skatta, sem lagð ar hafa verið á launþega á þessu ári. Blaðinu hefur borizt sam- þykkt félagsins og fer hún hér á eftir. „Fundur í Verkamannafélaginu Dagsbrún, haldinn 14. des. 1964, mótmælir mjög harðlega þeim drápsklyfjum skatta, sem lagðar hafa verið á launþega á þessu ári. Hinar miklu skattahækkanir hafa algerlega ofboðið greiðslu- þoli fjölda launþega, þar sem stór hluti eðlilegra launa fer í skattgreiðslur, og aðeins lítið er eftir til lífsframfæris. Slík skatt- heimta jafngildir launalækkun fyr ir verkafólk og því telur fundur inn að með henni hafi algerlega verið raskað þeim grundvelli, sem samkomulagið sl. vor, milli verka lýðshreyfingarinnar, ríkisstjórnar- innar og atvinnurekenda, byggð ist á. Fundurinn vítir harðlega, að stjómarvöldin skuli á engan hátt FA TVEGGJA ARA LAUNA- UPPBÓTÁ YFIRVINNUNA MB-Reykjavík, 15. des. Margir fastakennarar, bæði við barnaskólana og framhaldsskól- ana, fá þessa dagana greidda tals verða launauppbót fyrir stunda- kennslu á skólaárunum 1960—61 og 1961—62. Munu þeir, sem mest fá, fá rúmlega tíu þúsund króna uppbót. Forsaga þessa máls er sú, að á sínum tíma mótmæltu kennara- samtökin, Samband íslenzkra barnakennara og Landssamband framhaldsskólakennara, því að fastakennarar fengju sömu laun fyrir yfirvinnu og stundakennarar. Töldu kennarasamtökin óréttlátt uppbót á hvern tíma fyrra árið, að fastráðnir kennarar bæru ekki meira úr býtum fyrir slíka vinnu en stundakennarar. Var krafizt launauppbótar fyrir árin 1958— 1962 og var mál höfðað af þessu tilefni. Einn barnakennari fór í mál við rikið og skyldu dómsnið urstöður gilda fyrir heildina. Mál þetta hraktist nokkuð milli rétta, en lauk að lokum með rétt arsátt, þannig að fastráðnir kenn- arar skyldu fá uppbót á yfirvinnu sína árin 1960—61 og 1961—62, eins og fyrr segir. vengu fram- haldsskólakennarar rúmlega 6 kr. en rúmlega 7 króna uppbót á hvern tíma seinna árið, en barna kennarar meira, eða um fimmtán krónur fyrir tímann fyrra árið en rúmar sautján seinna árið, auk 7% vaxta frá 1. júlí 1962. Um þessar mundir er verið uð greiða kennurum þessa uppbót, og er hún allgóð búbót hjá þeim, er mikla yfirvinnu höfðu þessi ár, allt upp í rúmlega tíu þúsund krónur hjá sumum framhaldsskóla kennurum að minnsta kosti. en mjög eru þessar upphæðir mis- jafnar, eins og eðlilegt er. hafa orðið við hinum réttlátu kröfum launþegasamtakanna, Al- þýðusambandsins og B.S.R.B., um lækkun á hinum óhóflegu skatta- byrðum, og því frekar hlýtur verkalýðshreyfingin að mótmæla slíkum vinnubrögðum þegar aug- ljóst er — og viðurkennt, að skattsvik vaða uppi og gróða- fyrirtækjum og auðmönnum er hlíft við réttmætum skattabyrð um. Fundurinn varar stjórnarvöldin mjög alvarlega við framhaldi þeirrar skattpíningar, sem laun- þegar nú hafa verið beittir og ger ir kröfu til að þar verði á róttæk stefnubreyting. Fundurinn telur óhjákvæmilegt, að verkalýðssamtökin láti skatta- málin meira til sín taka hér eftir og fylgist vel með framvindu þeirra, svo mjög sem þessi mál varða hag og afkomu allra laun þega. Að lokum gerir fundurinn þá eindregnu kröfu, að ekki verði um að ræða frekari skattheimtu af kaupi verkamanna í desember mánuði." JOLAUMFERÐIN BYRJAR í DA6 KJ-Reykjavík 14. des. — Það er mikill munur á þvi hve fólk fer betur eftir umferðar ljósunum á Snorrabraut og Miklu braut, en hér í Miðbænum, sagði Sigurður Ágústsson varðstjóri hjá lögreglunni við blaðamann Tím- ans á laugardaginn er ekið var um bæinn og hugað að umferð- inni, sem nú fer að komast í há- mark fyrir jólin. Sigurður sagði að gangandi veg farendur tefðu umferðina í Mið- bænum mjög mikið með seinlæti sínu og óákveðni. Nefndi hann í þessu sambandi gatnamót Banka strætis og Lækjargötu. Væri þau gatnamót borin saman við gatna mót t. d. Snorrabrautar og Lauga vegs, kæmi í ljós að gangandi vegfarendur færu miklu betur eft ir settum reglum við hin síðar nefndu gatnamót. Lögreglan mun auglýsa tak- markanir á jólaumferðinni núna í vikunni, sagði Sigurður. Hægri beygjur výrða bannaðar á þrem stöðum: Úr Lækjargötu og inn á Skólabrú, af Snorrabraut og inn á Njálsgötu og úr Tryggva götu inn á Kalkofnsveg. Þá yrðu takmarkanir á bií- reiðastöðum á nokkrum stöðum þar seiii ekki eru fyrir stöðumæl ar, og auk þess yrði lögreglan á- vallt að grípa tjl tímabundinna 'ak Framhald á bls. 23

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.