Alþýðublaðið - 03.12.1954, Side 5
p'östudag'ur 3. desember 1954.
ALÞÝÐUBLAÐSÐ
„GUÐ ER DAUÐUR", segir
Nietzsohe í ..Fröhiiehe Wissen-
á þessa leið: Þetta er
mesti viðburður nútímans,
að Guð er dauður, að trú-
ín á hinn kristna Guð er
orðin ótrúleg. Og þessi viðburð
ur er þegar tekinn að varpa
skugga sínum yfir Evrópu, en
tíðindin eru þó allt of stór-
kostleg til þess að fjöldinn
hafi skilningskraft til þess að
átta sig á, hvað heíur í raun
og veru gerzt með þessu og
hverjar afleiðingarnar verða,
hversu margt hlýtur að hrynja
íneð falli þessarar trúar, t. d.
allt vort evrópska siðferði.
Hver gæti á þessari stundu
riúmað í huga sér allar þær
umbyltingar, eyðileggingu,
hrun, umrót, sem þessi stað-
reynd leiðir af sér og nú er
framundan, hver gæti talið
upp þá röð af skelfingum, sem
af þessu spretta með rökrænni
nauðsyn, hiver þyldi að heyra
spásagnir um rckkvan og sól-
myrkvun. sem. aldrei hefur áð-
ur slík yfir jörðu gengið?
Nietzsehe flutti þetta ekki
sem óheillatíðindi, heldur sem
fagnaðarboðskap, af spámann-
legum eldmóði og skáldlíegri
ástríðu. Tilvera án Guðs, þar
sem einu máttarvöldin eru
blindar lífshvatir, er einmitt
hinnmikli ævintýraheimur. Þar
er allt svo blessunarlega mein
ingarlaust. ..Ekkert er satt,
allt er leyft.“ Látum vesaling-
ana blikna yfir þeirn afgrunni,
sem þessi staðreynd lýkur upp.
Stórmenni andans fagna og
ganga glöð hinu guðslausa æv-
íntýri lífsins á hönd.
Nietzsche dó aldamótaárið
síðasta, Hann var spámaður
ofanverðrar 19. aldar, m. a. og
ekki sízt í þeim skilningi, að
hann henti af fágætum næm-
leik hulda 'hneigingu aldarand
ans og gaf því mál, sem með
öðrum war óhugsað og ótjáð,
en lífsmótandi eigi að síður,
meira’eða minna. Og, það hef-
ur verið sagt, að harm sé enn
mesti heimspekingur 20. ald-
ar, þótt hann kærnist aðeins á
hennar fyrsta ár.
Það var einu sinni sagt við
mig, að þessi öld væri fyrsta
öldin eftir Kri-.t — og þetta
orðasamþand þá iiotað í ann-
arri merkingu en foingað til
ihefur tíðkast í tímatali. Þetta
er að noikkru Teyti ótvírætt
rétt. Kristin trú hefur rýmt
það sæti, sem hún áður skin-
aði, — ekki fyrst á þessari öld,
én greinilegar nú en áður. Og
það segir til sín ýmislega.
Andleg fyrirbæri ryöja sér til
íúms eða búast til að taka sæti
í auðu öndvegi. Þar á meðal
og í fyrirrúmi eru þær ideo-
logíur s. n., sem móta átök
samtíðarsögunnar, átök, sem
sverja sig mjög í ætt trú-
arbragðastyrjalda. Það vant-
ar eitthvað þegar Guð er
dauður, þótt foinn hvíti mað-
ur, þar á meðal hinn ís-
lenzki íhvítingi, raeti ekki
umhugsun um hann til dag-
legra lífsnauðsynja, að því er
merkja m.á. En maðurinn
kemst nú einu sinni ekki hjá
því að leita stórra miða,
sterkrar ábyrgðar verðmæta
sinna, gildra raka atfoafna
sinna. Þegar hann hættir að
.leita þessa hiá Guði sínum,
skapar hann sér eitthvað ann-
að í ’hans stað. Þá fær hann
ekki umflúið það að hefja af-
stæð sjónarnjið til algildrar
tignar, tímanleg og tímafeund-
in viðíhorf í eilífa hæð, Því að
annaðhvort hefur maðurinn
Guð eða hann gerir sér hjá-
guði. Það sýnir öll saga. Sá
maður, sem setur Guð af, hef-
Ræða Sigurbjarnar Einarssonar 1. desember: Fyrri hiuti
ur þar með gert sjálfan sig að
Guði, því ,að guðir einir geta
Guði skákað, giidir einu
hvort maðurinn er ándans ó-
hemja á borð við Nietzshfoe eða
einn lítill efnishyggjstúdent.
Ein kaldhæðin staðreynd er
táknræn hvað þeita snertir:
Lenin sagði. að trúarbrögðin
væru nekrologi, iíkfræði, en
hann öðlaðist legstað dauður,
sem stendur á skör þeirra must
era, sem æðstu guðum hafa
verið helguð og lik hans með-
tekur lotningu, sem sálfræði-
lega verður áð flokkast með
átrúnaði. Önnur staðreynd,
álíka kaldhæðin: Hinn vest-
ræni icHiujöfur, sem alla tíð
hefur verið sinnar.eigin gæfu
smiður, lætur e. t. v. hvorki
skíra né ferma þörn sín, —
svo nefnt sé það eitt, sem
víðas-t hér vestra telst- til
borgarálegrár siðsemi, og
glottir háleitlega út um bíl-
gluggan, þegar kerlingin í bak
húskjallaranum er að búa sig
til kirkju á sunnudagsmorgni,
sami iðjujöfur laetur blöð sín
krefjast hervæðingar og her-
ferðar til þess að efsti dag-
ur, sjálfur Guðs dómsdag-
ur, megi renna yfir þá mynd
vestrænnar nýheiðm, sem tíðk
ast í Rússlandi.
Nýlunda þessarar aldar er
framar öðru sú, hvernig póli-
tísk viðfoorf taka á sig gervi
áltækra höfuðsanninda og
höfða til afstöðu í samræmi
við það. En skammgæði þeirra
viðhorfa til slíkra nota sýna
sig í því, hversu herópin verða
gjarn aneikvæð, glæður hrifn-
ingar og eldmóðs tendrast
fremur af hrellandi hugmjmd-
um um andstæðinginn en já-
kvæðum hugsýnum. Þannig
sagði einn hinna kommúnísku
stjórnmálaforingja Austur-
ALÞIL'ÐUBLAÐIÐ birtir í dag og á morgun ræðu þá,
sem Sigurbjörn Einarsson prófessor flutti fyrsta desember.
Kemur Sigurbjörn víða við í ræðu sinni og setur fram
skoðanir, sem ástæða er til að ætla að veki athygli og ef
til vill umræSur Ræðan cr birt með góðfúslegu leyfi
höfundarins að tilmælum Alþýðublaðsins.
Sigurbjörn Einarsson.
Þýzkalands ekki alls fyrir
löngu: „Vér eigum djöflum að
mæta, kapitalistar kunna enga
siðfræði“. Og íslenzkur heið-
ursmaður sagði við mig: ,,Ég
trúi ekki á Guð, en að djöfull-
inn situr í Moskvu, það veit
ég.“ íslenzk dæmi, gömul og
ný, austlæg og vestlæg, mætti
nefna fleiri. Nútímamaðurinn
er m. ö. o. þegar ekki allfjarri
þeim frumstæðingiun. sem að-
allega foverfa trúarkennd
sinni um djöfla, etjast við þá
með særingum og svsrtatuldri.
Grunntónn tilfinningalífsins
er ótti, viðbrögðin varnargald-
ur til þess að bæla óttan í eig-
in barmi og her\ræðast gegn
skuggavöldum. Hinn hvíti mað
ur kyrjar galdra sína í nýjum
musterum menningar sinnar,
ritstj órnarskrifstofam, útvarps
sölum, kjarnorkuverum og
leynilögreglustöðvum. En sá,
sem hefur slíkt viðhorf, er í
nokkrum vafa um sjálfan sig.
Djöflaofsjónir eru ranghverf-
an á hræðslu við sig sjálfan.
Einræðisfantur sér skuggann
af launmorðingja í hverju ljós
brigði, og verður því haldnari
sem hann hefur fieiri njósn-
armenn, fangabúðir og pynd-
ingarklefa. En slík eindæmi
þarf ekki til að taka.
Martin Niemöller segir þá
sögu. að þegar hann eitt sinn
sem oftar var staddur í Banda
ríkjunum hafi hann verið
spurður, fovort hann tæki eft-
ir breytingu nokkurri þar í
landi frá því hann kom þar
næst. Hann kvaðst hafa svar-
að umsvifalaust, að hið -fyrra
sinn hefði ríkt almenn bjart-
sýni, en nú væri kvíði, uggur
og ótti jafnalmennur. Háskóla
kennari bandarískur, sem við-
staddur var, spu.rði, hvort
hann vissi, af hverju breyting
in stafaði, og foeið ekki eftir
svari, heldur sagði: ,.Ég get
sagt yður það með einu orði
— Hiroshima“. Framan af þess
ari öld var maðurinn barns-
legur aðdáandi afveka sinna,
nú er hann hræddur við verk
sín, tækni sína og möguleika
hennar. Og hver ógnun og hót-
Jóhann G. Möller:
Sjónarmið mín og Þjóðviljinn
ÞAR EÐ aðalmálgagn komm
únLsta á íslandi reynir á sinn
sérstaka hátt að gera fram-
komu mína á hinu nýlokna Al-
foýðusamb^ndfíjþingi tortrýggi-
lega, finnst méir rétt, vegna
þeirra lesenda þflaðs’ins, sem
ske kynni að vilji hafa það
héldur 4)sm sannara reynist,
að segja þetta:
Ummæli mín á Alþýðusam-
bandsþinginu, sem ég þykist
vita, að Þjóðviljinn vilji vitna
í, voru á þessa leið: j
Nú hefur að vísu Verka-
mannafélagið Þróttur á Siglu-
firði á fámennum fundi sam-
þykkt að fela fulltrúum sínum
að stuðla að samstarfi vinstri
aflana í landinu. Þetta þykist
ég hafa gert. En þar sem ekki
er til lýðræðislegur meirihluti
fyrir samvinnu við sócíalista
á þessu þingi meðr.l Alþýðu- ,
flokksfólksins, sem fulltrúar,
eru á sambandsþinginu, verð (
ég að vega og meta sjálfur, j
hvað ég tel íslenzkum verka-
lýð fyrir beztu.
Með því að hafna allri sam-
vinnu við meirifeluta þessa Al-
þýðuflokksfólks og með því að,
neita að hlíta öllum lýðræðis-
legum reglum meðal þess, glat
aði ég frekari möguleikum til
þess að halda áfram að berj-
ast fyrir samvinnu verkalýðs-
flokkanna þar til að lýðræðis-
legur meirihluti er til fyrir
slíkri samvinnu meðal Alþýðu
flokksfólksns, en þá fyrst tel
ég, að íslenzkur verkalýður
megi vænta sigra, er skapi
tímamót í baráttusögu hans.
En áður en þessi óskadraumur
íslenzkrar alþýðu geti rætzt
þarf að útrýma margskonar
tortryggni, sem ríkir nú með-
al helztu forustumanna þess-
ara flokka verkalýðsins. Ég vil
hafa aðstöðu til þess að geta
útrýmt þessri tortryggni af
mínum veika mætti meðal Al-
þýðuflokksfólksins en slíkt
leggur mér um leið á herðar
lýðræðislegar skyldur gagn-
vart þessu fólki. Nú er það
mín bjargfasta skoðun, að
hverskonar klofningur innan
raða Alþýðuflokksfólksins,
sem fulltrúar eru á þessu sam
bandsþingi, um þessi mál, geri
það eitt að verkum að seinka
sameiningu alþýðunnar og sé
hann því aðeins til tjóns.
Enda þótt Hannibal Valdimars
son hafi gefizt upp við að berj
ast fyrir lýðræðislegri samein-
ingu vinstri aflanna í verka-
lýðsheryfingunni, mun ég ekki
gefast upp í þeirri baráttu, því
að slíkt væri að svíkja göfugt
verkefni og bregðast háleitum
hugsjónum — hugsjóninni um
lýðræðislega sameiningu verka
lýðsins á íslandi, er sækti fram
í órjúfandi fylkingu íýrir >itra
og bjartari íslandi.
Nú er þess einmg að geta
að það voru verkaiýðsfélögin,
er stofnuðu Alþýðnflokldnn.
Um árabil frumherjanna var
Alþýðusambandið og Alþýðu-
flokkurinn eitt og hið sama.
Þessi baráttutæki verkalýðs
ins á íslandi hafa átt drjúgan
þátt bæði fyrr og síðar í að
bæta lífskjör alþýðunnar í
landinu. Enda þótt jDessi sterk-
ustu baráttutæki verkafólks-
lýðs í landinu s,éu nú slitin úr
löglegum tengslum eigum við
Alþýðufiokksfólk úr verkalýðs
stéti tmörgum! skyldum aðgegna
við þe.ssi samtök og það er því
ekki óeðlilegt, að við eigum
meira sameiginlegt en það sem
skilur okkur. Af þessum sök-
um foefur Alþýöuflokksfólk,
sem kosið foefur verið fulltrú-
ar á Alþýðusambandiiþing kom
Framhald á 7. síðii.
un með galdrastafinn 'á loft.I
yfir landamærin, sem skilur
heimana svo, snýst öfug fyrjr
brjós tþeim, er flylur. Því aö
hann veit, að goldið er sömu
mynt fyrir handan og með full
um rentum. Þannig er keðju-
sprenging þegar í gangi í sál-
arlífi mannanna, sem undirbýr
það, sem. verða kann í efn.i
hnattarins, ef fram heldur sem
horfir. Þessi geysingur greip
stórveldin, fyrri bandamenn,
eins og beljandi flaumur, og
vér köstuðumst út í slrenginn,
annars vegar við bakka og
þeim megin sem betur gegnir
enn sem komið er, en það er
sama hvoru megin röstin ligg-
ur með landi að því leyti, að
ef þeim lýstur saman tveim,
færist allt í kaf.
Jafnvel í dýpstu niðurlæg-
ingu opinberar maðurinn eitt-
hvað af tign sinni. Þau við-
brögð, sem nú var lýst, em
ekki allur sannleikurinn. Mað
urinn þarf alltaf að réttlæta
sig, bæði fyrir sjálfum sér og
öðrum. Það getur stundum
verið bláber og blygðunarlaus
hræsni — því íhöfum vér líka
kynnzt í stjórnmálasögu þess-
arar aldar — en slíkt verður
þó að byggjast á því, að ein-
hverjir hafi réttlætiskennd,
samvisku. Kaldrifjuð pólitík
getur þannig foagnýtt sér. verð
mæti. sem hún fyrirlítur sjálí
og traðkar, getur notfært sér
það, sem til er af virðingu fyr-
ir sannleika til þess að berja
lygum inn í lýðinn, getur nót-
að hugsjón friðarins til þess að
undirbúa stríð, getur Ihaft
frelsið og réttlætið að yfir-
varpi áþjánar og ranginda, get-
ur jafnvel hagnýtt sér foug-
takíð Guð, þótt hann sé henn*
sjálfri margfaldlega dauSuf-
En menn eru sjaldnast og ál-
drei almennt svo kaldrifjaði.r.
Stóru orðin að vestan og aust-
an um göfug markmið eru
ekki eintóm slagorð. Að baki
þeim er óupprætaniegt hugsæt
mannsins, fougboð hans um
það, sem þetra er en veruleik-
inn. þörfin á samþykki sam-
vizkunnar á atfer'.i sínu; leitin
*að Mutlægu m,ic3i um framr
ferði sitt. En gallinn'er sá,
sameign er engin um viðfoorf,
ekkert, sem í reynd er fylk-
ingum ofar, svo að báðar við-
urkenni.
Á miðöldum var þessu öðru
vísi háttað. Þá bar t. d. hug-
sjón réttarins yfir öll landa-
mæri. Án. réttarins eru ríkin
ekki annað er stórir ræningja-
flokkar, sagði Ágústínus. Þetía
var viðurkennt,- þótt' fram-
kvæmd væri misjöfn. Réttur-
inn stóð rótum í æðra heimi,
Guð var hanhafi þess réttar,
sem hvert hásæti hlaut að lúta.
Þetta var grundvöllur hugtaka
ins corpus ehristianum, sem
var samfélag þjóða, er luta
sameiginlegum meginmiðum.
Heimspekin hafði skáka'ð
Guði úr þessu hlutverki fyrir
daga Nietzsche. Hegel kenndi,
að ríkið bæri ekki ábyrgð íyr-
ir neinum. 0,g þetta hefur lengi.
verið foæði teóría og praks-
is stórvelda. Á Haagþinginu
1899 sagðist enski aðmírállmn
Sir Joihn Fisfoer aðeins kann-
ast við eina pólitíska megin-
reglu: Vald er réttur. ílt írá
þessari meginreglu, sem
brezka heimsveld’ð befur
vissulega ekki afneitað í íra.nr»
kvæmd — er það rétt, a@ beita.
oss íslendinga kúgun, hungur-
kúgun, ef aðstæður leyíðu. til
þess að buga oss í landfoelgis-
málinu — jafnt íyrir því þótt
vér séum ómissandi hlekkur í
1 Frarohald á 7. Áðu. j