Alþýðublaðið - 05.01.1955, Síða 4

Alþýðublaðið - 05.01.1955, Síða 4
s s s s s s s s s s s s s s s >s s s s s s s * s s s s s s s s s s s $ s s s s s s s s s * s s s s S s s s S s s s s s s Útgefandi: A1þýðuflo\\urinn. Ritstjóri: Helgi Sœmundsson. Fréttastjóri: Sigvaldi Hjdlmarsson. Blaðamenn: Bförgvin Guðmundsson og Loftur Guðmundsson. Auglýsingastjóri: Emma Möller. Ritstjórnarsímar: 4S01 og 4902. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. A1 þýðuprentsmiðjan, Hverfisgötu 8—10. Ásþj'iftarverð 15,00 á mánuði. í lausasölu lfiO. Rœðan og skugginn ÞEGAR Ólafur Thors hef ur verið forsætisráðherra um nokkurt skeið. segja til sín erfiðleikar og vandræði, þó að góðæri sé í landi. Þetta er einu sinni enn komið á daginn og ein- kenndi áramótaræð'u forsæt isráðherrans. Hann sagði orðrétt: ,,Ég er að minna þjóðina á sögu sína vegna þess, að svo sr nu komið fyrir mér, bjartsýnismann- inum, að stundum leita á mig óþægilegar spurning- ar . . . Látum vér auð og velsæld líðandi stundar leggja að velli það, sem fá- tækt og þrengingar fyrri alda fengu ekki sigrað? . . . Ttótslítur rás viðburðanna þes-sa litlu þjóð, svo að hún velkist um eins og rekald og herist með tímans straumi til ókunnra stranda?11 Það.. sem veldur áhyggjum Ólafs Thors, er sú ömurlega staðreynd, að atvinnuvegir .landsmanna berjast í bökkum. Ótti við nýja gengislækkun er eins og skuggi bak við ræðuna. Hér er svo sem ek ’t i ver- ið með neinar getsakir. Ræðan tekur af allan grun. Forsætisráðherrann gerir s-ér grein fyrir hættunnj og segir: ..Far'. svo, að þjóðin missi fótanna í peningaflóð inu, heilbrigð þróun og þjóð armetnaður drukkni, en æð.i og ofmetnaður vaði uppi, myndi þrátt fvrir allt hafa reynzt farsælla að ,,flýta sér með hægð“ frá fátækt til bjargálna . . . Falli krónan nú, er ekkert sennilegra en að nýtt geng- isfall láti ekk.1 lengi bíða sín, og sízt ofmælt að óvíst er með öllu, hvar eða hvort þjóðin þá fær stöðvað sig.“ Ólafur reynir að átta sig á orsökunum og er á réttri leið, því að hann seglr: . Hér verða menn að vinna ef þeir vilja mat fá og ekki sízt viljí þeir. fá betra fæði, skæði og klæði en /lirir.“ Auðvelt væri að margfalda athyglisverðar ídvitnanir í ræðuna, en þetta ætti að nægja. Forsætisráðherran- um var mikið niðri fyrir og boðskapur hans tímabær, þó að hvatn'ngin um nauð syn vinnunnar hefði frem- ur átt erindi til heildsal- anna og fjölskyfdu Thors- aranna en sjómanna, bænda og verkamanna og annarra aliþýðustétta, sem misskipt ar eru um þjóðartekjurn- ar. Hlns vegar vanrækir Ól- afur Thors að játa þann augljósa sannleik. að örðug leikarnir, sem að steðja, eru afleiðing núverandi stjórnarstefnu. En honum væri vissulega sæmra að í- huga stefnubreyt'ngu en boðaí áframhaldandi ferða- lag eftir óheillabrautinni og ógna með nýrri gengis- lækkun, því að sú yfirlýs- Ing myndi leiða til hruns og öngþveitis með öilum þjóðum, sem taka mark á orðum ráðherra sinna. Gengislækkunin hefur haft þær afleiðingar, sem fyrir voru sagðar, en forustu- menn stjórnarflokkanna vildu ekki trúa. Hún átti að verða bjargræði, en hefur leitt til nýrra og stórfelldra vandræða. Þetta má öllum liggja í augum uppi. En Ól- afur Thors neitar að horfast í augu við staðreyndirnar, þó að gustur þe'.rra og kuldi næði um hann og ríkis- stjórnina. F'orsætisráðherr- anum verður fyrst fyrir að hugsa til nýrrar gengislækk unar, þegar skuggi óheilla- stefnunnar frá 1950 gerir hann hræddan. Sú uppgjöf er talandi tákn þess, að 'nau^synJteg stefnubtreyting verður ekki framkvæmd af Ólafi Thors. Vandi hennar hlýtur að koma í hlut' nýrra manna með ný úrræði. Nú- verandi forsætisráðherra á að sitja eftir með skuggann sinn og tala við hann í stað þess að boða þjóðinni ný vandræði. því að þau myndu stofna afkomu þjóðarinnar og sjálfstæð.i landsins í hættu. Vísir segir í gær um ára- mótaræðu forsætisráðherr- ans, að hún hafi sætt og sæti mjög misjöfnum dóm- um. Alþýðublaðið leyfir sér að bæta v.ið: Bragð er að þá barnið finnur. Sfýfka óskast í Kópavogshælið nýja. Npplýsingar gef.ur yfirhjúkrunarkonan í síma 3098. ALÞÝÐUBLABID Brúðule NOKKRU FYRIR JÓL bauð Jón E. Guðmundsson listmál- ari mér, að vera viðstaddan brúðuleiksýningu í salarkynn- um Ingólfs-café í Alþýðuhús- inu. Hafði ég áður séð sýninga þessara getið í fréttum dagblað- anna, þar sem meðal annars var frá því skýrt, að Jón hefði gert allar leikbrúðurnar sjálf- ur og málað þær, og að leikrit- in, sem sýnd voru, væru samin upp úr æfintýrunum „Hans og Gréta“ og „Rauðhetta“, sem hvert mannsbarn kannast við. I strætisvagninum rifjaðist upp fyrir mér skemmtileg minning um fyrstu kynni mín af þessari æfafornu grein leik- listarinnar, og eiginlega hin einu kynni, sem ég hafði af henni haft til þessa. Það var í Stokkhólmi, vorið 1932. Kunn- ingi minn og skólabróðir, sænsk-finnskur flugmaður, Gustavsson að nafni, sem getið hafði sér svo góðan orðstír sem Rauðakrossflugmaður á síð- ustu árum finnsku borgara- styrjaldarinnar, þá ungur að árum, að þau félagssamtök veittu honum styrk og aðstoð til skólanáms, er hann varð að hætta flugi sökum tauga- þreytu, dvaldizt um skeið hjá mági sínum í Stokkhólmi, er skóla laulc um vorið, og héld- um við hópinn. Var mér að því mikill ávinningur, þar eð Gustavsson var þaulkunnug- ur í þeirri fögru borg, — en þó fyrst og fremst vegna þess, að mágur hans, sem var magister í bókmenntum og fagurfræði og talsvert kunnur bókmennta- og leiklistargagnrýnandi, gerði ekki aðeins að fræða mig um margt, það sem þá var enn svo nýtt með Svíum á þeim svið- um, að kennarar mínir um vet- urinn höfðu annaðhvort leitt það hjá sér, eða drepið aðeins lauslega á það, heldur komst ég og fyrir hans atbeina í per- sónuleg kynni við ýmsa unga rithöfunda og listamenn, sem mér, þótt skömm væru, þótti mikill fengur að. Og svo var það dag nokk- urn, að kennarinn bauð mér, ásamt rithöfundi einum, er þá var staddur heima hjá honum, að koma með sér á brúðuleik- sýningu. Eg þóttist sjá það á svip hins grannvaxna, hold- skarpa en þó þreklega rithöf- undar, að ekki væri laust við að hann teldi slíkt „krakka- gaman“ sér varla samboðið, enda var hann þá, þótt tiltölu- lega ungur væri, búinn að fara um öll, — eða flest, — heims- ins höf, ýmist sem léttasveinn, þjónn, kyndari, og ég man ekki hvað, hafði síðan hlotið mikið lof og fagrar framtíðarspár sem rithöfundur og Ijóðskáld fyrir sögur og ljóð, er fjölluðu um æfintýri og volk farmanna á höfum og í höfnum, og var því í senn lífsreyndur og kunn- ur maður, enda þótt meiri yrði skáldfrægð hans síðar. Svo fór nú samt, að. hann slóst í för- ina. I þann tíð var það enn ó- sjaldan, að landflótta, rússnesk- ir listamenn höfðu lengri eða skemmri dvöl í Stokkhólmi, en þó færri en verið hafði næstu árin eftir byltinguna. Sem listamenn voru þeir víst upp og ofan, en öllum virtist þeim það sameiginlegt, að þeir voru á leið til Ameríku, enda þótt svo færi, að sumir ílentust í Stokkhólmi, aðrir hyrfu aftur til meginlandsins eða bara hyrfu, og urðu þeir víst til- tölulega fáir, sem komust til Miðvikndagur 5. janúar 1955 ikur er I hins fyrirheitna lands. Hjón þau, sem að þessari brúðuleik- sýningu stóðu, voru í þessum hópi; konan kunnur slaghörpu- leikari en bóndinn leikari, leiktjaldamálari og listmálari, að þeirra eigin sögn, þess utan prófessor að nafnbót, einnig að eigin sögn, — en slík nafnbót virtist flestum þessum land- flótta listamönnum jafn sam- eiginleg og vonin um að kom- ast til Ameríku, enda óspart beitt í baráttunni fyrir því, að sú von mætti rætast. Um þetta fræddu þeir mig, magisterinn og rithöfundurinn, á leiðinni; vildi einkum magisterinn unna þessum flóttamönnum sann- mælis; kvað marga dugandi og jafnvel snjalla hljóðfæraleik- ara hafa verið í þeirra hópi, og nefndi ýmiss nöfn því til sönn- unar. Ekki vildi hann þó taka prófessors nafnbót þeirra allra hátíðlega; ekki heldur hvað þennan fjölhæfa leikhúsmann snerti, en kvaðst hinsvegar hafa sannfærst um það af dóm- Nornin í Hans og Grétu. um, er birzt höfðu í þýzkum og frönskum blöðum, er þau hjón höfðu meðferðis, að brúðuleik- sýningar þeirra væru hinar at- hyglisverðustu frá listrænu sjónarmiði, og myndum við því ekki verða fyrir vonbrigðum. Svo vildi til, að brúðuleiksýn- ingar voru eitt af því fáa, sem rithöfundurinn hafði ekki kynnst á öllu sínu flakki, en ekki held ég, að þessi fullyrð- ing magistersins hafi megnað að breyta afstöðu hans til þessa krakkagamans hið mimista. Hinsvegar vakti hún með mér nokkra eftirvæntingu, enda var ég heimalningur á öllum sviðum, samanborið við hið selturokna og veðurbitna far- mannsskáld. Ég hafði hálft í hvoru búist við því, að sjá salarkynni þau, þar sem brúðuleiksýningin átti fram að fara, þéttsetin börnum og unglingum; hugsaði sem svo, að magisterinn væri fyrst og fremst að gegna skyldu sinni sem leiklistargagnrýn- andi, er hann sótti slíka skemmtun, og vakti það því þegar athygli mína og jók eft- irvæntinguna, er ég sá, að flestir sýningargesta í hinum litla sal, voru rosknir og ráð- settir, sumir mjög virðulegir, sennilega menntamenn eða leiklistarmenn. Auk þeirra sá ég þarna nokkra fulltrúa yngri I kynslóðarinnar, er báru það með sér, sumir hverjir að minnsta kosti, að þeir fengjust við einhverjar listgreinir; ein- hvernveginn þekkjast þeir oft- ast úr, enda þótt æskuskegg- I íka lis f] topparnir, sem nú eru þeirra auðgreinanlegasta einkenni, væru ekki í tízku það árið. Og flestir sýningargesta voru ber- sýnilega haldnir nokkurri eft- irvæntingu eins og ég. Mér varð litið á farmanninn; hann var auðsjáanlega á báðum átt- um; elcki viss um það lengur, að þarna myndi aðeins verða um „krakkagaman“ að ræða. Aður en sýningin skyldi jhefjast, gekk „prófessorinn“ fram fyrir tjöldin, og ávarpaði viðstadjfa á lýtalausri þýzku. Þetta var maður um fimmtugt, að því er virtist; leyndi sér ekki hvað andlitsfall og svip- höfn snerti, að hann væri Gyð- ingur, fremur en látbragðið og áherzlurnar, að þar mælti leik- ari; bar samt öll framkoma hans og ræða vitni þeirri menntun og siðfágun, er vel mátti prófessor sæma. Rakti hann fyrst sögu brúðuleiklist- arinnar í stórum dráttum og mátti heyra að hann var þar vel heima; síðan sagði hann í stuttu máli efni þeirra brúðu- sjónleika, er hann hugðist sýna. Er hann hafði lokið ræð- unni, gekk kona hans, lágvax- in, dálítið þrekin, en virðuleg kona, að slaghörpunni; prófess- orinn hvarf á bak við tjöldin, sem nú voru dregin til hliðar, brúðuleikhúsið kom í Ijós og leiksýningin hófst, en frúin lék undir á slaghörpuna, þar sem það átti við, og prófessorinn stjórnaði leik brúðanna og mælti fyrir munn þeirra, að tjaldabaki. Og spá. magistersins rættist. Við urðum ekki fyrir von- brigðum. ,,Brúðurnar“, hvort heldur sem um kósakka og hesta þeirra, ungmeyjar eða nornir, börn eða ferlegustu skrímsl var að ræða, voru með afbrigðum vel gerðar. Svo virt- ist sem prófessornum væri sá hæfileiki gefinn, að geta lagt hverri -persónu og hverri skepnu til þá rödd, er henni hæfði. En undraverðust var þó stjórn hans á leikbrúðunum, því að ekki var annað séð, en hreyfingarhæfni þeirra væri engin takmörk sett, þegar hann hélt í strengina. Dáðist ég með sjálfum mér mest að því, er hann lét tvo- brúðukósakka stíga þjóðdanz kósakka við undirleik frúarinnar. Þar voru fimir og þjálfaðir fingrar að verki! Bæði meðan á sýningu stóð, og þó einkum að henni lokinni, létu áhorfendur hrifningu sína óspart fljós. Jafnvel farmanns- skáldið tók að síðust.u þátt í lófaklappinu, og er við héldum á brott, lét hann svo ummælt, að því hefði hann aldrei trúað, að leikbrúða gæti orðið lifandi leikara svo skæður keppinaut- ur í tistrænni tjáningu. Ég hef gerst svo fjölorður um þessa leikbrúðusýningu, í því skyni að finna því dæmi, að leikbrúðusýningar eru ekki, þegar þjálfaðir kunnáttumenn hafa þar hönd í bagga, fyrst og fremst krakkagaman, heldur sjálfstæð og sérstæð listsköp- un. Og að sjálfsögðu ber öllum þeim, er við slíkt fást, að keppa að því marki, að gera sér það Ijóst, þegar í upphafi. Eftir að hafa horft á leikbrúðusýningu Jóns E. Guðmundssonar, get ég ekki annað en þakkað honum dugnað hans og dirfsku og lok- ið lofsorði á þann árangur, sem hann hefur þegar náð í leik- i brúðugerð, en það er listgrein |út af fyrir sig. Andlit sumra Framhald á 7. síðts.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.