Tíminn - 20.12.1964, Síða 1

Tíminn - 20.12.1964, Síða 1
tveir bátar upp í Hafnar- eins langt og hún flaut á stór- grjóti. Mest brögð voru að þessu I|{{{P|WH SJÓRBARBÁTA OG GRJÓTÁ LAND MB-Reykjavík, 18. desember. í roki og á háflóði í morgun slitnuðu tveir bátar upp í Hafnar- fjarðarhöfn og rak annan þeirra hátt á land. Einnig barst talsvert rusl og grjót á land á Skúlagötu og Kirkjusand í Reykjavík og varð um tíma að aka með gætni eftir Skúlagötunni. Hámarki sínu náði veður og flóð á sjöunda tímanum í morgun. Þá fjarðarhöfn. Annar báturinn var Reynir II frá Neskaupstað, sem lá bundinn utan á öðrum bát við uppfyllinguna. Rak hann að bryggj unni og rakst á hana og munu bæði bátur og bryggja hafa skemmzt eitthvað. Báturinn Sæ- rún frá Siglufirði, sem er 50 lesta bátur, lá bundinn utan á Apríl við hafskipabryggjuna. Særún slitnaði frá togaranum og rak upp á land, straumsflóðinu og upp undir grjot kantinn neðan við Apótekið. Sjá Tímamynd GE hér að neðan. Sæ- rún mun lítið eða ekkert hafa skemmzt og mun reynt að ná henni út í kvöld. — Báðir bátarn- ir voru mannlausir. Lögreglumenn, sem óku eftir Skúlagötu í Reykjavík um þetta leyti, sáu að sjór gekk yfir götuna hafði borið með sér talsvert af á svæðinu milli Völundar og Slát- urfélagsins. Var það mikið af grjóti á götunni, að aka varð með gætni, en grjótið var þó fremur smágert. Einnig voru niðurföll orðin stífluð. Einnig barst eitthvað af grjóti á land inn við Kirkju- sand í veðrinu og tók GE Tíma- myndina hér að ofan af hnullung- unum þar. Starfsmenn Áhaldahúss borgarinnar unnu við að hreinsa niðurföllin og göturnar í morgun. Þingmenn stjórnarliðsins felldu tillögur um aukið eftirlit með söluskattsinnheimtu og LÖGDU BLESSUN SÍNA YFIR SÖLUSKATTSSVEK TK-Reykyjavík, 19. des. Frumvanpið um söluskatts-! hækkunina var afgreitt frá efri deild til neðri deildar, og var i tekið til 1. umræðu í neðri deild! i dag. Við 3. umræðu í efri deild freistuðu Framsóknarmenn að, koma fram beim breytingum á i frumvarpinu, að eftirlit með I söluskattsinnheimtu yrði hert, og að bæjar- o>g sveitarfélög fengju hluta af söluskattshækkunmni. Báðar þessar tillögur voru felldar. Fulltrúar Fraansóknarflokksins 1 fjárhagsnefnd, Helgi Bergs og Karl Kristjánsson, fluttu tillögu um það, við 3. umræðu, að Jöfn- unarsjóður bæjar- og sveitarfé- laga fengi 12% af heildarinn- heimtu söluskatts í stað 8%. Þessi tillaga var felld. Einnig lögðu þeir til, að svo- hljóðandi ákvæði yrðu tekin í frumvarpið: „Umfram þau framtöl til sölu- skatts, sem skattayfirvöldum þyk- ir ástæða til að rannsaka, skal fara fram ýtarleg rannsókn á framtölum 5% allra söluskatts- skyldra aðila. Skulu þau framtöl valin með útdrætti úr öllum sölu- skattsframtölum landsins af Hag- stofu íslands skv. reglum, sem hún setur. Framtöl þau, sem tek- in eru til rannsóknar. skal athuga vandlega, rannsaka bókhald að- ila og leita upplýsinga Um hvað- eina, sem máli skiptir. Einnig þessi tillaga var felld. — Vitað er um gífurleg svik í sambandi við skil á söluskatti. Slík svik, sem öllum virðast aug- ljós, eru mönnum látin haldast uppi átölulaust. Söluskattur er ætíð gallað skattform, en sé ekki Framhgld á 11. síðu. Loksins til sak- sóknara! KJ—Reykjavík 19. des. Á mánudaginn sendi ölafur Þorláksson rannsóknardóonari í Keflavíkurflugvallarmálinu, nið urstöður dómsrannsóknariimar til saksóknara ríkisins, og hafði rannsóknin í málinu þá staðið yfir í rétta ellefu mánuði. Svo sem margoft hefur verið sagt frá, þá var þessu marg umtalaða fjársvikamáli þannig varið, að dollarar áttu að hafa verið sviknir út úr vamarliðinu með því að falsa nöfn manna á ávísanir. Áttu hér hlut að máli bæði íslenzkir og banda rískir menn. í beinu sambandi við þetta mál urðu uppvís póst- ávísanasvik í pósthúsinu á Keflavíkurflugvelli, og annaðist Ólafur Þorláksson einnig rann- sókn þess máls. Hefur það leg ið hjá saksóknara nú um nokk urn tíma, þar eð málin voru talin það tengd, að fjalla þyrfti um þau bæði í einu. Ólafur Þorláksson sagði Tím anum í dag, að þótt hann hefði nú sent þessi málsskjöl til sak sóknara væri ekki þar með sagt að rannsókn málsins væri lokið. Valdimar Stefánsson saksókn ari ríkisins tjáði Tímanum að þetta væri umfangsmikið mál, og mikið lesefni. Væri því ekki að vænta aðgerða í því af hálfu saksóknara fyrr en að nokkr um tíma liðnum. Þá gætu einn ig verið um ýmis atriði að ræða sem rannsaka þyrfti nánar. Einn aðal málsaðilinn í þessu máli, mikill umsvifa og athafna maður á Suðurnesjum, lagði í sumar fram kröfur á hendur þriggja dagblaða vegna æru- meiðandi skrifa um sig í sam bandi við málið. Námu kröfur þessar um tveim milljónum króna. Svo sem nærri má geta hefur þessi ellefu mánaða rannsókn leitt ýmislegt í Ijós, um sam- skipti íslendinga við varnarlðið. Sunnudagsblað Tímans fylg ir ekki með blaðinu að þessu sinni, en verður í þess stað borið út með Tímanum á aðfangadag. í því blaði birt ist meðal annars nýtt ljóð eftir Guðmund Böðvarsson. viðtal við Jóhann Hannesson prófessor og niðurlag ferða sögu Jóns Helgasonar frá Auiturlöndum. Leitað eftir samkomulagi um byggingu ulúminíumverksmiðju IGÞ-Reykjavík, 19. des. Fyrir skömmu fór fimm menn utan til viðræðufundar í Ziirich í Sviss um hugsanlega byggingu al- uminiumverksmiðju hér á Iandi. Þeir sem fóru héðan eru dr. Jó- hannes Nordal, seðlabankastjóri, en hann er formaður Stóriðjunefnd ar, Eiríkur Briem, rafmagnsveitu- stjóri og Steingrímur Hermanns- son, framkvæmdastióri Rannsókn arráðs ríkisins. Þeim til aðstoðar voru Hjörtur Torfason, lögfræðing im og dr. Gunnar Sigurðsson, verk fræðingur. Tíminn hafði tal af Steingrími Hermannssyni í dag og spurði hann um þessar viðræður. Stein- grímur sagði, að málið væri allt á byrjunarstigi, og hefðu viðræð- urnar mótast af því. Á fundinum hefðu verið kannaðir ýmsir þýð- ingarmiklir þættir og hefðu ís- lendingar átt góðum skilningi að mæta um ýms meginatriði málsins. I Steingrímur sagði að það væri langt í land með nokkra samnings gerð í málinu, og þyrfti marga fundi áður en málið kæmist á það stig, og einnig þyrfti mikla söfnun upplýsinga. Af hálfu Swiss Aluminium Ltd. tóku tveir aðalforstjórar fyrir tækisins, Mr Meyer og Dr. Mull er, þátt i viðræðufundunum, en með þeim voru ýmsir starfsmenn fyrirtækisins. Loks sendi Alþjóða bankinn. en til hans hefur verið leit að um lán til Búrfellsvirkjun ar, þriggja manna sendinefnd til þessa fundar undir forustu Mr. Fontein, aðstoðarframkvæmda- ! stjórá í Evrópudeild bankans. Eins og fyrr segir var í þessuim viðræðum reynt að kanna, hvort finna mætti viðunandi samkomu- lagsgrundvöll uim byggingu al- uminiumverksmiðju hér á landi, er hinir þrír aðilar viðræðnanna teldu viðunandi. Verður skýrsla um það, sem fram kom i viðræð- unum, lögð fyrir ríkisstjórnina til athugunar innan skamms. Fundur inn stóð dagana 14. — 17. des.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.