Tíminn - 22.12.1964, Síða 7
ÞRIÐJUDAGUR 32. desember l‘J64
f
BfðVI
Doktorsritgerð um
kljásteinavefstað
Um miðjan síðasta mánuð
var Elsa E. Guðjónsson, safn-
vörður við Þjóðminjasafn ís-
lands, viðstödd, er Marta Hoff-
mann, safnvörður við Norsk
Folkemuseum, varði doktors-
ritgerð sína við Oslóarháskóla.
Fjallaði ritgerðin um rann-
sóknir á sögu og tækni kljá-
steinavefstaðarins. Bað ég Elsu
að segja frá þessu nýja vís-
indariti, því í því koma í
fyrsta sinn fyrir sjónir er-
lendra vísindamanna margar
upplýsingar um vefstaðinn og
tækni hans, sem einungis hafa
varðveitzt í íslenzkum heim-
ildum.
Ritgerðin, 425 bls. bók gef-
in út af Háskólaforlaginu í
Osló, heitir fullu nafni The
Warp Weighted Loom. Studies
in the History and Techno-
logy of an Ancient Implement.
Kljásteinavefstaðurinn er æva-
gamalt verkfæri. Finnast menj-
ar hans í Evrópu og ná-
lægari austurlöndum, og má
rekja sögu hans um 9000 ár
aftur í tímann. Þar til um
1000 árum e. Kr. mun hann
hafa verið algengur í notkun,
en síðan hverfur hann smám
saman fyrir öðrum vefstólum.
Lang lengst hefur hann lafað
uppi í afskekktum byggðum
nyrzt í Evrópu, þ.e. í Noregi
og Finnlandi, á Færeyjum og
á íslandi.
Marta Hoffmann hóf rann-
sóknir sínar á því að skoða
og lýsa þeim vefstöðum, sem
til voru á Norðurlöndum. Hún
fann vefstaði frá Hörðalandi
og Trumsfylki, Lapplandi og
Færeyjum og svo þann eina,
sem til er í Þjóðminjasafni
íslands. í Hörðalandi, norðan-
verðu Trumsfylki og Lapp-
landi notaði einstaka fólk vef-
staðinn enn, þegar frú Hoff-
mann hóf rannsóknir sínar, og
var það síðasti lifandi tengi-
liðurinn við hina fornu vefn-
aðaraðferð og því einkar heppi
legt, að hún skyldi ná því að
sjá vinnubrögðin.
Jafnhliða skoðun vefstað-
anna, safnaði frú Hoffmann
þeim heimildum, sem til voru
skráðar um notkun þeirra. f
Noregi fundust engar lýsing-
ar á því, að hægt hefði verið
að vefa annað en einskeftu í
vefstaðnum, en á íslandi fann
hún, m.a. með aðstoð þjóð-
minjavarðar og safnvarða, lýs-
ingar á því, hvernig vefa mátti
með þremur sköftum, þ.e. vefa
vaðmál. Gildi þeirra lýsinga
sannreyndi frú Hoffmann
fyrst með því að útvega sér
eftirmynd af norskum vefstað
árið 1952-3, setja upp í hana
vef í þrískeftan vefnað og vefa
20 álna langa vaðmálsvoð. En
þegar hún kom til íslands ár-
ið 1963, hjálpuðust þær Elsa
að því að setja upp vef í ís-
lenzkan vefstað í Þjóðminja-
safninu og vefa vaðmál. Ein-
hverjir lesendur muna kannski
eftir viðtali við þær með mynd
um af vefstaðnum, sem birt-
ist í blaðinu
Meðal hinna íslenzku heim-
ilda, sem frú Hoffmann vitn-
ar til í ritgerð sinni, er grein
eftir dr. Matthías Þórðarson,
sem birtist árið 1914 í Árbók
Fornleifafélagsins. Þar er get-
ið allra heimilda, sem kunn-
ar voru um íslenzkan vefnað
í gamla vefstaðnum.
Um það leyti, sem vitneskja
um notkun kljásteinavefstað-
arins var að hverfa hér á landi,
leitaði Jón Ámason á vegum
Þjóðminjasafnsins, upplýs-
inga um vefnaðaraðferðir og
fékk m.a. tvær greinargóðar
lýsingar. Önnur, frá 1877, var
frá Önnu Thorlacius í Stykkis-
hólmi, sem studdist við frá-
sögn móður sinnar, er séð
hafði ofið í vefstaðnum
í bernsku. Hún sendi einnig
safninu lítið líkan af vefstað.
En nokkru fyrr, líklega um
1870, mun hann hafa fengið
lýsingu, sem skráð var eftir
frásögn Guðrúnar Bjarnadótt-
ur, sem búsett var austur í
Lóni, og sjálf hafði ofið í vef-
staðnum. Vitnar Marta Hoff-
mann oft í Guðrúnu. Naum-
ast hefur hana órað fyrir því,
að hún ætti eftir að komast
í heimsbókmenntirnar fyrir
það að lesa fyrir lýsingu á
handverki, sem henni hefur að
líkum þótt ákaflega hversdags-
legt og sjálfsagt.
Elsa benti frú Hoffmann á
ritgerð, sem prentuð var eftir
handriti frá 1760—70 og upp-
runnið mun vera frá Viðey.
Þar er m.a. lýst vefnaði í
gamla vefstaðnum með fjórum
sköftum. Eftir að frú Hoff-
mann las þá ritgerð, sagðist
hún vera viss um, að væri vel
Elsa E. Guðjónsson
leitað, hlyti að finnast á ís-
landi skráðar heimildir um
alla skapaða hluti! í eftirmála
við doktorsritgerðina drepur
frú Hoffmann á þessa ritgerð,
sem því miður kom ekki í leit-
irnar fyrr en meginmál bók-
arinnar var fullprentað. Hefur
komið til tals, að þær Elsa
vinni síðar í sameiningu úr
því efni, sem þar er gefið. j|
f doktorsritgerðinni er mik-
inn fróðleik að finna, sem orð-
ið getur undirstaða enn frekari
rannsókna. f söfnum liggja
víða órannsakaðar vefnaðar-
leifar, sem horfið hafa í skugg-
ann fyrir verkefnum, sem frem
ur ganga í augun á vísinda-
mönnum, en hafa ekki síður
menningarsögulegt gildi en
verkefnin, sem þegar hafa ver-
ið valin.
Andmælendur við doktors-
vörnina voru dr. Agnes Geijer,
textílsagnfræðingur frá Sví-
þjóð, og prófessor Hilmar Stig-
um, þjóðháttafræðingur frá
Noregi. Margir áheyrendur
voru að doktorsvörninni og
hlaut frú Hoffmann mikið lof
fyrir verk sitt.
S.TH.
Pólýfénkórinn flytur
jélmratoriu Bachs
K.I-Reykjavík 18. desember.
Pólýfónkórinn efnir til hljóm-
leika í Kristskirkju í Landakoti
27. og 28. des. og verða þar
fluttir tveir fyrstu kaflamir úr
jólaoratoriu Bachs.
Þetta mun vera í annað skipti,
sem oratorian, eða tveir fyrstu
kaflar hennar, eru fluttir hér-
lendis, en víða erlendis er það
fastur siður í jólahaldi að flytja
hana um jólaleytið. Þessir tveir
fyrstu kaflarnir eru um helming-
ur verksins, og hápunktur þess
Námsstyrkir í
Bandaríkjunum
Íslenzk-ameríska félagið hefur
nú sem fyrr milligöngu um út-
vegun námsstyrkja fyrir íslenzka
stúdenta, til náms við bandariska
háskóla, á vegum Institute of
International Education. Styrk-
ina veita ýmsir háskólar i Banda-
ríkjunum, og eru þeir mismun-
andi. Nema þeir skólagjöldum og
/eða húsnæði og fæði o.s.frv.
Styrkirnir eru eingöngu ætlaðir
námsmönnum, er ekki hafa lok-
að því er forráðamenn Pólýfón-
kórsins tjáðu fréttamönnum í dag.
Hljómsveit skipuð 22 mönnum
leikur með, en einsöngvarar
verða þau Guðrún Tómasdóttir,
Sigurður Björnsson og Halldór
Vilhelmsson. Guðrún hefur radd-
þjálfað kórinn nú um nokkurt
skeið og syngur bæði alt- og
sopranhlutverk á hljómleikunum
í Kristskirkju. Sigurður Björns-
son tenór syngur hlutverk guð-
spjallamannsins, og kom hann
hingað gagngert til að syngja á
þessum tveim hljómleikum, hef-
ið háskólaprófi. Þess skal getið,
að nemendum, er Ijúka stúdents-
prófi á vori komanda og hyggj-
ast hefja haskólanám næsta haust,
er heimilt að sækja um þessa
styrki, en hámarksaldur umsækj-
enda er 22 ár.
Allar upplýsingar um styrkina
verða veittar á skrifstofu fsl.-am-
eríska félagsins, Hafnarstræti 19,
2. hæð, á þriðjudögum og fimmtu-
dögum kl. 5.30-6.30 e.h. Sími
17266. Umsóknir skulu sendar
skrifstofu félagsins sem allra
fyrst og eigi síðar en 5 jan-
úar 1965. Upplýsinga má einnig
leita hjá Ottó Jónssyni mennta-
skólakennara, Hvassaleiti 107,
sími 38432.
ur hann oft áður sungið þetta
hlutverk og síðast í Árósum nú
fyrir skemmstu. Núna í byrjun
janúar syngur hann svo hlutverk
guðspjallamannsins í seinni hluta
oratoríunnar í Munchen. Halldór
Vilhelmsson syngur bassa ein-
söngshlutverkið, en hann er einn
af elztu og beztu kröftum í Pólý-
fónkómum. Hefur m.a. numið
hjá Enge Lund. Kórinn er skip-
BS.-Ólafsfirði, 16. desember.
Hér hefur verið norðan hríð
undanfama daga, og bátar ekki
komizt á sjó í tæpa viku. Síðast
liðna nótt réru þó flestir bátar,
en afli var mjög tregúr eða um
3 tonn hjá þeim sem bezt fisk-
uðu. Stærri bátamir létu þetta
verða sinn síðasta róður fyrir ára-
mót, og eru tveir þeirra þegar
farnir inn á Akureyri til að
liggja þar um jólin, en minni
dekkbátamir ætla að halda út til
helgar ef veður leyfir.
Mótorbáturinn Sæþór fór í síð-
ast liðinni viku austur fyrir land
á síldveiðar, en hefur lítið getað
hafzt að enn þá vegna brælu. Tals-
verðum snjó kingdi hér niður
hríðardagana, og er nú Lágheiði
algjörlega ófær öllum bílum og
ekki hægt að komast un. sveitina
nema á beltadráttarvélum, og
með hesta og sleða.
Vonir standa nú til að eitt-
hvað rætist úr læknisleysi því,
sem við höfum átt við að búa
aður 34 körlum og konum og er
Ingólfur Guðbrandsson stjóm-
andi kórs og hljómsveitar. Þor-
kell Sigurbjörnsson hefur haft
með höndum æfingar hjá kórn-
um í fjarveru Ingólfs og einnig
hefur hann séð um hljómsveit-
ina.
Formaður Pólýfónkórsins er
Rúnar Einarsson.
undanfarið, vegna sjúkleika hér-
aðslæknisins okkar Halldórs
Guðnasonar, en hann hefur legið
á sjúkrahúsi í tæpa tvo mánuði.
í forföllum hans hefur Valgarð
Björnsson héraðslæknir á Hofs-
ósi gegnt hér læknisstörfum tvo
daga í viku, og hefur oft verið
mjög harðsótt fyrir hann að kom-
ast á milli vegna ófærðar, en
hann hefur látið sér mjög annt
um að veita okkur sem bezta
þjónustu þrátt fyrir hinar erfiðu
aðstæður.
Á mánudaginn kom hingað
læknakandidat, sem verður héma
fram yfir áramótin, eða um mán-
aðar tíma, en liver tekur þá við,
er enn óráðið. Á mánudaginn
hófst hér samnorræna skíðagang-
an. Með því að flestir nemend-
ur miðskólans og bamaskólans
gengu með skólastjóra sínum og
kennara í broddi fylkingar. 130
luku göngunni þennan dag. Hríð-
arveður var, en færð sæmilega
góð.
Fréttir frá Úlafsfirði
7
Benedikt
Gíslason
frá
Hofteigi -
sjötugur
Fyrr og síð þitt framhjáhald,
var feðra „Saga“.
Vel metinn vinur „Braga“.
Hofteigsbóndinn hefir vald,
á háttum „Braga“.
En ástvinan var ætíð „Saga".
Báðum hefur goldið gjald
og greindin haga,
fært þar margt til fullra laga.
Ófama ég óska þér um ævidaga.
Að beggja þeirra brautargengi,
bæri „Sögu“ og ljóða strengi.
Þórarinn frá SteíntúnL
ÞEIR KOMAST ....
t'ramhald ai ð. síða
nokkur kvæði eftir Gunnfríði.
Eitt þeirra kallar hún „Fjallið
heima“. I því eru þessi erindi:
Sem bam ég stóð og starði
lengi.
á sterkmótaða kletta þína.
Það veitti þrek.sem gaf mér
lengi
og gerði færa vegu mína.
Dulin öfl í kraftsins kynngi
kmmu þrátt, sem öldur strauma.
Var sem guðinn sjálfur Jiyngi
og segði mína leyndu drauma.
Þeir komast stundum furðu
langt, sem ekki gleyma draum-
um sínum.
Gunnfríði Jónsdóttur mynd-
höggvara, óska ég allrar farsæld-
ar á ókomnum ámm.
Sigríður Thorlacíus.
ÚTVARPSSTÖÐ
Framhald at 9. síðu.
uglega óx og efldist orð Drott-
ins“.
Einum þeirra safnaða, sem
Páll hafði stofnað, skrifar
hann:“. . . Koma vor til yðar
hefur ekki orðið árangurs-
laus“, — þrátt fyrir að hann
hafði áður „þolað illt og mætt
misþyrmingu". Hinn góða end-
anlega árangur þakkar hann
því, að hann hafði „djörfung
til að tala til yðar fagnaðar-
erindi Guðs".
Reynsla aldanna hefur stað-
fest þá fullyrðingu Páls, að
„fagnaðarerindið er kraftur
Guðs til hjálpræðis hverjum
þeim er trúir“.
KRISTNIR
Framhald aí ð. siðu.
þessa má finna í listum Inka
og Azteka, sem tóku enda, þeg-
ar stríðsmenn hins gamla
heims komu til skjalanna.
En saga fomríkjanna,
Mexíkó og Perú, er merkilegt
rannsóknarefni og verður lengi
enn. Fomfræðingar draga ný
undur þessarar veraldar fram
í dagsljósið á hverju ári. Og
enginn veit, hverju þessar þjóð
ir hefðu komið til leiðar, ef
þær hefðu fengið að lifa í
friði.