Tíminn - 22.12.1964, Side 8

Tíminn - 22.12.1964, Side 8
8 TIMINN ÞRIÐJUDAGUR 22. desember 1964 Ólafur Ólafsson, kristniboði: Utvarpstæknin í þjónustu kirkju SKKSfíSJSai Skógur af möstrum — 250 metra há — sem senda evangelíska tóna Útvarpstæknin hefur verið tekin í notkun í æ ríkara mæli í hinu mikla útbreiðslustarfi kristinnar kirkju. Það var vissu lega kirkjusögulegur stórvið- burður, þegar útvarpsstöð Lútherska heimssambandsins, Rödd fagnaðarerindisins, tók til starfa á hálendi Eþíópíu að keisaranum viðstöddum. Út- varpað var á 15 tungumálum þegar á fyrsta ár-i. Jóhannes Ólafsson, kristni- boðslæknir, skrifaði i tilefni af opnun útvarpsstöðvarinnar, meðal annars þetta: „Ólga mikil er á sviði trú- mála í Afríku. Af 240 milljón- um íbúa álfunnar, eru 80 mill- jónir taldir vera Múhammeðs- trúar, 40 milljónir kristnir, en 75 milljónir hallast að frum- stæðum trúarbrögðum. Þær 45 milljónir manna, sem þá eru ótaldir, eru skráðir trúleysingj ar.“ (Athugandi er, að skýrslur um áhangendur trúarbragða byggjast yfirleitt á tilgátum — að kristnum mönnum undan- teknum þó, að vissu leyti, sem eru jafnan innritaðir í kirkju- bækur. „Á næstu árum mun um helmingur íbúa Afríku taka af- stöðu til mikilvægustu spurn- ingar lífsins, þeirrar um trúar- brögðin. í því efni verður um þrennt að velja: Múhammeðs- trú, kommúnisma eða kristin- dóm . . .“ „Getur útvarpstæknin haft áhrif á gang þessara mála?“ spyr læknirinn og svarar: „Vafalaust. Útvarpshlustend- um fjölgar ört í Afríku. Þar sem stór hundraðshluti er ólæs er útvarp nær eina og stór- virkasta tækið til þess að ná til fjöldans með boðun fagn- aðarerendisins. Það er látið gjalla og glymja á vinnustöðum, í verzlunum og á götum úti, allstaðar þar sem fjölmenni er mest . . . Og alltaf munu einhverjir hlusta. Ú tvarpsby lg j unum eru síður takmörk sett en nokkrum öðr- um boðbera. Þar sem kristni- boðum er meinað að koma, þar sem þjóðernis- og kyn- þáttarígur lokar leiðum, stend ur rödd fagnaðarerindisins op- in leið inn á heimilin um út- varpstækið.“ Loks skrifar Jóhannes: „For svarsmenn þessa mikla fyrir- tækis vara kristna menn við að halda að hér sé fengið töframeðal, sem kristna muni heilar heimsálfur. Þar fyrir verður útvarpsstöðin hér í Add is Abeba, stærsta kristniboðs- tæki, sem lútherska kirkjan hefur sem slík yfir að ráða.“ Útvarpsefnis er þannig afl- að, að dagskrárþættir eru tekn ir saman hjá kristnum söfnuð- um margra þeirra landa, sem stöðin nær til, eins og T.D. Eþíópíu, Tanganyika, Maua- gaskar, Suður-Afríku, Nígeríu og Líbanon og fleiri. Er þetta gert til þess að sem fyllst til- lit sé tekið til hlustenda, þjóð- ernis, tungu, þroskastigs sem og þarfa hlustenda hvers lands um sig fyrir fræðslu og leið- beiningar, jafnt í tímanlegum og andlegum efnum. Öll alúð er lögð við fjölbreytni dag- skrárliða, að þeir séu í senn áheyrilegir og fræðandi." 2. Kristileg útvarpsstarfsemi er rekin með þrennu móti: Þar sem ríkisútvarp er eins og hér í landi, er samið um flutning ákveðins magns út- varpsefnis á tilteknum tíma, ýmist kirkjunni að kostnaðar- lausu eða fyrir þóknun. Þar sem löggilt samtök standa að útvarpsrekstri — líkt og tíðkast h.iá ýmsum stór- þjóðum eins og t.d. í Japan, Bandaríkjunum og jafnvel Eng landi — er leigður eða keypt- ur útvarpstími, lengri eða skemmri, eftir því sem um er samið og er mest u>m það. Lokstæru útvarpsstöðvar í eigu kristinnar kirkju, stofanaðar og reknar af frjálsum samtök- um kristinna áhugamanna. Slík ar útvarpsstöðvar eru þegar yfir 60 og skiptast hér um bil jafnt milli mótmælenda og kaþólskra kirkna. Mesta orku og um það bil jafna, hafa út- varpsstöð páfagarðs — Radio Vatican — og lútherska stöð- in, Rödd fagnaðarerindisins. Mótmælendur hafa þegar gert áætlanir um að stofna 30 til 40 nýjar útvarpsstöðvar í ná- inni framtíð. Kanohara heitir afskekkt sveitaþorp, röska 100 km. leið n.v. af Tokyó. Þar höfðu börn og unglingar aldrei áður hvit- an mann séð, þegar þangað kom í heimsókn fyrir nokkr- um mánuðum, Ralph Phipps kristniboði, fulltrúi útvarps- þáttarins Lutheran Hour — Lútherski tíminn — í Japan. Erindi Mr. Phipps til ICáno- hara var að hitta að máli 17 ára gamlan pilt, Kazuo að nafni. Piltur þessi hafði löngu áður innritast í Biblíu-bréfa- skóla þáttarins og leyst verk- efni öll einstaklega vel af hendi. Nú hafði hann skrifað þættinum bréf með beiðni um að verða áskrifandi nýs náms- skeiðs. Fulltrúinn og tveir japansk- ir samstarfsmenn hans leituðu nú Kazuo uppi til þess ekki aðeins að svara umsókn hans persónulega og kynnast hon- um, heldur og færa honum góða gjöf. En tilefni þess var það, að umsóknarbeiðni pilts- ins var milljónasta bréfið, sem þættinum hafði borist í Japan síða* hann hófst þar 1951. Á.iað er, að 75 millj. Japfflia hlutsi á útvarp, séu fimm um hvert tæki, en þau ^rp 15 millj. í landinu. Kristi- lgg.. útvarpsstarfsemi hefur í éngu kfistniboðslandi verið bet ur tekið en í Japan — landi hins mikla trúarbragðaglund- roða. Meðal útvarpshlustenda er Lutheran Hour heimskunnur fyrir löngu. Hann hófst upp- haflega í Bandaríkjunum 1930, en er nú fluttur frá 1240 út- varpsstöðvum í rúmlega 100" löndum á alls 56 tungumálum. Skoðanakönnun í Bretlandi 1956 leiddi í ljós, að fleiri hlustuðu að jafnaði á þennan hákristilega þátt en nokkurt annað útvarpsenfi í BBC. — brezka útvarpinu. Oflangt mál yrði að geta or- saka svo mikilla og stórgleiði- legra vinsælda. Af fjölmörgum aðilum, sem kaupa útvarps- út um heimsbyggðina. tíma fyrir kristilegt efni verð- ur að nægja að geta þessa eina, sem mest-gengi-hefur.> -nu 3. Fyrir rúmum 40 árum kynnt ist ég lítillega í New York manni að nafni Paul Rader. Hann var þá talinn vera einn ágætasti vakningaprédikari Bandaríkjanna. Ég hafði ekki þroska til að meta réttilega hans prédikun. Það kunnu aðr ir. Þá heyrði ég sagt: Christian ity is poor fodd if served cold. —Kristindómur er léleg fæða sé hann framreiddur kaldur. Svo mikið fjölmenni sótti sam- komur hans, að erfitt reyndist og dýrt að fá leigt nægilega stórt húsnæði fyrir þær. Ekki löngu síðar, eða nánar tiltekið 17. júní 1922, prédik- aði Paul Rader fyrir margfalt fleiri tilheyrendum en nokkru sinni fyrr. Þó hafði ræðustóll hans verið komið fyrir í frek- ar þröngum húsakynnum í ráð- hústumi Chieagóborgar. Hann prédiktaði þar í útvarp og gerði svo um langa hríð. Slíkt þótti þá mörgum kirkj- unnar mönnum firn mikil, þótt í Bandaríkjunum væri. Því var líkt við að kasta perlum fyrir svín, væri farið að boða Guðs orð annars staðar en í kirkjum og kristilegum samkomuhús- um. „Lítilsvirð eigi litla byrj- un, “ segir heilagt orð. Paul Rader, maðurinn með eldtungu og boðskap Páls post ula, hafði riðið á vaðið. En hálft tíunda ár leið unz aðrir fylgdu á eftir. Á jóladag 1931 heyrðu út- varpshlustendur í ýmsum lönd um Suður-Ameríku óma nýrrar raddar í tækjum sínum. Hún nefndi sig „The Voice of the Andes,“ — rödd Andesfjalla. Þar var komin fyrsta útvarps- stöð í eigu kristinna áhuga- manna. Clares Jones, fyrr fé- lagi og aðstoðarmaður Paul Raders í ráðhústurninum, var aðalhvatamaður að stofnun hennar. Hún var reist á Andes- fjallgarði, sunnarlega í Argen- tínu, í 3000 m hæð yfir sjávar- mál. Hér verður að nægja að geta þess eins, að samkvæmt skýrsl- um fyrir árið 1961, flutti Rödd Andesfjalla 2400 útvarpsþætti í hverjum mánuði á 9 tungu- málum. Stöðin er á allan sólar- hringinn. Borist höfðu bréf frá 104 löndum. Það bendir til þess, að röddin frá Andes hef- ur víða fyrirhitt góðan hljóm- grunn. Og nú er líka viðhorf til kristilegs útvarps annað en það var 1922, þegar Paul Rad- er hóf upp raust sína, sem ÚtvarpsstöS lútherska heimssambandsins í Ethiópiu.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.