Tíminn - 23.12.1964, Blaðsíða 14
14
TBMINN
MIÐVIKUDAGUR 23. desember 1964
TIL SÖLU:
2ja herb. íbí$
í tvíbýlishúsí
sér inng séi öiti. Stærð 75
ferm. Stoi og falleg lóð
alveg sér rbúðin pt laus
upp úr áramótum
MélaflutnlnBSskrHstofa:
Þorvarður K. Þorsteinsson
Miklubraut 74.
Fastelgnavlðsklptl:
Guðmundur Tryggvason
Siml 22790.
BÍLALEIGAN B’LLINN
RENT-AMCECAR.
Sími 18833.
C(*aAu/ Corfino
fQd&sa -fepfxx >
éCmphyt *
BÍLALEIGAN BILLINN
HöFÐATtJN 4
Sími 18833
L öef ræflisk r« t stota p
IBnaðarbankahúsinu
IV. hæ«.
Tómas Amason og
Vilhjálmui Arnason.
RÆÐA JÓNS
framhaid a: / síðu
ingar hafa haft uppi í báðum deild
um gegn slíku framferði. Verði
frv. þetta samþykkt mun fleira á
eftir fylgja. Sveitarfélögin munu
öll sigla í kjölfarið, enda kemur
aukin verðbólga ekkert síður /ið
rekstursútgj. þeirra en ríkissjóðs
ins. Árið 1960 fengu sveitarfélög-
in um 56 millj. úr Jöfnunarsjóði
af söluskatti, sem bá nam 280
millj. kr. í allt. Á næsta ári eiga
þau að fá 74 millj. af 900 til
1000 millj. kr. söluskatti. Hlut-
deild sveitarfélaganna í söluskatti
hefur þannig vaxið uim 32% á
þeseum tíma, en hlutur ríkis-
sjóðs yfir 320% Er þetta
réttlátt Landbúnaðarvöruverð
mun hæfcka vegna kauphækk-
unarinnar og öll þjónustu og fram
leiðslufyrirtæki. sem vinna fyrir
innlendan markað, munu hækka
sína vöru og þjónustu.
Aðeins útflutningsíramleiðslan
og þá sérstaklega sjávarútvegur-
inn, sem sæta verður erlendu
markaðsverði á hverjum tíma, get
ur ekki velt birgðunum af sér á
aðra. Fiskiiðnaðurinn missir
næsta ári fjárhagsstuðning, sein
hann nýtur nú, sem jafngildir
19% vinnulaunahækkun. Þar við
bætist 3% væntanleg kauphækk-
un, 1% launaskattur og orlofs-
hækkun. Fróðir menn meta þetta
á við 24% kauphækkun að minnsta
kosti, hjá þessum eina atvinnu-
vegi. Þar á ofan bætist, að kjara
samningum sjómanna hefur viða^t
verið sagt upp frá næstu áramót-
um, og sjómenn munu ekki sætt.a
í sig við óbreytt fiskverð á næsta
; ári. Hnúturinn er því riðinn fast
j að þessum undirstöðuatvinnuvegi,
i og ég verð að segja það alveg
' eins og er, að mér finnst furðu
! lítið geð beirra forsvarsmanna
i sjávarúrbegsins, sem sitja á Al-
íþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn og
' begja eins og steinninn, þegar
bannig er fram farið“.
RÆÐA EINARS
i il'ramhald ai 7 siðu.
! um liðum, svo sem fasteignagjöld-
um, vatnsskatti og gatnagerðar-
gjöldum. Um þetta segir Al-
þýðublaðið í ritstjórnargrein
þann 19. þ.m. með leyfi forseta:
Stjórnendur Reykjavíkurborg-
ar virðast kæra iig kollótta um
fjárhag þjóðarinnar. Þeir hafa
stórhækkað álögur á borgarbúa og
átt meginsök á þeirri megnu
óánægju, sem spratt upp í fyrra-
sumar, er skattgreiðendur fengu
seðla sína.
Nú virðast þeir ekkert nata
lært, því að borgarreksturinn er
enn aukinn og lagðir á tugir millj.
á íbúa höfuðstaðarins til viðbót-
ar því, sem áður var komið. Því
miður er afgreiðsla fjárl. að ýmsu
leyti sama marki brennd. Þetta
er vissulega hárrétt athugað hjá
Alþýðublaðinu og fullkomin þörf
á að undirstrika. að íhaldið hefur
ekkert lært, hvorki í borgarstjórn
Reykjavíkur né á Alþin ;i. Hitt er
verra, að sama daginn og framan-
greind ummæli eru rituð, rétta
Alþfl.-menn á Alþingi upp hönd
I til þess að samþykkja með íhald-
inu aukna skattheimtu."
WC*íl#'P>||e ^
VÉLA- OG RAFTÆKJAVERZLUNIN H.F.
BANKASTRÆTI 10
Höfum ávallt fyrirliggjandi*
PHILIPS - sjónvarpstæki (hagkvæmustu
greiðsluskilmálar sem völ er á.
PHILIPS • plötuspilarar.
PHILIPS - rakvélar.
#
Einnig INÐES-kæliskápar, frvstikistur, og þvottavélar ásamt öllum
öðrum rafmagnsheimilistækjum, svo sem rvksugur. hrærilvélar,
straujárn, hárþurrkur, vöfflujárn, Gundapotta, katla, svo og Ijósa.
seríur og allskonar Ijósabúnað.
VÉLA- OG RAFTÆKJAVERZLUNIN H.F.
BANKASTRÆTI 10. SÍMI 12852.
KUSU KOMMÚNISTA
ramhalú al -. siðu.
ans voru kjörnir: Af A-lista Jó-
hann Hafstein, Davíð Ólafsson og
Gylfi Þ. Gíslason, af B-lista Ey-
steinn Jónsson og af C-lista Karl
Guðjónsson. Varamenn Gunnlaug
ur Pétursson, Jón G. Sólnes,
Eggert Þorsteinsson, Eiríkur Þor
steinsson og Kristján Andrésson.
í Bankaráð Búnaðarbankans
voru kjörnir: Af A-lista Jón Pálma
son, Friðjón Þórðarson og Baldur
Eyþórsson, af B-lista Hermann
Jónasson og Ásgeir Bjarnason.
Varam.: Ólafur Bjarason, Gunn-
ar Gíslason, Jón Þorsteinsson
Ágúst Þorvaldsson og Jónas Jóns-
son frá Ystafelli. — Endurskoð-
endur Búnaðarbankans voru kjörn
ir Einar Gestsson og Guðmundur
Tryggvason.
í Bankaráð Seðlabankans voru
kjörnir: Af A-lista Birgir Kjaran,
Jónas Rafnar og Jón Axel Péturs
son, af B-lista Sigurjón Guðmunds
son og af C-lista Ingi R. Helgason.
Varamenn Ólafur Björnsson, Þor
varður Jón Júlíusson, Emil Jóns-
son. Jón Skaftason oe Alfreð Gísla
son.
í Bankaráð Landsbankans voru
kjörnir: Af A-lista Ólafur Thors
Gunnar Thoroddsen og Baldvin
Jónsson. af B-lista Steingrímur
Steinþórsson og af C-lista Einar
Olgeirsson. Varamenn: Matthías
Á. Matthíesen, Sverrir Júlíusson,
Guðmundur Oddsson, Skúli, Guð
mundsson og Ragnar Ólafsson.
Endurskoðendur Landsbankans
voru kjörnir Ragnar Jónsson og
Guðbrandur Magnússon.
í Bankaráð Útvegsbankans voru
j kjörnir: Af A-lista Bjöm Ólafsson,
| Guðlaugur Gíslason og Guðmund
j ur í. Guðmundsson, af B-lista Gísli
Guðmundsson og af C-lista Lúðvík
Jósepsson. Varamenn Gísli Gísla-
son, Valdimar Indriðason, Hálfdán
I Sveinsson, Björgvin Jónsson og
Halldór Jakobsson. Endurskoðend
ur Útvegsbankans voru kjörnir
Björn Steffensen og Karl Kristj-
ánsson.
I úthlutunarnefnd listamanna-
launa vom kjömir: Af A-lista Sig-
urður Bjarnason, Bjartmar Guð-
mundsson, Þórir Kr. Þórðarson og
Helgi Sæmundsson, af B-lista Hall
dór Kristjánsson og Andrés Kristj
ánsson og af C-lista Einar Laxness.
f síldarútvegsnefnd vora kjörnir j
af A-lista Jón L. Þórðarson og
Erlendur Þorsteinsison og af
B-lista Jón Skaftason. Varamenn
Guðmundur Einarsson, Birgir
Finnsson og Eysteinn Jónsson.
í Norðurlandaráð voru kjörnir:
Af A-lista Sigurður Bjarnason,
Magnús Jónsson og Sigurður Ingi
mundarson, af B-lista Ólafur Jó-
hannesson og Ásgeir Bjarnason.
Varamenn Matthías Á. Mathiesen,
Ólafur Björnsson, Birgir Finsson,
Hegli Bergs og Jón Skaftason.
Að kosningunum loknum árn-
aði forseti sameinaðs Alþingis
þingmönnum gleðilegra jóla og
nýjárs. Bjarni Benediktsson las
upp forsetabréf um frestun Aliþing
is til 1. febrúar 1965, Eysteinn
Jónsson þakkaði forseta árnaðar
ósfcir fyrir hönd þingmanna og
óskaði honuim og fjölskyldu hans
gleðilegra jóla ogð nýjárs og tóku
þingmenn undir það með því að
rísa úr sætum.
SPRENGING
Framhald al Dls 1.
hverjum smávægilegum skemmd-
um.
Iðnaðarmenn voru þegar fengn-
ir til að gera við skemmdirnar og
var gert ráð fyrir að þeir ynnu
í alla nótt við viðgerðir, enda er
hver klukkustundin mjög dýrmæt
fyrirtækinu þessa daga, eins og
áður segir
JÓLAGJAFATQLLUR
-ramo.- -.1 ib -iíðu
er að senda vinum og vandamönn
um hér Upphæðirnar, sem inn-
heimtast af jólagjöfum geta vart
riðið neinn baggamun í ríkissjóði,
þótt þeim. sem honum stjórna sé
auðvitað kær hver krónan. sem
inn kemur
LEIKSTARFSEMI
H'ramnaic íj í siðu
kynnzt við í starfi sínu sem leik-
stjóri.
Þá sagði Höskuldur, að styrkur-
inn til Bandalags ísl. leikfélaga
þyrfti að hækka, og að jafnframt
væri nauðsyn að bæta stjórn þess.
í framhaldi af því bar hann fram
ýmsa gagnrýni á framkvæmda-
stjóra bandalagsins, kvað erfiðlega
ganga að fá hárkollur og annað,
sem við þyrfti til sýninga frá við-
komandi, og jafnframt gagnrýndi
hann framkvæmdastjórann fyrir
að taka eigið umboð fyrir leikrit
og halda þeim fram, þótt léleg
væru. Höskuldur kvaðst hafa boð-
ið framkvæmdastjóranum að sitja
þennan fund, en hann var þar
ekki viðstaddur.
SKATTINNHEIMTAN
Framhald aí 16. síðu
vinnuveitendur opinber gjöld af
starfsmönnum sínum, og ber þeim
þá að sjálfsögðu að standa skil
á því, sem tekið hefur verið af
launum fyrir áramót, annars get
ur svo farið, að fyrirtækin verði
kærð fyrir fjárdrátt. Semji starfs
maður aftur á móti um að greiða
skatta sína sjálfur eða farist fyrir
að þeir séu teknir af launum, ber
starfsmanninum að sjá til þess
sjálfum, að greiðslan sé innt af
hendi fyrir áramót, því að öðrum
kosti verða skattarnir ekki frá-
dráttarbærir við álögur næsta
árs. Þar sem margir álíta það
lagalega sikyldu fyrirtækja að sjá
um greiðslu útsvara starfsfólksins
er vert að tgka fram, að það á
aðeins við þegar fyrirtækið hefur
innheimt útsvarið hjá starfsmanni.
Um aðra ábyrgð fyrirtæfcja á út-
svörum starfsfólks er ekki að ræða
samkvæmt lögum.
ÞAKKARÁVÖ
Alúðar þakkir til ykkar allra, sem heiðruðu mig með
heimsókn. gjöfum og heillaskeytum á áttatíu ára aímæli
mínu 7 þ.m.
Kær kveðja ní’eð innilegri ósk um gleðileg jól.
Jón Jóhennesson Klettstíu.
Innilcga þökkum viS öllum þeim, er sýndu okkur samúS og vinarhug
viS útför,
Guðna Gíslasonar
frá Krossi.
Sérstaklega þökkum viS U.M.F. Dagsbrún og öSrum Landeyingum,
sem heiSruðu minningu hans.
Helga Þorbergsdóttir on börn.