Tíminn - 23.12.1964, Blaðsíða 8

Tíminn - 23.12.1964, Blaðsíða 8
 8 TÍMINN MIÐVIKUDAGUR 23. desember 1964 I •1 Í & HOPPAÐ MILLl HOFUNDA Harrnes Pétursson: Meðal helztu tíðinda í ís- lenzkri bókagerð á þessu hausti er ævisaga Steingríms Thor- steinssonar skálds eftir Hann es Pótursson skáld, bæði sökum þess að það er næsta sjald- gæft, að hér séu settar saman bækur um íslenzk skáld, og svo er bókic þannig úr garði búin af Herði Ágústssyni iistmálara nýtízkuieg má segja, að hún stingur í stúf við flestar bækur aðrar á markaðnum — Hvað heidurðu að valdi því, að það hendir svo sjaldan, sem raun er á, að út komi bæk ur eftir íslenzka menn um ís- lenzk skáld, eða hefur það ekki verið jafnvel algengara, að út- lendingar hafi ritað bækur um ævi og verk islenzkra skálda, heldurðu kannski að útgefend ur hér séu lítið spenntir fyrir að gefa út slík verk eftir ís- lenzka fræðimenn? spyr ég Hannes, þegar ég hitti hann að máli stutta slund fyrir helg ina. — Eg skil ekiki að það sé erfiðleikum bundið ■ að fá út- gefendur hér að fræðilegum bókum um íslenzka rithöfunda séu þær skemmtilegar og læsi legar öllum almenningi. Víst er það rétt, að útlendir menn hafa gert okkur skömm til með því að verða fyrri til að semja ítarlegar bækur um nokkur íslenzk skáld, t.d. um tvö helztu sagnaskáld okkar nú lifandi, og eina bókin, sem áð ur hefur verið sett saman um Steingrím Thorsteinsson, er verk útlendings sú bók kom út í Munchen á áttræðisafmæli Steingríms, en höfundurinn var austurríski bókneentafræð ingurinn Poestion, sem hingað kom á síðustu öld og kynntist íslenzkum bókmenntum og skáldum. Annars hefur Stein- grímur verið allt of lengi snið genginn af íslenzkum bók- menntafræðingum. — Er þessi bók þín sprott in af námi þínu í íslenzkum fræðum hér í háskólanum eða gamalt áhugamál þitt? — Nei, ég var ekkert að fást við Steingrím í háskólan- um. Þetta barst eiginlega fyrst í tal milli okkar Gils Guð mundssonar bókaútgáfustjóra Menningarsjóðs, og það varð úr, að ég tæki að mér að semja bók um Steingrím. — Þurftir þú ekki að viða að þér efni úti í Danmörku, þar sem Steingrímur var svo lengi búsettur? — Ekki var það nauðsynlegt fyrir mig. Það vildi svo til, að hér eru til filmur af þeim bréf um Steingríms, sem til eru úti í Höfn og vitað er um, og Jón Samsonarson magister var mér hjálplegur um útrvegun efnis, sem ég þurfti að fá úr söfnum í Kaupmannahöfn. Sendibréf Steingríms voru mér auðvitað nauðsynleg, það er illmögulegt að bregða nýju ljósi á Stein- grím án þess að styðjast við bréf hans. Svo mikil sem verk hans eru að vöxtum, hafði hann ekki fyrir sið að skrifa í blöðin og reit ekki endurminn ingar. Bréfin koma í þess stað til að koma efninu í rétt umhverfi, endurvekja aðstæð ur skáldsins og andrúmsloft, fylla heildarmyndina. — Fékkstu mikið efni af við ræðum við fólk, sem þekkti skáldið persónulega? — Langflestir þeirra, sem nú eru á lífi, þekktu Stein- grím aðeins sem gamlan mann. Aðeins einn ræddi ég við, sem mundi eftir Steingrími ungum bróðursonur Hans Árni Thor- steinsson tónskáld, sem ég hitti skömrriu áður én hann lézt 'á tíræðisaldri. — Einn ritdómari sagði eitt hvað á þann veg í grein um bók þína, að málið á kvæðum Steingríms væri orðið of fjar- lægt venjulegu nútímafólki. Heldurðu að það sé réttmæli? — Eg minnist á þetta í bók- inni. Ljóðmál Steingríms hefur eldra yfirbragð en lausa málið, sem hann ritar og er svo bráð lifandi, t.d. þýðingin á Þúsund og einni nótt. Þó finnst mér mikið af kvæðum hans vera á sígildu máli, sem ekki sé á- stæða til að örvænta um að nútímamenn geti tileinkað sér. Sum kvæða hans hafa raun ar fjarlægzt okkur, og það sem þyrfti að gera, er að gefa út úrval af kvæðum hans og lausu máli. Það gæti orðið elskuleg bók. — Hefur þú slíkt verk á prjónunum? — Raunar hefur það komið til tals að ég veldi í væna bók úr kvæðum hans, bréfum og öðru lausu máli, og ég er viss um að með slíku úrvali mundi koma betur fram, hve skemmti lega fjölhæfur hann var sem skáld og málsnillingur — Hafðirðu ánægju af að vinna þetta verk? — Já, mjög mikla. Eg kynnt ist ekki aðeins aðalsöguper- sónunni, heldur og yfirleitt öldinni sem leið. Mér fannst mikill fengur að fá til birting ar þó nokkrar myndir, sem hvergi hafa birzt áður. t.d myndin af Guðrúnu unnustu Steingríms og Lydiu fyrri konu hans, mynd af Ólafi Gunnlaugs syni lögfræðingi og Páli Sveins syni bókbindara og útgefanda hópmynd aí nokkrum íslend ingum í Höfn, og myndin af Steingrími, konu hans og börn um öllum, var ekki til í eigu nánustu ættingja skáldsins, heldur fékk ég hana hjá Tóm- asi Guðmundssyni skáldi, sem hafði hana meðferðis af æaku heimili sínu að Efri Brú í Grímsnesi, en foreldrum hans hafði Steingrímur sent mynd- ina upp á gamlan kunnings- skap. Jón Björnsson: Jón Björnsson hefur nú sent frá sér stóra skáldsögu eftir • allmargra áx-a hvíld, að þessu i sinpi byggða á sögulegum heiin ‘ ildum eins og stundum áður. ástarsögu og þar af leiðandi sakamála og aldarfarslýsingu frá 17. öld, Jómfrú Þórdís heitir saga sú. Þegar ég hitti Jón um daginn, spurði ég, hvort hann hneigðist meira að því að byggja skáldsögur sinar úr brot um úr íslandssögunni, svaraði hann: — Það skiptir ekki mestu máli, hvort ég sæki efniviðinn í fortíð eða nútíð. Þessi bók er byggð á fátæklegum heim- ildum úr annálum og Alþingis- bókum en fjölmargar persónur fyrst settar á spjöld i þessari bók. Ég vel mér söguefni með það fyrir augum, að það geti alveg eins verið partur af nú- tíðinni eða „gerzt“ einhvei-s staðar í heiminum á oklcar dögum. Dæmi um sarns konar réttarfar og greinir frá í þess- ari sögu, er enn í gildi á okkar öld úti í heimi, og mannkindin er nú einu sinni þannig, að eðli hennar breytist lítið eftir því sem aldir líða. — Þú varst einn þeirra ís- lendinga, sem brutu sér rit- höfundarbraut á annarri tungu, fórstu utan gagngert i þeim tilgangi? í — Já, ég get ekki neitað þvx. Það var árið sem Alþingishátíð in var haldin, en þá var flest lamað af viðskiptakreppunni og ekki fýsilegt fyrir unga menn að leggja út á þessa braut, þannig horfði það fyrir mér hér heima. Ég fór út til Nor- egs fyrst á lýðskólann í Voss, var þar einn vetur og hélt síðan til Danmerkur, yfir hana þvera og settist í lýðháskólann i Askov á Jótlandi. Þetta var dð- gengilegasta menntunin fyrir marga og sjálfsagt að hagnýta sér hana áður en lagt væri út í að skrifa bækur á aðra tungu. enda gengu ’1ó nokkrir íslenzk- ir menn á slíka skóla og fengu þar gott vegarnesti á rithöfund arbraut. — Fóru aðrir út til Dan- merkur með sama áformi og þú um þetta leyti? — Á þessum eða næstu ár- um fóru þeir út Bjami M. Gíslason, sem ritað hefur eina stóra skáldsögu auk mýmargra greina og bóka um handrita- málið og fleiri söguleg efni, og Þorsteinn Stefánsson, sem rit- aði skáldsöguna „Dalinn“, er hlaut H. C. Andersen-verðlaun- in fyrir mörgum árum. En þeg- ar við komum þarna út, stóðu þeir á tindi frægðar sinnar þar í landi Gunnar Gunnarsson og Guðmundur Kamban, og einnig samdi Tryggvi Sveinbjörnsson nokkur leikrit á dönsku, sem sett voru á svið í Höfn. — En hvað um skáldfrægð Jóhanns Sigurjónssonar í Höfn á þessum árum? — Þau fimmtán ár, sem ég var í Danmörku, man ég ekki eftir því að leikrit hans væru flutt á leiksviði í Höfn. Verk hans tilheyrðu síðrómantízku stefnunni, sem þá var búin að lifa sitt fegursta, og má vera, að tregða til að flytja verk hans þar ytra hafi nokkuð staf- að af því. Þó eru leikrit hans í heiðri höfð meðal bókmennta- manna þar, og þá einkum Fjalla-Eyvindur. — Ilvernig gekk ungum dönskum skáldum að vinna sig áfram á kreppuárunum í Höfn? • — Það var erfiður róður fyr- ir marga unga menn að fá út- gefendur, einkum ung ljóð- skáld, sem síðar urðu fræg. Þau urðu sum að brjótast í því að gefa sjálf út bækur sínar og selja „pá trappegangen“, sem kallað var, ganga hús úr húsi og bjóða kvæðabækur sín- ar. Það var t. d. Hakon Holm, sem gekk undir nafninu „Trappegangens digter". Líkt var um annan rithöfund, vin minn Ludvig Söndergárd, sem var lærður járnsmiður og fór svo síðar að yrkja ljóð og náði fyrst viðurkenningu með skáld- sögu sinni „Kun en æske tænd- stikker", sem hlaut verðlaun í skáldsagnakeppni Hasselbachs. Þá var honum borgið. — Hvernig fannst þér að skipta um tungumál, fyrst yfir á dönsku og síðan aftur á is- lenzku? — Rithöfundur nær seint fullkomnu valdi á öðru tungu- máli. Vissulega fannst manni þetta erfitt. og þó kom það furðufljótt, og meðan ég var úti, voru gefnar út sjö bækur mínar þar. Eins var það eklki árennilegt að hverfa aftur að því að skrifa á móðurmálinu. En þó hjálpaði það til, að á Hafnarárunum var ætíð náið og sterkt samband milli okkar landanna i Höfn, svo maður missti eiginlega aldrei taum- liald á tungunni. Þorsteinn frá Hamri: Þorsteinn frá Hamri er með al þeirra ungu íslenzku ljóð skálda, sem mest láta að sér kveða um þessar mundir En Þorsteinn hefui fleira til brunns að bera en dugnaðinn að búa nærri árlega bók til prentunar. á sex árum hafa komið út eftir hann fimm ljóða bækur, sem má teljast fremur óvenjulegt. Það er víst ýkju- laust, að hann eigi aðdáendur bæði meðal þeirra, sem kjósa fremur hefðbundinn kveðskap svonefndan, með stuðium og rími, og einnig meðal hinna, sem helzt vilja hafa formið alveg óbundið af slíkum regl- um. Eg sótti Þorstein heim einn sunnudagsmorgun, í húsi niðri við höfnina í Kópavogi yzt á Kársnesinu. Meðal fárra nýrra ljóðabóka hér í haust og líklega sú eina frá hendi ungu skáldanna, er Lángnætti á Kaldadal eftir Þor.stein frá Hamri, sean kom út í nóvember, 36 kvæði í sjö flokkum, þar sem lesa má þessa Mansaungs vísu fremst í öðrum flokki. Kynjalegur úr krapahríð kominn er ég að hjala við þig meðan ég næstu nætur bíð; en nú var á sveimi kringum tnig mistur af ösku mold og sjó og mannleg andvörp skulfu þar. Svo þegar skína sólirnar sýni ég þér minn vetrarskóg. — Þú ert víst ekki svo svart sýnn að ætla að íslendingar séu hættir að lesa ljóð, ef dæma má af tíðri útkomu bóka þinna? — Eg held að ljóð séu enn lesin nokkuð hér á landi. Það kann að vera fremur fámena ur hópur, dreifður og ósam- stæður, en alténd er hann fyrir hendi. Það hlýtur að vera stað reynd, því að margar ljóðabæk ur seljast upp á nokkrum ár- um, síast kannski hægt út sum ar hverjar, en þær hverfa margar af markaði fyrr en flesta varir. Raunar er upplag nýrra ljóðabóka aldrei stórt hér, en ég held það tíðkist ekki heldur í útlöridum. — Þú einskorðar þig ekki annaðhvort við hefðbundið rxm eða rýmleysu í kvæðum þín- um eða hefur þú ekki notað hvort tveggja jöfnunx höndum i öllum bókum þínum? —Jú. Allt of mörgum finnst rímið skipta miklu máli, en það er öðru nær. Rímað form er bara eitt form af mörgum, eins og órímuð form eru líka til mörg. Það er allt of útbreidd hugsunarvilla hjá fólki, að ó rímað ljóð hafi ekki form, sé formleysa í skáldskap er það

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.