Tíminn - 23.12.1964, Blaðsíða 3

Tíminn - 23.12.1964, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 23. desember 1964 TÍMINN í SPEGLI Martin Luther King, sem nýlega tók á móti friðarverðlaunum Nóbels í Osló, kom við í Stokk- hólmi á leið sinni til Bandaríkjanna, og dvaldi þá á Grand Hotel. Einn morguninn var hann vakinn snemma morguns af þessari laglegu sænsku Luciu, sem kom með morgunkaffið hans. Bandaríkjamenn láta sér detta margt í hug. Nú ætlar maður nokkur í Oklahoma City að framleiða tóbakslausar sígar- ettur! Og það er ekki nauð- synlegt að reykja sígarettur þessar, maður getur alveg eins borðað þær! Hráefnið í þessar sígarettur er salatblöð, verða þær með mentholbragði. Verksmiðjan hefur starfsemi sína i Okla- homa í marzmánuði. ★ Margar ástæður eru gefnar fyrir skilnaði — en þó mun eftirfarandi saga frá Varsjá vera nokkuð sérstök. Kona ein, 22ja ára gömul, bað um skilnað í réttinum í Lodz. Ástæðan var sú, að hún hafði ofnæmi fyrir manni sínum! í hvert sinn sem hann kom ná- lægt henni, fékk hún útbrot. Eiginmaðurinn var leiddur inn í réttarsalinn, og samstund is fékk eiginkonan útbrot! Hún fékk því skilriað, að pví er „Standar Mlodych" segir. ■k Þeir sem hafa áhuga á að kaupa sér eyju suður í Miðjarð arhafi, hafa nú gullið tækifæri. Og það ætti ekki að draga úr áhuganum, að hér er um svo- kallaða „djöflaeyju" að ræða. Það er ítalska rikisstjórnin, sem ætlar nú að selja djöfla- eyju sína, Santa Stefano, sem er um 20 km. frá Napoli. Fang- elsið, sem byggt var árið 1796, er ekki notað lengur, en það hefur verið aðsetursstaður margra saklausra manna, sem voru andstæðir Mussolini og fasistum hans. En nú hefur rík isstjórnin ekkert með eyjuna að gera og hefur því ákveðið að selja hana. Lætur hún þá ráðleggingu fylgja sölutilboð- inu, að góður arkitekt ætti leikandi að geta breytt fang- elsinu í hótel, en fyrir neðan fangelsið er tveggja km. ■ löng sandströnd, svo að hér ætti að vera hægt að hafa góðan bað- stað. ★ Ákveðið er að reisa styttu af Winston Churchill fyrir ut- an brezka sendiráðið í Washing ton. En mörgum finnst þó, að eitt mikilsvert atriði vanti á styttuna — nefnilega hinn fræga vindil. Myndhöggvarinn, Bandaríkjamaðurinn William MacVey, segir, að það sé erfitt að hugsa sér Churchill án vind ilsins, en The English Speak- ing Union, sem lét gera sytt- una, telur, að ekki sé hægt að hafa vindilinn. Eins og styttan lítur út núna, heldur Churchill á staí sínum og vindli í sömu hendinni. en það finnst ESU einum of mikið. Church- ill hefur hægri höndina upp- rétta og myndar með fingrun- um hið ódauðlega V-merki. * Arabar fengu reiðikast á hinum árlega dansleik Samein- uðu þjóðanna í New Vork, en það eru blaðamenn í aðalstöðv- um SÞ., sem sjá um þennan dansleik. Ástæðan var sú, að inni í daussalnum voru að venju til skreytingar fánar nokkurra SÞ-þjóða — að þessu sinni fánar Bandaríkjanna, Frakklands, Ítalíu, Grikklands og ísraels, en reiði Arabanna stafaði af síðastnefnda fánan- um. Þeir neituðu að mæta á dansleikinn, þegar fréttist um, að ísraelsfáninn hafði verið hengdur þar upp. SÞ-dansleikur þessi er hald- inn árlega til heiðurs forseta allsherjarþingsins, sem að þessu sinni er Alex Quaison- Sackey frá Ghana. Hainn var haldinn á Hotel Pierre. ★ Fyrrverandi herbergisþjónn kynbombunnar Brigitte Bardot hefur grætt óhemju fé fyrir greinaflokka í frönskum og ítölskum blöðum. Skrifar hann um starf sitt hjá Bardot og koma þar að sjálfsögðu fram ýmis atriði úr einkalífi leikkonunnar, sem hún hefur síður en svo áhuga á að komist í blöðin. Nú hefur Bardot ákveðið, að ráða.ekkert fólk í sína þjón- ustu, nema það skrifi fyrst und ir yfirlýsingu, þar sem það heitir því að þegja algjörlega um allt það, sem það kann að komast að í starfi sínu. * Lögreglan í Genua hefur beð ið i 10 ár, án árángurs, éftir því að geta handtékið sígauna- konu eina, Margherita Caldar- es, — 10 barna móður — fyrir þjófnaði í verzlunum, sem hún stundar af mikium dugnaði. Ástæðan er einfaldlega sú, að samkvæmt ítölskum lögum má ekki setja þungaða konu í fang elsi. Lögreglan heimsótti Marg- herit, enn einu sinni nú ný- lega, en varð frá að hverfa tómhent. Hún á nefnilega von á sínu 11. barni. Frægasta dægurlagasöngkona Breta þessa stundina, Dusty Springfield, sézt hér á flugvellinum í London. Hún var á söngferða- lagi í Suður-Afríku, en var rekin úr landi af því að hún söng bæði fyrir hvíta menn og svarta á skemmtun einni í Höfðaborg, en slíkt er bannað í Suður-Afríku eins og alræmt er orðið. WESTINGHOUSE ísskápar WESTINGHOUSE Þvottaválar WESTINGHOUSE Ryksugur WESTINGHOUSE Steikar- pönnur WESTINGHOUSE Grillofnar Vandlátir veija WESTINGHOUSE Véladeild

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.