Tíminn - 23.12.1964, Blaðsíða 13

Tíminn - 23.12.1964, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 23. desember 1964 TÍMINN Þorskabítur f. 29. ág. 1859, D. 7. febr. 1933. Eins og ýmsir hafa tekið eftir hef ég nú gefið út úrval ljóða Þorskabíts skálds. Þykir nú rétt í tilefni þess að segja fáein orð. Eins og einkum Borgfirðingar vita ólst hann upp í Reykholtsdal og bjó þar nokkur ár á Breiðhóls- stöðum, næsta bæ við Reykholt. Ég hef heyrt haft eftir séra Guðmundi Helgasyni. að hann teldi Þorskabít ein^ivern greind- asta ungling, sem hann hefði þekkt, enda var séra Guðmundur alltaf honum vinveittur. Skírnarnafnið var Þorbjörn og faðir hans var Björn Eggertsson. En hann tók sér höfundarnafn- ið Þorskabítur eftir að til Amer- íku var komið. Hann naut mik- illa vinsælda sem ljóðahöfundur meðal fslendinga vestra. Og 1914 gaf Borgfirðingafélag í Winnipeg út Ijóðabók eftir hann. í eink- unnarorðum fyrir þeirri bók hef- ur höfundur sett þetta á forsíðu: „Hinu ljóðelska alþýðufólki eru ljóð þessi virðingafyllst tileinkuð af höfundinum, sem er alþýðu- maður“. Bókin hefur verið uppseld og ófáanleg nú í hálfa öld. Að ég gaf nú út úrval af ljóðum Þorska- bíts er mikið af því mér þykir mörg Ijóða hans svo góð, að skaði væri ef þau týndust úr íslenzkum Ijóðum. Ég tel mörg ljóða hans svo góð að þau eiga skilið að varðveitast, t.d. eins og minni Borgarfjarðar, sem ég tel bezt ort af því sem kveðið hefur verið um mitt merka hérað, eins Eiríksjökull, Halley og hala- stjarnan og Ást í meinum, sem öll eru í úrvalinu o.fl. ljóð og lausavisur, sem eiga skilið að varð veitast. Þegar ég kom vestan úr Kletta- fjöllum árið 1917, og fór suður í Manitoba í Kanada, stanzaði ég í tvo daga hjá Þorskabít og fél- aga hans Hallbjörgu Halldórsdótt- ur systur Halldórs á Kjalvarar- stöðum, fermingarsystir Þorska- bíts. Þau bjuggu þá og lengst af vestra í litlu landbúnaðarkaup- túni, er heitir Pempina í N-Da- kota. Þau bjuggu þar sparneytnu lífi, höfðu 2 kýr og dálitla garð- rækt. Af þessu höfðu þau sitt lífsuppeldi. Þorbjörn var ekki heilsuhraustur. M.a. hafoi hann misst aflið úr öðrum fæti sínum og hafði því staurfót. En hann hélt vel við sínu móðurmáli eins og margra íslendinga er dæmi, þótt þeir búi fjarri feðrafold. Munu þó tæki jafnan hafa verið erfið að auðga anda sinn, en hann hélt þjóðrækni sinni og menntun, sem hann hafði aflað sér, þegar hann var fátækur drengur að alast upp í Reykholts- dal. En Þorbjörn var einn af þeim góðu kvistum, sem gróið hafa upp í íslenzkum dölum, sem mér finnst að eigi skilið að við hlúum að, sem erum svo lán- samir að geta það, þótt „þú sért nú lagður lágt í mold lista- skáldið góða“ eins og kveðið var um eitt ágæta skáldið okkar ís- lendinga. — Ein bezta gjöfin til okkar fátækra íslenzkra ungl- inga um síðustu aldamót voru hin fögru ljóð skáldanna. Megi þeir tímar koma aftur til íslenzks æskufólk's, að ljóðin fögru verði í heiðri höfð. Vigfús Guðmundsson. Bótagreiðslur almannatrygginga í Reykjavík Bótagreiðslum lýkur á þessu ári kl. 12 á hádegi á aðfangadag og hefjast ekki aftur fyrr en á venju- legum greiðslutíma bóta í janúar. TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS. 1 \ r~'n trúlofunarhringap Hverfisgötu 16 Simi 21355 WESæ&WW KIRKJUSTRÆTI Bíla & búvélasalan TRAKTORSGRÖFUR! Massey-Ferguson árgerð 63—'64 eru i toppstandi góðir greiðsluskilmálar et samiS er strax. Traktorar Vörubílar. Jeppar fólksbílar Bíla & búvélasalan v Miklatorg — Simi 2-31-36. Bremsuborðar í rúllum fyrirliggjandi. 1 3/8” 1 1/2” — 1 3/4” — 2” — 2 1/4” — 2 1/2” X 3 16” 3” — 3 1/2” — 4”. — 5” X d/16” 4” — 5” — X 3/8” 4” X 7 16” 4“ X l/2‘ Einnig bremsuhnoð. gott úrval. Laugavegi 170. Sími 1-22-60. SMYRILL JÖLAFÖTIN 1964 7?orc/e* Gnfáít. m Úra- og skart- gripaverzlun Skólavörðustíg 21 ( við Trúlofunarhringar Fljót afgretðsla Sendum gegn póst- kröfn GUÐM PORSTEINSSON gullsmiður Bankastræti 12 Klapparstíg). Gull — Silfur — KristaU — Keramik — Stálbarð- búnaður — Jólatrésskraut — <Jr og klukkur. SIGURÐUR TÓMASSON, úrsmiður. JÓN DALMANNSSON, guUsmiður. AUÐVELDAR HEIMILISSTORFIN r Á BRAUDIÐ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.