Tíminn - 23.12.1964, Blaðsíða 5
5
MIÐVIKUDAGUR 23. desember 1964
Otgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Kitstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og IndriSi
G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug-
lýsingastj.: Steingrimur Gíslason. Ritstj.skrifstofur t Eddu-
húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur, Bankastræti /. Af-
greiSslusimi 12323. Auglýsingasími 19523 ASrar skrifstofur,
sími 18300 Áskriftargjald kr 90,00 á mán innanlands — f
lausasölu kr. 5,00 eint. — PrentsmiSjan EDDA h.f.
Útvarpsumræðurnar
• ÚtvarpsumræSurnar, sem fóru fram um söluskatts-
h^kkunina, báru þess ljósan vott, að ráðherrarnir fundu,
að : ir hafa slæman málstað. Ræður þeirra voru að lang-
mescu leyti afsakanir og vörn. Þeir sneyddu vandlega
hjá því að svara aðaládeilum andstæðinganna. í þess stað
drógu þeir fram alls konar aukaatriði til þess að draga
athygli frá því, sem mestu máli skiptir. Öll meginatriðin
í ræðum Framsóknarmanna stóðu óhögguð í lok um-
ræðnanna, og höfðu ráðherrarnir þó haft góðan tíma til
að svara þeim, þar sem Framsóknarmenn voru fyrstir í
umræðunum.
Eftir þessar umræður er mönnum það vissulega ljósar
en áður, að ríkisstjórnin hefur brugðizt aðalloforði sínu
sem fjallaði um stöðvun dýrtíðarinnar, eins fullkom-
lega og verða má. Stjórnarferill hennar er óslitin ganga
gengisfellinga og skattahækkana, sem hefur dregið slóð
verðhækkana og kauphækkana á eftir sér. Af hálfu rík-
isstjórnarinnar hefur þess verið gætt, að verðhækkan-
irnar yrðu alltaf meiri en kauphækkanirnar. í þessu
hækkunarkapphlaupi hefur ríkisstjórnin sjálf greini-
lega haft forystuna, því að ekkert hefur hækkað meira en
álögur og útgjöld ríkisins. Loforð sitt um að vinna að
stöðvun dýrtíðarinnar hefur ríkisstjórnin efnt þannig, að
óðaverðbólga hefur aldrei verið þvílík sem í valdatíð
hennar-
Ýmsir munu hafa verið farnir að gera sér vonir um, að
ríkisstjórnin væri að snúa af þessari braut, er hún samdi
við verkalýðsfélögin á síðastliðnu sumri. Með því var
skapaður möguleiki til stöðvunar. En ríkisstjórnin reynd-
ist síður e nsvo á því að vilja nota hann- í satð þess
grípur hún til hækkunar á söluskattinum til þess að
tryggja greiðsluafgang hjá ríkissjóði. Afleiðing þess er
ný verðhækkunar- og kauphækkunaralda, sem enginn sér
fyrir endann á. Með þessum verknaði ríkisstjórnarinnar
er líka algerlega kippt grunninum undan samkomulaginu
við verkalýðshreyfinguna, en það byggðist vitanlega öðru
fremur á því, að ríkisstjórnin hækkaði ekki skattana, og
hleypti við það nýju dýrtíðarflóði af stað.
Það er engu líkara en ríkisstjórnin sé að keppast við að
reyna að svíkja sem mest aðalloforð sitt, stöðvun dýrtíð-
arinnar. í hvaða öðru landi sem er myndi það vera talið
pólitískt siðleysi, ef ríkisstjórnin træði þannig á höfuð-
loforði sínu- Slík stjórn myndi telja sig til neydda að
segja af sér. En hér er slíku ekki til að dreifa. Stjórnin
situr sem fastast, því að henni finnst ekkert athugavert
við það, að svikin séu hátíðlega gefin fyrirheit. Það mátti
þó Ólafur Thors eiga, að hann dró sig í hlé, þegar hon-
um mistókst stöðvunartilraunin í fyrra. Segja má því, að
hér komi einn öðrum meiri.
Uppgötvun Emils
Emil Jónsson segist hafa uppgötvað það, að bændur
séu mestu gróðamenn landsins. Því verði að gera ráð-
stafanir til að skerða kjör þeirra. Hins vegar hafi stór-
braskarar og fjáraflamenn höfuðstaðarins það sízt of gott.
Þetta er ekki í fyrsta sinn, sem Emil gerir slíka upp-
götvun Hann lét Hafnarfjarðarbæ stofna fyrir nokkrum
árum stórbú, sem átti að sanna, að bændur væru óþarfir.
Það væri fróðlegt, ef Emil birti upplýsingar um búskap-
inn 1 Krýsuvík, og sannaði með því, að landbúnaðurinn
væri illa rekinn, en gróði bænda þó mikill Á einhverju
slíku hlýtur maðurinn að byggja uppgötvun sína!
TIMINN
Um bakdyr með jólapela
Kafli úr þingræðu Skúla Guðmundssonar
um söluskatfsmáliS 19. des. 1964.
i
í
Hvernig taka stjórnarflokk-
arnir því, þegar andstæðingar
þeirra leggja fram breytingar
tillögur við fjárlagafrumvarp-
ið, sem stefna að því að bæta
hag ríkissjóðs?
Um þetta vil ég nefna dæmi.
Við 2. umræðu fjárlaganna
fyrir fáum dögum, bar ég fram
breytingartillögu. Hún var um
það, að Áfengis- og Tóbaksverzl
un ríkisins skyldi hætta að
selja mönnum áfengi og tóbak
með kostnaðarverði. — Sá ó-
siður hefur legið hér í landi
um alllangt skeið, að nokkrir
menn, þar á meðal æðstu valda
menn í þjóðfélaginu, svo sem
ráðherrarnir, hafa fengið vör
ur hjá Áfengis- og Tóbaksverzl-
uninni til eigin nota fyrir kostn
aðarverð, en mjög mikill mun-
ur er á kostnaðarverði og út-
söluverði á þessum einkasölu-
vörum. Forsetar Alþingis hafa
einnig notið þessara fríðinda
hjá einkasölunni, en þó eru
þau takmörkunum háð hiá
deildarforsetum og varaforset
um þingsins. Með tillögu minni
var stefnt að því, að allir lands
menn skyldu búa við sömu við
skiptakjör hjá þessari ríkis-
verzlun, sem er augljóst rétt-
Iætismál. Og einnig mátti
vænta þess, að samþykkt til-
lögunnar hefði í för með sér
auknar tekjur í ríkissjóð af
verzlunarrekstrinum.
En hvemig var tillögunni tek
ið?
Var því ekki fagnað af ríkis
stjóminni og stuðningsflokkum
hennar, þcgar flutt var tillagá
um að bæta hag ríkissjóðs?
Nei, — langt frá því. Þegar
tillagan kom fram á Alþingi,
kom ólundarsvipur á hæstvirta
ráðherra, og sá sviput birtist
einnig fljótlega á ásjónum ann
arra þingmanna stjómar-
flokkanna. Þar með var um-
hyggja þeirra fyrir ríkissjóði
skyndilega rokin út í veður og
vind. — Þeir greiddu allir,
stjórnarflokksmenn á þingi.
hver einasti, atkvæði gegn til-
lögu minni. Það kom fyrir ekki
þó að styrkþegum Áfengis- og
Tóbaksverzlunarinnar, ráðherr
um og þingforsetum, væri bent
á ákvæði í þingsköpum, sem
leggur bann við því að þing-
maður greiði atkvæði með fjár
veitingu til sjálfs sín. En það
voru einmitt atkvæði styrkþega
siálfra á Alþingi, sém réðu úr-
slitum um það að tillaga mín
var talin felld.
Af hveriu stafar þetta? Er
hagur þessara manna svo bág
borinn, að þeir geti ekki borgað
sama verð og aðrir landsmenn
fyrir vörur sem þeir kaupa
hjá einkasölum ríkisins? Ekki
verður fallizt á að svo sé. Ráð
herrar vorir fengu verulega
kaunhækkun í fyrra. eins og
aðrir opinbenr starfsmenn. Eg
tel, að þeir hafi átt að fá þessa
kauphækkun, því að ráðherra
iaun höfðu lengi verið óeðliiega
lág hér á landi. í samanburði
MMMtKMIMMM
SKÚLI GUÐMUNDSSON
við launagreiðslur til ýmissa
annarra. f fjárlagafrumvarpinu
sem nú liggur fyrir Alþingi, er
gert ráð fyrir að ráðherralaun
verði alls 1 millj. 872 þús. kr.
á næsta ári, 1965. Sé deilt í
þessa upphæð með ráðherra-
töl'unni 7, koma um 267 þús. kr.
í hlut hvers þeirra. Þessi laun
eru rúmlega 150 þús. kr. hærri
á hvern mann en ráðherralaun
in voru fyrir 6 árum. Og eftir
að ráðherramir hafa fengið
þessa launaviðbót, held ég að
óhætt sé að álykta, að þeir geti
keypt mat og drykk og aðrar
nauðsynjar handa sér og sín-
um, án þess að njóta fram-
færslustyrks frá einni af stofn
unum ríkisins.
En ríkisstjórnin og stuðnings
flokkar hennar eru á öðru máli.
Atkvæðagreiðslan á Alþingi
um tillögu mína leiðir í ljós,
að ráðherrarnir og allir stuðn
ingsmenn þeirra á þingi líta
svo á, að ráðherrum og þing
forsetum sé alveg nauðsynlegt
að hafa greiðan aðgang að á-
fengi hjá ríkiseinkasölunni, til
þess að hressa sig á því annað
veifið, eftir amstur dægranna.
Víst er það, að ráðherrar hafa
í mörgu að snúast, og oft er
þeim vandi á höndum. Starf
þeirra getur oft verið dálítið
'ýjandi. Trúlega eru þeir líka
mestir ferðamenn allra íslend
inga, núverandi ráðherrgr yor-
ir, a.m.k. sumir þeirra. Það er
löng leið frá íslandi til Japan
og Kína, og þó að farið sé i
flugvélum, geta slíkar langferð
ir verið þreytandi og tekið á
taugarnar. Auk slíkra ferða-
laga um óravegu, eru svo ákaf
lega tíðar ferðir ráðherranna
héðan til annarra Evrópulanda
og Ameríku. — f því sambandi
rná minnast þess, að þegar einn
af ráðherrunum koin úr síðustu
Norðurlandaferð sinni fyrir
nokkrum dögum, var hann ó-
venjulega léttbrýnn. Hann
hafði sem sé orðið fyrir stór
happi á ferðalaginu, fundið nýj
an skatt, sem ekki var farið
að nota hér á landi. Stjómin á
aðeins eftir að finna fallegt
íslenzkt nafn á skattinn. — Og
hver vill svo halda því fram,
að allar fyrirmannaferðirnar til
útlanda séu þýðingarlausar? i
Stjórnarflokksmenn á Al- “
þingi, 32 að tölu, eru ekki að- £
eins sammála um það, að ráð B
herrar og forsetar þurfi að hafa I
greiðan aðgang að áfengi hjá B
einkasölunni. Þeir eru líka all £
ir hjartanlega sammála um að
áfengið, sem þessir menn kaupa
þurfi að vera hræódýrt, þannig
að þeir borgi aðeins lítinn
hluta af því verði, sem aðrir
viðskiptamenn greiða fyrir
sömu vörutegundir. Sú nauðsyn
er að þeirra dómi svo rík, að
fyrir henni verður annað að
þoka, og þá er ekki vcrið að
hugsa um ríkisfjárhirzluna.
Víst mætti spyrja þessa
menn, hvers vegna þeir setja 9
dálitlar fjárveitingar inn á fjár jj
lögin til eflingar bindindis- S
starfsemi í landinu, úr því að H
þeir telja áfengið svo nauð- u
synlega neyzluvöru, að sjálf-
sagt sé að veita æðstu mönnum
þjóðarinnar opinberan styrk til
að kaupa það og drekka. —
Það sýnist ekki gott samræmi
í þessu.
Jólin eru bráðum komin. Það
er oft mikið verzlað á jólaföst
unni, og jafnvel meira en á
öðrum tímum árs. Þá kaupa
menn ýmiskonar varning, og
ekki verður því neitað, að
rnargir fara gálauslega með
peninga. Þeir meta lítils þær
litlu krónur, sem stöðugt eru
að verða minni og minni, vegna
aðgerða yfirvaldanna. Til dæm
is um óviturlega peningaeyðslu
eru kaup manna á áfengi og
tóbaki. Sjálfsagt er mikil ös
í vínbúðum ríkisins þessa dag
ana. — En dálítill hópur við
skiptamanna fer bakdyramegin
inn í þær búðir. Skyldu það
vera svonefndir rónar, sem
ekki vilja sýna sig á almanna
færi við aðaldyr hinna fínu
búða? Nei, — ekki verður þessi
hópur talinn í þeim flokki
manna. f þessum hópi eru fín
ir menn, ráðherrar og forsetar.
Það eru þeir, sem laumast inn
um bakdyrnar til þess að
krækja sér í glaðning, fyrir
ósköp litla borgun. Og m. a. 1
til þess, að slíkar bakdyraferð
ir þeirra og sérstæðu viðskipti
geti haldið áfram, á nú að
hækka stórlega söluskatt á nauð
synjavörum almennings.
Þannig er jólaboðskapur
ríkisstjórnarinnar á því Herr-
ans ári 1964.