Alþýðublaðið - 28.04.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 28.04.1920, Blaðsíða 1
Grefiö íit af AJþýðuflokkiiiim. 1920 Miðvikudaginn 28. apríl 94. tölubl. Kosningarnar íDarimörku Róttækir vinstrimenn tapa 15 sætum. Mynda íhalds- og vinstrimenn stjórn? Símskeyti í gær hermir þessi >sí>\slit kosninganna ti! Fólksþings- ins í Danmörku. E ga 140 þing- menn sæti í því: Vinstrimenn fer.gu 350,400 atkv. .48 þingmenn. J afnaðarrnenn 300 000 atkv., 42 þingmenn. Hægrimenn 201.000 atkv., 28 þingmenn. Róttækir vinstrimenn 122,100 atkvr., 17 þingmenn. Iðorekendsflokkuruin (Erhvervs- •psttiet) 29 300 atkv., 4 þingm. Aðrir flokkar (óháðir jafnaðar- «ienn, syndikalistar o. fl) 20^000 atkv., komu engum að. Við sfðustu kosningar skiftust 5|>ingsætin þannig: Vinstrimenn höfðu 45 sæti. J ifnaðarmenn 39 sæti. Róttækir vinstrimenn 32 sæti. Hægrimenn 22 sæti. Iðnrekendaflokkurinn 1 sæti. Þar að auki þingmaður Færey- inga, sem gekk í samband við vinstrimenn. Síðustu stjórn mynduðu jafnað- armenn og róttækir vinstrimenn, -og höfðu því 2 atkv. meirihluta, «ða 71 atkv. gegn 69 Eftir þess- um úrslitum að dæma liggur hein- ast við að ætla, að hinir gömlu féndur, vinstri- og hægrimenn, myndi aú stjórn saman. Hafa þeir samtals 76 átkv. Yrði þá iðnrek- eadaflokkurinn seanilega í sam- bandi við þá, og hefðu þeir þá §0 atkv. gegn, 59 atkv. jafnaðar- rnanna og róttækra vinstrimanna, -en óvíst um þingmann Færeyinga. ' Vinstriraenn eru nu, sem áður,, sterkasti flokkurinn 1 þinginu, bg I hafa urínið 3 sæti síðan við síð- \ ustu kosoingar. J*fnaðarmenn verða næstöflug- asti flokkurinn, og hafa þeir sömu- leíðis unníð 3 sætí. Hægrimenn hafa unnið 6 sæti, og flokkur iðnrekenda 3, en rót- tækir vinstrímenn hafa tapað 1 5 sætum. Mörgum mun koraa úrslit þessi nokkuð á óvart, sérstaklega þó fjölgun hægri þingmannanna. Raun- ar mun hon þó eiga sér eðlílegar orsakir, sem sé baráttu þeirra fyrir að fá Flensborg. Einnig er sennilegt að vinstrimenh hafi unn- ið sökum afstöðu sinnar til þess máls, þvf þótt þingmannatala þeirra hafi aðeins aukist um 3, hefir atkvæðamagn þeirra vaxtð stórum. Hin hyggilega afstaða Zahle- stjórnarinnar tii Suður-Jótlands hefir því orðið henni að fótakefli. Htfir farið þar svo sem víðar, að menn láta þjoðernistilfinningarnar oft hlaupa með skynsemina í gönur. Zshlestjórnin sat við völd frá 19131 þangað tii að konungur vék henni frá, 1. marz í vetur. Fór henni stjórnin vel ur hendi, bæði hvað snerti innan- og utan- ríkismál, Uodu verkamenn og allir efnaminni borgarar vel hag sínum undir stjórn hennar. Var mikið gert til að létta af dýrtíðinni, enda tókst svo ve!, að í Dan- mörku hefir ætíð verið minst dýrtíð af öllum Norðurlöndum, meðan á stríðinu stóð. En rádstafanir þessar kostadvt Aiþbl. kostar I kr. á mánuði. fé, og það var tekið með skött- um af auðmönnunum. Þeir voru því mjög óánægðir með stjómina og voru endalausar árásir gerðar á hana i blöðum þeirra, svo sem „Berlingske Tdenda", „Nattonal Ttdende", .Köbenhavn* o. fl Að síðustu kom svo tækifærið fyrir hægri og viristrimeno, sera sé Suður Jótlands malið, og á þvf gátu þeir felt stjórnina. Fari nú svo, sem áður er'sp&ð, að hægri- og vinstrimenn myndi stjórn, má að sjaifsögðu búast við að dýrtiðarrððstafanirnar verði að mestu afnumdar, og er eigi gott að vita, hvað af því getur leitt. En það eitt er áreiðanlegt, að það verður ekki til að bæta samkomulagið milii vinnuveitenda og verkamanna, sem nú er þó fullilt. Ea reynslan sker úr, hvern- ig fer. X Eftir að grein þessi var rituð, barst biaðinu eftirfarandi: Tilkynning frá sendiherra Dana. J. C. Christensen myndar ráðuneyti. Samkv. símskeytum fra Kaup- mannahöfn, var enginn minstí órói kosningadaginn, eða nóttina eftir. Blöð vinstrimanna og íhalds- manna segja, að kosningaúrslitin sanni það, að konungurinn hafi, með því að víkja Zahleráðuneyt- inu frá, unnið fullkomiega sam- kvæmt þjóðarviljanum. Búist er við því, að J. C. Christ- ensen myndi nýtt ráðuneyti nú f vikunni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.