Alþýðublaðið - 28.04.1920, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 28.04.1920, Blaðsíða 3
ALÞYÐUBLAÐIÐ fyrirmycd, t d bl.lmennirnir frá Senegal og Mirokko eða grimd- arseggirnir indversku Sikhs og Gurkas. Ef hr. J B. vill, þá get ég gefið honum upplýsingar um framkornu þeirra í Evrópu. Nóg er nú komið af þessum »P'óduktum« hr. J. B , sem varla eiga sinn lika íslenzkum bókment um fyr né síðar, nema ef ske kynni Sig. Malmkvist og er þá langt jafnað. Að vísu hafa flestir .hundsað" hinar æsthetisku gler- perlur hans, en leitt er samt að stærsta bl&ð landsins skuli svo heillum horfið, að engi skuli ann- ar fást til að skrifa í það um bókmentir en hann, því hollast væri honum og kærast öllum lands- lýð, að hann safnaði ritsmiðum sínum í hina andlegu hirzlu sína, norður í Dalvík. //. Siemsen-Otiósson. Dm iapn o| vegmn. Svo bregðast krosstré sem önnnr tré. í síðustu Lögréttu er verið að reyna að bera í bæti- fláka fyrir Knút. Er þar sagt að »hann hafi að mörgu leyti!! verið nýtur maðurs sem borgnrstjóri Ekki er verið að bera á hann of- lofið blessaðan borgarstjórann enda varla von að gætið blað, jeins og Lögrétta, treysti sér til þess. Svo bregðast krosstré sem önnur tré fyrir veslings Knúti. Anstrl kom í gær með 90 föt lifrar. Yestmannaeyjasíminn. Þór, björgunarskip Vestmanneyinga, er nú að gera við sæsímann til Vest- mannaeyja. Er hann slitinn í tveim- ur stöðum og verður seinlegt að gera við hann, ekki sízt, ef eitt- hvað hefir færst úr stað af hon- um. Knattspyrnnfélögin eru nú sem óðast að vakna eftir vetrar- dvalann. Fá þau í sumar dansk- an kennara og mun honum ætlað að fulSnema unga menn í þessari hollu íþrótt. Fyrst ura sinn æfa knattspyrnumenn að eins hlaup, þangað.til völlurinn verður til. Unglingastúkan Unnur nr. 38 heldur 15 á'a afniælisfav*n ð sinn á morgun. H^tið þessi atti að haldast sunnud^ginn 7. marzt en fór*t fyrir vegna þess, að þenna dag var samkonubsnnið hafið Stúka þessi er að mörgu leyti merkilegt félag, því að frá þvá um infiuerz 1 í fyrra fjölgaði hún félögum úr 86 uppí 242. Nautnin. Nautnin er stutt — eins og hverfandi hvel; hún heilsar og kveður í skyndi. Og styzt er hið stærsta yndil .. . — Ef lífið færi að leika mig vel til lengdar, — yrði sjálf gleðm skel, sem ekkert f eg find ! Sjá, alt í veröld er einhverju háð og einhverju skilyrði bundið, — af ótal þáttum undið. — Ef til væru’ ei bágindi’, ei til væri náð; ei tií nein uppskera, hefðt’ ekki sáð til lifsins leiðina íundið. Sjá, leiftur um nótt þýtur loíts um geim; þess Ijómi er tiginn, fagur, örstuttur, dýrðlegur dagur! Og þú sérð snöggvast heilan heim af himneskri dýrð í glampt þeiml Þá eflist þinn eilífðarhagur! En — svona er alt, sem er einhvers vert og anda og sál þína gleður: Það kemur — og svo það kveður! Og bráðlega staddur einn þú ert á eyðimörk; — þín gleði skert og fokin í vind og veður! Ó, nautnanna leiftur um lífsinsnótt, þú Ijómandi stjarnaskari — eg hylli þig, meðan eg hjari I Þín dýrð á að lifa — því deyrðu svo fljótt; ei deyða skal Hfið þinn æskuþrótt, þó forgörðum annað fari! Já, ódauðleg sldn þér æska um brár, þú, indæla nautnanna gyðja! Þín ástfangnir allir biðjal Oss þú getur lyft yfir þraut og fár, og þess vegna brosum við — gegnum tár, — pg vígð þér er öll vor iðja. G. Ó. Fells. _________________* Hárgreiður, góðar og ódýrar, í verzlun Símonar Jónssonar Laugaveg 12. Simi 221. Fermíngarkort, Afmæliskort, Nýjar teikningar. Heillaöskab éf við öll tukifæri. Laugaveg 43 B. Friðfinnur L. Guðjónsson. Karliannafit blá og mislit, saumuð á vinnustofu minni, seljast nú <5dýr*t é^uðm, Sigurðsson klœðskeri Afgreidsla blaðsins er í A'þýðuhúsinu við Ingólfsstræti og Hveifisgötu. Sími 988. Auglýsingum sé skilað þangað eða í Gutenberg í síðasta iagi kl. 10, þann dag, sem þær eiga að koma í blaðið. Skipasmíð Englenðinga. Stærstu sktpasmíðastöðvar Eng- lendinga hafa verið önnum kafnar við skipasmíðar síðastliðið ár, en þó hafa verið smtðuð tiltölulega færri skip en 1914. Kemur margt tii þess. T. d. hafa aðflutningshöft á efni verið tilfinnanleg, aðallega vantað flutniugstæki. 1919 hafa þó verið smíðuð skip, sem sam- tals nema 1 741,286 smálestum, eða tæplega 100 þús. smál. minna en 1914. Mjög miklar pantanir á nýjum skipum eru þegar fyrir hendi, og búast Engiendingar við að geta aukið skipasmíðina að mun nú í ár. !

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.