Tíminn - 10.01.1965, Qupperneq 9

Tíminn - 10.01.1965, Qupperneq 9
SUNNUDAGUR 10. janúar 1965 TÍMINN Galdrar átittug- ustu öld A s.l. ári kom út hjá forlag- inu Spring Books í London bók sem nefnist A Pictorial History of Magic and The Sup ernatural. Höfundurinn er franskur, Maurice Bessy að nafni, en bókin kom út í Frakk landi 1961 og nefnist þar Hist- oire en 1000 images de la mag- ie. Eins og nafnið ber með sér fjallar þessi bók um sögu galdra, en þar mun vera drep- ið á flest það markverðasta, sem vitað er um galdrakúnst frá upphafi til þessa. Aðal efni bókarinnar er þó myndir, tæpt þúsund í ensku útgáfunni. Þetta er saga galdralistarinn- ar í myndum og knöppu les- máli. Efnið er mörgum hugleikið, jafnvel á þessari öld. Ef dæma má af þeim fréttum, sem ber- ast utan úr heimi, þá eru galdr ar enn við lýði, jafnvel í ná- grannalöndum okkar. Síðast í fyrra bárust þær fréttir frá Bretlandi, að galdrakindur væðu þar uppi og fremdu seið. Var sagt að prestar hefðu skot- ið á fundi til að ræða þetta ískyggilega mál. Um svip- að leyti fréttist að galdra hefði orðið vart i Norður-Þýzkalandi, enda er þar gamalt og frægt jhöfuðból galdralistarinnar í Evrópu norðanverðri. Sumir ráku upp stór augu við þessi tíðindi, að svartigaldur ætti sér stað í Evrópu tuttugustu ald- arinnar. Fyrrnefnd bók fjallar þvi um efni, sem er ekki jafn fjar- lægt nútímanum og virðast má í fljótu bragði. Að öðrum þræði fjallar hún um ýmislegt, sem við köllum hjátrú og dul- ræn fyrirbæri, en af þeim er nóg hérlendis, ef dæma má eft- ir þeim bókakosti, sem lands- menn helga slíkum málum, og brennandi áhuga fyrir drauga- gangi. Það kann að virðast und arlegt að setja galdra og dul- ræn fyrirbæri eins og miðils- hæfileika undir einn hatt, en á bókarhöfundi er að skilja, að þetta sé jafn skylt og skegg- ið hökunni. í formála kemst Maurice Bessy að orði á þessa leið: Vitræn viðleitni mannsins er fólgin í því að þekkja leynd- ardóma náttúrunnar, leitast við að skilja meiningu þeirra og svipta af þeim blæjunni. Þeir sem hafa ráðið slíkar gátur Þetta franska skilirí, gefur nokkuá til kynna um hvað hin svarta messugjörð snýst. Þessi galdrakúnst virðist þekkt um allan heim. Myndin er af trélíkneskju frá Kongó, takið eft ir nöglunum j brjóstinu. Kongó- búar gera slíkar líkneskjur af óvinum sínum, bæði mönnum og dýrum, reka í þær nagla og trúa þvi, að þetta verði tll- ætiuðum manni eða skepnu að aldurtila. í Evrópu mun hafa verið notazt við dúkkur, reknar í gegn með prjóni. Bragðið er þekkt í frásögnum frá Evrópu og Ameríku. með dulmálslyklum ýmissa við horfa, mynda hlekki í eina og sömu keðju. Aflið sem kirkj- unnar menn nefna „guð”, heim spekingar „lög“, siðfræðingar „boðorð“ og vísindamenn „nátt úru”, þetta afl skilgreina dul- spekingar sem ,,hugsýn“ eða „skilning.“ Þeir sem leita svars innra með sjálfum sér, byggja allir á sömu grundvallar regl- unni: að rannsaka eininguna, manninn, til skilnings á heild- inni, alheiminum. Dulspeking- ar starfa á sama hátt. Þeir nota manninn sem tilraunadýr, og reyna með samanburði, að :om ast að raun um lögmál allrar tilveru. Þá kemur höfundur að vis- indunum og ræðir um tregðu vísindamanna, að rannsaka það sem ber keim af einhveiju yf- irnáttúrlegu. — Það sem er óþekkt, og það sem hefur ekki hlotið viðurkenningu, telja menn dularfullt og óaðgengi- legt. Hann segir, að hin op- inberu vísindi taki ekki mark á öðrum tilraunum en þeim, sem hægt er að endurtaka tak- markalaust undir sömu kring- umstæðum, en vitnar einnig í þekktan vísindamann, franska stjörnufræðinginn Laplace. sem sagði: „Skilningur okkar á náttúruöflunum og tilgangi þeirra eins og hann birtist í ýmsum myndum, er svo smár að það væri andstætt heim- spekilegu iðhorfi, að neita því, að slí vbæri (ga)drar: gætu átt s að, aðeins vegna þess, að þau víerða ekki skýrð með þeirri þekkingu, sen við nú búum yfir. Því örðugra sem okkur veitist að viðurkenna slík fyrirbæri, því meiri ástæða er til að rannsaka þau vand- lega.“ Maurice Bessy segir. að ÞVamnalo a bls IS ÞÁTTUR KIRKJUNNAR Epifanía - birting Anifað heiti á þrettánda i jólum er Epifanía eða Epifan- íu-hátíð. Þetta mun vera ævafornt og auðvitað komið úr grísku, en þar eiga flest kirkjuleg heiti uppruna sinn. Epifanía þýðir vitrun, birt- ing og gæti #erið táknrænt bæði á andlegan og efnisleg- an hátt: Birting í ríki sólar mót vori og vitrun, sem er andleg birting, nýtt útsýni. Við erum enn stödd á myrk- asta tíma ársins. Ljósið kepp- ir um völd við myrkriö, og enn virðast myrkrin ein hafa völd. Þetta er hörð barátta. Við getum naumast greint nokkra sigurvon, en samt fær- ir hver dagur Ijósinu sigur, hversu dimmt, sem ann- ars kann að vera umhverfis á heldimmum miðsvetrarmorgni. Hið sama gerist í mannsvit- und fyrir áhrif guðstrúar. Þar birtir smátt og smátt. Og það gerist fyrir vitrun, kraftbirt- ingu, sem stundum er svo hæg fara, að hún verður varla greind. Guðsvitundin í tilfinn- ingarlífinu skýrist smátt og smátt og urn leið eykst kraft ur til að skynja rétt tilver una alla. En öll tilveran geym ir guðsmynd og opinber un hans þeim, sem á ljósið i sjálfum sér, lifir sína Epifan- íu. „Líf er vaka, gimsteinn gæða Guði vígt en ekki mold. Aldrei sagði sjóli hæða: Sálin verði duft sem hold.“ Ein einasta leiðin til að bægja brott myrkrinu e>- sú, að sleppa ljósinu inn, greiða því götu. En til þess þarf að opna, ef við eigum að eignast ljós í okkur sjálfum. Við berum það ekki inn í trogum fremur en Bakkabræð- ur forðum. Við verðum að hafa glugga á húsinu. Ljósið getur Ijómað hvar sem er, en það verður peim ekki að notum sem ekki opn- ar fyrir því, setur hlera fyrir glugga, dregur niður glugga- tjöld eða hreinlega lokar aug- unum. En þannig t'ara margir að j þröngsýni, misskilningi, hjá- trú og fordómum eða af dauð um vana ekki sízt í trúmái- um. Þannig hefur kirkjan sjálf stundum gert ,ekki einungis katólska kirkjan, þótt hún sé oftast ásökuð af því að hún liggur beinl við höggi með sögulegum rökum, heldur og aðrar kirkjudeildir, sem loka ljós sannleikans úti, af því að það guðaði ekki á viðurkennd- ar dyr. „Ef ljósið i ber er myrkur, hve mikið verður þá myrkrið?" sagði Kristur, sjálft ljós heims ins. En hann sagði einnig að sínir lærisveinar ættu að vera Ijós heimsins. En er það ekki einmitt að loka fyrir Ijósið i uppeldinu. þegar ekkert er gert til að efla móttökuhæfileika vitrana og birtingar? Þeir, sem fengu vitr- anir nefndust sjáendur Þeir sáu. Þeim vitraðist. Þeir urðu vmist spekingar. vitranamenn eða vitringar. Nú þykir allt slíkt broslegt eða bjánalegt, og í skólum er ekkert eða fátt gert til að efla þennan hæfileika, trúarþátt, innsæi eða hvað mætti nefna hann. En sú sjón, sem ekki er not- uð, daprast. Ljós, sem sett er undir mæliker, deyr. Hæfileik- ar og gáfur sem ekki fá að þroskast krókna og dvína. Hæfni til vitrana og innsæi munu dvína með íslenzku þjóð inni, ef svo fer um kaldan ítroðning þekkingaratriða, sem nú er í skólunum. ímyndunar- afl og skáldgáfa eru meðal þeirra gáfna, sem skapandi listamenn eiga í ríkum mæli. Þetta eru þættir trúarlífsins. Án trúrækni engin skáld, eng- in listaverk. Skáldskaparafrek og listasköpum þjóðar og ein- staklings stendur í flestum til fellum í réttum hlutföllum við trúrækni hennar eða hans og göfgun trúartilfinningar. Án trúar engin skáld. Seint af því, sem við teljum nú hégómann einan og hindurvitni voru ágæt- ar leiðir til eflingar listgáfu og vitrana, ef rétt var og er á haldið. Meira að segja trú á jólasveina, álfa, tröll og huldufólk er uppspretta vitr- ana, skáldsýna og andlegrar sköpunar. Án slíkra trúarlegra áhrifa ættum við engari Kjar- val, engan Einar Jónsson, eng- an Laxness engan Pál ísólfs- son, svo að eitthvað sé nefnt. Nú munu fáir beinlínis sjá eftir þessum trúarviðhorfum, þessari tröllatrú og álfadans- vitrunum. En eitthvað verður samt að koma í staðinn, ef þjóðin á ekki að bíða andlegt afhroð í andlegri auðn og ís- kaldri skynsemi, sem lætur til- finningalíf, líf hjartans engu varða. Þarna verður kirkjan neð boðskap Ijóssins og lífsins að koma til sögunnar til að afla og göfga trúarvitundina. Skóli og kirkja verða að vinna sam- an og hvorugi a annars kostnað. Skólinn eflir hugsun og vitundarlíf, veitir þekkingu, auðvitað getur hann oft og ger ir meira. En þetta -íefur verið og er sérstakt hlutverk hans. Kirkjan á að uppala hjartað, tilfinninguna, vitranahæfni og sjáendagáfur, skáldlegt innsæi og listskyggni með guðsorði, ljóðum, bænum, ljósum, söngv- um, músik og mystik. Hún er helgidómurinn og leyndardóm urinn um leið, ef hún kann og rækir sitt hlutverk á réttan hátt. Það er því ekki ut i bláinn að guðspjallssaga þrettándans, epifaníunnar er sagan um Krist í hans fyrstu íirkju- göngu, komu hans í musterið í Jerúsalem. Og þar var íann svo opinn fyrir mystik og speki, að hann gleymdi bæði stað og stund. Móðir hans íefur tekizt vel með tilfinningalegt, það er að segja trúarlegt uppeldi hans. Aðalatriðið er að opna fyrir ljósinu. Kveikja ljósið. Svo ger ist hitt af sjálfu sér. „Funi kveikist af funa, ljós af ljósi.“ Varðveita hæfileikann til áhrifa fr-á undramætti ljóss af hæðum, sem vitjar vor jafn- vel inn \ myrkur og skugga dauðans, svo heldur það áfram að breyta dimmri nótt í dag og snúa dauðans opi i vonar- lag. Þetta hlutverk Kraftbirting- ar til vitranalífs má ekki van- Pramhald á bls. 13

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.