Tíminn - 10.01.1965, Qupperneq 11
SUNNUDAGUR 10. janúar 1965
TIMINN
n
UPPREISNIN
Charles Nordhoff og James N. Hall
við ekki séð, hvort nokkrir af hinum bátunum frá Pand-
ora voru komnir. Á virkisvegg kastalans stóð hundur og
gelti dauflega. Það var velkomandafagnaður okkar í Coup-
ang. Við lágum kyrrir í bátnum, þar til birta tók af
degi. Við sváfum í hnipri í bátnum, og sváfum fast.
í stuttu máli get ég skýrt frá því, hvað skeði frá því
er við komum til Coupang og þangað til við fengum að
sjá klettana í Englandi. Edwards skipstjóri og menn hans
voru gestir hins hollenzka Austur-Indlandsfélags. Fangarn-
ir voru líka gestir, en á annan hátt. Við vorum strax
fluttir í kastalann. Það var ömurlegur staður með stein-
gólfi og tveim litlum gluggum hátt uppi á vegg. Parkin
hafði yfirumsjón með okkur, og hann sá um það, að okkur
liði ekki of vel. Edwards leit aldrei inn til okkar, en
Hamilton læknir gleymdi okkur ekki. Fyrstu nóttina
þurfti hann að hjúkra skipverjunum af Pandora, en þeir
voru flestir veikir og margir þeirra dóu. En hann heim-
sótti okkur strax og hann fékk því viðkomið, ásamt
hollenzka lækninum, sem var þar á staðnum. Svo and-
styggilegt var fangelsi okkar, að það varð að þvo klefann
og okkur, áður en þeir gátu komið inn. Við báðum Ham-
ilton lækni að beita áhrifum sínum á þann hátt, að Corn-
er liðsforingi yrði látinn hafa eftirlit með okkur. En þar
sem Corner var sæmilega siðaður maður, vildi Edwards
ekki samþykkja þetta. Við vorum áfram undir eftirliti
Parkins, og hann gerði okkur lífið óbærilegt.
Þann 6. október vorum við allir fluttir um borð i
„Rembang“ hollenzkt skip, sem átti að fara til Batavíu.
Rembang var eldgömul 'skúta, sem lak svo mikið, að nauð-
sjmlegt var að dæla allan sólarhringinn. Við fangarnir vor
um látnir vinna þetta verk, en enda þótt það væri erfitt,
vildum við það miklu heldur en hýrast undir þiljum í
daunillum óþrifaklefa. Nálægt Flores fengum við storm,
sem skall á okkur ,§yo skyndilega, að öll segl rifnuðu í
tætlur. Hinir hollenzku sjómenn töldu vonlaust að skipinu
yrði bjargað og þeir höfðu fullkomna ástæðu til þess.
Dælurnar ónýttust líka, einmitt á þeirri stund er okkur lá
mest á að nota þær. Skipið rak f áttina til lands, sem
ekki var í meir en sjó mílna fjarlægð. Edwards tók við
stjórn. Það var honum að þakka, og hinum hraustu brezku
sjómönnum, að við sluppum lifandi úr óveðrinu.
Við komum til Samarang 30. október. Þar fundum við
— okkur til mikillar undrunar og gleði, skonnortuna Res-
olution, sem við höfðum orðið viðskila við fjórum mánuð
um áður. Eftir að Oliver, yfirmaðurinn á Resolution, hafði
misst sjónar á okkur, hafði hann eytt mörgum dögum í
það að leita okkar. Því næst sigldi hann beina leið til
Vináttueyjanna. Við áttum að hittast á Namuka, ef við
69
yrðum viðskila, en Oliver hafði komið til Tofoa og álitið,
að það væri Namuka. Þess vegna hafði hann ekki hitt
okkur. Hann og menn hans höfðu lent í erfiðleikum, ekki
síður en við. Þegar þeir komu að stóra rifinu, sem liggur
milli Ástralíu og Nýju Guineu, hafði hann leitað árangurs-
laust að sundi gegnum rifið. Svo höfðu þeir gert fífldjarfa
tilraun til að komast yfir rifið á toppi einnar bylgjunnar.
Það gekk ágætlega. Seinna, þegar þeir voru orðnir vatns-
lausir, höfðu þeir hitt hollenzkt skip, rétt hjá Endeavour-
sundinu. Eftir að þeir höfðu fengið vatn og vistir, héldu
þeir áfram til Samarang, þar sem við fundum þá.
Edwards seldi Resolution í Samarang, og peningunum
var skipt milli mannanna á Pandora, svo að þeir gætu
keypt sér föt. Þetta var hart fyrir Morrison og fangana,
sem byggt höfðu Resolution. Þeir fengu enga peninga, en
þeir gátu þó huggað sig við það, að hafa smíðað skip,
sem var jafngott beztu skipum, sem byggð voru á skipa-
smíðastöðvum í Englandi. Eftir að skipið hafði verið selt
í Samarang, var því siglt um mörg ár í Kyrrahafinu, og
það sigldi með met-hraða í einni ferðinni milli Kína og
Hawai.
Það var gert við Rembang í Samarang, og við héldum
áfram til Batavíu. Þar var okkur skipt í fjögur skip, eign
hollenzka Austur-Indíufélagsins. Edwards skipstjóri, Park-
in liðsforingi, stýrimaðurinn, skyttan, einkaritari skipstjór-
ans, tvö liðsforingjaefni og tíu fangar voru settir um borð
í Vreedenberg. Þann 15. janúar 1792 komum við til Góðra-
vonarhöfða, þar sem við hittum skipið Gorgon, sem lá þar
og beið eftir skipun um að sigla til Englands. Edwards
fór þá með alla menn sína um borð í Gorgon. Við vorum
þar í þrjá mánuði og allan þann tíma vorum við hafðir
í haldi. Herra Gardner liðsforingi, sem þá hafði eftirlit
með okkur, fór mjög vel með okkur. Við höfðum aðeins
hlekk um annan fótinn og fengum gamalt segl til þess
að liggja á um nætur. Á leiðinni til Englands fengum
við að dvelja á þilfari í nokkra klukkutíma á dag til þess
að njóta útiloftsins. Þetta olli Edwards mikillar gremju,
en þar sem hann var ekki yfirmaður á þessu skipi, fékk
hann engu um þetta ráðið.
Þann 10. júní komum við til Spithead, og áður en
myrkrið skall á, vörpuðum við akkerum í Portsmouth.
Fjögur ár og sex mánuðir voru liðnir frá því Bounty lagði
af stað frá Englandi, og í 15 mánuði höfðum við verið í
járnum.
XX
SIR JOSEPH BANKS.
Öll skipin á höfninni í Portsmouth vissu um komu
Gorgons og allir vissu, að með skipinu voru hinir mjög
svo umræddir „uppreisnarmenn" frá Bounty. Um þessar
mundir var höfnin full af bátum, verzlunarskipum og
herskipum. Meðal herskipanna var skip Hans Hátignar
Hector, og 21. júni 1792 vorum við fluttir um borð í
Hector, en þar áttum við að bíða eftir herréttinum. Þenn-
an dag var skýjað loft og rigningarlegt. Það var töluverð-
ur stormur og öldugangur. Þegar við fórum fram hjá
skipunum, var þéttskipað fólki fram.með öllum borðstokk-
um. Allir voru að horfa á okkur. Við vissum vel, hvað
þeir hugsuðu: — Hamingjunni sé lof, að við erum ekki
í þessum bátum þarna!
NYR HIMINN - NÝ JÖRÐ
EFTIR ARTHÉMISE GOERTZ
80
frásagnir Narcisse ættu sök á
uppnámi hennar. En hafi hún
aftur kennt þeirrar afbrýðisemi.
sem eitt sinn hafði altekið hana
út af sögusögnum Leons, lét hún
að minnsta kosti ekki á því bera.
Öll framkoma hennar birti ein
ungis angist þá, er yfir hana hafði
þyrmt, þann tíma, sem hann hafði
verið í hættu staddui. Hann var
djúpt snortinn yfir umhyggju
hennar fyrir honum.
Skyndilega datt honum eitt í
hug. — Kóletta, hvers vegna •’e*-
um við ekki gift okkur svolítið
fyrr? Ekkert er þó því til fyrir
stöðu. Til dæmis á jólunum. Kól-
etta. . . .
— Já, sagði hún dapurlega, á
jólunum ....
Hann áttaði sig ekki á þessari
einkennilegu deyfð hennar. Hann
sat um hríð og strauk um enni
hennar, en stóð síðan á fætur til
að gefa Súdús fyrirmæli til næt-
urinnar.
— Nú vil ég endilega að þú
farir að sofa, mælti hann og sneri
sér aftur að Kólettu. — Skilurðu
það? Engar áhyggjur. enga slæma
drauma.
Hún lygndi aftur augunum og
tautaði fyrir munni sér: — Það
er samkomulagið milli mömmu og
pabba og hvernig Leon hagar
sér . . .
Hann horfði niður á rólegt and j
lit hennar, meðan Dúdús var að
draga flugnanetið fyrir gluggann.
Hvaða hugsanir hrærðust innan
við þetta slétta enni? Hefði hann
átt að segja henni eitthvað frá
því, sem gerðist inni i skóginum,
eitthvað sem færði henni frið og
ró? En hvað gat hann sagt henni
með sanni? Sannleikurinn var sá,
að þrá hans til Mirjam var óbreytt
enn, þrátt fyrir stöðupa viðleitni
hans til að standa hana af sér.
Þegar hann lokaði hurðinni að
herbergi hennar, hugsaði hann
með sér: Mér þykir vænt um
að frænka mín skuli vera ákveð
in í að fara aftur til borgarinnar
svo fljótt sem verða má.
Næsta sunnudagsmorgun
veiktist Cumba. Svitinn bogaði af
henni, hún hafði uppköst
og hjartslátt. Erfiðast var, að
fá hana til að taka inn lyfin.
Gladys varð að lauma dropum
læknisins í drykk, sem Cumba
hafði sjálf lagað til að vera viss
um, að þeir færu ofan í hana en
ekki í rúmdýnuna.
Sjúkdómur hennar var sálræn
! truflun í heilanum, og læknirinn
var ekki í vafa um orsökina. Hann
hafði staðið hana að verki •' að
gera tilraun til að koma wanga
fyrir undir kodda hans. þegar hún
bar honum morgunkaffið. Þegar
hann heyrði hana læðast inn. lét
hann sem hann svæfi. Hún setti
bakkann frá sér á borðið. Því
næst sá hann hana stinga hönd-
inni undir klútinn, sem bundinn
var í hnút framan á brjósti henn-
ar — og hika við til að hlusla
eftir andardrættinum, hvort hann
svæfi. Svo greip hún eitthvað und-
,an klútnum í flýti og dró frarn
rauðan flónelspoka, sem hann
komst síðar að raun um, að hafffi
inni að halda púður jg rauðan
pipar. Þá greip hann um úlnlið
hennar. Hún hrökk við og hljóð-
aði upp yfir sig, en missti töfra-
gripinn á gólfið.
Hið eina, sem hann fékk út úr
henni, var að þessi furðulegi sam
setningur væri wanga, er hefði
mátt til að slíta ástir. Hún veinaði
og skalf, fórnaði höndum og bað
hann vægðar með sínum venjulega
sefasjúka hætti.
— Ó, Miché. í guðs bænum
hafðu miskunnsemi með gamalli
konu. Hann hafði þá svarað: — Sé
það frænka mín, sem hefur skip-
að þér að gera þetta, skal ég
fyrirgefa þér. En hún lét ekki
hlunnfara sig. — Nei, nei. Hinn
mikli Zombie sagði að ég skyldí
gera það. Það var hann, sem sagðí
það.
— Þegar hann kom heim
frá kirkju, leit hann inn til henn-
ar. Dúdus kraup á kné fyrir fram-
an rúmið. Ofsaveður var nýskoll-
ið á, herbergið var rökkvað og
þruma drundi við í sama bili, svn
veggir skulfu. Hvorug þeirra varð
þess því vör, er læknirinn kom
inn.
— Ég sjá svart vatn í kringum
brunninn þinn. Það þýða drukkn-
un og dauða, sagði Dúdús £ að-
vörunarrómi. Hún hækkaði sig og
röddin skalf: — Þá þú gera það,
sem hinn mikli Zombie 'egja
þér. Annars ....
Læknirinn lagði hönd á öxl
Dúdús.
— Út með þig, mælti hann.
— Burt með þig á stundinni og
taktu þetta rusl með þér.. .
Dúdús engdist og tennurnar
glömruðu í munni hennar.
— Ég segja þetta aðeins af því
það er henni fyrir beztu. Ég segja
bara það, sem ég sjá . . .
— Viltu koma þér út.
í gremju sinni hratt hann henni
svo hún hafði nær hrasað um
þröskuldinn.
Þegar hurðin opnaðist sá hann,
að Kóletta stóð fyrir utan. Hún
var tökin ennþá eftir veikindin
og starði stórum, óttaslegnum aug-
um á lækninn. Hafði hún brugð-
ið sjali yfir sunnudagakjól sinn
vegna útlits fyrir óveður og hélt
á flösku í hendinni.
— Ég heyrði að Cumba væri
veik. Eg er með svolítið vín
til hennar.
— Hún er veik, af því að hún
er flón. Og þessi skyldurækna
Dúdús þín æsir hana upp I vit-
leysunni.
-- Ó, Vik, sagði Kóletta í bæn-
arrómi, — þú mátt ekki vera þeim
reiður.
— Ég er hundleiður á þessum
hindurvitnum, hrópaði hann í
gremju. Woodoo þeirra eða töfra-
gripir eru ekki einasta gagnslaus-
ir, heldur eru þeir beinlínis hættu
legir. Skilur þú það ekki? .
Dúdus greip í Kólettu, skjálf-
andi af ótta við reiði læknisins.
Kóletta tók upp vörn fyrir hana.
— Hvernig er hægt að vita það,
Vik? spurði hún láguín rómi.
— Hvernig getum við yfirleit ver
ið viss um, að þeir geri ekkert
gagn? Hvernig getum við yfirleitt
verið viss um nokkuð? Rödd henn
ar var þrungin ákafa, næstum æs-
ingu.
Viktor sneri sér að henni.
— Jæja, ef þig langar til að herða
á þeim í fíflaskapnum, þá gerðu
svo vel. En ég hef engan tima til
ónýtisverka.
Hún kreppti hnefann um lösk-
una og hallaði sér upp að.veggn-
um, furðu lostin og skjálfandi.
Svo rétti hún honum hina hönd-
ina, en hann snaraðist framhjá
henni án þess að taka eftir því.
Regnið helltist úr loftinu og
hann var orðinn holdvotur, er
hann náði heim til sín.
Hann iðraðist þess allan dag-
inn, að hafa gefið veiði sinni laus-
an tauminn. Iðraðist eftir að haia
komizt í þvílíkt uppnám út af
barnalegum bjánaskap vinnuíóiks
ins einum saman. Hann þarfnað-
ist hvíldar, og begar viðtalstíma