Tíminn - 17.01.1965, Síða 2
2
SUNNUDAGUR 17. janúar 1965
TÍMINN
Sjötygur á snorgun:
Laugardagur, 16. janúar.
NTB-Singapore. Bretar halda
áfram að senda liðsauka og
vopn til Malaysíu og í dag
fór mikil flugheræfing fram í
Singapore. Þar áttust við
brezkar V-sprengjuflugvélar
og þrýstiloftsflugvélar frá
Ástralíu og Nýja Sjálandi.
Ekki var skýrt frá því, hve
margar flugvélar tóku þátt i
æfingunni. Reuter hermir sam-
kvæmt fregnum frá Djakarta,
að Sukarno muni hráðlega
gera breytingar á ríkisstjórn
sinni, en kommúnistar vilja
fá fleiri sæti þar.
NTB-Saigon. Bandaríkin hafa
boðizt til að borga allan kostn
að við stækkun hersveita rík-
isstjórnarinnar í S.-Vietnam,
þannig að alls verði í þeim
660,000 manns. í dag og í
gær kom víða til bardaga á
milli hinna kommúnistisku liðs
sveita Viet Cong og hersveita
ríkisstj órnarinnar.
NTB-New York. U Thant
framkvæmdastjóri SÞ, skýrði
frá því í gærkvældi, að fjár-
málavandræðin hefðu lamað
starfsemi samtakanna svo
hann néyddist til að fá lán
til að borga skuldir þeirra.
Sagði U Thant blaðamönnum,
að hann hefði í hyggju, að
gera allsherjarþinginu ná-
kvæmlega grein fyrir ástand-
inu, er það kemur saman á
mánudaginn að loknu jóla-
fríi.
NTB-New York. Portugal hef-
ur látið þá skoðun í ljós, að
öryggisráð SÞ sé ekki lögleg
stofnun og því telji landið sig
ekki bundið af ákvörðunum
þess. Er skoðun þessi byggð
á því, að hinir nýju meðlim-
ir ráðsins voru ekki kjörnir
■með atkvæðagreiðslu.
NTB-Vín. Forsætisráðherra
Cúbu, Fidel Castro, hefur kall-
að alla kúbanska stúdenta
heim frá Rúmeníu, þar sem
þeir fengu ekki að halda fund
í landinu. Rúmönsk yfirvöld
segja stúdentana ekki mega
taka þátt í stjórnmálastarf-
semi á meðan þeir dveljast '
landinu.
NTB-London. Brezki forsætis-
ráðherrann, Harold Wilson,
mun hitta De Gaulle í fyrsta
lagi í byrjun marz. Wilson
er það tímabundinn. að hann
kemst ekki fyrr, þó hann
gjarnan viidi, er sagt í Lön-
don.
NTB-Diisseldorf Dusseldorf
blaðið, Mittag, segir í gær,
að vestur-þýzku kjarnorkufræó
ingarnir munu nú yfirgefa
Arabiska sambandslýðveldið
innan skamms. en þar áttu
þeir að aðsthða Araba við ým-
is tækniatriði.
NTB-Brussel. Sérfræðingar i
nefndum EBE mæla nú með
því að ríkið í hinum sex með-
limalöndum samtakanna styrm
skipasmíðaiðnaðinn í löndun
um, líkt og gert er í Japan
Þeir hafa einnig komizt að
þeirri niðurstöðu, að eina leið
in til að koma í veg fyrir
cfframleiðslu á mikilvægum
landbúnaðarvörum, eins og t.
d. korni, sé að gert alheims-
samninga um verzlun beirra
ónas Kristjánsson
mjélkursamlagsstjéri, Akureyri
í Eyjafirði fara saman í rík-
um mæli náttúrufegurð og land-
kostir annars vegar og óvenju
myndarleg og hamingjudrjúg
mannanna verk hins vegar. Berg
kastalar, elfur, engjar, hagar, blik-
andi fjörður og djúpir dalir vitna
um hugmyndaríka snilligáfu ver-
aldarsmiðsins, byggingar, ræktun
samgöngur og félagsmál um mann
dóm fólksins og leiðtoga þess.
Einn þeirra manna, sem um
næstum 40 ár hefur verið giftu-
drjúgur leiðtogi í byggðum Eyja
fjarðar, er Jónas Kristjánsson frá
Víðigerði, sen nú er sjötugur
þann 18. janúar. Af hæfileikum,
menntun og mannkostum hefur
Frá J0SEPH BRADBURY
& S0NS LTD., Englandi,, .
•ðtvegiim ver Ú ÍÍ'K'LÍrftu'R'
af sérlega hentugri gerð.
Verðið hagstœðara en áður
hefur þekkzt.
KOMIÐ,HRINGIÐ EÐA SKRIFIÐ
EFTIR FREKARI UPPLÝSINGUM
P Brautarholti 20 Sími 15159
þessi bjarti maður fórnað ætt-
byggð sinni starfsorku hug-
kvæmni, og jafnframt með for-
dæmi sínu átt manna mestan
þátt í gerbyltingu í mjðlkurfram-
leiðslu og mjólkuriðnaði íslend-
inga.
Jónas Kristjánsson fæddist að
Víðigerði, snertispöl innar en
Akureyri, 18 janúar 1895. For-
eldrar hans voru Kristján Hann-
esson bóndi þar og kona hans
Hólmfríður Kristjánsdóttir, Ás-
mundssonar frá Máná á Tjömesi.
Jónas ólst upp í föðurgarði, en
stundaði síðan búfræðinám á
Hvanneyri frá 1912 til 1914. Að
námi loknu hvarf hann til æsku-
svöðva á ný.
Árið 1924 var fyrir forgöngu
Vilhjálms Þór kaupfélagsstjóra
Kaupfélags Eyfirðinga, hafinn
undirbúningur að stofnun mjólk-
urvinnslustöðvar í Eyjafirði, sem
þá var alger nýjung hér á landi.
Hvort tveggja var, að mjólkur-
framleiðsla fór vaxandi með auK-
inni ræktun og kynbótum og
þörf neytenda í þéttbýli fyrir
mjólk og mjólkurvörur varð æ
brýnni. Af mikilli framsýni skildi
hinn ungi kaupfélagsstjóri og sam
starfsmenn hans möguleikr og
kröfur nýrra tíma.
Eitt þeirra fyrsta og jafnframt
vandasamasta verk, var að velja
þann mann, sem af hæfileikum
og þekkingu ■ gæti veitt mjólkur-
iðnaði forstöðu. Hæfileikarnir;
fundust fljótt hjá Jónasi í Víði- j
gerði. Þekkinguna sótti hann síð- j
an með námi í Danmörku 1925
til 1927. Að því námi loknu koin
hann heim og tók við forystuhlut
verki sínu.
Margs þurfti þessi nýjung við,
Það þurfti að afla henni skilnings
bænda og neytenda, og skapa um
hana sterka félagslega samstöðu.
Bændur í Eyjafirði voru að vísu
engir viðvaningar í félagsmálum.
Þeir höfðu um margra ára skeið
gengið í félagsmálaskóla Kaupfél-
ags Eyfirðinga undir stjórn
og leiðsögn afreksmanna. Fyrsta
verk Jónasar Kristjánssonar var
að ferðast um byggðir Eyjafjarð
ar, halda fundi með bændum og
vinna þá til fylgis við nýjung
þessa. Síðan vai hafizt handa um
lagfæringar á gömlu nusi og það
gert í bezta lagi hæft t.i’ mjólkm
vinnslustöðvar Var að vísu byrjað
smátt og við þröngar Kost á nu
tíma mælikvarða, en sú byrjun
varð vísir að þeim mun meiru. áú
varð raunin á, að Kaupfélag Ey-
firðinga stofnaði og rak Mjólkur
samlagið. Jónas var ráðinn for-
stjóri þess. Síðan hafa kaupfélag-
ið, mjólkursamlagið og Jónas
Kristjánsson verið og eru enn
óaðskiljanlegir hlutir
Með stofnun Mjólkursamlagsihs
á Akureyri var brotið blað i sögu
landbúnaðarins á íslandi. Engum
mun gert rangt til þótt sagt sé
að síðan hefur andi Jónasar Krist.i
ánssonar svifið yfir hraðfara og
mjög myndarlegri uppbyggingu
Imjólkuriðnaðarins í landinu.
IHann hefur verið óvenju farsæll
forystumaður, traustur, skapfast-
ur, drenglyndur og mjög vel
menntaður. Hann befur fylgzt vel
með öllum nýjungum, verið kröfu-
harður um allt, sem þessari iðn-
grein mætti verða til heilla, en
gætinn og æðrulaus í öllum fram-
kvæmdum. Hann hefur af mikilli
hagsýni kunnað manna bezt að
nota til hlítar þá aðstöðu og húsa
kynni, sem honum hafa verið feng
in í hendur. Framleiðsluvörur
Mjólkursamlagsins eru á heims-
mæjikvarða úrvals vörur og sam-
lagið hefur undir hans stjórn orð
ið traustur grundvöllur undir
glæsilegar framkvæmdir og bætt
lífskjör fólksins í byggðum Eyja-
fjarðar. Samlagið hefur átt sinn
þátt í því, að gerá Akureyri að
þeim menningarbæ, sem dæmin
sanna. Jónas hefur með fordæmi
sínu haft áhrif á þessi mál um allt
land.
Jónas Kristjánasson hefur bor-
ið gæfu til að koma víðar við
sögu en í mjólkuriðnaði, ræktun
byggingum og kynbótum nauí-
gripa. Hann hefur átt drjúgan
þátt að ýmsum öðrum málum, til
dæmis stofnun minjasafns á Ak-
ureyri. Hann er áhugamaður um
sögu og mannfræði og les mikið
og hugsar margt um vandamál
mannlífsins. Það er óvenju bjait
yfir Jónasi Kristjánssyni, ekki að-
eins vegna þeirrar hlýju hjartans,
sem stafar birtu á allt umhverfi
hans. Hann er glaður og reifur
og hefur glöggt auga fyrir smá-
skrítnum fyrirbærum daglegs lífs.
Það er gott að vera í návist hans,
ræða við hann og njcta bjartsýn
is hans og lífsreynslu.
Eiginkona Jónasar Kristjánsson
ar var Sigríður Guðmundsdóttir
Péturssonar útgerðarmanns á Ak-
ureyri. Hún er látin fyrir allmðrg-
um árum Þau eignuðust tvö börn.
Sólveigu, sem búsett er í Amer-
iku og Ilrein. sem heima á i
Reykjavík.
Jónas frá Víðigerði ei samvinnu
maður og félagshyggjumaður i
húð og hár. Samvinnuhreyfingm
á landinu á honum mikla þökk að
gjalda. Samvinnufólkið í sveit og
við sjó hefur ríka ástæðu til að
senda honum heitar hamingjuósk
ir og fyrirbænir ú á sjötugs af-
mæli hans. Páll H. Jónsson.
Sendil
óskast strax, vinnutími fyrir hádegi.
ÍMðllMI
Bankastræti 7, sími 12323