Tíminn - 17.01.1965, Síða 9
SUNNUDAGUR 17. janúar 1965
TÍMINN
9
Peningaævintýriö
um Astorættina í
Bretlandi og USA
Fyrir fáum dögum lézt einn hinna frægu Astora. Það
var lady Astor af Hever. Hún lézt í bænum Pegomas í
Suður-Afríku, en þar bjó hún ásamt manni sínum Astor,
lávarði af Hever, í einskonar síálfviljugri útlegð frá
Bretlandi til að mótmæla hinum nýju brezku erfðalögum
og til að hjarga svolitlu af hinum óhemju auðæfum ætt-
arinnar fyrir erfingjana. Astor lávarður af Hever hefur
gengið undir nafninu: maðurinn á bak við dagblaðið
Times. Dauði lady Astors hefur enn á ný beint athygli
heimsins og blaðanna að þessari sérstæðu fjölskyldu,
sem hefur haft óhemju áhrif á stjómmál og efnahagsmál
Bretlands og Bandarikjanna, þótt ekki hafi ætíð verið
gott að merkja þau, vegna þess að þeim hefur verið beitt
að mestu bak við tjöldin.
Astor-fjölskyldan ræður yf-
ir geysilegum auðæfum eins og
fyrr er sagt og nafn hennar er
tengt tveimur af frægustu
landssetrum Bretlands, Clived
en og Hever, og tvö áhrifa-
mestu blöð Bretlands eru í
eigu ættarinnar, London Tim-
es og Observer. Samt hafa
flestir Astorarnir reynt að
halda sér að mestu utan við
dæguriþrasið að undanskilinni
hinni frægu lady Nancy Astor,
sem setti litríkan svip á neðri
málstofu brezka þingsins í
25 ár, en Nancy Astor lézt
í maímánuði í fyrra.
Upphaf ævintýrsins
Ævintýrið um Astor-fjöl-
skylduna hófst í smábænum
Waldorf í Þýzkalandi. Þar
fæddist árið 1763 Johan Jacob
Astor. Faðir háns var slátrari
í Waldorf og hann var yngst-
ur átta bræðra. 21 árs að
aldri lagði hann leið sina til
Ameríku. Hann fór með skipi
frá Englandi til hins fyrir-
heitna lands og sjóferðin tók
rúma tvo mánuði. Er hann
gekk á land í Baltimore átti
hann 25 dollara í vasanum.
Þeir urðu grundvöllur að
einna mestum fjölskylduauð
æfum í Bretlandi og Banda-
ríkjunum. Þegar hann lézt
New York 85 ára gamall var
hann auðugasti maður Banda
ríkjanna. Hann hafði keypr
lóðir á Manhattaneyju New
York í stórum stíl, rétt áður
en risavöxtur hljóp þar i
byggðina og með þeim hætti
græddust honum ótrúlegar
fúlgur. Hann græddi á tá og
fingri á verzlun og sýndi fá-
dæma dirfsku í verzlunarhátt-
um. Hann fór sjálfur í verzl
unarferðir til næstum ókann-
aðra landa Suður-Ameríku og
átti verzlun við índíár.a og
hvítu veiðimennina, keypti loð
skinn þeirra og seldi þeim
nauðsynjar. Jafnframt verzlaði
hann í stórum stí) með silki
og te frá Kína og átti í út-
gerðarfyrirtækjum í öllum
heimshlutum. Johan Jacob
Astor átti 8 börn og eftir þv'
sem byggð jókst á Manhattan
jukust tekjur afkomendanna
og enn ídag á fjölskyldan
stóra hluta af Manhattaneyju
Waldorf Astoria
Minnismerki um fjölskyld
una í stórborgini New York
er hið stóra og fræga luksus-
hótel Waldorf-Astoría. sem
tengir saman fjölskyldunafnið
og bæjarnafnið Waldorf. þar
Astor lávarður, Cliveden
kom við sögu i Profumo-mál-
inu.
sem ævintýrið byrjaði fyrir
200 árum síðan. — Fyrstur
Astoranna til að taka sér ból-
festu í Brétlandi og verða
brezkur ríkisborgari var Will-
iam Waldorf Astoi. sem var
fæddur í New York 1848 og
lézt í Bretlandi 1919 eftir að
hafa í þrjú ár borið titilinn
Astor lávarður, hinn fyrsti
þeirra. Hann var mjög sér
kennilegur maður. Eftir að
hafa reynt lengi að
verða stjórnmálamaður í
Bandaríkjunum ei án árang-
urs var hann gerður að sendi-
herra Bandaríkjanna í Róma-
borg árið 1883, en hann ein
angraði sig æ meira frá um-
heiminum eftir þvi, sem á ævi
hans leið og brezki rithöfund-
urinn Harold Nicolson hefur
lýst honum. sem einrænasta
rnanni, sem hann hafi kynnzt
og að hann hafi verið önnum
kafinn við það seinni hluta
ævinnar að reyna að afla sann
ana fyrir því að fjölskyldan
væri upprunalega gömul
spönsk aðalsætt, en það tókst
bó aldrei.
Cliveden og Hever-
Það var í sendiherratíð
hans, sem hann keypti Clived-
en, hið mikla landsetur her-
togans af Windsor, skammt
frá London. Síðar keypti hann
einnig Hever kastala. Þessi
setur endurbætti hann og end-
urbyggði að verulegu leyti og
flutti mikið af listmunum frá
Ítalíu þangað. Hann keypti
einnig eina af hinum risa-
vöxnu sambyggingum í Charl-
ton House Terrace í London
og allar þessar húseignir eru
enn í eigu ættarinnar og Charl
ton House Terrace númer 18
er nú sú eina af þessum sam-
byggingum þar, sem er í einka
eign. — Og þá keypti hann
einnig dagblöð. Fyrst keypti
hann hið frjálslynda blað Pall
Mall Gazette, sem hann vildi
gera að íhaldssömu blaði fyr-
ir þenkjandi lesendur, eins og
hann orðaði það. Það gekk
ekki og þá stofnaði hann Pall
Mall Magazine og vann sjálf-
ur nokkuð við ritið
Observer
Arið 1911 keypti hann
sunnudagsblaðið The Observer,
sem enn lifir blómlegu lífi
undir ritstjórn sonarsonar
hans David Astors. Hann til-
heyrir sjöundu kynslóð frá Jó
hanni Jakobi Astor og b ðju
kynslóð frá því fyrsti Astor-
inn tók sér bólfestu i Bret-
landi. — Nú bera tveir menn
nafnið Astor lávarður Það er
Aston lávarður af Hever, mað-
urinn bak við Times. sen fyrr
er nefndur og hini, er Astor
lávarður af Cliveden, eða mað-
urinn bak við Observer. Hann
er nú 57 ára að aldri og það
var hann. sem svo mjög kom
við sögu í Profumo-málinu
Þau Profumo og Kristín Keel-
er kynntust við sundlaugina
í Cliveden. Astor lávarður af
Cliveden fékk hina sjálfsögðu
menntun manna með hans
þjóðfélagsaðstöðu, hann gekk
á Eton og Oxford og varð síð
an um skeið foringi í sjó
hernum og um hríð þingmað
ur í neðri málstofunni. Hann
er tviskilinn og ei nú giftur
þriðju konu sinni, sem á sín-
lim tíma var fræe sýningar
stúlka og fyrirsæta. Það er
bróðir hans David, sem er rit
stjóri Observer, en yngsti bróð
irinn Michel er kunnur fyrir
bók sina um Astor-fjölskyld-
una, sem hann nefndi Tribal
Feeling.
Times
Astor lávarður af Hever
gekk einnig á Eton og Oxford,
varð foringi í lífvarðarliðinu
og missti annan fótinn í fyrri
heimsstyrjöldinni T sárabætur
fékk hann til eignar hina sögu
frægu höll, Hever-kastala. Þar
sem Hinrik áttundi gamnaði
sér á sinum tíma með Önnu
Boleyn. — Er Northcliffe lá-
varður lézt áric 917 ’-cypti
Astor lávarður af Hever ásamt
John VValter stórblaðið Times
Hann sýndi blaðinu nikinn
áhuga og tók beinan þátt i
útgáfustarfinu án þess að
skipta sér að ráði ?f ritstjóro
inni Einnig átti bann o.m
skeið sæti á binginu og var
auk þess iJS v'rfa maðurinn
á bak við Times, framkvæmda
stjóri og stjórnarformaður i
fjölda fyrirtækja í City. í
mörg ár var hann forseti
blaðaklúbba svo sem The
Newspaper Press Fund og The
Commonwealth Press Union og
hann opnaði heimili sitt í Hev
er fyrir fjöldamörgum starfs
mönnum Times, sem þörfnuð-
ust hvíldar og hann var ,í for-
sæti við borðendann í fjölda-
mörgum miðdegisverðum með
áhrifamiklum stjórnmála-
mönnum og blaðamönnum í
íbúð þeirri, sem hann hafði
í hinni gömlu byggingu Tim
es. Á stríðsárunum var Hákon
Noregskonungur t. d. tíður
gestur í húsinu á Printing
House Square. — Nú er Astor
lávarður af Hever orðinn einn
í útlegðinni í Suður-Afríku
til að bjarga auðæfum undan
klóm brezka ríkissjóðsins svo
ættin geti haldið áfram reisn
sinni í Bretlandi eftir fráfall
hans.
Nancy Astor
Umdeildasti meðlimur þess
ara fjölskyldu hefur þó án efa
verið Lady Nancy Astor, sem
lézt í fyrra, 84 ára að aldri.
Hún var dóttir vellauðugs
Bandaríkjamanns i Virginíu,
Chiswell Langhorne og ein af
fimm dætrum hans, sem allar
voru orðlagðar fyrir fegurð á
sínum tíma og fengu 4 milljón
ir til umráða á ári hver um
sig. Nancy beitti ekki fyrir
sig fegurðinni, heldur baráttu-
hörkunni og baráttugleðinni
sem átti eftir að taka á sig
svip þjóðsögunnar. Fyrra
hjónaband hennar var mis-
heppnað, maður hennar,
bandarískur milljóamæring
ur var forfallinn dryikkjumað-
ur. Hún skildi við hann 1908
og kynntist stuttu síðar hin-
um unga Waldorf Astor, einn
af sonum þess Astor, sem fyrst
ur settist að í Bretlandi. Er
þau voru gift /eið ekki á
löngu þar til Nancy Astor
var orðinn potturinn og pann-
an í lista- og stjórnmálalífi
í Lundúnum. Bernhard Shaw
var einn af nánustu vinum
hennar og síðasta ósk Shaws
er hann lá fyrir dauðanum
var að óska eftir að Nancy
Astor yrði kölluð að beði hans.
Árið 1919 lauk þingmennsku
eiginmanns 1 hennar í neðri
6Yamnaio a bls 13
Cllveden — höfuSstöSvar „Cliveden-klíku" lady Naey Astor, sem
fylgdl fram „frlSarstefnu Chamberlalns*.
Astor lávarður af Hever ásamt konu sinni, sem lézt fyrir nokkr-
um dögum í hinni sjálfviljugu útlegð tll aS bjarga auðæfum ættar-
Innar.