Tíminn - 17.01.1965, Blaðsíða 12

Tíminn - 17.01.1965, Blaðsíða 12
TSMIMM Johannes XXXIII: Geistliches Tage huch unÆ andere geistliche Schriftem. Mit einem Vorwort von Msgr. Loris Capovilla und Prof. Giulio Bevilacqua. Oktav, 480 Seiten. Útgefandi: Verlag Herder, Freiburg-Basel — Wien, 1964. Verð: 26.80 DM. Bók þessi kom út á ítölsku á síðasta ári og var gefin út á þýzku sama ár. Herder forlagið gefur bókina út, sama forlagið og hef- ur gefið út bækiir Nonna eða Jóns Sveinssonar, en hann er einn víð- frægasti höfundur íslenzkur á þessari öld. Þetta er í fyrsta sinn, sem dag- bók páfa er gefin út. Jóhannes XXIII var fæddur í þorpinu Sotto il Monte í Bergamo á Norður- Ítalíu 1881. Hann var bændaætt- ar, lagði stund á nám í Bergamo og Róm og varð doktor 1904 og sama árið prestur. Hann verður síðar einkaritari biskupsins í Bergamo og kenndi kír*kjusögu við menntastofnanir í biskupsdæm inu og setti saman rit Um kirkju- sögu. Hann tók þátt í fyrra stríði sem hjúkrunarmaður og herprest- ur.. Gekk í þjónustu Benedikts XV, 1921 og varð erkibiskup að nafnbót 1925. Var sendur til Búlgaríu sem páfalegur erindreki og gerður fulltrúi páfa í því landi 1931 og síðar í Tyrklandi og Grikk landi. 1944 var hann útnefndur sem sendimaður páfa í Frakk- landi. Pius XII útnefndi hann kardínála 1953 og skipaði hann yfirbiskup í Feneyjum. Hann hirti lítið um stjórnmál en þá sjaldan hann beitti sér á því sviði skorti hvorki fimleika í rökræðum né fyndni. Hann var kjörinn páfi 1958 og álitu margir að nann myndi fara sér hægt og láta lítið að sér kveða, en raunin varð’ önn- ur. Sjaldan hefur dugmeiri páfi fyllt sæti heilags Péturs. Hann stórfjölgaði kardínálum og stefna hans var að gera kirkjuna alþjóð- j legri en áður. Hann gaf sig meira að almenningi, heimsótti sjúkra-1 hús og fangelsi og varð hinn alþýðlegi páfi framar flestum for- • venim sínum. Merkasta stjórnar- athöfn hans var kvaðning til j kirkjuþings, slíkt hafði ekki verið ' haldið í þeirri mynd í tæp hundr að ár. Á þessu þingi voru óbundn- ari umræður, en fyrr hafði tíðk- azt og fulltrúarnir voru hvattir til þess að finna leiðir til þess að auka trúna meðal kaþólskra mann og gera hlut hennar sem mestan í lífi manna. Einnig var honum sameining kristinna kirkju deilda mikið hjartans mál. Hann átti viðræður við gríska patríark- ann, erkibiskupinn í Kantaraborg og fleiri kirkjuhöfðingja. Jóhann- es XXIII deyr 3. júní 1963. Dagbækur Jóhannesar XXIII eru einstakar, hann tekur að rita dagbók fjórtán ára gamall, í þann BRÚÐKAUP „Og það var Brúðkaup." Þannig byrjar guðspjallið á þessum degi, og þannig er upp haf sögunnar um heimilið. Hvaða heimili. Öll heimili. Uss nei, ekki nú á dögum a íslandi áð minnsta kosti. Flest heimili hér verða til á undan giftingunni og brúðkaup- inu. Ættum við kannski held- ur að segja. „Og það var ball.“ Og svo kemur framhaldið, sem enginn má vita um nema stelp urnar í skólanum og konurn- ar í saumaklúbbnum, þangað til leiðin liggur á fæðingar- heimilið og svo — svo kemur hin sagan — kannski — sag- an um brúðkaupið. Og hvað er svo brúðkaup? Jú, það er athöfn frammi fyr- ir altari eða presti. Og þar er flutt ávarp og sungnir sálmar og sögð bænarorð og játað heiti. Það er að segja gefið loforð. Spurt tveggja spurninga af presti, sem er þar fulltrúi Guðs. Og þeirri fyrri er tiltölulega auðvelt að svara. Hún er um eigif val. Viltu kvænast þessari konu eða giftast þessum manni, sem hjá þér stendur. Og svarið er auð- vitað já. En hin er dálítið vandasamari enda stundum svarað lágt og hikandi. „Viltu reynast henni góður eiginmaðiir eða eiginkona með Guðs hjáip, hverning sem ævi kjör ykkar verða. Og þarna er hið eiginlega brúðkaup. „Góð- ur segirðu. Það er nú ’teygjan legt orð segja krakkarnir. En innst inni skilja það nú flestir Því sannvizkan segir til um það. hvenær þetta heit er hald ið og hvenær ekki Og góður þetta eina orð er nóg. Það er heitið. Heilagt heit og stund um erfitt og stundum líka brot ið og einskisvirt áður en langt er liðið frá því að það var gef- ið. En samt er þetta eina littla orð homsteinn heimilis þíns, óskasteinn bama þinna og gim steinn hamingju þinnar. Þegar hjón eru að skilja og þeim 'fjölgar með hverju ári, sem það gera þá minnasl þau yfirleitt aldrei á betta heit Það er líkt og það hafi áldrei verið gefið. Það er næstum eins og ekkert sé forðast frem- ur en að minnast á brúðkaup ið — brúðkaupsdagurinn á að vera gleymdur og grafinn. En annars er oftast minnzt á margt á stuttri stundu. Ekker: fólk er eins vægðarlaust, grimmt og sorgbitið allt senn eins og hjón sem eru áð skiljá Loftið inni í stofunni minni getur orðið hrungið hatri á skammri stundu, um leið og það fyllist af reykjarsvælu, því undantekningarlaust er einni sígarettu af annari svælt á meðan talað er. Og þarna ber allt á góma, nema éitt. Og þá segi ég stundum líkt og stórt barn, sem hefur ekki komizt að m«ð nokkurt orð: Viljið þið nú ekk; reyna að gleyma öllu nema einu, aðeins einu, sem þið lofuðuð hvort öðru hérna í fyrra eða fyrir nokkrum árum. Þetta eina — og ekkert annað var að vera góð — láta hið | góða ráða i orðum, athöfnum og hugsun- um. Og allt í einu verður hlé a orðaflaumnum, líkt og bylja- slot í stórhríð. Og kannski er hægt að útskýra nánar, hvað fólst í heitinu um góðleika og góðvild, bessum hornsteini heimilisins. Þar eru margir bliikfletir. Afsakið en ásakið ekki, sýnið umburðarlyndi í stað óþolinmæði. Verið sönn, hreinskilin, einlæg, ástúðleg, drenglynd og trygg. Biðjið fyr- irgefningar og fyrirgefið á hverjum einasta degi. En um- fram allt: Virðing, traust og ást hvort til annars. Og sé ást- in að kólna, 'oá dugir traust og virðing ásamt vináttu. Þetta er satt. Auðvitað er þá ekki sólskin og sunnanvindur. En maður verður líka að lifa sól skinslausa daga. Og góðleikinn umhyggjan og nærgætnin ásamt þakklæti breytir vatni hversdagsleikans í vín gleð- innar, þrátt fyrir allt. Það er ekki nærri líklegt. að hægt sé að koma þessu öllu • að í ^vlií'dofirm ^+iTrHlTm* þarf okki svo uön-. oið *f þau hitta í mark til að bræða frostið, lægja storminn. Ég sagði orð, en ég átti heldur að segja: Stundum þarf ekki svo mikið af anda og krafti brúðkaupsdagsins, blænum frá altari kærleikans til þess að tár komi í augun, drepið sé á sígarettunni í hvelli, og ein- hver annarlegur en þó falleg- ur blíðusvipur færist yfir and- litið, í Og þótt ótrúlegt sé þá veit ég ekki nema um eitt, sem gerir hjón ósættanleg og hjóna j band ómögulegt, hættulegt og . óþolandi. Það er auðvitað ást | til þriðja aðila og hatur og | óbeit sem af því getur leitt.. segið þið. Nei, ónei, það er nú ekki svo merkilegt. Ég veit um nokkur sæmileg hjónabönd og ágæt heimili börnum sínum og gestum, þar sem ástin, hulin, dulin og heit syndir í tárum og á sín stolnu augnablik. En þetta eina, sem getur verið og er bölvaldur allra heimila það B j er áfengisnautn brennivíns- drykkja. En um slíkt þýðir ekki að tala gegn_ töfrum tízk unnar á nútíma Islandi. Jafn vel læknar skrifa um skaðsem: mjólkur og smjörs og illar af j leiðingar af því að éta kartöfl- i ur eða kjötflís af feitum sauð j En hve mörgum sinnum brenni j vín er skaðlegra bæði hjarta fl j og lifur. heimili og hamingju en allar kartöflur og öll mjólk það er látið ósagt og talið hlægilegt og bamalegt að j minnast á slíkt, enda hafi sjálí j ur frelsarinn breytt vatni j vín, það sanni einmitt guð. ■ spjall dagsins. Já, Kristur var frjáls og j frjálslyndur, , mannlegastur allra bæði í gleði og sorg. En hann var samt barn síns lands, síns tíma og sinna þjóðar sem þá átti ekkert áfengisböl að minnsta kosti "var það ekki meðal fátækrar og allslausrar alþýðu. En legði Kristur blessun sína yfir alla bá bölvun, sem áfeng ið flytur hjörtum og heimil ! 'im op - Hae ->e Pt-sn SUNNUDAGUR 17. Janfiar 1965 Jóhannes páfi mund sem hann fer í mennta- skóla og hún nær spannar alla prestskapar og biskups tíð hans, allt til þess að hann er orðinn páfi, æðsti maður kirkjunnar og einn voldugasti maður veraldar. Bókin lýsir baráttu manns sem hefur vígt sig þjónustu við mann- kynið undir merkjum kirkjunnar. Einkenni bókarinnar er auðmýkt- in gagnvart guðdómnum og and- leg heilindi og trúarþrek. Þegar hann er kjörinn • páfi, skrifar hann: „Þar eð herrann hefur val- ið mig, svo veslan sem ég er til þeirrar vandasömu og erfiðu þjón ustu, hlýt ég að slíta öll þau bönd, sem tengja mig við fjölskyldu, jarðleg heimkynni og þjóð- erni. . .“ Auk bókarinnar eru þarna birt hirðisbréf páfa, sem ollu miklum áhrifum þá birt voru. Þessi dag- bók er andleg þróunarsaga hins heilaga föður, og birtir oss sér- stæðan persónuleika og göfugan og hámenntaðan mann. Sú stofn- un, sem hann réð er sú lífseig- asta allra jarðlegra stofnana, ald- ur hennar má telja um hálft ann- að árþúsund, og styrkur hennar er einmitt fólginn í þjónustu slíkra manna sem Jóhannesar XXIII. í þjónustu kirkj- unnar hafa verið og eru margir gáfuðustu og mennt- uðustu menn hverrar kyn- slóðar og kirkjan þekkir mann inn, hún er sálnahirðir þjóðanna og hugsar í öldum en ekki í ár- um. Þeir góðu prelátar átta sig á eilífðinni. Þessi bók er smekklega út gef- in og fylgir með mynd af höf- FTambaia á bls. 13. Útvegum með stuttum fyrirvara hin heimsþekktu ALLEN PRÓFÖNAR- OG STILLITÆKI fyrir bifreiðaverkstœði. KOMIÐ.H Rl NGIÐ EÐA SKRIFIÐ EFTIR FREKARI UPPLÝSINGUM 0 / X SS CJiK-i F Brautarholti 20 Sími 15159

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.