Tíminn - 17.01.1965, Qupperneq 14

Tíminn - 17.01.1965, Qupperneq 14
14 THVMNN SUNNUDAGUR 17. ! SjáHsbjörg opnar vinnastofu KJ-Reykjavík, 12. jan. Sjálfsbjörg, Landssamband lamaðra og fatlaðra hefur ný- verið sett á stofn saumastofu, þar sem saumuð eru karlmanna nœrföt allskonar. Frá saumastofu Sjálfsbjargar að Marargötu 2 (Tímamynd K.J.J Samtökin keyptu neðstu hœð hússins Marargata 2 í þessu skyni, og nú um þessar mundir er starfsemin að hefjast. Hreið- ar Viborg, klæðskeri, veitir saumastofunni forstöðu, en auk hans munu vinna þar 12-20 manns. Fer fjöldi starfsfólks- ins eftir því, hve margt af því getur unnið allan daginn, en á saumastofunni cnunu bæði starfa meðlimir Sjálfsbjargar O'g aðrir utan samtakanna. Þarna verða saumuð herra- nærföt af mörgum gerðum, og kemur það fyrsta af framleiðsl- unni væntanlega á markaðinn i febrar. Nú sem stendur vinna á saumastofunni, auk Hreiðars, fjórar stúlkur, en starfsfólk- inu mun fjölga mjög bráðlega, og saumastofan þá geta skilað fullum afköstum. Samúöarskeyti vegna fráfalls Thor Thors ÆSKUL YÐSRAÐ HEFUR OPIÐ HÚS FYRIR UNGUHGAHA FB-Reykjavík, 15. jan. Á sunnudagskvöldið hefst nýr liður í starfsemi Æskulýðsráðs Reykjavíkur, sem nú starfar í glæsilegum húsakynnum að Frí- kirkjuvegi 11. Verður þá í fyrsta sinn „opið hús” fyrir æskufólk, spm vill koma þangað á kvöldn frá klukkan 8-11.30 og eyða þar frístundum sínum við ýmiss konar dægrastyttingu. Skömmu fyrir áramót 1963 af- henti Reykjavíkurborg Æskulýðs- ráði húseignina að Fríkirkjuveg 11, og skyldi þar verða miðstöð fyrir æskufólk í borginni. Áður en þessi starfsemi gæti hafizt þurfti mjög margt að endur- bæta og lagfæra, og urðu þessar framkvæmdir tímafrekar, og olli skortur á iðnaðarmönnum mestu | þar um. Húsið hefur nú verið málað að innan raflagnir yfirfarnar og aðrar nauðsynlegar endurbætur gerðar. Á fyrstu hæð hússins eru þrjár stórar samliggjandi stofur, og verð ur þar fyrst um sinn opið hús fyrir æskufólk, sem vill eyða þar kvöld- unum með kunningjum sínum. | Tvær stofurnar eru útbúnar sem setustofur, teppalagðar ogg búnar nýtízkulegum húsgögnum, sem Vil- hjálmur Hjálmarsson, arkitekt, hefur teiknað. Þar er píanó og útvarp með plötuspilara, svo að unga fólkið á að geta skemmt sér við hitt og þetta og notið tónlistar eftir vild. í þriðja herberginu, sem er nokkiurs konar leikherbergi, verða tennisborð og fleira af því taginu. Klúbbum, sem starfa á vegum æskulýðsráðs, verður falið að sjá ium einstök kvöld, en reynt verður að koma til móts við óskir og vilja unga föliksins um viðfangsefni. i Hliðstætt starf verður í kjallara ' hússins, en verður auglýst síðar- í kaallaranum er veitingasalur og Framsóknarkonur Félag Framsóknarkvenna held- i ur fund í Tjarnargötu 26, mið- ■ vikudaginn 20. janúar klukkan 8.30. Ræðu flytur formaður Fram sóknarflokksins, Eysteinn Jóns- son, ávörp, upplestur og fleira. Konur úr Félagi Framsóknar- kvenna í Kópavogi verða gestir fundarins. sömuleiðis danssalur með stóru leiksviði, Starfsemi þessi er ætluð unglinguim 16 ára og eldri, og hefst eins og fyrr segir 17. jan. sunnudaginn, kl. 8 síðdegis. í september s.l. hófu ýmis félög og klúbbar æskufólks að leita eftir húsnæði hjá æskulýðsráði til félags- og tómstundastarfa. óg'nú rnunu um 30 aðilar hafa feþgjð inni með starfserhi sína í húsfnu að Frí-kirkjuvegi 11. Flestir hafa fengið húsnæði ákveðna daga viku lega, en aðrir hálfsmánaðar- eða mánaðarlega. Æskulýðsráð hefur ákveðið, að halda þesum þætti starfseminnar áfram eftir því, sem húsrúm leyfir, og ástæða þykir til. Æskulýðsráð hefur ákveðið að efna til námskeiða í ýmsum grein um tómstundastarfs, og mun eink- um reyna að kynna nýjar greinar og efla þær, sem sérstakrar að- stöðu þurfa við.svo sem Ijósmynda iðju o. fl. Eftirtalin námskeið hafa verið ákveðin, og hefst innritun í þau um næstu helgi: fyrir 16 ára og eldri: Ljósmyndaiðja, tau- Framh. á bis 14. FB—Reykjavík, 15. janúar. f sambandi við fráfall Thor Thors, ambassadors, hafa borizt hingað til lands fjöldi samúðar- skeyta. Forseta íslands barst sam- úðarskeyti 12. jan. frá Lyndon B. Johnson, forseta Bandaríkjanna, og 13. jan. barst forseta íslands samúðarskeyti frá George P. Yan- ier, landstjóra í Kandada. Þá hefur fjöldi samúðarskeyta borizt til utanríkisráðherra og ráðu neytisins. 12. janúar barst samúðar skeyti frá Dean Rusk, utaríkisráð- herra Bandaríkjanna, og síðan hafa borizt skeyti frá eftirtöldum aðilum: Herra U Thant, aðalforstjóra Sameinuðu þjóðanna, herra Paul Martin, utanríkisráðherra Kanada, herra Vasco Leitao da Cunha, utanríkisráðherra Brasilíu, herra J. P. Sigvaldasyni ambassador Kanada, hr. Finn B. Arnesen, að- alræðismanni íslands í Sao Paulo, Brasilíu, og hr. Arne S. Arnesen, s.st., hr. David Wiesley, aðalræðis- AÐALFUNDUR Aðalfundur fulltrúaráðs Fram- sóknarfélaganna í Kópavogi verð ur haldinn þriðjudaginn 19. þ m. í Félagsheimili Kópavogs og hefst kl. 8.30.r Dagskrá: Venjuleg aðal- fundarstörf. Burbank og starfsmönnum A. L. Burbank & Co. New York, og hr. Aage Schiöth, fyrrv. lyfsala, Siglu firði. Ennfremur frá herra Antonio Carillo Flores, utanríkisráðherra Mexikó. manni íslands í Mexikó, hr. Peter Aflinn dágóður KJ-Reykjavík, 16. janúar. Vertíð er hafin í Þoriákshöfn, og hefur einn bátur róið þessa viku, Hefur afli hjá honum verið dágóður frá 5—10 tonn í róðri, en báturinn er með línu. Þrír bátar til viðbótar rnunu hefja róðra í næstu viku. Vinnsla er hafin í frystihúsinu, og hefur bæði verið unnið við fiskinn, sem á land berst, og eins hefur verið unnið við frystingu a síld frá Reykjavík- urbátum, sem landað hafa í Þor- lákshöfn. Löndunarbann á báta frá verkfallsstöðunum tekur ekki Stjórmn- gildi fyrr en 20. janúar. BORGARAR MISINDISMENN BÓ-Reykjavík, 15. janúar. Erlend blöð skýra frá manna- veiðum í London, þar sem lög- regla og borgarar tóku höndum saman við að fanga nokkra mis- indismenn á fyrstu dögum þessa árs. BYGGINGAFRAMKVÆMDIR I KÓPAVOGI ÁRID 1964 EB-Reykjavík, 15. jan. f skýrslu byggingafulltrúar Kópa vogs um byggingaframkvæmdir í Kópavogskaupstað árið 1964 seg- ir, að það ár hafi verið í bygg ingu 610 íbúðir (árið á undan voru þær 381). Á árinu var haf- in bygging á 131 íbúð (289) og í byggingu voru því á árinu 741 íbúð (670). Þar af voru fullgerð ar 148 íbúðir á árinu (60), en auk þess voru í notkun í árs- lok 204 (190) íbúðir í 159 '146) ófullgerðum húsum og fokheldar 218 íbúðir (174) eða samtals 422 íbúðir (364). Tölurnar innan svig anna eru frá árinu 1963. í ársbyrjun 1964 voru P opin berar byggingar í smíðum en þá var einnig hafin bygging 4 obinberra bygginga, smíðastofu við Kópavogsskóla, 3. rfanga Kárs nesskóla, vatnsgeymis, svo og 2. áfanga vistheimilis við Kópavogs hælið. Því voru i byggingu 12 opinberar byggingar árið 1964 Fullgerðar voru 5 byggingar, þ.e. 1. áfangi Digranesskóla. smíða- stofa við Kópavogsskóla. kvndi stöð, 1. áfangi Dagheimilis t. áfangi Félagsheimilis og fokheíd ar og í notkun voru 2 byggingar, Póst- og símahús og Sparisjóðshús. Alls voru í byggingu 22 iðnað- ar- og verzlunarhús í ársbyrjun, : en hafin var bygging á 14 iðnaðar j og verzlunarhúsum á árinu. GÓÐ SÍLDVEIÐ! j Teletype 11 cic K.G. Ágæt síldveiði var í nótt fyrir j sunnan á svipuðum slóðum og áður, og mun Reykjaborg hafa fengið mestan afla, um 2000 tunn ur. Síldin er léleg, - skipstjór- arnir kölluðu hana rusl. Loftskeytastöðinni i Vestmanna eyjum var kunnugí um afla eff- talinna báta: — Bergur 1700, Ak- urey 1400, Erlingur itl 400 Odd geir ÞH 200 — hann reif not ina, Ingvar Guðjónsson 800, Helgi Flóventsson 1150. Ólafur Frið- bertsson 200-300 —- reif nótina, Guðmundur Péturssori 800 Nátt fari 1000. Þórður Jónasson 1800 Huginn II 1700. Reykjaborg 2000 og ísleifur III 1200 Nokkrir bát- ar aðrir munu hafa fengið ein hvern afla. Skömmu eftir nýár skoraði yfir maður Scotland Yard á almenn ing í London að aðstoða lögregl una við að handsama nokkra saka menn, sem léku lausum hala og hvatti til að þeir yrðu yfirbugað- ir með öllum tiltækum ráðum. A1 menningur tók áskoruninni, og hafa margir glæpamenn þegar ver ið teknir, en suma hefur burft að flytja á sjúkrahús eftir viður eign við borgara og lögreglu. Sögulegasti bardaginn átti sér stað aðfaranótt 7. þessa mánaðar, en þá var John Campell Marson, 22 ára gamall strokufangi, hand tekin í vesturhluta borgarinnar. Leikurinn hófst í úthverfi. þar sem lögregluþjónar sáu til ferða Marsons á stolnum bíl. Eltu beir hann á 150 km. hraða um borgina fram með Thames, en í Kensington varð flóttamaðurinn að hægia ferð ina, því bílar sem höfðu rekizt á, lokuðu veginum að mestu. Marson reyndi að smeygja sér fram hjá þeim, en borgari nokkur heyrði hljóðin í sírenum lögreglunnar og bakkaði bíl sínum á fullri ferð framan á bíl flóttamannsins. Bíl arnir festust saman, Marson hljön út með skammbyssu á lofti og geystist niður hliðargötu, þar sem hann leitaði skjóls í kjallara tröppum. Lögreglan fylgdl hon um eftir og sá fyrsti, sem nálgaö ist fékk skot í handlegginn. Þá komu lögregluþjónar með hunda og siguðu á Marson. en fremsti hundurinn féll þegar fyrir skoti Samtímis opnuðust > íargir glugg ar í húsinu fyrir ofan Marson og íbúarnir létu ýmsu lauslegu rigna yfir hann. Marson skaut þá upp með húsveggnum, íbúarnir drógu sig í hlé á meðan, en byrjuðu strax að kasta, þegar Marsou sneri sér að lögreglunni. Annar lögregluþjónn varð fyrir skoti, en viðureigninni lauk með því. að tveir lögregluþjónar geystust nið ur í tröppurnar og höfðu mann inn undir. Voru þá þrír særðir og hundiur lá í valnum. ÁRSRIT Ársrit Sögufélags ísfirðinga kom út skömmu fyrir jólin eins og oftast áður. Helzta efni ár- gangsins, sem er hið 9. í röð- inni er: I Landnám milli Barðs og Stiga. eftir Ólaf Þ. Kristjánsson skóla- stjóra. Búendur og bátaformenn í Súðavíkurhreppi um aldamótin 1900, eftir Kristján Jónsson frá Garðsstöðum. Jón Guðmundsson bóndi og kaupmaður í Eyrardal. ieftir Kristján Jónsson frá Garðs- stöðum. Erlendur Ólafsson sýslu- maður í ísafjarðarsýslu frá 1742 -1772, eftir Jóhann Gunnar Ólafs- son bæjarfógeta. Úr gömlum sendi bréfum, sem sami maður hefur valið og búið til prentunar. Vest- firzkar ættir, eftir Valdimar B. Valdimarsson. Húsbúnaður of» hús gögn. eftir Jóhann Gunnar Ólafs- son bæjarfógeta. Gunnar Hall- dórsson bóndi og alþingismaður í Skálavík, eftir Kristján Jónsson frá Garðsstöðum. Frá Byggðasafni Vestfjarða, eftir Jóh. Gunnar Ól- afsson. Lestina reka svo ævi- minningar Hallbjörns E. Odds- sonar og eru þar sögulok. Marg- ar vísur ög sitthvað fleira er að finna í ritinu. B. Sk.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.