Tíminn - 20.01.1965, Blaðsíða 2

Tíminn - 20.01.1965, Blaðsíða 2
2 TÍMINN MIÐVIKUDAGUR 20. janúar 1965 Þriðjudagur, 19- janúar. NTB—New York. Sendiherra Breta hjá SÞ, Lord Caradon, skoraði í dag á Sovétríkin að leggja frjálst framlag til SÞ til að bjarga þeim frá gjaldþroti. Hann sagði, að með því mundi Sovétríkin gefa fordæmi, sem önnur lönd mundu i'ylgja, að minnsta kosti væri Bretland til búið að leggja eitthvað af mörk um. Enginn fundur verður í allsherjarþinginu á morgun. NTB—Varsjá. Leiðtogar sjö ikommúnistaríkja, sem tilheyra Varsjárbandalaginu, hittust í dag í höfuðborg Póllands. Eng- in opinber tilkynning hefur verið gefin út frá fundinum, en Varsjárblöðin segja helztu um- ræðuefnin vera að koma í veg fyrir að V-Þýzkaland fái yfir- ráð yfir kjarnorkuvopnum, og um 'hinn fyrirhugaða kjarnorku flota NATO. NTB-Saigon. í dag áttu að fara fram hátíðahöld í höll forseta S.-Vietnam, Phan Khac Suu. er forsætisráðnerrann ætlaði að kynna honum hina nýju stiórn sína. Fjórir hershöfðingjar höfðu verið teknir i stjórnina til að styrkja aðstöðu hennar en þeir létu ekki sjá sig við hátíðahöldin, svo þeim var af- lýst. NTB—Cape Kennedy. Módel af hinni tveggja sæta bandarísku eldflaug, Gemini, var í dag sent í vel heppnaða reynslu ferð út yfir Karabíska hafið frá Cape Kennedy í Florida. Var þetta nokkurs konar lokaæfing, en í vor er ráðgert að senda fyrsta bandaríska tveggja manna geimskipið í loft upp. NTB-Corpus Christi, Texas. 52 ára garnall umferðarsali var í dag handtekinn í Corpus Christi fyrir að hafa ætlað að myrða Johnson forseta, en maðurinn stendur í þeirri meiningu, að Jhonson hafi myrt Kennedy NTB-Leopoldville. 60 málaliðar og hermenn úr her belgisku ríkisstjórnarinnar urðu í dag að yfirgefa þorpið Aketi í N.- Kongó. vegna árásar uppreisnar manna, en yfirvöldin hafa til- kynnt, að herinn hafi öll ráð í bænum Uvira í A.-Kongó. þar sem uppreisnarmenn gerðu rás í gær. Uvira er áríðandi staður fyrir uppreisnarmenn, því þang að er smyglað til þeirra vopn um frá Tanganayika. NTB-Stokkhólmur Leiðtogar borgaraflokkanna i Svíþjóð sem eru í stjórnarandstöðu. gagnrýndu í dag sænsku ríkis- stjórnina fyrir að vera verð- bólgustjórn, sem ekki hefði hæfileika til að berjast gegn verðbólgunni með góðum árangri. Gerðist þetta í þing inu, en þar fóru fram um- ræður um fjárlagafrumvarpið sem stjórnin lagði fram fyrir viku- Er þar gert ráð fyrir aukn um útgjöldum. Leiðtogi komm- únista lýsti yfir því, að ríkis stjórnin gæti reiknað með stuðningi kommúnista. 60 NEGRAR HAND- TEKNIR I ALABAMA NTB-Selma, Alabama, 19. janúar. f dag voru rúmlega 60 negrar handteknir af lögreglunni í Selma í Alabama. Þeir komu til ráð- húss bæjarins í þeim tilgangi að láta skrá sig á kjörskrá, en neit- uðu að fara inn um hliðarinn- gang. Þeir stilltu sér upp fyrir framan aðalinngang ráðhússins, en var vísað á hliðarinnganginn. Er þeir neituðu, lýsti lögreglu- stjórinn því yfir, að þeir væru allir teknir fastir. Beitti lögregl- an harkalegum aðferðum við að koma svertingjunum upp í lög- reglubílana. í gær fóru 300 negr- ar til ráðhússins í þeim tilgangi að láta skrásetja sig, en eneinn þeirra var settur á kjörskrá. Langvarandi kynþáttaágrein- Félagsheimili Kópa- vogs styrkir kaupin á Davíðshúsi. Húsnefnd Félagsheimilis Kópa vogs hefur ákveðið að gefa allan ágóða af kvöldsýningu (kl. 9) í Kópavogsbíói annað kvöld fimmtu daginn 21. jan. til styrktar kaupun um á húsi Davíðs Stefánssonar, skálds frá Fagraskógi, en eins og kunnugt er, er 21. janúar fæð ingardagur hins ástsæla vjóð- skálds. Einnig munu liggja frammi söfn unarlistar í Félagsheimili Kópa vogs, svo að þeir sem styrkja vilja kaupin á húsi Davíðs Stef ánssonar geti skrifað sig þar fyrir framlögum. Aðdáendur skáldsins eru hvaít ir til þess að styrkja þetta góða málefni með því að sækja nefnda bíósýningu og skrifa sig á söfn unarlistana. Sýnd verður kvik- myndin „Stolnar stundir”, áhrifa- rík og ógleymanleg mynd. Fólk getur einnig skrifað sig fyrir framlögum hjá húsnefnd Félagsheimilis Kópavogs, en ’iana skipa þessir menn: Árni Sigurjónsson, iögregluvarð stjóri, Guðmundur Guðjónsson, verzlunarmaður, Guðmundur Þor steinsson, fasteignasali, Gunnar Guðmundsson, skólastjóri og Jón Skaftason, alþingismaður. ingur í borginni Selma í Alabama í Bandaríkjunum lauk síðastlið- inn mánudag, án þess að til veru- legra tíðinda drægi. Þetta gerðist, er Dr. Martin Luther King beitti sér fyrir því, að mannréttindalög- in væru prófuð í framkvæmd. Þetta er í fyrsta sinn, sem Dr. King gengst fyrir slíkri tilraun með mannréttindalögin síðan hon um voru veitt friðarverðlaun Nob- els. Hann lýsti þessari tilraun sem „miklum árangri.” „Nú hafa mikil umskipti átt sér stað í Alabama," sagði hann einn- ig. Um 300 blökkumenn héldu dl þinghússins í Dallassýslu í Ala- bama til þess að láta skrá sig á i kjörskrá. Litlu síðar pöntuðu dr. King og 11 aðrir blökkumenn her- | bergi á hóteli, þar sem hvítir menn einir fengu aðgang, áður en lögin voru sett. Aðrir blökku- menn mötuðust í ró og friði á Framhald a 14 síðu Myndin er af Johnson forseta og gesti hans Lester Pearson forsætisráðherra Kanada, sem heimsótti forsetann á föstudaginn, og er hún tekin er þeir ræddu sameiginlega við blaðamenn. JOHNSON TEKUR VIÐ íMBÆTTINU / DAG JHM-Reykjavík, þriðjudag. Á morgun, miðvikudag mun Lyndon B- Johnson sverja forseta- eiðinn á tröppunum fyrir framan þinghúsið í Washington, í fyrsta sinn sem kjörinn fors'eti Banda- ríkjanna. Það eru liðin 176 ár síðan George Washington, fyrsti forseti þjóðarinnar, sór forsetaeið inn, en síðan hefur þessi atburð- ur orðið að mesta viðburði Ban.d-a- ríkjanna. Samkvæmt síðustu fréttum frá Washington þá streyma þangað tugir þúsunda manna, sem ætla sér að fylgjast með. Flest 311 hótelherbergi í borginni og ná- grenni eru þegar upptekin. Búizt er við að aldrei fyrr hafi svo marg ir komið til höfuðborgarinnar til að taka þátt í eða fylgjast með at höfninni. Meira en milljón manns munu koma sér fyrir meðfram Pennsylvania Avenue, sem stund- um er kölluð „forsetaleiðin," til þess að sjá forsetann og varafor- setann aka hjá á leiðinni frá þinghúsinu að Hvíta húsinu. Mill- jónir manna í Ameríku og Evrópu munu fylgjast með athöfninni í sjónvarpinu, en sjónvarpað verð- ur með Telstar-gerfihnettinum til Evrópu, á a.m.k. fimm tungumál- um. Þegar John F. Kennedy sór for- setaeiðinn árið 1961, þá kallaði hann þennan viðburð „hátíðahöld frjálsræðisins.” Þessi dagur mun marka tímamót í langri þjónustu Johnsons í þágu hins opinbera, fyrst sem þingmaður og nú sem forseti eins voldugasta ríkis heims ins. Á miðvikudagskvöld fer svo fram hið fræga forsetaball, sem hér áður fyrr var haldið á einum stað, en nú verður það svo fjöl- mennt — 25.000 manns — að1 það verður á fimm stöðum. John- son forseti og Hubert Humprey, varaforseti, verða að fara á alla staðina, ásamt konum sínum. Á þessum stöðum koma fram marg- ir af kunnustu listamönnum Bandaríkjanna auk margra er- lendra listamanna. Forsetinn mun' segja við em- bættistökuna: „Ég vinn þess há- tíðlega eið, að ég mun af trú- mennsku gegna embætti forseta Bandaríkjanna og mun samkvæmt ítrustu getu minni varðveita, vernda og verja stjómarskrá Bandaríkjanna. Og veri méi guð hjálplegur.“ Að lokinni embættis- tökunni mun forsetinn flytja for- setaræðuna á tröppum þinghú§sins en sú ræða þykir að jöfnu mjög merkileg, þar sem hún gefur mönnum til kynna stefnu þá, sem forsetinn hefur valið sér fyrir kjörtímabil sitt. Næst á eftir for- Framih. á bls. 14. SEX BÆKUR ÁRMANNS KOMNAR ÚT Á NORSKU og fleiri eru væntanlegar, en hann hlaut Sólfuglsverðlaunin í desember EJ-Reykjavík, þriðjudag. Hinn vinsæli barna- og unglinga bókahöfundur Ármann Kr. Einars son hlaut í desember s. 1. norsk verðlaun, Sólfuglsverðlaunin svo nefndu, fyrir bók sína „Víkinga ferð til Surtseyjar", ug kemui bók in út í Noregi á þessu ári. Sólfuglsverðlaunin voru aug- lýst hér á landi á vegum Almenna bókafélagsins í byrjun ársins 1964 og gátu íslenzkir unglingabókahöf- undar bæði sent nýútkomnar bæk ur og handrit til keppninnar. Sól fuglsverðlaunin eru veitt úr sjóði. sem Johan Yttre, yfirlækn ir, stofnaði til minningar um fjóra forystumenn nýnorskunnar, þá Ivar Aasen, A. O. Vinje. Per Silve og Arne Garborg. Og 22. desember síðastliðinnn voru verðlaunin, 2.000.00 norskar krónur veitt, og varð Ármann Kr. Einarsson hlutskarpastur með bók sína „Víkingaferð til Surts- eyjar“. Blaðið náði í dag tali af Ár- manni Kr. Einarssyni og rabbaði við hann um samkeppnina. — Ég sendi handritið „hrátt“ í samkeppnina og kallaði söguna þá „Eyja rís úr hafi,‘ — sagði Ármann. — Alls bárust 60 bæk ur og handrit frá íslandi til keppn innar, og tók það því nokkurn tíma fyrir dómnefndina að lesa allar sögurnar. 22. desember voru svo úrslitin birt og kom þá í 1 jós. að handrit mitt hafði verið valið. — Þessi bók verðu, svo gefin út í Noregi? — Já, Noregs Boklag, sem ar í tengslum við sjóðinn, sem stóð fyrir samkeppninni, mun gefa bókina út. Auk þess verður Árna- bókin „Flogið yfir flæðamáli" gef in út í ár á vegum Fonna Forlag og að öllum líkindum einnig fyrsta Ólabókin, „Óskasteinninn hans Óla“. Munu því þrjár bækur Ármanns bráðlega bætast i hóp þeirra sex Árnabóka, sem begar eru komnar út á norsku. — Hvað hafa margar af bók- um þínum verið gefnar út á norsku? — Þær eru sex talsins, sú síðasta, „Frækilegt sjúkraflug", ! kom út fyrir síðustu jól. Þær eru gefnar út bæði á nýnorsku og bókmáli. — Hefurðu verið heppinn með þýðendur? — Já, þeir hafa verið ágætir. Ivar Eskeland þýddi fjórar fyrstu Arnabækurnar, en Asbjörn Hildremyr hinar tvær. — Og þær hafa selzt vel? — Já, ágætlega. Þær virðast seljast eins vel í Noregi og hér á landi. Og þær hafa einnig feng ið ágæta dóma í norskum blöð- um, sagði Ármann að lokum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.