Tíminn - 20.01.1965, Blaðsíða 9
9
MIÐVIKUDAGUR 20. janúar 1965
TÍMINN
Sverja eiða sína
í kulda og trekki
Embættistaka Bandaríkjaforseta - Stórfeng-
leg athöfn, eins glæsileg og krýning konunga
Johnson sver embættiseið á flugvellinum í Dallas sama dag ng
Kennedy var myrtur. Vi5 hlið hans stendur Jacqueline Kennedy.
Fjórða hvert ár, — 20 jan-
úar — tekur hinn nýkjörni,
eða endurkjörni forseti Banda-
ríkjanna, löglega við embætti,
með því að sverja forsetaeið-
inn. í dag mun Lyndon B.
Johnson sverja forsetaeiðinn
í fyrsta sinn sem kjörinn for-
seti Bandaríkjanna. Þessi at-
höfn fer oftast fram undir
berum himni austanmegin við
þinghúsið í Washington.
Johnson Bandaríkjaforseti
tók fyrsta embættiseið sinn
aðeins tveim tímum eftir lát
John F. Kennedys, um borð
í forsetaþotunni „Air Force
One,“ þar sem hún var tilbú-
in til flugtaks á Dallasflug-
vellinum. Um borð í vélinni
var einnig lík hins nýfallna
forseta. Með Johnson voru um
25 manns, þar á meðal kona
hans og frú Kennedy. Það var
frú Sarah T. Hughes, sam-
bandsdómari, sem stjórnaði
þessari embættiseiðtöku hins
nýja forseta.
Það má líkja þessum skyndi
legu embættisskiptum við þau
sem urðu þegar Calvin Cool-
idge. varaforseti tók við for-
setaembættinu af Warren ' G.
íiarding, sem varð bráðkvadd
ur á ferðalagi um landið. Cool
idge sór embættiseið sinn
þann þriðja ágúst 1923, klukk
an tæplega þrjú um nóttina.
inn í stofu á heimili föður
sins í Vermount.
Þegar Johnson hefur -vanð
embættiseið sinn í dag, mun
hinn nýi varaforseti, Hubert
H. Humphrey, fyrrv þingmað-
ur frá Minnesot? taka við
sínu embætti. Tveir fyrrver
andi forsetai verða viðstadd
ir athöfnina i dag en þeir
eru Harry S. Trumann og
Dwight D. Eisenhower For
seti hæstaréttar. Eari Warren
mun stjórna valdatökunni.
hann stjórnaði henni einnig
irið 1961 þegar Kennedy ig
'ohnson tóku við stjórn John
Marshall, fyrrv. forseti hæsta
'•éttar, sá um sömu athöfn alls
níu sinnum, en það er met
þar í landi.
Þennan dag flykkjast tug-
þúsundir manna til Washing-
ton frá öllum ríkjum landsins,
og flestum hornum heimsins.
Þá eru og viðstaddir embætt-
ismenn, þingmenn, sendiherr-
ar og aðrir fyrirmenn. Dag-
skráin hefst á því að hinn
nýkjörni forseti ekur frá Hvíta
húsinu, ásamt liði sínu, að
þinghúsinu, þar em athöfn-
in fer fram. Eftir að athöfn-
inni er lokið þar, ekur for-
setinn ásamt varaforsetanum
og öðrum fyrirmönnum í bíl-
um í broddi mikillar skrúð-
göngu niður Pennsylvania Ave
nue, sem stundum er kölluð
„forsetabrautin.“ Fram að
þessu hefur þessi skrúðganga
verið afar löng og í henni
taka þátt hersveitir og lúðra-
sveitir frá öllum ríkjunum.
skrautvagnar og annað þess
háttar. í ár hefur forsetinn
skipað svo fyrir að skrúðgang-
an skuli aðeins vara í þrjá
tíma. Forsetinn og gestir hans
standa á palli fyrir framan
Hvíta húsinu og fylgjast með
skrúðgöngunni. Vegna auk-
inna öryggisráðstafana verður
forsetinn og varaforsetinn,
ásamt eiginkonum að standa í
þar til gerðu glerhúsi til að
forðast annan Oswald.
Merkasti atburður dagsins,
að embættiseiðnum undanskild
um, er embættiseiðtökuræða
forsetans. Þessi ræða er að
öllu jafnaði einhver merkasta
ræða sem forsetar Bandaríkj
anna flytja þjóð sinni. f þess
um ræðum kemur fram hvaða
skoðanir forsetinn hefur varð
andi stjórn landsins og hvaða
stefnu hann hefur valið sér
og ráðherrum sínum. George
Washington fiutti á sínum
tíma stytztu ræðuna. en Will-
iam. forseti. Harrison sló öll
met með að tala i tæpa tvo
tíma. — John F. Kennedy
fékk mikið lof fyrir ræðu sína.
bæði meðal landsmanna og um
heim allan. Tvær af frægustu
setningum úr ræðunni voru:
„Látum oss eigi semja af ótta,
en látum oss eigi óttast að
semja.“ — „Spyrjið ei hvað
land yðar getur gert fyrir yð-
ur — spyrjið hvað þér getið
gert fyrir landið.“
Fyrsti forseti Bandaríkj-
anna, sem dó í embætti, var
William H. Harrison, sem einn
ig var elzti forsetinn sem tók
við embætti, þá 68 ára gam-
all. Það sem dró hann til
dauða var, að daginn sem
hann tók við embætti var veðr-
ið mjög slæmt í Washington.
Þrátt fyrir rigningu og kulda
neitaði hann að vera í regn-
frakka á leiðinni að og frá
þinghúsinu, auk þess sem
hann hélt langa ræðu við þing
húsið. Harrison fékk lungna-
bólgu fyrir bragðið og dó mán
uði seinna, 4 apríl 1841, en
það er stýtzta tímábil sem
nokkur forseti hefur setið við
völd í Bandaríkjunum.
í annað sinn átti slíkt eft-
ir að koma fyrir, en í það
sinn var það kona verðandi
forseta, Millard Fillmores, sem
ofkældist við athöfnina og dó
mánuði seinna. — Þegar Ulyss
es S. Grant tók við embætti
í annað sinn, 4. marz 1873,
var fimmtán stiga frost. Marg-
ir úr heiðursverði liðforingja-
efnanna frá West Point féllu
í yfirlið, og hljóðfæri lúðra-
sveitamanna frusu föst. Á for-
setaballinu þá um kvöldið var
kuldinn slíkur að gestir döns-
uðu í kápunum. — Kennedy
sór forsetaeiðinn í sex stiga
frosti, og eins og Harrison
neitaði hann að vera í frakka.
Mikill snjór hafði fallið um
nóttina og voru hermenn kall-
aðir út til að hjálpa til við
snjómokstur, svo að hin 32.000
manna skrúðganga gæti farið
fram.
Embættistaka forsetam hef-
ur ekki alltaf farið fram í
Washington, t. d. tók Wash-
ington við embætti fyrir utan
Federal Hall í Wall Street, i
New Yorkborg. Síðan Thomas
Jefferson tók við forseta
embættinu 1801, hafa allar
slíkar athafnir farið fram í
Washington. Ekki hafa þær
samt allar farið fram utan
dyra, t. d. tók F. D. Roosevelt
(eini maðurinn sem varð fjór-
um sinnum forseti) við em-
bætti í Hvíta húsinu sjálfu.
Viðstaddir voru um 2.000
manns. Heilsa forsetans þoldi
ekki hina venjulegu athöfn
upp við þinghúsið, enda var
hann látinn rétt tveim mán
uðum seinna.
Hér áður fyrr fór þessi at-
höfn fram 4. marz, en síðar
þótti það of langt um liðið
frá kosningum sem fara fram
í nóvember. Þingið setti sér
stök lög árið 1934, þar sem
sagt var að forsetatakan skyldi
fara fram 20. janúar í stað
fjórða marz. — Þegar 20. jan-
úar ber upp á sunnudag, bá
tekur forsetinn eiðinn þann
dag innan húss, en athöfnin
er síðan endurtekin fyrir al-
menning á mánudegi við þing-
húsið. Þegar Eisenhower tók
í annað sinn við embætti, ár-
ið 1957, kom þessi dagur ein-
mitt upp á sunnudegi. Þessi
seinkun hefur aðeins komið
fyrir fjórum sinnum í sögunni.
Hinn heimskunni blaðamað-
ur, Walter Lippmann, sagði
eitt sinn um þennan dag:
„Þetta er stórfengleg athöfn,
eins glæsileg og hátíðleg og
krýning konunga."
Lyndon B. Johnson sver embættiseið, sem varaforseti Banda-
ríkjanna í janúarmánuði 1961, fyrir framan þinghúsið í Washington.
Til vinstri sést Kennedy forseti.