Tíminn - 20.01.1965, Blaðsíða 3
3
MIÐVIKUDAGUR 20. janúar 1965
TÍMINN
f SPEGLI TfMANS
„Flekuð og yfirgefin” heitir
nýjasta mynd ítalska kvikm.-
leikstjórans Pietro Germi, sem
frægur varð fyrir kvikmyndina
„Skilnaður á ítölsku”. f þessari
kvikmynd eru engar „stjörnur”
—Germi fór til S'ikileyjar og
fékk sér þar leikara í þessa
kvikmynd sína, — fólk, sem
aldrei hafði áður leikið í kvik-
mynd. Og árangurinn er stór-
kostlegur.
Kvikmyndin gerist á Sikiley
— eyju blóðhefndarinnar. Ang-
ese heitir unga stúlkan, sem er
flekuð og síðan yfirgefin, —
en slíkt er ekkert spaug þar
um slóðir. Ungu stúlkuna leik
ur Stefania Sandrelli, og má
telja víst, að hún muni komast
langt á kvikmyndabrautinni
Á myndinni hér að ofan sést
Stefanía.
*
Bandarísku friðarsveitinnar,
sem Kennedy forseti kom á fót,
hafa m.a. starfað í Nígeríu. Ein
þeirra, sem tóku þátt í friðar
sveitinni í Nígeríu, Catherine
Zastrow, gifti sig nýlega í La-
gos. Eiginmaður hennar heit-
ir Clement Chukwukadibie On-
yenelukwe og er 31 árs gamall
verkfræðingur.
*
Indónesískur bóndi lézt ný-
lega — 194 ára að aldri! Var
þetta tilkynmt í Lubuk Palam
á Súmötru. Maður þessi, Hadji
Mohammed Bais, lætur eftir
sig konu, 120 ára gamla. Þau
eignuðust niu börn saman.
Bóndi þessi á nú um 300 barna-
börn »g óteljandi barnabarna
börn.
Eitt hinna stóru, brezku flug-
félaga — Morton Air Service,
sem er systurfélag British Uni-
ted Airways hefur nú i fyrsta
sinn ráðið flugkonu. Það er
Yvonne Pope, 35 ára gömul
ekkja leiguflugmanns. Hún á
tvö börn. Mun hún fljúga Da-
kotavéhim frá Gatwick til
Vestur-Þýzkalands.
Frú Pope segir, að í fyrstu
hafi hún átt í miklum erfiðleik-
leikum með að verða „sam-
þykkt“ í félagsskap hinna flug-
mannanna — en smám saman
breyttist þetta. Segir flugfé-
lagið, að frú Pope sé einn
reyndastíi flugmaður félaigsins.
•
Hinir beztu menn geta feng-
ið miða fyrir að leggja bílnum
sínum rangt. Tveir lögreglu-
þjónar í Birmingham voru að
labba um götumar nýlega og
komu þá að tveiim stórum,
svörtum bitreiðum, sem lagt
hafði verið rangt. Þeir skrif-
uðu með mikilli ánægju miða
fyrir báða bílana. Kom síðar
í ljós, að bæjarstjórinn hafði
eklið öðmm bílnum en lögregu-
stjórinn hinum.
Rómversk-katólska kirkjai
er smám saman að verða frjáls
lyndari, — enda víst tími til
kominn. Nú er nokkuð um það
rætt, að nokkrar nunnur vilja
klæðast styttri kjólum, og þyk-
ir mörgum „sanntrúuðum”
þetta stórhneykslanlegt athæfi.
En ráðamenn í Róm telja
þetta þó frekar saklaust, ef
trúa á vatikanska vikublaðinu,
sem skrifaði nýlega: — Róm-
versk-katólska kirkjan mun
ekki leysast upp, þótt nunnur
klæðist stuttum pilsum eins
og aðrar konur.
Talið hefur verið, að lítið
sem ekkert sé um vatn I Sahara
eyðimörkinni. En svo er þó
ekki. Gallinn er bara sá að það
liggur svo langt undir yfir-
borði jarðar.
Nýlega fundu spænskir jarð-
fræðingar geysistórt neðan-
jarðarvatn í Saharaauðninni.
Er vatn þetta 60.000 ferkfló-
metrar að stærð. Það byrjar við
Villa Ciseros við Atlantshafs-
ströndina og nær um 100 km.
inn í landið. Vatnið liggur 423
metra undr yfirborði Sahara-
auðnarinnar.
Rudi Gemreich, sá sem
„fann upp” topplausu baðföt-
in s.l. vor, gerir það ekki enda-
sleppt. Þetta eru baðfötin hans
á komandi sumri. Toppurinn er
aftur kominn á sinn stað, og
við hafa bætzt furðuleg stígvél
Ekki munu þau þó þægileg né
heppileg til baða, frekar en
þau topplausu.
Mcxíkanski gamanleikarinn
Cantinflas, sem frægur var í
hlutverki Passepartout í kvik-
myndinni „Umhverfis jörðina á
áttatíu dögum” á að leika aðal-
hlutverkið í nýrri bandarískri
kvikmynd, „A Portrait of the
Queen”. Leikstjóri verður
Henry King.
Sophia Loren og Paul New-
man leika aðalhlutverkin í
nýrri Peter Ustinov-kvikmynd.
Ustinov hefur sjálfur skrifað
kvikmyndahandritið, hann verð
ur einnig leikstjóri og leikur
þar að auki stórt hlutverk sem
Ottó prins af Bajern. Kvikmynd
in, sem er grínmynd, kallast
„Lady L.”
Þeir lentu heldur betur i
slagsmálum hér um daginn,
mennirnir tveir á myndinni.
Og það úti á miðri götu í New
York. Þeir heita annars Matt
Cimber og Miekey Hargitay,
— núverandi og fyrrverandi
eiginmenn kvnbombunnar
Jayne Mansfield, sem árangurs-
laust reyndi að stilla til friðar.'
Og börn hennar tvö horfðu
grátandi á.
Stjórnin situr
Dagur á Akureyri segir í for
ystugrein fyrir nokkrum dög-
um:
„Þjóðinni verður það
ljósara með hverju misseri og
iafnvel mánuði, að Framsóknar
flokkurinn er einu pólitísku
fjöldasamtökin hér á landi um
þesar rnundir, sem hefur mögu
Ieika á að auka svo fylgi sitt
meðal frjálslyndra og þrosk-
aðra kjósenda, að hliðstætt
verði þeim umbóíaflokkum,
sem í nágrannalöndunum hafa
tekið forystu landsmála af í-
haldinu.
Landsmenn hafa fylgzt með
því og fengið af því áþreifan.
Iega reynslu, að núverandi ríkis
stjórn hefur mistekizt í megin
atriðum. I hvert sinn er stjórn
arblöð og aðrar málpípur stjóm
arinnar lýsa fjálglega hve vel
viðreisnin hafi tekizt, verða
þeir að sniðganga þær stað-
reyndir, sem mestu máli skipta
eða hagræða þeim, f stað þess
að stöðva verðbólguna, sem
stjórnarflokkarnir réttilega
hafa líkt við eyðandi eld í efna
hagslífi þjóðarinnar, og þeir
lofuðu að stöðva, hefur óðaverð
bólgan þróazt ört og uggvæn-
lega.“
Blessunarnáttúra
,/VÍðreisnarinnar#/
Dagur segir ennfremur:
„Stjórnarflokkarnir Iofuðu
líka bættum lífskjörum almenn
ings. Leiðin tfl bættra lífskjara
er að kjósa okkur, sögðu Sjálf
stæðismenn, sem frægt er. Síð
an þau loforð voru gefin og
margir trúðu að rætast myndu,
hefur þróunin orðið sú, að
vinnuþrælkun var innleidd í
stað bættra lífskjara. Almenn
ingur neyddist bókstaflega til
þess að vinna lengur dag hvem,
Þar sem vinnu var að fá, til
Þess að afla lífsnauðsynia, því
að verðlagið hækkaði svo miklu
meira en kaupgjaldið. Og
stjórnin sagði, að „viðreisnin“
væri í eðli sínu þeirri náttúru
gædd, að undir hennar verndar
væng yrði þjóðfélagið nánast
eitt kærleiksheimili og stjómin
þyrfti ekki framar að skipta sér
af vinnudeilum og myndi ekki
gera það. Launþegasamtökin í
þessu landi fengu fljótlega að
reyna þau sannindi í verki en
Þ® aldrei harkalegar en rétt
fyrir jólin 1963 þegar kúgunar
frumvarpið kom fram á Al-
Þingi. Það var ekki dyggð
stjórnarinnar að þakka þótt
hún neyddist til að draga inn
klærnar á síðustu stundu og
taka kaupbindingarfrumvarpið
til baka.“
Efndir skattalækkun-
arloforðsins
„Núverandi stjórnarflokkar
höfðu lengi talað um skattpín-
ingu Eysteins og Framsóknar
og lofuðu hóflegri sköttum.
Rflsisstjórnin hefur nú verið að
efna þetta skattalækkunarlof-
orð sitt síðan og náðu þær efnd-
ir hámarki I sumar, svo sem
menn muna.
En hefur þjóðin og um leið
æðstu valdamenn hennar þá
ekki átt við harðæri að stríða
á síðustu árum? Hefur landið
brugðizt? Hefur sjórinn brugð-
izt Hafa markaðir brugðizt?
Nei, ekkert af þessu er til af-
sökunar og því er það réttmæt
krafa, að stjórnin haldi ekki
áfram — að strita við að
sitja —.“
■ca