Alþýðublaðið - 11.03.1955, Síða 4
ALÞYÐUBLAÐIÐ
Föstudagur 11. marz 1955»
3
s
s
s
s
s
s
I
s
s
s
s
s
§
s
s
s
s
s
s
s
s
s
I
$
V
s
s
t
$
s
s
s
s
i
s
s
s
$
S
s
s
s
S
b
s
>
s
s
s
s
s
s
s
S
>
s
s
s
s
S
s
s
S
S
s
s
s
S
s
íanóleikarinn Julius Kaiche
Útgefandi: Alþýðuflotyurlnn.
Ritstjóri: Helgi Scemundsson.
Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson.
Blaðamenn: Björgvin Guðmundsson og
Loftur Guðmundsson.
Auglýsingasljóri: Emma Möller.
Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902.
Auglýsingasími: 4906.
Afgreiðslusími: 4900.
Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgötu 8—10.
'Ásþriftarverð 15,00 á mánuði. I lausasölu IjOO.
Þolinmœðin þrotin
STJÓRNARBLÖÐIN
reyna í gær að efna til æs-
inga vegna þess að verka-
lýðsfélögin hafa neitað að
tilnafna fulltrúa í nefnd til
að ,,athuga um hlutfallið
milli kaupgjalds og verð-
Iags og breytingar á því frá
1952“. Slíkt er þó vonlaust
verk, öllum liggur í augum
uppi, að verkalýðurinn hef-
ur sýnt óvenjulegt langlund
argeð, en ríkissljórnin gert
sig seka um hneykslanlegan
sofanadskap. Og nú vill rík
isstjórnin fá að lialla sér út
af og halda áfram að sofa,
meðan ný athugun fari fram
á því, hvers vegna verkfalls
aldan rís framundan. Sú at-
hugun er óþörf. Alþjóð veit
um hvað er deilt og hvers
vegna.
Ríkisstjórnin hefur haft
nægan tíma til að athuga
þessi mál eða láta aíhuga
þau, en haldið að sér hönd-
um. Tillaga Alþýðuflokks-
ins um raunhæfar ráðstaf-
anir til kjarabóta með
minnkaðri dýrt'ið og lækk-
uðu verðlagi var lögð fram
slrax í þingbyrjun í haust.
Ríkisstjórnin Iét sem hún
hvorki heyrði hana né sæi.
A þingi Alþýðusambands ís
lands í nóvember var sam-
þykkt með samhljóða at-
kvæðum, að félögin byndust
samtökum til baráttu fyrir
kjarabótum. Ríkisstjórnin
lét sem hún vissi ekki af
þeirri niðurstöðu. Kjara-
málin voru rædd í verka-
lýðsfélögunum í desember
og janúar, og öllum lá í aug
um uppi, að krafan um bætt
kjör yrði knúin fram með
mætti samtakanna. Ríkis-
stjórnin hafðist ekkert -að.
Um mánaðamófin janúar og
febrúar sögðu svo 24 verka
lýðsfélög upp samningum
sínum. I>á iét ríkisstjórnin
gera athugun í hagstofunni
og komast að þeirTÍ niður-
stöðu, að hagur almennings
oefði aldrei verið betri en
nú! Uppsagnarfrestur verka
lýðsfélaganna rann út 1.
marz, en vinnustöðvun var
frestað um sinn til þess að
samningaviðræður gætu far
ið fram og leiít í Ijós, hvort
vilji til samkomulags sé fyr
ir hendi. Nú býður svo ríkis
sljórnin upp á nýja athugun
á afkomu allra alvinnuveg-
anna - til að fá nýjan frest!
Athugun sú, sem til er
mælzt í síðustu frestunar-
beiðnj ríkisstjórnarinnar,
þyrfti að fara i'ram árlega
og leiða í ljós allar breyt-
ingar á lífskjörum og kaup-
mætti, svo og aukningu eða
rýrnun þjóðarteknanna.
Slíkar upplýsingar. eru
traustur og nauðsynlegur
grundvöllur, en hann verð-
ur ekki lagður á örskömm-
um tíma. þegar verkfall fer
í hönd. Ríkisstjórnin getur
sjálfri sér um kennt. Hún
hefði fengið þessa athugun
fram, ef til slíks hefði verið
mælzt í haust. En sofanda-
skapur hennar undanfarna
mánuði veldur því, að þolin
mæði verkalýðsins er þrot-
in. Hann gefur ekkí ríkis-
stjórninni frekari frest en
orðið er, enda vissulega
ekki hægt til þess að ætlazt
aif neinni sanngirni. Vinn-
andi fólk í landinu veit ósköp
vel, að fullyrðingamar um
bætt lífskjör almennings síð
an 1952 eru staðlausir staf-
ir. Ólafur Björnsson reikn-
ar út þær tölur, sem ríkis-
stjórnin fær honum á blaði,
en þær eru harla umdeilan-
leg heimild. Dýrlíðarstefna
ríkisstjórnarinnar hefur
leitt til þess, að kaupmáttur
launanna fer siminnkandi.
En þjóðartekjurnar hafa
vaxið. Misskipting þeirra
var þó sannarlega nóg fyrir.
Og verkalýðurinn heimtar
skilyrðislaust stærri skipti-
hlut sér til handa.
Ríkisstjórnin hefur sofið
y.fir sig og ekki - fylgzt með-
því, sem var að gerast. Nú
rýkur hún upþ með andfæl-
um og biður um frest á frest
ofan — ekki 'til að leysa
vandann, heldur til að halda
áfram .að sofa. En verkalýð
urinn er orðinn þreyttur á
þessum hundakúnstum rík-
isstjórnarinnar. Hann hefur
sýnt ábyrgðartilfinningu og
tillitssemi, en án árangurs.
Það er sök ríkisstjórnarinn-
ar •— og nú er hennar að
taka. afleiðingunum.
Gerist áskrifendur blaðsins.
Talið við afgreiðsluna. — Sími 4900
Alþýðublaðið
JULIUS KATCHEN, hinn
kunni píanóleikari, er væntan
legur hingað til ]ads innan
skamms til að haida hljóm-
leika, en þeir verða tvímæla-
laust mikill Lstaviðburður. Al-
þýðublaðið vill í tilefni þessa
fræða lesendur sína utn Kat-
chen og list hans og vekja
þannig athygli á þessum góða
gesti.
Kalchen er maður. sem vert
er að gefa gaum. Laiktækni
hans er því sem næst fullkom-
in, og túlkun hans á sónötum
Beethovens og seinustu Mikro-
kosmoslögunum eflir Bartok
lýsa skilningsþroska, sem vissu
lega er aðdáunarverður hjá
píanóleikara á hans aldri. Hæg
gengu plölurnar, sem. spilaðar
eru af honum og eru þegar
komnar á markaðinn, færa
manni heim sanninn um það,
að hann er einn hinna snjöll-
ustu tæknisnillinga, sem nú
halda hljómleika.
AF RÚSSNESKUM
ÆTTUM.
Hann fæddist í Long Braneh
í New Jersey árið 1926. Móð-
urforeldrar hans voru kennar-
ar í tónlistarskólanum í Moskvu
og Varsjá. áður en þau fluttust
L1 Bandaríkjanna árið 1900.
Amma hans kenndi píanóleik.
en afi hans hljómfræði, fiðlu-
leik og fleira. Móðir Katchens
var konsertpíanóleikari, en fað
ir hans hafði, áður en hann
gifti sig, lært hjá tengdaföð-
ur sínum, sem síðar varð. og
gat að nokkru leyti Iiostað há-
skólanám sitt fyr.r það, sem
hann vann sér inn með fiðlu-
leik. Seinna varð faðir Kat-
chens mikilsmetinn lögfræð-
ingur og er nú þjóðfrægur
maður fyrir lögfræðistörf sín
í Bandaríkjunum. Þegar Kat-
chen var barn að aldri, hafði
hann svo mikinn áhuga fyrir
tónLst, að han taldi það beztu
afmælisgjöfina, sem hann fékk
á fimm ára afmæli sínu, að
amma hans gaf honum fyrstu
kennslustundina [ píanóleik.
Næstu tíu árin lærði hann svo
hjá ömmu sinni og öðrum
skyldmennum sínum píanóleik
og annað, sem við kemur lón-
listarnámi, og segja. má, að
hann hafi fengið rússneskt tón
listarskólauppeldi í heimahús-
um. Brátt byrjaði hann að
semja tónverk, skr'faði fyrstu
fúguna þegar hann var 7 ára,
en hætti tónsmíðunum von
bráðar, vegna þess að honum
fánnst hæfileikar sínir liggja
á öðr.u sviði. Ahugi hans fyrir
píanóleik yfirgnæfði allt ann-
að. Hann sat khikkustundum
saman við píanó.ð og reyndi
að líkja efiir hljómsveitarhljóð
færum og laða fram alls konar
blæbrigði- í leik sínum. Núna
hefur hann mestah áhuga fyrir
að kryfja til mergjar tónverk
eins og Diabelli-lirDrigðin og
seinustu sónötur Beethovens,
þar sem túlkun hins djúphugs-
aða efnis skiol’/' meira máli
en myndun sjálfra iónanna.
Þegar Katchen kom til Par-
ísar vaknaði hjá honum áhugi
fyrir málaralist, og segir hann.
að málverk eftir Monets hafi
orðið sér lykill að skilningi
sínum á verkum Debussys og
Ravels.
ÖRVANDI LYF.
Katchen segist ekki hafa
vitað hvað var að vera tuga-
óstyrkur, þegar harrn var barn.
Þegar hann var 6 ára, réðst
hann í það, án þess að móð.'r
Julius Katchen.
hans vissi, að spila smálög, sem
hann kunni utan að. á hijóm-
leikum, þar sem 300 skólabörn
hlýddu á. Þegar hann var 11 ára
heyrði Eugene Ormandy hann
leika, og varð svo brifinn, að
hann bauð honum að ieika með
Philadelphiu hljómsveitinni.
Eftir það bárusl iionum ólal
t'Iboð um að leika á hljómleik
um víðs vegar um Bandaríkin,
en faðir hans tók í taumana
og sagði, að haldbezt væri fyr-
ir hann að fara í skóla, til þess
að fá alhliða menntun og þrosk
ast með jafnöldrum sínum.
enda bótt fé og frami byðust
á hljóníeikaferðum. Katchen
ungj fór að vilja föður síns,
þótt hann sæi efiir þessum
tækifærum til að spila fy-rir
stóra áhevrenda.hópa. en það
verkað'. alltaf á hann e'ns og
örvandi Ij'f.
HRÍFANDI LIST.
Dvölin í Haverford College
varð honum samt td mikiilar
ánægju. Þar komst hann fyrst
í kynni við drengi á sínu reki,
áður hafði hann alllaf haft
einkakennara heima hjá sér.
Þarna tók hann háskólapróf
í hei.mspeki og enskri bók-
menntasögu, skrifaði mvkið
snerti varla planóið, en skemmli
sér við að tala á málfundum,
setja leikrit á svið og leika í.
sjónleikjum.
Þegar Katchen lauk prófi í
skólanum, var hann efstur í
sínum bekk, og var einn af
f'imm Bandf) fikj apnltum, sem
fengu námsstyrk frá frönsku
stjórninni fyrir afburða náms-
afrek. Styrkinn þaði hann og
hugðist nota hann til að stunda
tónlistarnám í stað heimspeki.
Katchen var ekki búinn að
vera nema nokkrar vikur í
París; þegar hann fór að snila
bair með hljómsveitum. Aiiið
1951 hélt hann hijómleika í
Thealre des Champs Elysée.
Eftir þá hljómieika skrifaði hið
fræga tónskáld Henri Seugueí:
um leik hans á Diabeili-tilbrigð
unum. ..Þetta var sá fegursii,
mest hrífandi og áhrifaríkasti
tónlistarviðburður, sem við
höfum verið viðstödd í langan
tíma.“
DÝRMÆTT PLÖTUSAFN.
Katchen er nú í París. bar
á hann safn málvérka, en sakn
ar h'.ns stóra safns af ítölskum
óperuplötum. sem hann þorir
ekki að flytja með sér. ef það
kynni að skemmast : flutning
unum frá Bandaríkjunum, , en
safn þe/'itai er falið eítt hið
stærsta sinnar tegundar.
Katchen lauk nýlega við að
spila inn á plötur Diversíons
on Theme for Pianoforte and
Orchestra for the left hand,
eftir Benjamin Britten. ,.fjári
erfltt en ákaflega skemmtilegt
verk,“ segir hann sjálfur,
EG ÞAKKA HJARTANLEGA alla vináttu og vel-
vild. sem mér var auðsýnd á sextugsamæli mínu, 5. þ.m.
AXEL THORSTEINSSON.
G0TT
er að tyggja góðan harðfisk og geta róað
taugarnar:
Harðfiskurinn fæst í næstu mat-
vörubúð.
Harðfisksaian
Körfuknattleiksmóf Íslands
hefst föstudaginn 18. marz í Iþróttahúsi IBR.
~Þátttökutilkynningar skulu hafa borizt skrifstofu í B
R, Hólatorgi 2, fyrir 13. marz. — Keppt verður í eftírtöld-
um flokkum: Mfl., 2. fl„ 3, fl, karla. Þátttökugjald kr.
25,00 fyrir Mfl. og kr. 20,00 fyrir hvorn hinna flokk.
anna.
íþróttabandalag Reykjavíkur.
Verklegar framkvæmdir h.f.
Smiðjustíg 4
Sími: 80161
Önnumst alls konar verkfræðileg störf, svo sem
ttikningar af járnbentri steinsteypu og hitalögnum,
mælingar og áætlanir.