Alþýðublaðið - 15.03.1955, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 15.03.1955, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞriðjitdagiU" 15. marz 1355 Útgefandi: Alþýðuflo\\urinn. Ritstjóri: Helgi Scemundsson. Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. Blaðamenn: Björgvin Guðmundsson og Loftur Guðmundsson. Auglýsingasljóri: Emma Möller. Ritstjómarsímar: 4901 og 4902. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgötu 8—10. 'Asþriftarverð 15,00 á mánuði. I lausasölu ljOO. S s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s $ s s s s S s s s ) s s s s s i s s s s s s s s b s s s s s S s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s S TRANDKAPTEINNINN ÓLAFUR THORS er strand- kafteinninn í íslenzkum .stjórnmálum. Hverju sinni, sem honum er trúað fyrir stjórnveli þjóðarskútunnar, sigkr hann farkostinum upp í Breiðamerkursand erfið leika 0£ öngþveitis. Hlut- skipti hans er að kveðja sér hljóðs eflir stuttan valda- feril og tilkynna þjóðinni, að ' skútan hafi tekið niðri eða sé þegar strönduð. Ólaf skortir ekki tilburðina og mannalætin við stýrið, en hann þekkir ekki á áttavit- ann og siglir í blindni fyrir hyggjuleysisins og ævintýra mennskunnar í þá ált, sem sízt skyldi. Og hann lætur aldrei vítin sér að varnaði verða. Þess vegna er hrak- fallasaga hans sííeilt að end- urtaka sig. Nú er enn eltt strandið framundan. Ólafur Thors hefur boðað þjcðinni, að hætta nýrrar gengislækk- unar .sé yfirvofandi. Verk- fallsalda rís framundan og er í þann veginn að skella yfir landið. Ævintýramaður inn við stjórnvölinn veit ekki sitt rjúkandi ráð og varð að láta glópsku sína í áramótaræðu t:l þjóðarinn- ar. En þegar hann er spurð- ur þess,hvort ekki hefði ver ið ráðlegt að athuga dýpi og sjólag áður en komið var upp í sand, segir ábyrgðar- leysið til sín. Ólafur Thors Fáfróður ráðherra MORGUNBLAÐIÐ stað- hæfir á'sunnudag, að Bjarni Benediktsson dómsmálaráð- herra hafi brennandi áhuga á því, að allir okurkarlar hljóti makleg málagjöld. Færi betur að satt væri. Bjarni Benediktsson hef- ur lýst því yfir á alþingi, að hann viti ekki um neina okurstarfsemi og telji enga von til, að hann verði slíks vísari. Ráðherrann er þann- ig sýnu fáfróðar; en almenn ingur. Einfeldni ráðherrans skal látin liggja milli hluta. En hefur hann gert nokkrar ráðstafanir til þess að hafa upp á okurkörlunum? Er dómsmálaráðherrann eins fáfróður og einfaldur og fullyrðir á alþingi, að hann hafi ekki verið að tala um neitt strand í áramótaræðu sinni og þetta sé allt í lag.i. Strandkafteinninn neitar staðreyndum og ímyndar sér, að feigðarflan hans sé aðeins vondur draumur. Ólafur Thors verður fyr- ir miklum vonbrigðum, ef hann lætur biekkjast af slíkri ímyndun. Þjóðarskút- an hefur tekið niðri undir stjórn bans, og strandinu verður ekki forðað. Helm- ingur yfirmanna vill ganga úr br.únni og reyna að bjarga sér um borð í annað skip. Framsóknarflokkurinn lýsir því sem neyðarúrræði að þurfa að sigla með Ólafi Thors. Feigðarflanið er geig vænlegt í augum allra nema Benjamíns Eiríkssonar og Ólafs Björnssonar. Þe'.r telja mesta heidaráð að hleypa upp í sandinn og ennþá hærra en í_ síðasta strandi! Það er sannarlega skiljan- legt, að Framsóknarflokkn- um líði illa um borð í skipi, sem Ólafur Thors stýrir og siglir í strand. En hann gat sagt þetta fyrir. Sjóferðir Ólafs enda alltaf á einn og sama veg. Hann er okkar strandkafteinn. Og hann er víst e'ni strandkafteinninn í veraldarsögunni, sem þyk- ist maður að me'ri eftir að hafa brotið skip sitt. hann vill vera láta? Stafar ékki fréttaleysi stjórnarvald anna af því, að þau v.ilja ekki vita um okurstarfsemi þá, sem áreiðanlega á sér stað og setur sinn svip á þjóð- lífið? Dómsmplaráðherrann ætíi að íhuga alla möguleika á því að hafa hendur í hári okurkarlanna og lát'a vera að lýsa yfir sakleysi þeirra þangað til viðhlítandi rann- sókn hefur farið fram og leitt í ljós manngæði þeirra aðila, sem almenningur neyð ist til að knékrjúpa fyrir, þegar hurðir lánsstofnan- anna eru hrokknar í lás að baki þeim, sem ganga bón-' leiðir til þeirra búða. Gerist áskrifendur blaðsins. Talið við afgreiðsluna. — Sími 4900 Alþýðublaðið NAFN-G. D. 'H. Coles pró- fessors er jafnaðarmönnum, — einnig utan Bretlands, — ekkl með öllu ókunnug!;, þar eð hann hefur samið fjölmargar bækur um jafnaðarstefnuna og haft mikil áhrif fyrif fræðileg- ar skýringar og rök varðandi markrnið hennar og fram- kvæmd. Auk þess hefur hann samið bækur um hagfræðilee efni, sögu verkalýðshreyfmgar innár og önnur skyld eíni. Þá hefur hann og skrifað nokkrar skáldsögur, þeirra á meðal leynilögreglusögur, sem hafa verið mikið lesnar. Að undan- förnu hefur hann ritað nokkr- ar greinar í blöð og límarit, sem sýna, að hann er stefnu brezka jafnaðarmanaaclokksins ekki að öllu leyt; samþvkkur, og í grein, sem birtist í janú- arhefti blaðsins ,,Nev/ States- man and Nation“, gerir hann tilraun til að gera upp reikn- ingana og spá framtíðarhorf- um. í grein þessari gætir mik- illar svartsýni, enda þótt hann reyni að spá góðu :im endan- leg úrslit. — og það svo, 3ð hann virðisl láta raunsæis- sjónarmið þar að nokkru levti lönd og leið. En þrátt fyrir svartsýnina er gagnrýni hans á jafnaðarstefnunni í dag vel þess virði, að henni sé gaumur gefinn. ÞJÖÐLEG EÐA ALÞJÓÐLEG? í upphafi greinarinnar spyr Cole, hvort verkalýðshreyfing in sé nú þjóðleg eða alþjóðleg hreyfing. Segir hann, að slík spurning mundi hafa hneybsl- að framámenn verkalýðshreyf ingarinanr fyrir svo sem mannsaldri síðan, — og ef til vill elur hann með sér veika von um, að hún kunni að hneyksla einhvern enn þann dag í dag. En hann hikar ekki við að svara spurningunni sjálfur á þann hátt, að verka- lýðshreyfingin sé orðin þjóð- leg í lýðræðisríkjunum. A hann þar fyrst og fremst við verkalýðsflokkinn brezka og verkalýðsílokkana á Norður- löndunum, þar sem þessir flokkar marka stjórnarstefn- una að einhverju eða mesíu leyti. Að sjálfsögðu telur hann, að þessi straumhvörf eigi upp- runa sinn að rekja til ársins 1914, þegar andspyrna hinnar alþjóðlegu verkaiýðshreyfing- ar gegn heimsslyrjöldinni rann út í sandinn. Þelta kveð- ur Cole þó aðeins rökrétta af- leiðingu þess, að í vestrænum löndum hafi verkalýðshreyf- ingin tekið upp svæðisbundna stjórnmálabaráttu um atkvæði og fulltrúasæti á þingum, stefnu sinni til sigurs. Þangað til höfðu þeir talað og sungið um byltingu, en það hafi haft litla raunhæfa þýðingu, eftir að baráttan færðist yfir á þing ræðislegt orustusvið og var háð með þingræðislegum vopn um. Árið 1914 náði hernaðar- hrifningin bókstaflega tökum á verkalýð Frakklands, Þýzka lands og í öðrum löndum, sem gerðust styrjaldaraðilar. Eng- inn lýðræðislegur flokkur eða lýðræðislegur sljórnmálamað- ur gat spyrnt þar við fótum með öðru móti en að það hefði af sér leUt svo mikið atkvæða- tap, að jafngilti atjórnmála- legu sjálfsmorði. En einmitt sú slaðreynd, að • GREIN þessi, sem er e-f/iió ^ Edvard Buil og jiýdd úr Ar- ' ^ bcóderbladeti í Osló, fjallam ^ um kenningar brezka jafn- ■ V, aðarmannsnis og bagfræð- ^ \ ingsms D. H. Cole, en hann^ S hefur skrifað miklð um i, S þjóðfélagsrnál og sett framS S ýmsar athygh'sverðar enS 'í umdeildar skoðanir. Bull er S ^ ekki Cole sammála urn öll i1 ^ atriðí', en gremin gerir ]os- / ^ endunum ljós aðalatríðin í • ^ kenningum lians og markar: ^ afsföðu Bulls til þeirra. Er^ \ sennílegf, Ú5 þessi' sjónar- \ mið þyki' athýglisverð ogi, \ Iærdómsrík hér ei'ns og í \ S nágrannalöndunum og þyk- S S ?r Alþýðublaðmu þessS ^ vegna ásíæða t/1 að komaS ^ greininm' á framfæri. ^ j Vi verkalýðshreyfingin í lýðræð- isríkjunum er lilneydd að aka seglum með lillit; til kjósend- anna fyrst og fremst, f.élur Cole meginorsök þess, að hin vestræna verkalýðshreyfing berjist nú ekki framar fyrir eiginlegum sósíalisma. Tak- mark sósíalismans sé ekki fyrst og fremst velmegunar- ríki, eins og stefnt sé að að skapa bæði á Bret’íandi og á Norðurlöndum. þar eð velmeg- unin í þessum löndum byggist einkum á auðsköpun einstak- lingsframtaksins. Sósíalismi sé fólginn í efnahagslegum iöfn- uði eða því, sem áður var vana lega kallað „stéttlaust þjóðfé- lag“. Og takmark sósíaiismans sé ekki að skapa slíkan jöfnuð með einni einstakri þjóð. held- ur hvarvetna í heiminum. ,,Sós íalisminn er alþjóðlegur, mann úðlegur gleðiboðskapur“. Þennan alþjóðlega efnahags- lega jöfnuð leggur Cole síðan lil grundvallar frekari rök- semdafærslu sinni. Samkvæmt hans skilnlngi er mjög vafa- samt, hvort unnt sé að vinna meirihluta kjósenda til fylgis við þjóðlegan sósíalisma“, það er að segja, efnahagslegan jöfn uð með einhverri einstakri þjóð, — ef til vill revn'.st kjós- endur yfirleitt ekki sjá æðra takmark heldur en „velmegun- arríkið11. Hins vegar sé með öllu óhugsandi að. vinna meiri- hluta kjósenda af vel mennl- aðri þjóð til fylgis v ð „alþióð legan sósíalisma“, — .jöfn skipti meðal allra og jafnan réft öllum til handa, hvað arð og auðlindir sneríir, án nokk- urra sérréttinda til handa viS- komandi þjóð. Menn séu ekk; þannig gerðir, að þeir reynist fúsir til að skerða súi eigin lífs kjör einhverjum fjarlægum bióðum og framandi til hags- bóta. SANNIR JAFNAÐARMENN FYLGISSNAUÐIR Fyrir bragðið telur Cole nokkurn veglnn vist, að hinir sönnu jafnaðarmenn verði ali.t af í minnihluta. Og slíkir jafn- aðarmenn geii nú ekki lengur látið sér nægja að scvðja hina þjóðlegu verkalýðsílokka í sin um eigin löndum, þar eð engin sanngirni sé að æíla, að stjórn málabarátta slíkra flokka leiði nær enaanlegu takmarki hins alþjóðlega sósíalisma. Þvert á móti hljóti stjórnmálamennirrx ir í velmegúnarríkjunum, til hvaða flokks sem þeir teljast, að keppa hverir við annan f því að lofa sem mestum hags- bótum kjósendurn t.H handa, og hver sá flokkur, sem hafði við orð að rýra líískjör almenn ings, yrði ekki annað en áþrifa laus sértrúarflokkur. „RIDDARAREGLA“ Cole telur því óhjákvæmi- legt fyrir hina fáu, sönnu jafn I aSarmenn, að þeir bindist ^am Stökum, er ekki séu neinum I landamærum háð, og stofni með sér eins konar sósíalist- iska ,,riddarareglu“. í því sam bandi minnir hann á hve mik- ið áhriíavald hið fámenna ,,Fa bian Society“ hafi baft irrnan brezku verkalýðsuryeflng'arinn 1 ar, þar eð félagssk'apuririn hafi megnað að gagnsýra hana 1 anda sínum. þótt meðlimirnir væru næsla fáir. Cole gerir sér vonir um, að ,,riddararegla“ hans gæti náð svipuðu áhrifa- . valdi með sama hætti meðal evróplsku verkalýðsflokkanna, og leyst þá að einhverju leyti í úr þeim þjóðlegu fjötrum, sem 'þeir eru nú bundnir í. J Hvort Cole sjálfur ætlar sér að hafa raunverulega forgöogu um stofnun slíkrar riddara- 1 reglu skal ósagt lálið, enda skiptir það ef til vill ekki svo miklu máli. Hann kveðst vera orðmn of gamal til að taka nema óverulegan þátt í barátt- unni héðan af, — hann er fædd ur árið 1889. Og öll þessi ridd- araregluhugmynd hans virðist ;þess utan svo óraunhæf. að jhún getur varla talizt líkleg I lil að hafa mikil áhrif. Hitt er þýðingarmeira, að ræða rök |með og móti því, hvort verka- lýðshreyfingin sé á réttri leið, eða hafi farið að einhverju leyti afvega. VAFASAMAR NIÐURSTÖÐUR Ég hygg, að sum rök Cole séu nokkuð vafasöm. Það er til dæmis nokkrum vafa bundið. hvort hægt er að draga skýr landamæri milli velmegunar- ríkisins og sósíalisma, eins og Cole gerir, jafnvel þegar hann ræðir um „þjóðlegan sósíal- isma“. Rélt er það að vísu, að réttur einkaframiaksins í. vel- megunarríkinu veitir að'lum rélt til einkahagnaðar. og að einmilt þetta er verulegur þátt ur í hagkerfi slíkra ríkja. Þó er dregið til muna úr áhrifum einkarekstursins með sköltum, svo að ekki er framar um rík- Framhald á 7. síðu. GÖTI er að tyggja góðan harðfisk og geta rdað taugarnar. Harðfiskurinn fæst í næstu mat- vörubúð. Harðf isksalan

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.