Alþýðublaðið - 13.04.1955, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 13.04.1955, Qupperneq 5
Miðvikutlagur 13. apríl 1955 ALÞYÐUBLAOIÐ s VIRKISEYJAN MALTA Bréfakassinn: „ÁST Maltabúa og ákvörð- un Evrópu staðfestir yfirráð hins mikla og sigrar.di Breta- veldis yfir eyju þessari." Eitthvað á þessa leið hljóða hin latnesku orð yfir hallardyr um brezka landstjórans á Möltu. Þetta með ávörðun Ev- rópu, árið 1814, þegar höllin var byggð, er auðvitað ákvörð un sigurvegarans, 'Og hvað ást Maltabúa á Bretum viðkemur, þá hefur hún víst ekki ávallt verið mikil í viðskiptum eyj- arskeggja við herraþjóðina. í>vert á móti hefur sambúðin oft verið þannig, að fremur hefur mátt kalla hatur en ást. SAMBLAND MARGRA KYNÞÁTTA ... Milli heimsstyrjaldanna, er ítölsku fasistarnir cfldust að magt og veldi og Mussolini hélt áróðursræður sínar gegn Bret- landi og talaði um ,,mara, mara nos[rum“, gáfii Maltabú- ar Bretum ástæðu f.l áhyggju og alvarlegra öryggisráðstaf- ana. Flokkaskipling hafði orð- ið, jafnvel áður en Mussolini kom til sögunnar, og var deil- an um tungumálið efst á baugi og í beinu sambandi við sögu- legar slaðreyndir og forna siði. Þetta vekur spurningu: Hvers konar fólk og af hvaða stofni eru Maltabúar og hver er þjóðtunga þeirra9 Um for- feðurna er ekki vitað, enda skiptir það ekki miklu máli, því það, sem við í dag köllum Maltabúa, hlýlur að vera sam- hland af óskyldum þjóðflokk- um, sem hafa sigrað eyjuna og xáðið þar um langan tíma. í söguheimildum segir. að hinir fyrstu ráðamenn hafi verið frá Fönikiu. Þeir ríktu þar lengi og sáðu fyrstu þjóðareinkenn- um meðal fólksins. Síðan komu Rómveriar með latínuna. Eft- ir þá Vandalar og Gotar. en þeir voru ekki nægilega lengi itil þess að frá þeim gætti var- anlegra áhrifa í máli og menn Ingu. En það gerðu vafalaust Arabarnir. . . . OG MARGRA ÞJÓÐ- TUNGNA. Á þessum öldum var ritmál- Ið fyrst latína og siðan ítalska, sem einnig var talmál hinna xnenntuðu yfirstétta. en al- menningur talaði arabiska mál 3ýzku. blandaða sikileyskum og ílölskum orðum. eða það. sem kallað var maltiska. Það er því tæplega rétt er Malfa- búar telia mál sit.t eitt hið elzla mál í heimi, en hitt er víst. að enginn utan eyinnna talar það mál. Enginn vafi er um arab- ískan unnruna béss. enda líkast því má]i, bótt Arabi myndi ekki skilja bað, fremur en ít- ali, jafnvel bótt mö'-g- orð eiffi uppruna sinn í ítólsku og lat- ínu. ÍTATXKAN RÁÐANDI. En fól'kið? Þegar maður lítur Maltabúa. efast eneinn um að hann er Evrópumaður af Mið- jarðarhafsættinni. Á beim er enginn munur o? Suður-ítöl- um. sérstaklega B’kilevingum. sem erU næslu nábúarnir. enda fleslir innflytiendur frá Suður Evrónu. og ítölsk ábrif einna sterkust. An.nálar Mö]tu og lög voru skrifuð á ítöÞku, sem setíð befur verið réltarmálið. a]]f til \mrra dao-o. Þá eru bað ‘ei.nnig i'alskar lisíir og bvgg- ngarstíll, sem selur svip sinn á bæina. Það er víst, að Bretar höfðu engin áhrif á eyjunni fyrr en þeir komu þangað um 1800. og jafnvel síðan hefur áhrifa þeirra lílið gætt, því eins og í öðrum nýlendum einangruðu Bretar sig þama. Þeir komu ekki til þess að setjast að fyrir fullt og allt, blönduðu ekki blóði við eyjarskeggja, hvorki þá né síðar. DEILT UM TUNGU. í deilumálum Breta og Malta búa hefur logstreitan um málið ^ ÞAÐ HEFUR löngum ver- ^ ið rós/ursamt á MöUu. Eyjar ^ skeggjar hafa lotíð Bretum (um langt skeift, og'sætt mik Villí kúgun öðru hverju. En Snú virðist heldur hafa dreg- S ið til samkomulags með SBre/um og þegnum þeirra )þar . . . verið einna hörðust. Bretar ergja sig yfir. að þessi litli þjóðflokkur (nú um 275 000 manns), sem hefur lotið þeim á aðra öld, . skuli ekki skilja enska fungu. Síðan í stjórnar- tíð Sir Thomas Maitlands, landstjóra 1813 lil 1824, var reynt að koma enskunni á sem réttarmáli í stað ítölskusnar, en andstaðan var svo sterk, að því var hætt. Þegar málið var vakið að nýju um 1830, með sama árangri, úrskurðaði Breta konungur: „ítalska skal vera hið opinbera ritmál á allri þessari eyju vorri.“ Árið 1849 fékk Malta nokk- urs konar stjórnarnefnd og málslofu. Fulltrúar voru tíu, þar af skyldu fjórir útnefndir af landstjóranum. en hinir sex skyldu kosnir af fólkinu. Land- stjórinn tryggði sér auðvitað meirihlutann, því þessir fjórir úfnefndu voru einiægir Eng- landsvinir og hinir skiptir, en Maltabúar voru ekki ánægðir með þetta, svo að árið 1887 varð stjórnin að ganga skrefi lengra. Hin svokölluðu ,.Nissi“ lög gáfu íbúunum — að vísu ekkj sjálfstjórn — en fulltrú- um fólksins meirihluta í mál- stofunni. Þannig gekk það ti-1 aldamóta, að deilan um tung- una reis stöðugt upp að nýju, og varð til þess að Bretar tóku upp fyrri sljórnarháttu og unnu síðan markvíst að þvf að auka brezk áhrif, sem leiddi til þess að árið 1902 var fyrirskip að að enskan skyldi fyrst vera iafn rétthá ítölskunni, en síðar ítalskan hverfa með öllu. Þessu mótmælti menntastéttin harðlega, með prófessora, lög- fræðinga og kennara í broddi fylkingar. SLAKAÐ Á KLÓNNI. í fyrri heimsstyrjöldinni ríktu herlög á Möitu, sem voru ■látin gilda áfram eftir að stríðinu lauk. Þetta leiddi til skipulegrar uppreisnar á eyj- unni. Stjórnarskrifstofurnar voru teknar með valdi og brezki fáninn rifinn niður. I átökunum særðust margir og nokkrir lélu lífið. í slíkum lil- fellum slakar Brelinn ávallt á klónni, eftir að hann hefur sýnt mátt sinn, og árið 1921 fékk Malta sjálfsljórn. Hinn 1. oklóber það ár setti prinsinn af Wales fyrsta loggjafarþing Möltu, í umboði föður síns. Ekki varð nú samt alll í sált og samlyndi, því þinginu fylgdu stjórnmáladeilur. •— Markalínan var dregin um að- stöðuna lil Englands og af þóf- inu um tungumálið. Öðrum megin stóð kirkjan og Þjóðlegi flokkurinn í andstöðu við Brela, en hins vegar Stjórna- flokkurinn. Báðir þessir flokk ar voru borgaralegir, en á milli þeirra, eða réttara sagt til vi.nstri við þá, var mannfár A1 þýðuflokkur, sem fv]gdi Stjórn arflokknum í vingjarnlegri að- stöðu til Breta. HÖRÐ KÖSNINGA- BARÁTTA. Kosningabaráttan 1930 var afar hörð. Kirkjan iagði fram sinn skerf með því að lýsa yfir, að þeir, sem kysu gegn Þjóð- lega flokknum. myndu ekki öðlast syndakvittun, svipað og ítalska kirkjan gerði í síðustu kosningum, er hún tilkynnti, að þeir, sem kysu með komm- únistum, skyldu bannfærðir. Kosningaúrslitin urðu síðan þau, að Þjóðlegi flokkurinn fékk 22 menn kjörna, en Stjórnarflokkurinn aðeins sjö og Alþýðuflokkurinn þrjá. Landstjórin tók nú fram fyrir hendur þingsins og gaf út til- skipun, þar sem bönnuð var kennsla í ítölsku í almennum skólum, á þeim forsendum, að of erfitt væri börnum að læra tvö tungumál, því enskan skyldi kennd. Reiðin yfir þessu broli á sjálfsákvörðunarrétti Maltabúa var svo almenn, að ■lýsa varð hernaðarástandi á eyjunni og afnema áðurnefnda tilskipun. Malla var nú aftur komin í nýlenduhóp Breta og stjórnað sem slíkri, þ. e. a. s. frá London. BARÁTTA GEGN ÍTÖLSK- UM ÁHRIFUM. Nú verður að hafa í huga hvað var að gerast utan Möltu, (Frh. á 7. síðu.) Er ekki nóg komið! • í FYRSTA SINNI á ævinni, og vonandi Lka í síðasta sinni, langar móg til þess að gera nokkrar athugasemdir við framkomu þeirra manna, sem þjóðin hefur kjörið ti'l þess að stjórna málum sínum. Það mun öllum vitanlegt. sem lesa dagblöðin og taka eitthvað eft- ir því, sem þeir lesa að fjár- málaráðherra- þjóðarinnar hef- ur hælt sér mjög af því afreki, að hafa getað kvalið út úr : þjóðfélagsþegnunum um 100 milljónir umfram þá upphæð, sem hann áætlaði að hægt væri að ná. Þessi upphæð hefur verið kúguð út úr þjóðinni með hin- um ,'llræmda og margfajda sölu skalti, sem lagður var á allar vörur, til þess að rétta við vandræða fjármálastjórn íhalds ins á nýsköpunartímabilinu. Þessi aukaskattur, söluskatl- urinn, álti ekki að innhelmtast nema um eins árs skeið, en hefur alltaf verið framlengd- ur siðan, eins og allir aðrir ska[tar, sem þing'.ð hefur fund ið upp. Þar sem tekizl hefur að kúga út úr þjóðinni allt að 100 milljónum meira en gert var ráð fyrir, gæti maður lálið sér detta í hug, að þetta fé mættl nota til beirra fram- kvæmda, _sem mest eru aðkall- andi. Svo virðist þó ekki vera. Á yfirstandandi alþingí bar Skúli Guðmundsson fram til- lögu um það, að lagður væri aukaskattur á benzín til þess að byggja upp brú, sem komin væri að falli. Átti þessi skatt- ur að kallast brúarskattur og leggjast í sjóð. er nefndist brú- arsjóður. Gerðl hann ráð fyrir, að brú sú, er hann sérslaklega átti við í frumvarpinu. mundi kosta allt að tveim milljónum króna. Þessa upphæð mátli ekki íaka af þeim 100 milljón- um, ssm búið var að kúga út úr þjóðinni, framvfir það, sem (fjárlög gerðu ráð fyrir. Held- ur átti að leggja enn einn skatt á bíle'gendur til þessarar fra5ti kvæmdar. Það virðist vera stefna al- þingismanna að koma yfir á almenning, auk allra lolla og skatta, er munu vtra heims-r mat, sem. mestu af þeim út- gjöldum, sem ríkissjóð'. annars ber að slanda straum af. Má [þar t.d. nefna, að þeir, sem jþurfa að nota eldspýlur, verða lað greiða 10 aura aukagjald á hvern stokk, til styrklar föt]- juðum og lömuðum. Þá befur einnig verið fundið upp ráð ti-1 • t'l þess að vel-ta yfj.r á almenn- ing þeim kostnaði, sem það ! hefur í för með sér að klæða jlandið skóg'.. Er það gerl með því að líma 20 aura miða á . hvern sígarettupakka, af þeim. .tegundum, sem helzt seljast'. ^Nú er það vitað mál. að ríkis- .sjóði ber að sjá framangreind- j um aðilum fvrir rekslursfé. En i hér hafa aj|'l'ng'ismtínn tekiS , þá stefnu, sem að framan grein. ,ir, að velta sem mestum út- gjöldum á almenning, auk hinna fjallháu skalta og tolía. Sum blöðin hafa þegar skrif- að mikið um það, hvað almenn. Ingur sé ánægður með þessar ráðstafanir og telji ekki ósenni legt, að reykingamenn reyki ennþá meira til þess að geta borgað sem mesl í landgræðslu sjóð. Þá telja blöðin, að þeir reykingamenn, sem reykja að- allega pípu eða vindia séu ó- ánægðir með það, að ekki séu einnig límdir miðar á revk- tóbak og vindlana. Ekki vanf- ar það, að áróður sé hafinn til Framhald á 7. síCíí. Sigurður Þórðarson sexfugu VARLA munu söngmenn Karlakórs Reykjavíkur, eldri og yngri, öðru sinni hafa sung ið af jafnmikilli sönggleði eða fyrir verðugri áheyranda en síðastliðinn föstudag, er kórfé lagar hylltu söngsljóra sinn sexlugan. Og vel mátti söng- stjórinn, Sigurður Þórðarson, vera slollur yfir söng þeirra og fagna glaður hamingjuóskum þeirra, því áð þessi kór er hans verk, val raddanna, samþjálf- un þeirra og það vald, sem þær hafa á hinum fegurstu verkefn um. Þegar þeir kórfélagar hylllu Sigurð á heimili hans, sýndu þeir ekki aðeins þakkar hug sjálfra sín, heldur og allra, sem notið hafa söngs kórsins í rösklega aldarfjórð- ung, allra, sem yndi hafa af ís- lenzkum karlakórsöng og ís- lenzkri söngmennt; Sigurður stofnaði Karlakór Reykjavíkur 192ð og hefur stjórnað honum til þessa dags. Ferill kórsins hefur verið glæsilegur frá byrjun. Hann hefur ekki aðeíns farið margar söngferðir víða um lönd í þrem heimsálfum, heldur verið ein af máttarstoðum rótgróins og þróttmikils þáttar í sönglífi þjóðarinnar. Kórfélagarnir, sem heim- sóltu Sigurð sextugan, gerðu meira en að þakka honum með söng fyrir slofnun kórsins og söngstjórn frá öndverðu. Þeir 'færðu honum höfðinglega gjöf, sem þjóðin öll raunar skuldaði Sigurði, eins og fleiri tónskáld um sínum. Þessi gjöf var fjár- 1 upphæð, sem verja á til þess að gefa úl verk hans og kynna SIGURÐUR ÞÓRÐARSON þannig betur en unnt hefur verið hingað til sla.rf hans sem tónskálds. Þólt maour komi í manns stað í röðum kjól- klæddra söngmanna og kórinn geli lifað margar kynslóðir, þá er líklegt, að líf söngvanna j sjálfra, tónverkanna, verði enn lengra. Tónlistin hefur verið höfuð- áhugamál Sigurðar ar, og á hennar sviði ber afrék hans hæst. HaUn hlaut snemma tilsögn í tónfræðum, en hefur þó sennilega talið, að meira þyrfti en sönginn til brauð- strits í voru landi, og lauk námi í Verzlunarskólanum, áður en hann hélt utan til frek ara' tónlistarnáms í Þýzka- landi og Austurríki. Þessa tvi- ‘þættu skólagöngu hefur Sigurð ur hagnýtt vel, því utan alls starfs síns fyrir karlakórinn, sem hlýtur að falla mjög effir venjulegan vinnutíma, þar sem. kórfélagar eru nær sllir áhuga menn, hefur Sigurður um langt skeið verið skrifstofu- stjóri ríkisútvarpsins. Hefur hann gegnt því starfi af slíkri reglusemi, heiðarleik og starfs tryggð, að til hreinnar fyrir- mjmdar verður að lelja. Sigurður fæddist að Gerð- hömrum í Dýrafirði og er son- ur séra Þórðar, prests. þar og síðar prófasts á Söndum í Dýra firði, og Maríu konu hans ís- aksdóttur. Kona Sigurðar er Áslaug Sveinsdóttir Árnason- ar, sem lengi var bóndi að Hvilft í Önundarfirði. Hinir mörgu vinir Sigurðar senda honum á sextugsafmæl- inu þakkir fyrir liðin ár og unnin störf og óskir um langa og góða ævidaga, bæði við skyldustörfin og önnur áhuga- mál hans. Þórðarson I bgr. i

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.