Alþýðublaðið - 21.07.1955, Síða 6

Alþýðublaðið - 21.07.1955, Síða 6
6 ALÞVÐUBLADIÐ Fimmíudagur 21. jú/í 1955 I, ÚIVARPIB 20.30 Dagskrárþáttur frá Fær- eyjum, I: Færeysk þjóðiög (Edward Mitens lögþings- maður flytur). 21.10 Erindi: Lappar, fyrra er- indi (Davíð Áskelsson kenn- ari). Hljóðritað í Neskaup- stað. 21.30 Tónleikar: „Söngur Evu“, op. 95 ef iir Fauré. Irma Ko- lassi syngur með undirleik André Collard (plötur). 22.10 „Óðalsbændur“. saga eft ir Edvard Knudsen, IX (Finnborg Örnólxsdóttir les). Sögulok. 22.25 Sinfónískir tónleikar: Sinfónía nr. 6 eftir Sibelius. Borgarhljómsveitin í Hels- ingfors leikur. Jussi Jalas stjórnar. (Hljóðritað í Hels- ingfors 9. júní s.l.) Galla- buxur Verð frá kr. 55,00. Toledo Fischersundi. J Silfuriungliðl Drekkið síðdegiskaffið í Silfurtunglinu. ÚTBREIÐIÐ ALÞÝÐUBLAÐIÐ! ********** ****** '‘•■^‘•■^‘•^^‘•^0f‘* +“• ■0’ Chemia DESINFEGTOR S s s ^Er vellyktandi, sðtthreins- \ Sandi vökvi, nauðsynlegur áS ihverju heimili til sótthreins S ^ unhar á munum, rúmid&ao, ^ (, húsgögnum, símaáhöldum, S S andrúmslofti o. fl. Hefur) ^unnið sér miklar vjnsældir ^ \hjá öllum, sem hafa notað^ Shann. J S i Rosamond Marshail: Á F LÓTTA 19. DAGUR. áður og gekk vandlega frá gluggum og hurð- um. Þetta kvöld þráði ég að lesa í bókinni, framar en nokkru sinni áður. Eg opnaði hana varlega. Ég greip niður á Jeremíasi spámanni. Nú, nú. Þetta minnti furðulega á ræðu Gia- como munks. Þárna var efni ræðu hans. Hann hafði þá stolið því frá Jeremíasi spámanni. Þarna stóð: Því munu ljón skógarins rífa ykkur á hol. Úlfar og hýenur munu gleypa jarðneskar leifar ykkar; hlébarðar og eiturslöngur munu halda vörð um bústaði ykkar, bíðandi færis á að fjarlægja ykkur af yfirborði jarðarinnar. Ég lagði frá mér bókina, skelfingu lostin. hrundið úr huga mér áhrifum af orðum Það var auðvelt. En aldrei myndi ég geta munksins. Þið liggið í lastabælum. Þið níðist á ekkjum og munaðarleysingjum. Feður, bræður og systur vkkar eru ekki óhultir . . . Ég beið þess með óþreyju að Belcaro kæmi heim. Ég sagði við hann: Belcaro. Ég vil fara héðan. Við skulum halda þangað sem er líf og fjör. Það er svo leiðinlegt í Bologna. Svona já. Vill mín kæra Bianca fara að lifa á ný? Hann gældi við hárið mitt. Ung, falleg, og til þess sköpuð, Bianca, að freista karlmannanna, það ertu. Svo sannarlega væri það synd að þú þyrftir að lifa einlífi . . . Ég hef prins í huga. Hann er voldugur og ríkur, svo voldugur og svo ríkur, að hann verður að teljast þér samboðinn, og er þá mikið sagt. Nei, mótmælti ég áköf. Eg vil engan prins. Mig langár einungis til þess að hlæja og vera kát. Belcaro brosti. Ég á meðal við þunglyndi. Engin meðul, Belcaro. Ég er búin að fá nóg af þeim. Ég vil enga karlmenn. Engin meðul, enga karlmenn? Jæja, þá það. Ég skal lofa því. Það voru gefnar fyrirskipanir um að búast til brottfarar. Fornieri var í sjöunda himni. Hann kunni bezt við sig í Róm og Florence. Hann kallaði Bologna „borg hinna sköllóttu skrifara“. Nello átti voðalega ljóta grímu. Mesta yndi hans var að setja hana á sig, reka höfuðið út um vagngluggana og hræða saklausa veg- farendur. Lestin lagði af stað suður á bóginn. Það var hlýtt maíveður. Komið við í Kastala hins heilaga Péturs postula og í borginni Imola. Það var í þann mund, sem við vorum að leggja upp frá Imola, að fyrst kom til vand- ræða. Það var um hánótt. Lestin var í kyrru skógarrjóðri rétt fyrir utan borgina. Nóttin var kyrr og ég lá vakandi í rúmi mínu. Skyndilega heyrði ég þungt fótatak gangandi manna, margra saman, sennilega hermanna. Fólkið í hinum vögnunum vaknaði líka. Ég heyrði Belcaro kalla: Vaknið. Grípið vopn ykkar. Nello æpti: Bianca, Bianca, og hann barði svo ofsalega að dyrum hjá mér, að María sá sig tilneydda að hleypa honum inn. Það eru ræningjar, heilt herfyiki glæpa- manna. Þeir heimta að' Belcaro láti af hendi allt fémætt. Taktu skartgripina þína, Bianca, og við skulum flýja! Ég dró gluggatjaldið til hliðar. Það fyrsta, sem ég sá, var gríðarstór maður á svörtum j hesti. Blóðrauðir lokkar féllu niður undan! hjálminum og um háls hans og herðar. Hann hélt á sverði og skildi annarri hendi, með hinni þerraði hann svita af enninu. Ég smeygði mér í kápu og fór út í vagndyrnar. Herra, kallaði ég. Því rænið þér okkur, fátæka listamenn? Hann reið upp að vagndyrunum, kallaði á kyndilbera og lét hann halda logandi ljósi svo þétt upp að andliti mínu, að mig sveið í kinnarnar. Svo já! Fátæka listamannaflæk- inga, segirðu heillin. Þinn fagri munnur gæti hæglega logið. Svo þið eruð ekki á leið til páfans með fjársjóði hins auðuga Ferrara í fórum ykkar? Vissulega ekki. Hann sté af baki. Konur eru verst.u Ivga- laupar undir sólunni. Hann ýtti mér inn í vagninn, kom sjálfur á eftir. Hann stakk sverðinu undir rúmið mitt, reif upp skápa, koffort og kistur, en fann ekkert. Hann yppti öxlum. Máske segirðu satt, heill- in. Kannske eru þetta bara fátæklingar, flæk- ingar. Hann tók appelsínu úr skál á náttborð- inu, skar hana með sverðinu í tvennt og saug safann. Fór sér að engu óðslega, skimaði stöð- ugt í allar áttir. Umferðaleikarar, ha-ha! Þú gætir eins vel verið hefðarmær, ljúfan. Hvað heitirðu? Ég sneri mér undan. Svona, ekkert feimin. Hann greip í öxl mér. Talaðu! skipaði hann. Ég heiti Bianca. Skyldi hann kannast við nafnið. Hvað heitir þú? Úlfur kannske? Hann hló. Þeir kalla mig Rauð. Hann þurrkaði sér á höndunum á silkiábreiðunni á rúminu. Þú ert líklega ágætur leikari, þótt þú stundir það ekki. Segirðu annars satt, kindin? Gull páfans er ekki falið hér í lestinni? Ég tók undir hárið mitt og lyfti því. Þetta er allt og sumt, sem ég á af gulli, herra minn. Ha-ha! Vel svarað, Bianca. Það er gull, svo sannarlega sem ég er lifandi maður. Ðragðu I þá af mér stígvélin, ljúfan. Ég ætla að hvíla I mig dálítið áður en ég held áfram leitinni að gullinu páfans. Herra. Ég hef aðeins eitt rúm, og sjálf þarfn- ast ég hvíldar. María vesalingurinn hafði staðið þegjandi úti í horni meðan þessu fór fram. Klæddu mig úr kerling, skipaði hann. María þorði ekki annað en gera eins og ^vin vmrnm (Frh. af 1. síðu.) um, en íslendingar í stökkum og köstum. Það virðist vera, að hann reikni ekki með því, að Ianghlaupurum íslands takist að kcmast upp á miili þeirra hollenzku, en þar getur honum skeikað. Hver sem urslitin verða, verður keppnin mjög skemmtileg og Moerman sagði að lokum, að hann vonaðist til að sá betri sigraðl. — Lands- keppnin heíst kl. 8.30 í kvöld. Síldin (Frh. af 1- síðu.) ið í síld austur frá í dag. Vörð- ur frá Grenivík kom hingað með 600 tunnur og annað skip var að tilkynna sig bingað með 100 tunnur. Skipin fengu nokkra éíld í nótt og var saltað hér í um 400 tunnur í morgun. Verksmiðjan hér malar alla úr gangssíld. SA. XXX NRNKI A A * KHAKI Old Spice vðrur Einkaumboð: Péfur Péfursson, Heildverzlun. Veltu sundi 1. Sími 82062. Verzlunin Hafnarstræti 7. Sími 1219. Laugavegi 38. ] BLOMABUÐIN ^Laugavegi 63 og Vi/atorgi^ \ selur mikið af ódýrum blóm S ) um og grænmeti. Nýkomið) ^mikið úrvaj af pottablóm-^ \um. Ennfijemur1 fallegars S Iblónsbtriaindji stjúpur. Sielt j ^á hverjum degi frá kl. 9—• (6 nema á laugardögum til \ Sklukkan 12 á hádegi. S C S m r r !S1 Landskeppni Island - Holland ~ Landskeppnin hefst í kvöld kl, 8,30 á íþróttavellinum, — Spennandi keppni frá upphafi til enda, Keppt í 20 íþróttagreinum, 2 menn frá hvoru landi í hverri grein, Áðgöngumiðar seldir á íþróftavellinum frá kiukkan 4 í dag. Verð aðgöngumiða: stúka kr, 30,00, — stæði kr, 15,00, —böm kr, 3,00 hvorn dag, Reykvíkingar fjölmennið á völlinn, því nú verður það spennandi, ;■ •' --t -i MÓTSNEFNÐIN.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.