Alþýðublaðið - 22.07.1955, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 22.07.1955, Blaðsíða 6
V 6 ALÞYÐUBLAÐIÐ FöstudaguP 22. júlí 1955 V ÚIV&RPiS 19.30 Tónleikar: Harmoniku- lög (plötur). 20.30 Útvarpssagan: „Ástir pip arsveinsins“ eftir William Locke, III (séra Sveinn Vík- ingur). 21 Tónleikar: Tónverk eflir Si- belius (hljóðrilaö á Sibelius- arvikunni í Helsingfors 9. júní s.L). 21.20 Úr ýmsum áttum. .Ævar Kvaran leikari velur efnið og flytur. 21.45 Náttúrlegir hlutir, spurn ingar og svör um náttúru- fræði (Ingólfur Davíðsson magister). 22.10 Upplestur: „Ætli það hafi verið draumur?“ smásaga eftir Guy de Maupassant. Ágúst H. Bjarnason þýddi. Margrét Jónsdó.tir les. 22.30 Dans- og dægurlög. ' '' Old Spice vörur Einkaumboð: Péfur Péfursson, Heildverzlun. Veltu sundi 1. Sími 82062. Verzlunin Hafnarstræti 7. Sími 1219. Laugavegi 38. G a 11 a- buxur Verð frá kr. 55,00. Toledo Fischersundi. Chemia ^DESINFEGTOR S S _ w s ^Er vellyktandi, sótthreins- ^ Sandi vökvi, nauðsynlegur áS ^hverju heimili til sótthreins^ ^unnar á mumnn, rúmidftím,^ S húsgögnum, símaáhöldum, S Sandrúmslofti o. fl. Hefur) ■ unnið sér miklar vinsældir^ Shjá öllum, sem hafa notaðs Shann. S Rosamond Marshalli A F LOTTA 20. DAGUR. henni var sagt. Undir brynjunni hafði hann þykkan kufl einan fata. Sjálfur Hercúles mætti hafa öfundað hann af vextinum. Hvílíkur skrokkur! Svona nú, kona góð. Nú máttu fara. Láttu þann rauða og þá gullnu blanda litum saman. Ég var alein með þessum manni. Hvað skyldi koma næst? Mér til mikillar undrunar dró hann sængina upp að höku. Sofðu vel, ljúfan, þarna í stólnum. Á morgun munum við eiga frekara tal saman. Að svo mæltu hagræddi hann kodda undir höfði sér, lokaði augunum og sofnaði á samri stundu. Hvað tilfinningum mínum leið, þá verð ég að játa að ánægjan var ekki óblandin. Leitt að hann skyldi ekki hafa gefið mér tækifæri til að beita mér. Eftirvænting morgundagsins. Hann svaf svo vært, að ég gat læðzt út og inn í vagn Belcaros. Brúðumeistarinn var í uppnámi. Meiddi hann þig? Ha, ekki? En hann mun gera það, seinna! Bianca! Bianca! Þessi maður kallar sig „Rauð“, en hann heitir fullu nafni George Redfield og er krossfari. Hann á skip og rænir sæfarendur. Enginn getur verið óhultur fyrir honum. Hann lætur mest til sín taka á Adría- hafinu ,rænir skip, sem eru á leið til og frá Feneyjum. Það er sagt að hertoginn í Feneyj- um hafi heitið hverjum þeim tíu þúsund dú- kata, sem færði honum höfuð hans. Tíu þúsund dúkata! Því ekki að vinna fyrir þeim, Belcaro? Hvernig? Hann liggur í rúminu mínu, steinsofandi. Það hlýtur að vera til rýtingur. Við erum umkringd, Bíanca. Fylgismenn hans halda vörð um lestina. Við myndum verða drepin, Bianca. Ég læddist inn aftur, lagðist í stólinn og steinsofnaði. Ég var vöknuð á undan sjóræningjanum. Ég heyrði þegar hánn vaknaði. Hann teygði leti- lega úr sér og geyspaði. Ég þóttist sofa. Hann læddist fram úr. Hann fór út úr vagninum. Ég fór út að glugganum. Það var lítil tjörn rétt hjá. Hann afklæddist og baðaði sig í tjörninni. Það komu til hans tveir menn, töluðu við hann í lágum hljóðum. Loftið var kyrrt. Ég fann lykt af steiktu kjöti. Sjóræningjarnir voru að undirbúa morgunverðinn. Redfield steig upp úr tjörninni og klæddist. Honum var borið steikt kjöt. Hann skolaði því niður með víni af birgðum Belcaros. María læddist inn til mín. Kannske gera þeir okkur ekkert, náðuga frú. Þeir vita það núna, að við erum ekki með gullið páfans, eins og þeir héldu. Kannske. Ég var ekki eins hjartsýn. Ef til vill myndi Belcaro neyðast til að bjóða þeim lausnarfé. Það hafði hann líka þegar gert. En Redfield hafnaði boðinu. Honum þótti það ekki nógu rausnarlegt. Hann er undarlegur maður, sagði Belcaro. Fyrst hann vildi meira, hvers vegna setti hann þá ekki fram ákveðna kröfu? Ef til vill var Redfield að bíða eftir því að honum væri boðið lausnarfé í einhverju öðru en peningum, gull þeirrar tegundar, sem ég bar á höfðinu? Belcaro gægðist út um gluggann. Hann sá Redfield koma skálmandi, hann var á leið inn í vagninn minn. Þú verður að fara, sagði Bel- caro og ýtti varlega við mér með olnboganum. Vertu góð við hann, Bianca . . . brostu. Redfield gaf mér ekkert tilefni til annars. Við förum héðan sagði hann. Það fara her- menn á undan ykkur og eftir. Ég vil ekki að neinn reyni að flýja. Lestin mjakaðist af stað. Fyrir henni fóru eitt hundrað skeggjaðir og úfnir hermenn, jafn margir héldu í humátt á eftir. Þeir rændu ekki þorpin, sem farið var í gegnum; engir urðu heldur til að leggja hömlur á leið þeirra. Redfield kapteinn reið kolsvörtum hesti. Hann hélt sig stöðugt rétt fyrir utan vagn- gluggann hjá mér. Um nætur hélt hann ávallt til í mínum vagni. í mínu eigin rúmi. Ég hírð- ist í stólnum eða á gólfinu. Það fór vel um mig og hann gerði mér aldrei neitt ónæði. Stundum leit hann við mér stríðnislepa. Líð- ur þér vel, ungfrú? Mjög vel. Góða nótt, unga stúlka. Góða nótt, Redfield kapteinn. Hvað . . . svo þú veizt hvað ég heiti! Nafn þitt er víðfrægt. Það kemur þér vænt- anlega ekki á óvart. Ég er að eðlisfari góðlyndur og siðsamur maður, ungfrú. Þú getur rétt ímyndað þér, hvað ég gæti gert við þig, ef ég væri óvalinn dóni. Hvert förum við, Redfield? Ég vildi gjam- an breyta um umræðuefni. Til skips míns; það heitir St. George. Sofðu, ungfrú. Við eigum langa daðleið fyrir hönd- um á rnorgun. Ég sagði Belcaro frá því morguninn eftir, að hann ætlaði með okkur til skips síns, St. George. Skyldi hann ætla að fara með okkur um borð í ræningjaskipið? Það getur ekki verið. Við yrðum honurn einungis til byrði. Mér flaug í hug að ef til vill veldi Redfield sér kvenfarþega eftir smekk og þörfum, og að ég hefði orðið fyrir valinu í þetta skiptið. Þegar Redfield um hádegisbilið daginn eftir snæddi mat sinn í vagni mínum, sagði ég við hann: Hvers vegna hefur þú okkur í haldi, kapteinn Redfield? Við eigum ekkert, sem getur freistað þín, og þótt svo væri, hví tek- urðu það þá ekki og lætur okkur laus? Hann leit á mig köldum, stálgráum augum. Forvitni þinni verður fljótlega svalað, fagra kona. Seint á fjórða degi ferðarinnar kom njósn- armaður Redfields þeysandi á eftir lestinni. Hann talaði við Redfield. Þeir stóðu rétt fyrir utan gluggann minn og ég heyrði vel hvað þeir sögðu, en skyldi ekki orð. Kannske töluðu þeir á ensku. Hana hafði ég ekki heyrt fyrr á æv- inni. Ræninginn breytti skyndilega um fas. Dagfarslega var hann hæglátur og ekki þess- legur að vera vígamaður, nema að vextinum til. Til vopna! öskraði hann svo hátt, að heyrð- ist um fylkinguna þvera og endilanga. Hann lét flytja alla vagnana út af veginum og í hvarf frá honum. Hennenn hans bjuggust um í laun- sátrum. Það var eins og jörðin hefði gleypt þá. Við vorum, þótt nierkilegt mætti virðast, ekki undir eftirliti þéssa stundina. Sennilega vegna þess að Redfiejd taldi sig þurfa á öllum vopnfærum mönnumt.að halda þessa stundina. Ég farrn það á mér, að hér myndi verða barizt. Það hafði éé aldrei séð fyrr. Ásamt Nello klifniðum við upp á hæð nokkra skammt frá veginum. Þaðan sáum við allt, sem þar fór fram. Vagnalest nálgaðist úr norðri, eftir vegin- um, sem við héldum um daginn. Ég þóttist vita að þar færi lestin, sem flytja ætti gull Ferraris til páfans. Með vögnunum fóru her- menn. Við töldum a$ minnsta kosti fimmtíu. Það myndi verða ælmikill liðsmunur. Við heyrðum Redfield geifa merki, og sjóræningj- arnir hvolfdu sér yfir aðkomumenn, þeim al- veg að óvörum. Sársaukavein kváðu við. Hestahnegg, kvalasjþnur og vopnaglamur blandaðist saman í ójprlegan gný. Ég sá blika á vopn og verjur. Ori|stan var stutt en snörhp. Menn Redfields hrósiföu sigri. Þeir skáru hina seinustu á háls með hhífum sínum. Kisturnar voru rifnar út úr vögnunum. Red- field skipaði svo fyrir að þær skyldu opnaðar. Ut úr þeim flóðu periingar og aftur peningar, gullstengur og dýrináis gripir af hvers konar gerðum og stærðunp Gott, sagði Redfield. Þarna höfum við þao: Þá hefur okkur tekizt Svavar Markússn, KR vinnur Svíann Toft í 1590 m. hlaupi á ÍR-móti/íu. Landskeppnin (Frh. af 8 síðu.) Roovers, Holl. 4:01,6 Sig. Guðnason, ísl. 4:04,6 Bohle, Holl. 4:10,2 10 000 m. hlaup: Verra, Holl. 32:08,2 Kristján Jóhannss., ísl. 32:09,4 Veerdonk, Holl. 33:28,2 Hafst. Sveinssön, ísl. 35:36,6 Stangarstökk: Valbjörn Þorláksson, Isl. Heiðar Georgsson, ísl. M. J. van Es, Holl. C. Lamore, Holl. Kr/nglukast: Hallgrímur Jónsson, ísl. L. Rebel, Holl. Þorsteinn Löve, ísl. J. Fikkert, Holl. S/eggjukast: Þórður Sigurðsson, ísl. (Nýtt ísl. met.) T. v. d. Maat, Hotl. Einar Ingimundars., ísl. E. Kamerbeek, Hoil. 4X100 m. boðhíaup: Holland ísland 3,80 3,80 3,70 3,55 46,58 44,87 43,96 43,05 52,16 44,49 41,93 29,03 42,4 42,8 AGREININGUR UM BOÐHLAUPIÐ Ágreiningur kom upp um það, hvort boðhlaup Hollend- inga hefði verið löglegt. Taldi brautarvörður að hollenzka sveitin hefði skipt á of löngum kafla. Ekki var þó kveðinn upp úrskurður í gærkveldi, en hann er væntanlegur í dag. Boína-samkeppni (Frh. af 8. síðu.) ins var Sveinn Ásgeirsson hag græðingur. Bókin er fjórar arkir að stærð og prentuð.í Steindórsprenti, sem er útgef- andi. Hún verður seld á götun- um í dag og fæst enn fremur í bókaverzlunum og á öðrum sölustöðum blaða og tímarila í bænum. Káputeikning er eftir Halldór Pétursson, og eru h?> yrðingarnir og stjórnandi þátt arins sýndir þar í spéspegli. XXX N n N KIN A Ar A KHAKI Heyskapur góður íÞingeyjarsýslu HÚSAVÍK í gær. HEYSKAPUR hefur gengið vel í Þingeyjarsýslu og eru þó nokkrir bændur búnir að hirða tún sín. Spretta var mjög sæmileg. Fiskafli er lítill hér núna, enda fremur lítið sótt. Hér veiðist varlá annað en ýsa á þessum tíma árs, en óánægja er með verðið á ýsunni, eins og skýrt hefur varið frá. Þó hefur frystihúsið hér gengið inn á að greiða krónu fyrir kílóið í bili. SÁ.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.