Alþýðublaðið - 24.08.1955, Síða 4

Alþýðublaðið - 24.08.1955, Síða 4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ MiSvikudagur 24. -ágást 1955 * 5 % s s if •f ! s Útgejandi: Alþýðujlokkurinn. Ritstjóri: Helgi Sœmundsson. Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. Blaðamenn: Björgvin Guðmundsson og Loftur Guðmundsson. Auglýsingastjóri: Emilía' Samúelsdóttir. Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. Auglýsingasími: 4906. Ajgreiðslusími: 4900. Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgötu 8—10. Asþrijtarverð 15,00 á mánuði. í lausasölu ljOO. Stefnan þar og hér ÞEGAR sljórnarblöðin gefast upp við að verja störf og stefnu núverandi lands- feðra, grípa þau jafnan tll þeirrar fullyrðingar, að þetta sé allt í bezta lagi, því að stjórnarandsíæðingar hafi ekki upp á nein úrræði að bjóða. Og þá skipþr auð- vitað engu máli, þó að bent sé á frumvörp og tillögur A1 þýðuflokksins. Sljórnarblöð- in berja höfðinu við stein- inn, en þrástagast á því eins og fábjánar, að þejr, sem hafi ekkert tll málanna að leggja, gagnrýni og fordæmi mæta og vitra menn, sem beri þunga ábyrgðarinnar. Þau reyna ekki að ræða á- greiningsatriðjn málefna- lega, heldur gera andsiæð- ingunum upp þær sakir, að þeir séu ekkert betri en hús- bændurnir, sem eru slíkt vanmetafólk, að engum vörnum verður við komið. Alþýðuflokkurinn hef.ur ávallt síðan seínni heims- styrjöldinni lauk barizt fyr- ir því, að íslendingar fylgdu í fjármálum og atvinnumál- um sömu stefnu og mótuð hefur verið í nágrannalönd- unum með ágætum árangri. Þar hefur tekizt að halda dýrtíðinni í skefjum og halda uppj blómlegu at- hafnaþ'fi, þrátt fyrir marga °g geigvænlega erfiðleika. Nágrannaþjóðir okkar hafa ekki orðið að grípa til þess ráðs að flytja inn lúxusbíla til að gera út togara eða önn ur hafskjp. Launakjör opin- berra starfsmanna eru þar í engum tengslum við áfengis sölu eða áfengisnevzlu. Þar hefur engum dottið 1 hug að gera tóbaksreylcingar að rekstursgrundvelli fyrir síld veiðar. Og úrræði iafnaðar- manna á vettvangi lands- stjórnarinnar hafa reynzt svo farsæl, að brezkjr íhajds mann leggja þau enn { dag mjög til grundvallar af því að þeim finnst of áhættu- samt að breyta til. Munur- inn á stefnunni þar og hér er svo augljós, að engum manni fær dulizt. Og halda menn, að Norðurlandaþjóð- irnar vildu hverfa frá úr- ræðum H. C. Hansens, Ger- hardsens og Erlanders t'il að uppljfa gengislækkunardýrð íslenzku afturhaldsflokk- anna? Samt verður ekki um það deilt, að íslendingar stóðu mun betur að vígi eft- ir styrjöldina heldur en Norðmenn og Danir En for- ráðamenn Noregs og Dan- merkur hafa kunnað að stjórna. Það hefur íslenzku valdhöfunum hins vegar mistekizt. Þess vegna er nú komið sem komið er. íslend ingar eru að verða veraldar- innar vlðundur fvrir óstjórn og ofstjórn. Og mennirnir, sem bera ábyrgð á þessari hryggilegu óheillaþróun, halda að þeir ejnir kunni að fara með landsstjórnina! Verkin hafa dæmt núver- andi ríkisstjórn og kveðið upp yfir henni harðan en verðskuldaðan dóm. Hún hefur lagt í rústir á sama tíma og nágrannaþjóðirnar hafa byggt upp. Efnahgvur og afkoma Islendingar er á hverfanda hvelj. Auðæfi landsins og sjávarins um- hverfis það étast upp af hungruðum vörgum sér- hyggjunnar og gróðafýsnar- innar. Við gætum lifað góðu og farsælu lífi, ef landinu væri stjórnað af skynsemi og fyrirhyggju, en núver- andj valdhafar hafa brugð- izt skyldu sinni og ekki reynzt vandanum vaxnir. Þeir eiga sannarlega að fá lausn í náð. Skemmtiferð Heimdallar MORGUNBLAÐIÐ skýrir frá því, að pabbabörnin í Heimdalli séu farjn í skemmtiferð til Þýzkalands, en sú starfsemi mun hugsuð sem jafnvægi við utanstefn- ur kommúnista! Sannast hér einu sinni énn, að ejn vit- leysan býður annarri heim. Það er vel til fundið, að Heimdellingar leggi leið sína tjl Þýzkalands, en hitt er furðulegt, að þetta skuli vera fyrsta utanför félagsins eins og. Morgunblaðið stað- hæfir. Manni finnst, að þeir, sem voru pólitískir ungling- ar í Sjálfstæðisfl.ókknum fyrir síðari heimsíyrjöldina, hljóti að hafa heimsótt það Þýzkaland, sem þá var. Afmæliskveðja fil Þóris Bergssonar m ; I MAÐUR er nefndur Þor- • steinn Jónsson. Hann býr að Bárugötu 6 hér í bæ, kvæntur frænku sinni, Gróu Árnadótt- ur. Heimilið er yndislegt og svo gaman að eyða þar kvöld- stund, að gesturinn fer að hlakka til næstu heimsóknar, þegar ejnni lýkur. Vinsælli hjón munu vandfundin — geð þekkari og skemmtilegri. Alúð 3n er svo rík, að manni finnst þau þakklát, þegar heilsað er og kvatt, og samt stafar húa ekki af kuríeisi þoljnmæðinn- ar og umfburðarlyndisins held- ur meðfæddri mildi og tillits- semi, sem vermjr og gleður og gerir sporln í vesiurbæinn létt og kær. Þetta eru góðar og menntaðar manneskjur, sem verða vinum og samferðamönn um ógleymanlegar manneskjur, og reyna þó aldrei að láta mjkið j á sér bera. Hjónin að Bárugötu 6 vinna traust og hyllj allra, sem til þeirra þekkja, með töfr um viðmóts og hjartalags. Og í gær varð Þorsteinn sjötugur. Hann á sannarlega skilið kveðju og árnaðaróskir. En öðlingurinn Þorsteinn Jónsson er ejnnig riíhöfundur- inn Þórir Bergsson. Sú saga er margfalt stærri en greinargerð in um störf hans á borgaralega vísu, þólt farsæl séu og virð- ingarverð. Ungur kvaddi hann sér hljóðs á skáldaþingi, en gaf ekki út bók fyrr en 1039 og var þá löngu þjóðkunnur fyrir smásögur sínar í Skírni og Eimreiðinni. Það var smásagna safn, og síðan hefur Þórir Bergs son látið frá sér fara á hálf- um öðrum áratug fjögur smá- sagnasöfn, tvær skáldsögur og eina Ijóðabók. Afköstin eru ekkert undraeíni, en árangur- inn sætir miklum tíðindum. Þórir Bergsson er í tölu beztu smásagnahöfunda okkar, og er þá mikið sagt, því að ennþá ber smásögurnar hæst í íslenzk um sagnaskáldskap, þó að skáldsögunum sé meiri gaum- ur gefinn. Og annaðhvort mun bókmenntaiðja íslendinga hefjast hátt í hæð eða tunga okkar glatast og glevmast ]es- andi fólki, ef snjöllustu smá- sögur Þórjs Bergssonar verða ekki metnar mikils um langa framtíð. Þórir Bergsson er mistækur eins og flestir eða allir rithöf- undar, sem vinna af kappi, og oft Ijggur í augum uppi, að hann hafi orðið fyrir áhrifum af hinum eða þessum meistur- um. En beztu smásögur hans hljóta að teljast persónuleg og vandgerð listaverk. Maðurinn er hugkvæmur og kann ágæt- lega að segja sögu. Viðfangs- efnið er sjaldnast stórbrotið, en haglejkurinn og smekkvís- in einkennir .vinnubrögðin. Þórir Bergsson er könnuður sálarlífsins, en hann gerir stundum smátt stórt með. því að bregða upp óvæntríi mynd eða rekja dulda þræði, sem mejnlegir atburðir hafa spunn ið á rokk örlaganna. Hann er enginn áróðursmaður í skiln- ingi byltingarseggja óg stjóm- málaflokka-,. en tekur málstað 'lítilmagnans með því að túlka baráttu háns og örvæntingu pg setur harmleikjnn á svið hversdagslífsins, svo að hann reynist öllum auðskilinn og minnisstæður. Þóri • Bérgssyni. verður hugsað til ranglætisins og vonbrigðanna, en túlkar Þórir Bergsson. einnig sanna og lífræna feg- urð, þegar hann gleðst og hrífst. Hann meitlar ekki harð- an málm,. en dregur myndir sínar fáum og fínum dráttum og vekur lesandanum ljúfsára kennd hryggðar eða fagnaðar, þegar gáta kvíða eða tilhlökk- unar er ráðin. List hans er var- færjn og krefst næmrar skynj- unar, en hún er mannleg og raunsöm og þjónar göfugum tilgangi. Aðferð Þóris Bergs- 1 sonar er svo vandasöm, i a5 mikla íþrótt þarf til að leýsa þrauiina vel af hendi. Flestúm Veitist sýnu auðveldara að gera stórt smát en smátt stórt. En sögur eins og Sjgga-Gunna, Brosið, Stökkið, Slys í Giíja- reitum, Bréf úr myrkri, Sam- vizkusemi og Fjallganga bera því órækt vitni, að Þórir Bergs son sér og heyrjr sitihvað, sem enginn tekur eftir nema hug- kvæmt og næmgeðja ská!d og túlkandi frumstæðra en djúp- lægra tilfinninga, er aðeins verða opinberaðar í nautn mikillar snilidar. Og þó er ó- taljn sú smásaga hans, sem frægust verður. Hún heitir FJugur og 'ber svipmót heims- listar. Þórir Bergsson er skyldastur í Einari H. Kvaran af verka- ! mönnunum í vínsarði sagna- skáldskaparins á íslandi. Rejt- ur hans er ekki stór, en rækt- aður af samvizkusemi kunn- á'tunnar og kunnáltu sam- vizkuseminnar. Og ávextir hans eru 'boðlegir hverjum þeim, sem gerir strangar kröf- ur í sjðmennilegri hófsemi. Helgi Sæmundssom Margt efnilegra dœgurlágá söngvara í Austurbœjarhíói KYNNINGARHLJÓMLEIK- AR Ráðningarskrifstofu skemmtikrafía í Austurbæjar- bíói síðastliðinn föstudag, þar sem ellefu nýjr dægurlaga- söngvarar komu fram, heppn- aðist einstaklega vel. Flestum söngvaraefnanna tókst mjög vel upp, voru öruggir, höfðu þokkalega sviðframkomu og sungu „óvenju laglega af algjör um nýliðum að vera. Má reikna með að nokkrir beirra, er þarna sungu opinber lega í fyrsta sinn, eigj eftir að verða vinsælir skemmtikraftar og ber þá fyrst að telja hinar ungu síúlkur Önnu ívarsdóttur og Sigrúnu Bjarnadóttur. Eru þær 12 og 13 ára, en söngur þeirra var engu óáheyrilegri heldur en t. d. hjá hinum lands frægu Öskubuskum. Var þess- um ungu söngkonum óspart klappað lof í lófa. Þá má og nefna Magnús Helgason, Helgu Ólafsdóttur, Valgerðj B. Guð- mundsdóttur og Hafdísi Ólafs- dóttur, sem öll gerðu hlutverki. sínu hln beztu skil. Aðrir, er þarna sungu, voru ekki eins öruggir, en eflaust mun meiri reynsla skera úr hvort þeir eigi efiir að verða þeir dægurlaga- söngvararnir, er e.ga eftir að láta til sín heyra á dansleikj- um næstu mánuðina eða jafn- vel árin. BQjómsveit Ronnje Kean og söngkonan Marion Davis, sem nú skemmta í RSðli. ]éku cg sungu nokkur lög á hljómleik- um þessum vlð hinar ágætustu viðtökur, einkum vakti einleik ur trommuleikara hljómsveitar innar mikla hrifningu. Hljómsve'.t Árna íslejfsson- ar annaðist undirleik fyrir alla dægurlagasöngvarana og gerði því hin beziu skil. Kynnir á hljómleikunum var Svavar Gests og hélt hann uppi léttri og skemmtllegri stemningu hljómleikana út. S. L. ' ÁLLT Á SAMA STAÐ Munið eftir hinum endingargóðu 6VOLT 12 VOLT (ROMPTON R A F GEYMTJM r H.F. Egill Vilhjálmsson, Laugavegi 118. — Sími 8-18-12. »■■■■■■■«■■■■■■■■■■RB■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■«»■■■•■■■■■«»*»■■■■•■|

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.