Alþýðublaðið - 03.09.1955, Síða 4

Alþýðublaðið - 03.09.1955, Síða 4
ALÞYÐUBLAÐIÐ Lapgardagur 3. sept. 1955 Útgefandi: Alþýðuflok\urinn. Ritstjóri: Helgi Sœmundsson. Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. Blaðamenn: Björgvin Guðmundsson og Loftur Guðmundsson. Auglýsingastjóri: Emilía Samúelsdóttir. Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgðtu 8—10. Áskjiftarverð 15,00 á mánuði. í lausasölu l/)0. 1 * S I s s s \ s s s \ s s s s s s s s s i íhaldið fer sér hœgt MORGUNBLAÐIÐ fræðir lesendur sína daglega um framtak og stórhug íhalds- meirihlutans í bæjarstjórn Reykjavíkur, og Gunnar Thoroddsen og félagar hans spara ekki að gefa sjálfum sér sama vitnisburð. íhald- ið þykist meðal annars vinna ötullega að því að leysa hús- næðisvandræði Reykvík- inga. Þetta eru orðin. En verkin eru ósköp fyrirferð- arlítil. Loforð eru gefin, en efndirnar gleymast. íhaldið þóttist færast mik ið í fang, þegar bygging rað húsanna var ákveðin. Og vissulega bundu þúsundir Reykvíkinga vonir við þá hugmynd, Nú verður íhald- ið hins vegar að játa, að miklar tafir hafa orðið á rað húsunum. Það hefur látið sumarið framhjá sér fara án þess að ljúka ætlunarverk- inu. Jóhann Hafstein er væg ast sagt daufur í dálkinn, þegar hann boðar, að fyrstu húsin verði væntanlega fok- held í haust. Hvaða haust? spyrja Reykvíkingar, sem eru orðnir langþreyttir á íhaldinu. Samt er til aðili í landinu, sem hefur tekið bæjarstjórn aríhaldið sér til íyrirmynd- ar. Það er ríkisstjórnin. Hún loíaði stóríramkvæmdum í húsnæðismálunum, þegar hún settist að völdum, en kom ófullkominni löggjöf fyrst í verk á síðasta þingi. Svo var ráð eða nefnd sett á laggirnar, en ekki hafizt handa um neinar fram- kvæmdir í allt sumar. Um- sækjendur væntanlegra lána fá fyrst áheyrn með haust- inu. íhaldið fer sér hægt, og sambúðin við Framsóknar- flokkinn hleypir því engu kappi í kinn. En auðkýfingarnir byggja hverja milljónahöllina af annarri. þeir fá fúslega lóðir og aðra opinbera fyrir- greiðslu — og auðvitað láns fé, ef vel eða illa fenginn gróði hrekkur ekki til. En verkalýðurinn hefur aðra sögu að segja. Honum eru all ar dyr læstar. íhaldinu finnst það óheyrileg heimtu frekja og ósvífni, að þeir, sem leggjá til þjóðarauðinn með vinnu sinni og fram- leiðslu, ætlist til þess að eignast mannsæmandi húsa- kynni. Slíku er raunar sjálf- sagt að lofa fyrir kosningar til að blekkja fjöldann, en efndirnar eru allt annað mál. Loforðin eru ekki gef- in í alvöru, heldur til að svíkja. En hvað láta kjósendur lengi blekkjast af íhaldinu? Valdið er þeirra, ef því er beitt á réttum stað og réttri stundu. Öllu má nafn gefa MORGUNBLAÐIÐ skýr- ir frá því í gær, að Bjarni Benediktsson hafi vikið Birni Björnssyni sýslumanni Rangæinga frá störfum í skólanefnd Skógaskóla af því að kastazt hafi í kekki með Jóni Kjartanssyni sýslu manni Skaftfellinga og Jóni Gíslasyni fyrrverandi alþing ismanni og sýslumaðurinn ekki léð rríáls á því að bíða lægri hlut í kosningu innan sýslunefndar! Þetta hefði Morgunblaðinu áreiðanlega þótt langt sótt og léleg rök- semd hjá Brynjólfi Bjarna- syni, þegar hann var að fremja sín óhæfuverk. Bryn jólf vantaði ekki afsakan- irnar frémur en Bjarna, en þær voru hlægileg sýndar- mennska. Hann fékkst aldrei til að viðurkenna valdníðsl- una, en Morgunblaðinu lá hún þá í augum uppi, þó að það endurþekki hana ekki í athæfi Bjarna Benediktsson ar. Nazistapilturinn Magnús Sigurlásson, sem Bjarni gerði að formanni skóla- nefndar Skógaskóla í stað Björns sýslumanns, fær svo þann vitnisburð Morgun- blaðsins, að hann sé „hæfur og dugandi maður úr Rag- árvallasýslu“. Öllu má nafn gefa. En áreiðanlega bregð- ur mörgum flokksbróður Bjarna Benediktssonar í brún við þann úrskurð, að sveinstauli þessi sé mestur menningarfrömuður Sjálf- stæðismanna í hópi Rangæ- inga og Skaftfellinga. Svo djúpt er Suðurland ekki sokkið. Gerist áskrifendur blaðsins. m Vtan úr heimi: Friðarsáftmáli Japans og SNEMMA í sumar fóru Jap- anir og Sovét-Rússar að leita hófanna um samkomulags- grundvöll að friðarsáttmála milli ríkjanna. Hafa staðið yfir samningaumleitanir í Lundún- um, en lítið hefur frétzt, hvað þar fram fer og báðir aðilar þegja um árangur. Hins vegar hefur japanska þjóðþingið ítrekað við ríkis- stjórn sína, að lagt sé fram yf- irlit um það, sem áunnizt hef- ur. Ríkisstjórnin hefur látið opinberlega í té nokkrar upp- lýsingar, sem eru athyglisverð- ar fyrir þær sakir, að svo virð- ist sem „sáttastefna“ Rússa gildi ekki í viðskiptum við Jap- an. Rússar hafa hingað til verið allósveigjanlegir í málafylgju sinni. Þeir krefjast þess, að Jap anir viðurkenni yfirráð Rússa yfir nokkrum eyjaklösum, sem voru japanskir þar til Rússar hernámu þá árið 1945. Ennfrem ur fara þeir fram á, að Japanir lýsi yfir hlutleysi sínu, og rjúfi þannig þá samvinnu um varn- armál,, er þeir hafa við Banda- ríki N.-Ameríku. Loks hafa Rússar lýst yfir, að þeir geri eng an viðskiptasamning við Japan, fyrr en friðarsáttmáli sé í gildi kominn. Japanska stjórnin hafði upphaflega vonazt til, að Sovét-samveldið léti lausa yfir 12000 japanska stríðsfanga, sem taldir eru vera í fanga- búðum, — áður en friðarsátt- málinn væri undirritaður. En Rússar segja nú, að stríðsfang- arnir verði þá fyrst látnir laus- ir, er sáttmálinn er orðinn að veruleika. Það skal því engan furða, að illa tekst að komast að sam- komulagi um þessi mál. Er hætt við að umræður dragist langt fram á haust. í þessu sambandi má minna á friðar- sáttmála, sem Japanir gerðu við mörg önnur ríki í San Fran sisco 1951. Og sá sáttmáli var stórum hagkvæmari Japönum en þeir geta gert sér von um í samningi við Rússa. Sovét-stjórn veit ofurvel, að Japan er mjög umhugað um að koma lagi á sambúð síva við kommúnistaríkin. í þau tíu ár, sem liðin eru síðan „svipurinn datt af“ Japan, hefur það ver- ið algjörlega háð Bandaríkj- unum. En nú vilja Japanir ekki una því lengur að sitja í skugg- anum. Frá sjónarmiði viðskipta mála, er það sérlega eftirsókn- arvert að auka viðskipti við I kínverksa alþýðulýðveldið og | Sovét-samveldið. Á hinn bóg- ' inn, er japönskum stjórnmála- leiðtogum ljóst, að ekkert má ! aðhafast, sem spillt geti góðri isambúð við Bandaríkin. Hér er 1 meðalvegurinn þröngur, og þeim mun erfiðari, að Rússar sýna lítil merki þess, að vilja slaka til. Japanska ríkisstjórn- in er ailvölt í sessi, og verður vart langlíf, ef samningar tak- ast ekki við Rússa. En í raun- inni er ekki önnur leið fær en sú varkára og hikkenda utan- ríkisstefna, sem þeir hafa í dag. Þó að Rússar viðhafi hlé- dræga varnarstefnu, brosi af kurteisi við vesturveldunum, hafa þeir ekki tekið ofan hörku svipinn á samningafundunum við Japani og verður fróðlegt að sjá, hvort hörkusvipurinn býr einnig undir brosgrímunni, sem þeir brugðu á andlit sér á Genfarfundinum. Það kemur í Ijós, þegar utanríkisráðherr- ' arnir hittast til að fjalla um vandamálin sjálf í október. | Rússar eru harðfengir samn- ingamenn. Við samningaborðið ; í Lundúnum, vita þeir, að þeir geta sett Japönum hátt verð fyr (ir friðarsáttmála, því að Jap- anir hafa lagt allt kapp á að | sáttmálinn verði gerður. í Genf hittast fundaraðilar hins vegar fyrir hlutfallslega sömu for- j sendur. Það lcann að valda því, að þá verði annað upp á ten- ingnum. Teilus. Gaza-deilan lögðfyrir allsherjarþingið FULLTRUAR Bretlands, Bandaríkjanna og Frakkliands hjá Sameinuðu þjóðunum ræddu í gær við Dag Hammer- skiöld, aðalritara Sþ. um ástand og horfur í deilumáli Egyfta og Israeismanna á landamær- um ríkjanna. Er beðjð skýrslu Burns, hershöfðingja, form. vopnahlésnefndarinnar, en sí3 'an er talið að málið verði lágt fyrir Allsherjarþing Samein- uðu þjóðanna, sem saman kem ! ur í haust. ; ÖÐRU HVORU kveða upp úr raddir um það, hve alrnenn- ingur gerist nú fráhverfur kirkju og kristindómi. Hefði kirkja vor tekið upp auglýsingaáróður, svipaðan þeim, er nú tíðkast í samkvæm- is- og viðskiptalífinu, fyndist mönnum eflaust annað. Sann- leikurinn er nefnilega sá, að að vinir kirkjunnar eru miklu fleiri en nokkur veit. í öllum sofnuðum landsins eru menn og konur, sem eru sífellt að vinna fyrir kirkju sína, með gjöfum eða á annan hátt. Og ég hygg að segja mætti að engri einni stofnun í landinu, Kirkjan á Seffossi í smíðum Álþýðublaðið SÍÐASTLIÐINN laugardag var gerð útför Þorvalds Þor- leifssonar bílstjóra á Selfossi. Sóknarpresturinn sr. Sigurður Pálsson í Hraungerði jarðsöng. Kirkjukór Selfoss söng. Orgel- leikari frú Anna Eiríksdóttir. Var húskveðja að heimili hins látna, Smáratúni 5. Þaðan báru bílstjórar kistuna til skiptis til kirkjunnar og til grafar. Þar sem kapellan rúmaði ekki nærri alla, er viðstaddir voru, var bekkjum komið fyrir í kirkjunni handa fólkinu. Var hátalari hafður og heyrðist vel ræða prestsins og söngur kórs- ins. Selfosskirkja er í smíðum, en guðsþjónustur hafa undan- farið verið haldnar í kapell- unni. í sumar hefur verið unn- ið við kirkjuna að innan. Má sjá, að kirkjan verður bæði sér kennileg og fögur. Hvelfing er ekki í kirkjunni, en súðin minn ir á gömlu baðstofurnar með sperrunum. Er súðin upphaf súlnaröðunum, er standa nokk- jUð frá veggjum kirkjunnar. Neðan við súðina, eftir endi- löngu, er breiður bekkur, sem málað er á táknrænar helgi- myndir. ] Sérstaklega verður kór kirkj unnar fagur. Er hann með hvelf , ingu líkri parti af turni. Að framan er máluð umgerð sem rammi fagurlega gerður, er setur sérstakan svip á kórinn. ] Kirkjan snýr eins og brú Ölfusár, sem er rétt ofar. Stefn ir áin beint á kirkjuna; en hún er grundvölluð á bjargi. Mynd- ar áin þar lygnu og hring- iður margar. Beygir hún svo í boga í kringum tangann, sem kirkjan og kirkjugarðurinn er ■ á, og beljar á flúðum þar fram hjá. | Áin minnir á lífið, sem án afláts streymir, þó að eistak- [lingurinn hverfi af sjónarsvið- inu. Hún er eins og tilveran: Stundum róleg og hæg. Stund- um riðst hún fram með jaka- burði margföld að afli. Þá kast- lasfr hún upp á bakkana. Berg- ið skelfur. Og þar sem hún nær í jarðveg og gróður, skilur hún eftir sár. J. K. unna menn jafn almennt og kirkjunni, enda sýna áheit og gjafir það gleggst. , Með því að dregist hefur, að því er ég bezt veit, fyrir sókn- arnefnd Patreksfjarðarsóknar, að þakka mjög veglega gjöf, sem Patreksfjarðarkirkju var færð á sl. vori, vil ég hér með íyrir hönd nefndarinnar, sjálfs mín og safnaðarins alls, færa Kvenfélaginu „Sif“ á Patreks- firði, undir stjórn frú Helgu Guðmundsdóttur, innilegustu þökk fyrir þá hina góðu og veg legu gjöf, er konur félagsins færðu Patreksfjarðarkirkju 25 fermingarkirtla, að gjcf á sl. vori. Voru því börn á Patreks- firði í fyrsta sinn í vor sem. leið fermd í kirtlum. Var fólk hið ánægðasta með það fyrir- komulag og þótti fermingarat- höfnin fyrir þá sök enn hátíð- legri. Eiga kvenfélagskonur staðarins miklar þakkir skyld- ar fyrir þessa þörfu og rausn- arlegu gjöf til kirkju sinnar (safnaðarins). Mun margur, fá- tæklingurinn, ekki sízt kunna að meta gjöf þessa er árin líða, því að með hinu nýja fyrir- komulagi, að ferma börn öll, jafnt drengi sem stúlkur, í þar til gerðum kirtlum, er allmik- illi útgjaldabyrði létt af þeim, er barn þurfa að láta ferma. Er gjöf þessi ekki sú fyrsta, sem kvenfélagið gefur kirkju sinnL Hefur það oft áður sýnt velvild sína og rausn í garð Eyrar- kirkju (nú Patreksfjarðar- kirkja) bæði með gjöfum og starfi fyrir kirkjuna. Eg segi því aftur: Hjartans þökk fyrir gjöfina í vor og allan góðhug ykkar kvenfélagskvenna á Patreksfirði til kirkju vorrar fyrr og síðar. Landsspítalanum, Rvík, 28. ágúst 1955. Einar Sturlaugsson ~ sóknarprestur.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.