Tíminn - 03.02.1965, Page 1
Politiken um norrænu bókmenntaverðlaunin
Vilja verð-
laun óskipt
símasamband
Reykjavík og NTB-Kaupmanna-
höfn, þriðjudag.
Dagblaðið Politiken í Kaup
mannahöfn segir í dag um veit-
ingu bókmenntaverðlauna Norður-
landaráðs, að með því að skipta
verðlaununum, sé verið að rýra
gildi þeirra. Segir blaðið að þessi
skoðun sé runnin frá norrænum
rithöfundum.
Eins og kunnugt er, þá voru
verðlaunin, samtals fimmtíu
þúsund krónur danskar, veittar
þeim Heinesen og Lagerkrantz af
sérlega kjörinni dómnefnd í Osló
á mánudaginn. í þessari nefnd
sitja fyrir íslands hönd þeir dr.
Steingrímur J. Þorsteinsson
prófessor og Helgi Sæmundsson,
ritstjóri, en danski rithöfundur-
inn Karl Bjamhof er formaður
nefndarinnar.
f dómnefndinni sitja alls tíu
menn, tveir frá hverju meðlima-
landi Norðurlandaráðs. f skrifum
Politiken kemur hins vegar fram,
að tvo fulltrúa vantaði í dóm-
nefndina að þessu sinnj, einn frá
Danmörku og einn frá íslandi, dr.
við
síðdegis
Steingrím, sem hefur verið veikur.
Segir Politiken, að þessi tvískipt-
ing verðlaunanna muni eiga rót
að rekja til þess, að þessa tvo
dómnefndarmenn vantaði, enda
hefði þá atkvæðastyrkur nægt ein-
hverjum einum manni.
Sú regla mun gilda, að tveir
rithöfundar eða tvö skáld koma til
greina frá hverju landi. Við fyrstu
atkvæðagreiðslu í nefndinni er
grynnt á þessari tölu og þannig
áfram, unz einn hefur hlotið flest
atkvæði. f þessu tilfelli virðist
sem atkvæði hafi fallið þannig,
að þeir Heinesen og Lagerkrantz
hafi fengið fjögur atkvæði hvor,
Framhald é 14. síðu.
KOMA
ÞEIR?
EJ—Reykjavík, þriðjudag
Aksel Larsen, formaður Socialist
isk Folkeparti og stuðningsmaður
afhendingar íslenzku handritanna,
hefur lagt þá tillögu fram í hand
ritanefnd danska þjóðþingsins, að
nefndarmenn fari til íslands og
kynni sér við hvaða aðstæður
handritin yrðu geymd og rannsök
uð hér á landi, ef þau yrðu afhent,
og þá gætu þeir um leið rætt við
íslenzka vísindamenn um málið.
Tillaga þessi er nú til athugunar
hjá nefndinni, en ekki hafa enn
komið fram andmæli gegn henni,
að því er danska blaðið B.T. skrif-
ar.
Beínt
Akureyri kl.
Flenzan herjar
Eins og Tíminn hefur skýrt
frá, þá kom fyrir nokkru upp
skæður inflúenzufaraldur í
Leníngrad í Rússlandi, og berst
inflúenzan óðfluga út um norð-
anvert Rússland og Eystrasalts-
löndin. Ekki hefur, enn frétzt
af flenzunni á neinu Norður-
landanna, þótt varla verði þess
langt að bíða.Rússar hafa teMð
upp þann sið núna, fyrir utan
bólusetningu gegn flenzuni, að
ganga með ryksíur fyrir vitum,
eins og fólk gerir gjarnan í
stórborgum, þar sem miMð er
um sót í loftinu. Og myndin hér
að ofan, sem teMn er fyrir
skömmu í Moskvu, sýnir af-
greiðslustúlku í verzlun með
eina af þessum „andflenzu-
grisjum” fyrir vitunum. Hún
þarf við marga að tala, og
margir hósta sjálfsagt og
hnerra á hana flenzuvírus. Það
er því gott að eiga hald sitt og
traust í grisjunni.
>
Námu
slys
NTB—Arras, þriðjudag.
Lík allra námumannanna,
21 talsins, sem létu lífið í
gassprengingunni í kola-
námu einni við Arras í
Norður-Frakklandi, eru nú
fundin, og eru lík flestra
þeirra svo illa farin, að óger
legt er að þekkja þau.
Námuverkamennimir voru
715 metra undir yfirborði
jarðar, þegar sprengingin
átti sér stað, en náma þessi
er talin ein sú öruggasta í
Norður - Frakklandi.
Björgunarmennirnir komu
í kvöld up með síðasta
námumannsins, en það tók
nokkuð langan tíma að
finna það, Var námunni síð
an lokað.
Um helmingur hinna látnu
eru svo illa' farnir af eldi,
sem gaus upp eftir spreng
Framh. á bls. 14.
KJ-íteykjavík, þriðjudag.
Á morgun, miðvikudaginn 3. |
febrúar, verður opnað sjálfvirkt
talsímasamband á milli Akureyrar
og annarra sjálfvirkra símstöðva
innanlands. Er þar með náð merk
um áfanga í símamálum Iandsins,
þegar hægt er að hringja á milli
Akureyrar héðan frá og annarra:
sjálfvirkra stöðva án þess að sam-:
tölin fari í gegn um langlínumið- j
stöðina.
Ingólfur Jónsson ráðherra, er
fer með símamálin, mun hringja
klukkan fimm áíðdegis í umdæm-
isstjórann á Akureyri Gunnar
Schram, og þar með verður síma-
sambandið formlega opnað. Eng-
in sérstök athöfn önnur mun
verða í sambandi við opnun tal-
símasambandsins.
Símnotendur hér á Suðvestur-
landi, sem eru í sambandi við
sjálfvirku stöðvarnar skulu fyrst
velja svæðisnúmerið á Akureyri,
sem er 96 og strax á eftir númer
notandans nyrðra. Notendur á Ak-
ureyri velja hins vegar svæðis-
númer viðkomandi stöðvar hér fyr
ir sunnan og síðan númer notand-
ans strax á eftir. Sjálfvirku svæð-
in eru nú fimm með tilkomu Ak-
ureyrarsvæðisins, sem hefur núm-
erið 96. Hin eru Reykjavíkur-
svæðið 91, Keflavíkursvæðið 92,
Framhald á i4 síðn
Starfsmenn Landsímans hafa sumir hveriir lagt nótt við dag, til þess að koma á siálfvirka talsímasambandinu
mllli Akureyrar og sjálfvirku stöðvanna sunnanlands. Hér á myndinni eru tveir þeirra að vinna að prófunum á
sambandinu í Landssímahúsinu í Reykjaík (Tímamynd K.J.)
Síðustu
orð sir
Winston
NTB—London, þriðjudag.
— „Eg er orðinn þreyttur
á þessu öllu saman.“ Þann
ig hljóðuðu síðustu orð Sir
Winstons Ohurchills. Hann
sagði þessa setningu rétt
áður en hann féll í djúpan
svefn 15. janúar s.l. að þvi
er blaðið Evening Standard
hefur eftir tengdasyni Churc
hills, Ohristopher Soames,
sem stóð þá við siúkrasæng
hans.
Blaðið segir, að ólíklegt
sé, að Sir Winston hafi
þekkt tengdason sinn á þvi
augnabliM. Churchill veikt
ist 11. janúar, en ekki var
almennt vitað um sjúkleika
hans fyrr en 19. janúar, þeg
ar læknar hans, Lord Moran
og Lord Brain sendu út
fyrstu tilkynningu sína um
veikindin, að því er Evening
Standard segir-