Tíminn - 03.02.1965, Blaðsíða 3

Tíminn - 03.02.1965, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 3. febrúar 1965 TÍMINN ISPEGLITIMANS Dior hefur lokið sýningu sinni á vor- og sumartízkunni fyrir árið 1965. Þessi mynd var tekin við lok sýningarinnar. Það eru nokkrar sýning arstúlkur hjá Dior, sem óska Marc Bohan, tízku- teiknara, til hamingiu með nýju tízkuna. ★ ★ Fyrir skömmu kom út í Rússl. ný bók um sögu Sovétríkj- anna, og er hún m.a. notuð til kennslu í menntaskólum. Og nemendurnir fá í þessari bók ósköp lítið að vita um mann þann, sem kallast Nikita Krústj off. Bókin kom út sex vikum eftir fall Krustjoffs, og er nafn hans einungis nefnt á stöku stað. Hann er t.d. sagður hafa verið skipaður í herráðið í Stalingrad 12. júlí 1942, og kjörinn aðalritari miðstiómar kommúnistaflokksins í septem ber 1963. En hvergi er sagt frá því að hann hafi verið for- sætisráðherra Sovétríkjanna um langan tíma, hvað þá að minnst sé á helztu verk hans, sem æðsta manns Sovétríki- anna. Svo að nemendur í sovézk um menntaskólum hljóta að spyrja sjálfa sig — hv«r var hann annars þessi Krustjo^T? ★ Nafnið Las Vegas í Bandaríkj unum leiðir hugann ósjálfrátt að spilavítum og milljónamær- ingum. Þess vegna vekur það ★ ★ Skáldið Amulf Overland var nýlega sæmdur hinni konunglegu St. Ólafsorðu við hátíðlega athöfn í Osló, og var myndin tekin við það tækifæri. Överland, sem lét smygla heitum baráttuljóðum út úr fangabúðunum, þar sem hann dvaldi í síðari heimsstyrjöld, er t. h. á myndinni. dálitla furðu svona til að byrja með, þegar það fréttist, að hjálparsveitir þær, sem starfa á vegum „Herferðar gegn fá- tækt“, sem Johnson forseti kom á fót, hafa valið Las Vegas sem eitt fyrsta starfssvæði sitt. En við nánari athugun kemur í ljós, að Las Vegas er borg mikilla andstæðna. Milljónirnar hverfa í spilavítunum, en jafn framt búa 20 þúsund af þeim 100 þúsundum, sem þar búa, við mikla fátækt og örbirgð. Fyrstu hiálparsveitirnar munu bæði taka að sér mörg hundruð börn, flest blökkubörn, og koma á fót námskeiðum til að veita ungu fólki þar iðnmenntun, svo það géti fengið sér sæmilega at vinnu. Hér áður fyrr, þegar sam- bandið á milli Bandaríkjanna og Kúbu, var nokkurn veginn vinsamlegt, fengu Kúbubúar „baseball“-bakteríuna. Nú er vináttan oirðin að fjandskap, en „baseball“ er enn þá þjóðar- íþrótt þeirra á Kúbu. En nýtt vandamál hefur ris- ið upp. Nú, þegar Kúbumenn geta ekki keppt við Banda- ríkin, þá hafa þeir enga mögu- Ieika á að fá neitt lið á mót'i sér í Iandskeppni. Þetta þykir þeim leiðinlegt, og hefur Castro nú gert tilraun til þess að bæta úr þessu. Hefur hann sent átta útvalda „baseball“- þjálfara til Sovétríkjanna, Rauða-Kína og Norður-Viet- nam. Eiga þeiir að koma þar upp liðum, það góðum, að Kúbumenn telji það sér sam- b«ðið að keppa við þá. • Kvikmyndin „My Fair Lady”, sem nú er sýnd í 32 kvikmynda húsum í 10 íöndum utan Ame- ríku, hefur slegið öll fyrri met alls staðar. Hefur sú fagra slegið við kvikmyndum, eins og t.d. „Ben Hur“, „Lengstur dag- ur“ og „Kleópatra“. * Leikarinn Rex Harrison fer til Tokio í næsta mánuði til þess að taka þar við heiðurs- doktorsgráðu við háskólann þair í borg. Er hann gerður að heiðursdoktor vegna frábærrar frammlstöðu sinna í hlutverki prófessors Higgins í „My Fair Lady“ f Japan! ★ Sagt er, að Grace furstaynja af Monaco sé nú í fyrsta skipti ósammála manni sínum, Rainer fursta. Hún á von á barni í þcssum mánuði, og á hún enga ósk heit ari en, að það verði drengur, sem skírður verði John eftir afa hennar. En það vill Rainer ekki einu sinni hlusta á. — Nei, — segir hann, — Dreng urinn skal heita Florestan! Svo að það virðist aðeins vera ein hugsanleg lausn á vanda- málinu — að barnið verði stúlka. ★ Farúk, fyrrverandi konungur, hefur , að því er virðist, lent í ævilöngu hjónabandi — með óhamingjunni. Eins og menn kannski muna höfðaði hann mál á hendur fyrirtæki einu í Míl- anó, sem framleiðir súkkulaði, fyrir að hafa sent út á markað inn nýja súkkulaðitegund með nafninu „Farúk“, án þess að fá leyfi hans til þess að nota nafnið. Krafðist hann ca. 26 mjlljónir króna i skaðabætur. Nú hefur máli hans ekki að- eins verið vísað frá, heldur var Faruk einnig dæmdur til þess að greiða 60 þúsund krónur í málskostnað. 3 Á VÍÐAVANGI Blindri þróun hafnað Dagur á Akureyri segir í rit- stjórnargrein: „UM NOKKURT skeið hef- ur verið svo ástatt í landi okk- ar, að hverskonar þjónustu- störf hafa verið eftirsóttari en vinnan við framleiðsluatvinnu vegi þjóðarinnar, enda þjón ustustörf betur borguð. Afleið- ingarnir hafa heldur ekki lát- ið á sér standa. Á það bendir fólksstraumurinn að Faxaflóa, sem enn flytur með sér fólk og fjármagn frá öðrum lands- hlutum og það í svo ríkum mæli að við landauðn liggur í heil- um byggðarlögum. Hin blinda Þróun fjármagns og viðskipta hefur heldur ekki sncitt hjá garði ýmissa annarra Evrópu- þjóða. En þær þjóðir hafa mætt vandanum með raunhæf- um aðgerðum. Þær hafa með löggjöf og ríkisframkvæmdum snúið fólksflutningunum við á ýmsum stöðum og fengið af því þá reynslu, að sú leið væri ekki aðeins fær, heldur cinnig hagkvæm og nauðsynleg vegna þjóðarheiWarinnar. Þar hefur sú skoðun fest rætur í almenn- ingsálitinu og hjá hinum leið- andi öflum, að þjóðfélögin hlytu að láta sig varða hvar upp væri sett atvinnu- og fram leiðslufyrirtæki, hinar ýmsu stofnanir og hvar fólkið hefði búsetu. Þar er hafnað hinni blindu þróun fjármagnsins." Þörf á nýjum skilningi „Að sjálfsögðu geta íslend- ingar ekki sniðið löggjöf sína eftir erlendum fyrirmyndum, svo margvíslega sérstöðu höfum við hér á landi. En hér er þó við sama vandamálið að glíma og því nauðsynlegt að kynna sér, hvernig aðrar þjóðir taka á sama vandamálinu. Allir kann- ast við Norður-Noregsáætlun- ina, svo vel var hún nýl. kynnt hér í blöðum og útvarpi og svo glæsilegan árangur hefur hún borið. í Frakklandi var gerð 10 ára áætlun um flutn- ing margra ríkisstofnana frá höfúðborginni og öðrum stór- borgum Frakklands. Ríkisvald ið stóð ákveðið að þessu og einnig því, að þau framleiðslu- fyrirtæki, sem flyttu meira en 200 km. frá höfuðborginni nytu hagstæðari lána og annarrar nauðsynlegrar fyrirgreiðslu. Árið 1960 var þegar búið, sam- kvæmt þessari áætlun, að flytja 600 atvinnufyrirtæki, með 170 þús. manns í þjónustu sinni, út á landsbyggðina. Bretar gera áætlun um 300 uppbyggingarsvæði hjá sér, þar sem komið verði á fót nýjum at vinnugreinum, svo og útborgar svæðum til að létta á London. Ríkið sjálft hefur þegar kom- ið upp fjölda framleiðslustöðv um og veitir styrki til að aðrir stefni í sömu átt. í Svíþjóð vann milliþinganefnd að áætl- unargerð í þesum málum frá 1959—1963 og lagði m.a. til, að stórfé yrði varið til hinna ýmsu svokölluðu þróunar- svæða. Nefndin Iagði til, svo dæmj séu nefnd um aðstoð, að rafmagn á þessum svæðum yrði mun ódýrara en annars staðar. En hér á land-i er rafmagnið dýrast, þar sem strjálbýlast er. Sú tíð virðist vera liðir hjá flestum nálægum menningar- þjóðum, að þjóðfélögin láti sig ekki varða búsetu manna og hvar niður séu settar at- vinnu- og framleiðslustöðvar, svo og hin ýmsu opinberu c rainhaJa a 14. ifðu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.