Alþýðublaðið - 16.09.1955, Side 6

Alþýðublaðið - 16.09.1955, Side 6
ALÞYÐUBLAÐIÐ ■Föstudagur 16. sept. 1953 ÚTVARPID 19.30 Tónleikar: Harmonikulög (plötur). 20.30 Útvarpssagan: „Ástir pip arsveinsins" eftir William Locke, XYIII (séra Sveinn Víkingur). 21 Tónleikar (plötur). 21.20 Úr ýmsum áttum. Ævar Kvaran leikari velur efnið og flytur. 21.45 Tónleikar: Sinfóníuhljóm sveitin leikur, Ragnar Björns son stjórnar. 22.10 „Lífsgleði njóttu“, saga eftir Sigrid Boo, X (Axel Guðmundsson). 22.25 Dans- og dægurlög. Ro s a m o nd Marshalh r r _ _ . 'SSr A FLOTTA 59. DAGUR Kte»A •*toC'Ar it' w • MM *»♦ KROSSGÁTA. Nr. 899. / 2 i V 5* u 7 i 4 10 li 12. 1} IV IS lí L L n Lárétt: 1 glerílát, 5 fest, 8 gerlegt, 9 hrjósa hugur við, 10 geðflækja, 13 bókstafur, 15 mál æði, 16 dysja, 18 í. Lóðrétt: 1 fúaspýta, 2 geð, 3 elska, 4 á fæti, 6 hafa í hyggju, 7 romsa, 11 grjótlendi, 12 tuska, 14 púki, 17 sk.st. (verzlunar- mál). Lausn á krossgátu nr. 898. Lárétt: 1 hlóðir, 5 lóða, 8 ráma, 9 as, 10 ræða, 13 US, 15 vinn, 16 leir, 18 flein. Lóðrétt: 1 hörgull, 2 ljár, 3 ólm, 4 iða, 6 óaði, 7 asinn, 11 ævi, 12 andi, 14 sef, 17 re. Handklæði Verð frá kr. 13,50. Toledo Fischersundi. i Ðr. jur. Hafþór j ■ ■ 1 Guðmundsson j ■ ■ » Málflutningur og lög- j I fræðileg aðstcð. Austur-j ; - stræti 5 (5. hæð). — Sími í * 7268. • Sextándi kafli. Þann dag fjölgaði um tvo förumenn, sem reikuðu um götur Florensborgar og sníktu sér málsverði. Systir Caríta og Nello höfðu slegist í hópinn — og var hann þá allstór fyrir, þrátt fyrir auðæfi hinnar miklu miðaldaborgar. Veturnir geta orðið harðir í Florens og eng- inn leikur fyrir beiningamenn að draga þar fram lífið. Nello aumkaðist yfir mig. Eigum við ekki að leita hælis í einhverju klaustri, Bianca? Hvernig ætti ég að finna börnin, ef ég héldi mig innan klausturveggja? Börnin! Alltaf börnin! tautaði dvergurinn geðvonzkulega. Góði Nello, komdu sjálfum þér einhvers staðar fyrir. Þér eru ýmsir vegir færir. Ein- hver ríkur maður vill sjálfsagt gjarnan ráða þig til sín. Til dæmis erkihertoginn, hinn mikli Lorenzo. Hann þekkir þig og veit um hæfileika þína. En börnin myndu kannske ekki þekkja þig, Bianchissima, svaraði Nello. En mig munu þau þekkja. Vesalings, litli Nello. Um mig var hann að hugsa, þrátt fyrir allt. Eg var alltaf að velta því fyrir mér, hvern- ig þrjú hundruð níutíu og níu börn gætu hafa horfið svo gersamlega, sem raun virtist bera um. Eða þá Angelo múnkur? Og hin háværa systir Martha? Eg spurði marga, sem á vegi okkar urðu: Búðarmenn, götusala, múnka, bændur og markaðskonur, tollverði, lögreglumenn og her- menn: Hafið þið nokkuð séð til hóps barna í fýlgd með múnki og nokkrum systrum? Eg fór meira að segja inn í kirkjugarða og spurði grafara og líkmenn: Jörðuðuð þið nokkur lik barna, sem komið var með frá höllinni við Via Michelozzi? En svarið var alltaf það sama: Nei. Hvað gat hafa orðið af þeim? Oft og mörgum sinnum, þegar við áttum leið fram hjá höllinni, sem áður tilheyrði mér, greip Nello í handlegg mér og sagði lymsku- lega: Láttu mig sjá fyrir svikaranum Bel- otti! Nei, Nello. Lofaðu mér að minnsta kosti að brjótast inn og vita hvort ég finn ekki eitthvað fe mætt. Þú átt það hvort sem er. • Nei, Nello. Eg þorði ekki að eiga á hættu, að Belotti komist að því að ekkja Belcaros gengi enn ljóslifandi um - götur Florensborgar. Belotti myndi einskis láta ófreistáð til þess að’koma henni fyrir kattarnef. Belotti hlaut fyrir löngu að vera búinn að komast að því, að Belcaro væri dauður, og' eðlilegt, að hann grunaði mig um að vera á einhvern hátt við það riðin. Að vísu hafði Nello gortað af því að „hafa grafið hundana svo djúpt að ekki einu sinni lúðurhljómar dómsdags myndu ná niður til þeirra“; en sennilegast myndi þó að líkin fyndust, ef eftir væri leitað. Væri Belotti lát- inn í friði, væri máske von til þess að hann grennslaðist ekki eftir því, hvað orðið hefði af mér. En vissi hann af mér lifandi, myndi hann óttast að ég stefndi honum fyrir lög-og dóm og án efa sækjast eftir lífi mínu. Því var (SamúSarkort Slysavarnafélags s Islanda ^ kaupa flestir. Fást hjá ( slfsavamadeildum um S land allt. 1 Reykavík Ó Hannyrðafverzluninnl, ^ Bankastræti 6, Verzl. Gunn S þórunnar Halldórsd. ogS S ekrifstofu félagsins, Gróf- það, að ég sneiddi sem allra mest hjá höil ;,,hans“. Finna börnin -— og koma bókinni fyrir á ör- uggum stað! Um það snérist öll mín hugsun frá morgni til kvölds. Einustu gleðistundir mínar voru þær, að smeygja mér inn um ein- hverjar kirkjudyrnar og biðjast fyrir. Eg forð- aðist kirkjurnar, sem ég vissi að ríku menn- irnir sóttu, þar kynni einhver að þekkja mig. Dag eftir dag bað ég fyrir Andrea, fyrir munk- inum Giacomo — og síðast en ekki sízt fyrir börnunum „mínum.“ Eg veitti því eftirtekt, að bæninni Cylgir máttur! ! Við Nello héldum oftast kyrru fyrir á dag- inn. Á kvöldin fórum við hins vegar á kreik, og á hverju kvöldi gengum við eftir Via Cal- ■zaoli. Það var í þá daga eins konar verksmiðju hverfi; þar stóðu hinar geysistóru klæðaverk- smiðjur, sem frægar voru um alla Evrópu. Það var ekki mjög mannmargt þar, en þó átti þar leið um það fólk, sem ég. einna helzt gat búizt við að gæti frætt mig um börnin. Við Nello gengum Via Calzaioli síðkvöld nokkurt. Þá var það að Nello vakti athygli mína á skilti nokkru í hliðargötu nærri stræt- inu. Á því stóð: Tentari, og fyrir neðan með smærri stöfum: Ekkja. Eg á þrjá koparskildinga, sagði Nello. Eg ætla að kaupa brauðbita. Eg staðnæmdist við 'dyrnar og Nello fór inn. Þetta var lítil og óásjáleg búð, en ég sá að bak við hana var allstórt brauðgerðarhús. Inn um hálfopna gluggana sá ég rauðglóandi ofna og menn í hvítum klæðum hnoða deig og skara í eldunum með löngum skóflum. Það var breitt brosið á litla Nello, þegar hann kom út, flaumósa mjög. Komdu inn, Bi- anca. Komdu inn um bakdyrnar. Ekkjan Ten- tari gefur manni brauð! Hann tók í handlegg minn og togaði mig af stað. I húsasundi nokkru inn með brauð- gerðarhúsinu var biðröð. Eg sá strax, að þar voru saman komnir beiningamenn. Og innan skamms vorum við farin að mjakast áfram, umkringd þessum vesalingum. Það reyndi enginn að troða sér fram hjá okkur. Allt fór fram með stökustu reglusemi. Þegar röðin hafði mjakast nokkra metra, sá ég konu fyrir innan borð. Hún var mið- aldra, vel á sig komin og heldur lagleg, en helzt um of holdug. Fyrir framan sig hafði hún tvö gríðarstór föt eða trog full af brauð- um, og hún rétti hverjum um sig vænan brauð- hleif. Og um leið og hún afhenti gjöfina, — sagði hún við hvern og einn: Vegna Ann- ettu litlu. Vegna Annettu litlu. Eg hvíslaði að manninum, sem var fyrir framan okkur Nello í röðinni: Hver er Ann- etta? Það var dóttir ekkjunnar Tantari. Hún dó í svarta dauðanum. Síðan hún dó gefur hún fátækum brauð, og hún gleðst mjög, ef börn eru í röðinni. Það hoppaði í mér hjartað! Hvað hafði hann sagt: Það gleður hana mjög, og börn eru í röðinni? Mér fannst konuvesalingurinn ekki fara rétt að. Myndi hún ekki ná meiri árangri á einhvern annan hátt en þennan, ef hún í sjémanna / ín 1. Afgreidd í síma 4897. (( ^ — Heitið á slysavarnafélagS S ið. Það bregst elddL ) iDvaíarheimili aldralFraS s s s Minningarspjöld fást hjá: \ Happdrætti D.A.S. Austoi j stræti 1, sími 7757. $ Veiðarfæraverzlunin Verð ^ andi, sfmi 3788. ^ Sjómannafélag Reykjavík-Í ur, sími 1915. ) Jónas Bergmann, Háteig*-^ veg 52, sími 4784. V Tóbaksbúðin Boston, Lauga ) veg 8, sími 3383. y Bókaverzlunin FróðJ, ^ Leifsgata 4. $ Verzlunin Laugatelgur, ) Laugateig 24, sími 81666^ Ólafur Jóhannsson, Sega-Í bletti 15, sími 3096. ) Nesbúðin, Nesveg 39. ^ Guðm. Andrésson gullsm.,^ Laugav. 50 sími 376D. í f HAFNARFIRÐI: ^ Bókaverz]un V. Long, $ llmi 9288. j J | SMinningarspjöId * ( Barnaspítalasjóðs Hringsihi^ S eru afgreidd í Hannyrða- S verzl. Refill, Aðalstræti 12 ( S (áður verzl. Aug, Svend-C* S sen), i Verzluninni Victor, ( S Laugavegi 33, Hólts-Apó-( S teki, Langholtsvegi 84, * i Verzl. Álfabrekku við Suð-^ i urlandsbraut, og Þorsteina-j (búð, Snorrabraut 61. - m [7ínkIn U *** KHRKI sSmurt brauð s s -s ) s s s s og snittur. Nestispakkar. Ódýrast og bezt. Vín- samlegast pantið mef ( fyrirvara. SMATBARINN • Lækjargötu 8, ( Sími 80340. S > ■t s súra-vifógerðir. £ ) Fljót og góð afgreiðsla.^ S GUÐLAUGUR GÍSLASON,( S T.nno-nveirT B5 J s s SHús og íbúðir \ \ Laugavegi 65 Sími 81218 (heima). af ýmsum stærðum i! bænum, úthverfum bæj.: arins og fyrir utan bæinní til sölu. — Höfum eirmigj til sölu jarðir, vélbáta, j bifreiðir og verðbréf. SNýja fasteignasalan, i Bankastræti 7. I Sími 1518. I

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.