Alþýðublaðið - 16.09.1955, Síða 7

Alþýðublaðið - 16.09.1955, Síða 7
Föstudagur 16. sept. 1955 ALÞYÐUBLAÐiÐ 7 vantar ungling til að bera 'blaðið til áskrifenda í R A U ÐARÁRHOLTI. Talið við afgreiðsluna - Sími 49 Oskilamunir. Framvegis fer afgreiðsla óskilamuna fram hér í skrifstofunni á Fríkirkjuvegi 11 einungis kl. 2^-4 síð- degis alla virka daga nema laugardaga. SAKADÓMARI. HJARTANS ÞAKKIR færi ég öllum þeim, sem glöddu mig á sextugsafmæli mínu þann 7. september, með heimsóknum, gjöfum og heillaskeytum. Guð blessi ykkur öll. ’ ? Ingibjörg L. S. Einarsdóttir, Framnesvegi 57. Þar rignir mesf (Frh. af 4. síðu.) Mikil úrkoma. Þessi mjói vegur, en við hann er skilti með hauskúpu og beinum, er leiðin til Cherra- punji, nítján mílur í burtu. — Einstefnu akstur er aðeins leyfður á þessum krókótta vegi en hann liggur um stórbrotið landslag að brún hinnar miklu Assam sléttu, en hún gnæfir yfir hið frjósama Bengalhérað. I Cherrapunji er ekki mikið að sjá, en maður þarf ekki að vera lengi þar til þess að kom- ast að því, hvers vegna úrkom- an er svo mikil. Frá hásléttu brúninni sér maður hvernig regnskýin koma inn yfir land- ið frá Bengalflóanum og rek- ast á þverhnýpi Khasi hæð- anna. Regnmælirinn frægi er inn- an girðingar nálægt pósthús- inu og indverski póstmeistar- inn sér um að tæma hann og' skrá úrkomumagnið. Mér var sagt, að áður en girðingin kom, hafi léttlyndir ferðamenn átt tií að bæta smávatnslögg í mælinn um leið og þeir gengu fram hjá. Þess vegna má gera ráð fyrir að fyrstu mælingarn- ar hafi ekki verið hárnákvæm- ar. Meðalúrkoman er 429 þuml- ungar á ári (10,9 m.), en mest- öll úrkoman er á þremur mán- uðum, þegar missirisvindurinn blæs. Eg átti tal við frú Phill- ips, sem starfar við velska trú- boðið á staðnum og hún sagði mér frá úrfellinu sem fellur á hásléttuna einkum í júlímán- uði. Á trúboðsstöðinni var sterkt bárujárnsþak eins og á öllum öðrum byggingum borg- arinnar. Bókasafn er í trúboðs- skólanum, en þar er erfitt að halda myglunni í skefjum. All- an ársins hring verður að fara með bækurnar út hvenær sem sólin skín, til þess að þurrka og hreinsa þær. Á regn- tímanum er alltaf kynnt til þess að reyna að halda bókunum þurrum. Frægur fyrir regnið. Fyrstu Bretarnir, sem áttu heima í Cherrapunji, eru grafnir í litla brezka kirkju- garðinum í hlíðinni við bæinn. ( Flestir þeirra voru liðsforingj- 1 ar og konur þeirra og fáir urðu meira en þrjátíu ára að ialdri. Á fyrstu tugum nítjándu Uldar létust mjög margir úr hitasótt og blóðkreppusótt. Án ,þess að vita af því báru Bret- 1 arnir hitasóttina frá sléttunum 'upp í fjöllin. Veikin hjó þar stór skörð í íbúafjölda þessa litla bæjar, sem þeir byggðu á brún Khasi hæðanna. Hita- sóttin og hið hræðilega regn í sameiningu hlýtur að hafa svipt þessa útlaga hins fjar- læga Englands mótstöðuaflinu. Skýrslur herma að árið 1861 hafi úrkoman mælst 905 þuml- ungar (um 23 m.). Þrem árum síðar fluttu þeir aðalstöðvar sínar 19 mílur norður til Shillong, þar sem loftslagið var nokkuð heilnæm- ara. Nú er Cherrapunji smá- þorp, þar sem vegurinn endar og 4500 fetum neðar eru hin- ar miklu sléttur. Ef það rigndi ekki svona mikið þarna, myndu fæstir okkar hafa heyrt þessa bæjar getið. Sex hundruð ritstjórar Framhald af 4. siðu. að bíða nokkurra atburða. Eiga þá ritstjórarnir allt sitt undir því, að þeir hafi túlkað sjónarmið þess, sem sigur hlýt- ur í átökunum. Efnið oft svipað. Allar mikilvægar stjórnmála tilkynningar og fréttir birtast samtímis í báðum blöðunum, og er því ónauðsynlegt að lesa nema annað þeirra, til þess að fylgjast með því, sem gerist helzt í innanríkis og utanríkis- málum. Það er einungis í neð- anmálsgreinum og greinum um menningarmál sem um mismun er að ræða. Á ártíð Lenins, þann 23. apríl, fluttu bæði blöðin til dæmis mestmegnis sama efni. Og aldrei þessu vant birtist stór mynd á forsíðu beggja blaðanna frá minningarhátíð- inni í Stóra leikhúsinu í Moskvu, og fyrir neðan mynd- ina tók við leiðari, þar sem Lenin var hylltur og lýst af- rekum hans. Síðan var frétt um það, hvaða framámenn hefðu tekið þátt í minningar- hátíðinni og haldið þar ræður.- Önnur blaðsíðan og helft þeirr- ar þriðju var í báðum blöðun- um varið til að birta ræður þær, sem aðalritstjórar hvors blaðs um sig höfðu haldið á minningarhátíðinni. Síðast komu skeyti frá erlendum rík- isstjórnum til ríkisstjórnar Sovétveldanna í tilefni af ár- tíðinni. Okkur mundi eflaust þykja blöð þessi heldur einhliða og leiðinleg, en engu að síður koma þau daglega út í allt að þrem milljónum eintaka, hvort um sig. Auk þess eru mynda- mót af blaðsíðum þeirra flutt flugleiðis til allra helztu borga Sovétríkjanna, þar sem blöðin koma út samdægurs í hundr- að þúsundum eintaka. En það reynist ekki allt sann leikur í „Sannleikanum“ og ekki allt fréttnæmt í fréttun- um. Því er sagt í Moskva, í hálfum hljóðum, „Pravda ne imeet pravda, Isvestija ne imeet Isvestija", — í Sannleikanum er engan sannleik að finna, í IFréttum er ekkert í fréttum." álmenna bókafélagið (Frh. af 8. síðu.) Ævisaga Ásgríms Jónssonar. Tómas Guðmundssón skáld rit- ar endurminningar listamanns- ins, og verður bókin skreytt myndum af málverkum Ás- gríms. „Grát, ástkæra fósturmold“. Þessi heillandi skáldsaga Allan Patons lýsir lífi og ástríðum blökkumanna í Suður-Afríku. Bókin hefur hvarvetna hlotið geysimiklar vinsældir. Þýðandi er Andrés Björnsson. „Örlaganótt yfir Eystrasalts- löndum“. — Ants Oras, eist- lenzkur háskólakennari lýsir á raunsæjan hátt hinum miklu hörmungum, sem gengið hafa yfir þessa smáþjóð. Séra Sig- urður Einarsson þýðir bókina. „Hver er sinnar gæfu smið- ur“. — Hanbók Epiktets er ein af perlum grísk-rómverskra bókmennta, þrungin spakmæl- um, sem eiga leið beint að hjarta nútímamanna. Broddi Jóhannesson doktor hefur þýtt bókina og skrifað formála að henni. MYNDABÓKIN ÍSLAND. Almenna bókafélagið hefur fryggt sér útgáfurétt á fagurri myndabók um ísland. Margar mvndanna eru í litum. Gunnar Gunnarsson skáld ritar ávarp, en inngangsorð og mvndskýr- ingar hefur dr. Sigurður Þórar- insson samið. Myndabókina geta félagar í Bókafélaginu fengið innbundna undir kostn- aðarverði á kr. 75,00, en hún verður seld öðrum á kr. 130,00. TÍMARIT. Árið 1956 telst fyrsta starfs- ár félagsins, en þó er æt.lunin, að fyrstu félagsbækurnar komi út í nóvember n.k., en síðari hluti félagsbókanna í apríl 1956. Verður svipaður háttur hafður á útgáfunni í framtíðinni. Þá hefur bókmenntaráð félagsins rætt um tímaritsútgáfu, og standa vonir til, að hún geti hafizt, áður en langt um líður. Útsvör í Miðneshr* (Frh. af b. síðu.) Verzlun Nonni og Bubbi, Sand gerði kr. 33.750.— H.F. Hrönn, Sandg. kr. 16.635. K.F. Ingólfur, Sandgerði kr. 11,995,— Guðni Jónsson skipstj. 10.425. Kristinn Guðjónsson skipstj. kr. 10.260.—. Aðalsteinn Gíslason rafveitu- stjóri kr. 10.060,-—. Sveinn Jónsson forstj. 9.100. M.b. Pétur Jónsson 9 000.—. Guðm. L. Guðmundsson vél- stjóri 8.360.—. Af tekjum hreppsins hefur hreppsnefndin ákveðið að verja á þessu ári til verklegra fram- kvæmda þessum upphæðum: Til hafnarbóta kr. 200.00.00, til rafveitu kr. 75.000.00, til vatns- og holræsagerðar kr. 75.000.00 og til gatnagerðar kr. 35.00.00. Þetta er samtals kr. 385.000.00, eða rúmlega 40% af álögðum útsvörum. Nýkomið í enska blla Lucas: dynamóar 6 og 12 volta Startarar 6 og 12 volta Anker í dynamóa og startara Þurku-mótorar 6 og 12 volta Sraumlokur 6 og 12 volta Háspennukefli 6 og 12 volta Kveikjulok, kveikjuhamrar Kveikjuþéttar, kveikjuplatínur Startarabotnar. Bílaraftækjaverzlun Halldórs Ólafssonar Rauðarárstíg 20 — sími 4775. n og laghentir menn geta fengiö fasta atvinnu. H.f.OFNASM l'Ð'JAN . Einliolti 10. Sáj sem ekki á miða? fœr ekki Freistið gœfunnar! Dregið á morgun.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.