Alþýðublaðið - 22.09.1955, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 22.09.1955, Blaðsíða 4
'4 ALÞVÐUBLAÐIÐ Fimmtudagur 22. sept. 1055 Útgejandi: Alpýðuflok\urinn. Ritstjóri: Helgi Scemundsson. Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. Blaðamenn: Björgvin Guðmundsson og Loftur Guðmundsson. Auglýsingastjóri: Emilía Samúelsdóttir. Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. Auglýsingastmi: 4906. Afgreiðslustmi: 4900. 'Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgðtu 8—10. 'Áskriftarverð 151)0 á mánuði. I lausasölu 11)0. Bara til hráðahirgða! f FORUSTUMENN Reykja- víkur láta mikið af því, hvað stjórn þeirra á bænum sé far sæl og tilkomumikil. Samt vakna þeir stundum við vondan draum. Það hendir til dæmis flutningadagana tvisvar á ári. Þá verður öll- um ljóst, að bæjarstjórnar- meirihlutinn hefur vanrækt að ráða bót á húsnæðisvand- ræðunum, og Morguftblaðið kann enga skýringu á fyrir- bærinu. Sömu sögu er að segja, þegar skólarnir í Reykjavík taka til starfa á haustin. Fræðslustarfsem- inni hefur ekki verið séð fyr ir nægilegu húsnæði, og allt af er gripið til bráðabirgða- tráðstafana, sem íhaldið sætt ir sig svo við smám saman. Þetta er nú komið á daginn einu sinni enn. Skólaæskan í Reykjavík er á hrakhólum. Úrræðið verður það að þrí- setja í 40 skólastofur og gera gamla iðnskólann að bæki- stöð landprófsdeildanna. — Telur fræðslufulltrúi Reykjavíkurbæjar vonir standa til, að húsnæðið geti orðið sómasamlegt, én játar það mikinn ókost, að skólinn er staðsettur við tvær um- ferðargötur og ekkert autt rými við húsið! Jafnframt leggur hann áherzlu á, að hér sé um að ræða bráða- brigðaráðstöfun vegna hins mikla skorts á kennsluhús- næði. 4 Iðnskólinn hefur um langt áraskeið verið álitinn óhæf- 3 ur sem kennsluhúsnæði. Þess vegna hefur mennta- stofnuninni, sem þar var til húsa, nú verið búinn nýr og góður samastaður á Skóla- vörðuholti. En um leið og þeim áfanga er náð er gamla iðnskólahúsið tekið í notkun sem kennsluhúsnæði fyrir börn af því að bæjarstjórn- aríhaldið hefur vanrækt skyldur sínar við æsku höf- uðstaðarins. Auðvitað ímynd ar Jónas B. Jónsson sér, að þetta muni bara til bráða- birgða. En sama datt mörg- um í hug, þegar Pólarnir voru gerðir að heimkynnum húsnæðislausra Reykvík- inga. Eigi að síður áttu þeir sér óhugnanlega langa fram tíð. — Sjálfstæðisflokkurinn greip líka til þeirrar bráða- birgðaráðstöfunar á stríðsár unum að reisa Bjarnaborg- ina við Höfða. Ráðamönnum Reykjavíkur fannst ósköp leitt að verða að una svo litlu, en þeir hafa sætt sig þolanlega við Bjarnaborg- ina, því að hún er enn mannabústaðir eins og eldri og ljótari nafna hennar við Hverfisgötu, sem enn frem- ur var bráðabirgðaráðstöfun á sínum tíma. Hermanna- braggarnir áttu heldur ekki að vera framtíðarlausn á vanda húsvilltra Reykvík- inga, en bara örþrifaráð til bráðabirgða. Biðin er hins vegar orðin löng. íhaldinu gengur ósköp báglega að draga markalínuna milli bráðabirgðaráðstöfunar og framtíðarlausnar. Sama sagan mun endur- taka si gmeð gamla iðnskól- ann, þó að Jónas B. Jónsson vilji sjálfsagt vel og íhaldið lofi öllu fögru. Hann verður vafalaust skólahús reyk- vískrar æsku, meðan íhald- ið er við völd í höfuðstaðn- um. Lausnin er því sú ein að veita núverandi bæjarstjórn armeirihluta lausn frá störf- um sem fyrst. Og það á sann arlega ekki að gerast til bráðabirgða. | l * ,s s s s s s s s s í Bókin og íhaldið KUNNUR Reykvíkingur skrifaði fyrir nokkrum ár- um blaðagrein um tilkomu- litla bók og lét þess getið, að höfundinn langaði ósköp mikið til þess, að hún seld- ist fyrir jólin! Morgunblaðið hefur sömu viðleitni í frammi varðandi kosning- arnar í Kópavogi. Það segir, að Sjálfstæðisflokkurinn vilji helzt fá þar kosna þrjá bæjarfulltrúa. Nú hefur hann einn hreppsnefndar- mann — og þykir nóg. Reykvíkingum gleymdist að gleðja bókarhöfundinn, sem langaði í jólasöluna. Varan þótti ekki eftirsóknar verð. Og það er hætt við, að sama sagan endurtaki sig í Kópavogi. íhaldið-„ verður sennilega að sætta sig við lítið þar, þó að það langi til þess að fá mikið. Flokkurinn er ekki eftirsóknarverður fremur en bókin, sem al- menningur lét fram hjá sér fara, þrátt fyrir hófsöm til- mæli, er verða engan veginn lögð að líku við þá furðu- legu tilætlunarsemi Morgun blaðsins, að Kópavogsbúar fari að auka völd og áhrif í- haldsins. i Trúin tengir Pakistans-íbúana sai þótt landi þeirra sé skipt f tvo hlufa En hindúum þóttu þeir ekki sýna kunni tilhlýðilega virðingu. Auglýsið í Alþýðublaðinú PAKISTAN er eitt af yngstu ríkjum heimsins. Það var stofn að 1947 um leið og Bretar gáfu Indverjum sjálfstæði. Af þeim 450 millj. íbúa á Indlandi var meirihlutinn Hindúar, en þó var þar stórtrúarbragðaminni- hluti, Múhameðstrúarmenn. Samkomulagið milli þeirra og Hindúa var ekki sem bezt, og hafði verið svo frá gamalli tíð. Bar þeim meðal annars það til sundurþykkis, að Hindúum þótti Múhameðstrúarmenn ekki sýna hinu heilaga dýri, kúnni, tilhlýðilega virðingu. Pakistan var stofnað vegna ótta Múhameðstrúarmanna við að verða að lúta Hindúum og gamalli ósk um að safna dýrk- endum Múhameðs saman í eitt ríki. RÍKI I TVENNU LAGI Pakistan er eitt hinna merki legustu ríkja heims hvað það snertir, að það er ekki mynd- að vegna sögulegra eða stjórn málalegra ástæðna, heldur vegna sameiginlegrar trúar þegnanna. Trúin er máttugri þar en með vestrænum þjóð- um. Ræður hún mestu um dag legt líf, stjórnmál, verzlunar- starfsemi, fjölskyldulíf, stöðu konunnar, uppeldi, menningu o. s. frv. Stjórnmálamenn áttu bágt með að trúa því, að slík ríkismyndun gæti blessast. Menn spáðu hinni nýju þjóð falli. "Var og margt, sem benti til ófarnaðar. Eitt mesta vanda málið er skipting landsins. íbú- ar landsins eru rúmar 75 millj., en þar af eru 42 millj. í Aust- ur-Pakistan, sem er þó aðeins 15% af flatarmáli landsins. Þar er íbúafjöldinn á hvern ferkílómetra 700, svo að það er með allra þéttbýlustu löndum heims og raunar langt of þétt- býlt. Fjarlægðin á milli lands- hlutanna er álíka og frá Norð- urlöndum suður undir Miðjarð arhaf, og lætur að líkum, að ýmislegt er ólíkt með fólkinu, sem þá byggir, bæði tunga og menning. Höfuðborgin Karachi er í Vestur-Pakistan, og auð- velt er að skilja, að ýmisleg vandamál hljóti að skapast við stjórn ríkis, sem þannig er skipt í tvennt, þegar þar að auki eru fremur lélegar sam- göngur á milli landshlutanna. FLUTTU INN RÁÐHERRA FRÁ SKOTLANDI Efnahagsþróunin var skammt á veg komin í Pakistan, er það varð sjálfstætt ríki 1947, og svo er raunar enn. Nær allur iðn- aður, er til var í hinu gamla Indlandi, lenti innan landa- mæra hins nýja og sjálfstæða Indlands. Aðeins einn af hverj- um 100 af íbúum Pakistan hef- ur iðnaðarstörf að atvinnu. Þá höfðuPakistanbúar nánastenga reynslu í landstjórnarstörfum og stjórnmálum yfirleitt. Eng- lendingar höfðu þjálfað nokkra Hindúa, en í Pakistan voru ær- ið fáir, sem eitthvað kunnu til verka í þeim efnum. Er athygl- isvert, að þeir fengu fjármála- ráðherra frá Evrópu, og ef til vill er ekki tilviljun, að mað- urinn er Skoti. MESTU ÞJÓÐFLUTNINGAR SÖGUNNAR En mesta vandamálið, sem Dökku svæðin á myndinni sýna legu hins tviskipta Pakistan. stjórnendur hins nýja ríkis urðu að horfast í augu við, voru vafalaust þjóðflutning- arnir. Meirihluti Múhameðs- trúarmanna bjó að vísu á þeim landsvæðum, sem mynda skyldu hið nýja ríki, en einnig var fjöldi þeirra annars staðar í Indlandi. Þá átti að flytja annaðhvort til Vestur- eða Austur-Pakistan. Ungir og aldnir, fólk úr byggð og borg, sjúkir og heilbrigðir, hafa kom ið með ýmislegum farartækjum til hinna nýju heimkynna. Þess um þjóðflutningum er ekki lok ið. í hverri viku koma nokkur þúsund manns, sem eiga að setj ast að í Pakistan. Þetta kváðu vera mestu þjóðflutningar í sögunni. Um 12 millj. manns munu hafa til þessa tekið þátt í þeim, og allir eiga að fá bú- staði, skóla, atvinnu, heilbrigð isþjónustu og aðra nauðsynlega hluti í hinu nýja landi. HELDUR BJARTARI HORFUR Þegar málum er þannig hátt- að, er naumast að undra, þótt varkárir stjórnmálamenn telji fremur litlar líkur til að Pak- istan haldi velli. En fram til þessa hefur ráðizt furðuvel fram úr vandamálunum, og horfurnar verða að teljast bjart ari nú en fyrir 8 árum. Mikið kapp er nú lagt á að byggja upp efnahagslíf landsins, og til þess hefur verið fengin aðstoð 'erlendis frá, bæði fjármagn og tæknifræðileg aðstoð, enda var það óhjákvæmilegt. Hjálp hef- ur fengizt bæði frá Sameinuðot þjóðunum og einstökum ríkj- um, svo sem Bandaríkjunum og Svíþjóð. Ekki skortir nátt- úruauðæfi. Nýlega var fengið lán frá Alþjóðabankanum til að byggja orkuver skammt frá Karachi, og skal það knúið með jarðgasi, sem sumir telja að vera muni mesta orkulindia í landinu. j LANDBUNAÐURINN ' AÐALATVINNUVEGUR J Uppbygging iðnaðarins er ' einhver mikilvægasti liðurinn í sex ára áætlun stjórnarinnar. En landbúnaðurinn er aðalat- 1 vinnuvegur landsins, og fyrir því verður að leggja kapp á að bæta hann. Hrísrjón og hveiti er mest ræktað. Þurrkar eru miklir, og þess vegna hefur verið fengin aðstoð sérfræð- inga til að finna ráð gegn þeim. Hafa sérfræðingar frá UNESCO reynt að framleiða úrkomu með því að dreifa ör- fínu saltryki í loftið. Endur- bætur og framfarir í landbún- aðinum krefjast nýrra véla, betri gripastofna og betra út- sæðis. En í heild krefst atvinnu þróunin meiri menntunar og þekkingar, en þar er mikið verk að vinna í Pakistan, þar eð aðeins 15% íbúanna eru læsir og skrifandi. Síml S1991 Ansfierbær: Vesfurbær: EINHOLT — STÓRHOLT BRÆÐRABORGARSTÍG- Sími 1517 UR — HRINGBRAUT BLÖNBUHLÍÐ — ESKI- Sími 5449 HLÍÐ Sími 8727 Vogar - Smáíbúðahverfi Stmi 6730

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.