Alþýðublaðið - 23.09.1955, Síða 3
fösíudagur 23. sept. 1955
ALÞYÐUBLAÐIÐ
jnDtMiri iiii tniiM tkaiiiat
litKHIVtlBlWVItlWBItlBlVWtltltltltltl
Og
Þakjárn
fyrirliggjandi.
Ó. V. Jóhannsson & Co.
Hafnarstræti 19. — Sími 2363 og 7563.
S
s
s
s
s -
s
s
s
s
Ur öllum
állum,
Réttingamenn
Nokkra lagtæka réttingamenn vantar á
réttingaverkstæðið við Hringbraut 119.
Upplýsingar hjá verkstjóranum. ,
SÍS Véladeild
3. hefti 1955 er komið út.
Fylgizt með þjóðarbúskapnum og gerizt áskrif-
endur að Fjármálatíðindum.
Fjögur hefti á ári.
Aðeins 25 kr. árgangurinn.
Hagfrœðideild
Landsbankans
Bókaverzlun
ísafolaldar
e-xxxxxxxxxxsH ANNES A HOENINÐ oo<xx>skxxxxxj
Vettvangur dagsin$
ÆOCxXXXÍxXXXXJ
<XXXXXX><><XXt>e«>«>e><X->
Alþýðan verður að gegna foreldrahlutverki í
þjóðfélaginu — Björgunin hlýtur að koma frá
verkafólkinu — Hún kemur ekki frá öðrum stéttum
VIÐ VERÐXJM að nema stað-;
ar. Ég treysti engum nema al- j
þýðufólkinu í landinu til þess
að spyrna við fótum. Þjóðir j
baf’a aidrei öðlast frelsi án þess
að alþýðan hefði forustuna í
frelsisbaráttunni. Nýr tími hcf-
iur aldrei hafizt án þess að al-
þýðan gengi á undan. Við erum
áreiðanlega í voða stödd. Allar
stéttir eru í þindarlausu kapp-
hlaupi eftir fljótteknum gróða.
Það er eins og óð kappsigling
að síldartorfu — þar sem hver
Biglir annan í kaf.
ÞAÐ ER HART ef það á eftr
að koma í ljós, að björgunin geti
aðeins komið frá fátækasta fólk
inu. En svona verður þetta að
líkindum. Það er engra fórna að
vænta annars staðar frá. Alþýð-
an fer að sjá það, að þjóð henn-
ar er að komast í sjálíheldu. Það
líður ekki á löngu þar til henni
skilst, að hún hefur foreldra-
hlutverki að gegna í þjóðfélagi.
Að hún verður að hafa vit fyrir
öðrum stéttum.
EN JAFNFRAMT hlýtur að
koma hörð og áhrifarík refsing.
Spákaupmenn verða hýddir,
braskarar verða reknir út á
heiðina til þess að erja hana.
Svikarar og þjófar verða að
rjúfa klakavegginn í flæðar-
málinu svo að alþýðan geti brot
ízt út á miðin til fanga. Ég er
ekki með þessum orðum að
hvetja til ofstopaverka. Ég er
eðeins að benda á einu lausnina,
sem er fyrir hendi, eðlilega af-
leiðingu af fjárgróðaölvun þjóð
arinnar á undanförnum árum —
og í dag. Björgunin verður að
korna frá alþýðunni. Annars er
engrar björgunar að vænta.
VERKALÝÐSHREYFINGIN á
að tygja sig til nýrrar baráttu.
Nú skal ekki efnt til verkfalla
fyrir hærra kaupi, heldur gegn
dýrtíðinni. Allar vörur hækka
stórlega í verði. Nú minnka
mjólkurkaup stórkostlega. Al-
þý'ðan á engra annarra kosta
völ en að svipta sig neyzlu
mjólkur að mun. Við skulum
bíða um sinn. En við næstu til-
raunir til hækkunar á innlend-
um og erlendum vörum verður
alþýðan að taka í taumana.
þAÐ ER IIART að færa fórn-
ir aðeins vegna annarra, en
björunin kemur ekki á annan
hátt. Stjórnmálaafstaða alþýð-
unnar er ekki þanni,g að hún
geti komið í vge fyrir það, að
hver umbót á launum hennar sé
af henni tekin með bellibrögð-
um. Þetta er staðreynd, hvort
sem hún líkar betur eða verr.
Það er ekkert annað eftir en
að alþýðan, verkafólkið, hefji
baráttu gegn vaxandi dýrtíð. Ef
hún gerir það ekki, meðal ann-
ars með verkföllum, þá hrynur
hver stéttin á fætur annarri —
og afkoma alþýðunnar um leið.
Alþýðan verður að gegna for-
eldrahlutverki í þjóðfélaginu.
Ilannes á horninu.
í DAG er föstudagurinn 23.
september 1955.
FL U GfESÐIft
Flugfélag slands.
Millilandaflug: Millilandaflug
vélin Gullfaxi fór til Osló og
Stokkhólms í morgun. Flugvélin
er væntanleg aftur til Reykja-
víkur kl. 17 á morgun. Milli-
landaflugvélin Sólfaxi fer til
Glasgow og Kaupmannahafnar
kl. 8.30 í fyrramálið. Innanlands
flug: í dag er ráðgert að fljúga
til Akureyrar (3 ferðir), Egils-
staða, Fagurhólsmýrar, Flateyr-
ar, Hólmavíkur, Hornafjarðar,
ísafjarðar, Kirkjubæjarklaust-
urs, Patreksfjarðar, Vestmanna-
eyja 2 ferðir) og Þingeyrar. Á
morgun er ráðgert að fljúga til
Akureyrar (3 ferðir), Blöndu-
ós, Egilsstaða, ísafjarðar, Sauð-
árkróks, Siglufjarðar, Skóga-
sands, Vestmannaeyja (2 ferðir)
og Þórshafnar.
Loftleiðir.
Saga, millilandaflugvél Loft-
leiða, er væntanleg til Reykja-
víkur kl. 18.45 í dag frá Ham-
borg, Kaupmannahöfn og Gauta
borg. Flugvélin fer áleiðis til
New York kl. 20.30.
SKIPAFRÉTTIR
Ríkisskip.
i Hekla er á Vestfjörðum á suð
urleið. Esja fór frá Reykjavík í
gærkveldi vestur um land i
hringferð. Herðubreið fór frá
Reykjavík í gærkveldi austur
um land til Bakkafjarðar.
Skjaldbreið er á Skagafirði á
leið til Akureyrar. Þyrill er á
leið frá Reykjavík til Noregs.
Skaftfellingur fer frá Reykjavík
j síðdegis í dag til Vestmanna-
| eyja.
Skipadeild SÍS.
j Hvassafell kemur í dag til Ro-
stoek. Arnarfell er í Ábo. Jökul-
fell fór frá New York í gær á-
leiðis til Reykjavíkur. Dísarfell
( fer væntanlega í dag frá Rotter-
dam til íslands. Litlafell er í ol-
íuflutningum í Faxaflóa. Helga-
fell og Orhanger eru í Reykja-
vik. St. Walburg er væntanleg
til Hvammstanga á mánudag.
Eimskip.
I Brúarfoss fór frá Reykjavík
í gærkveldi til Austur-, Norður-
og Vesturlandsins. Ðettifoss
kom til Reykjavíkur 19/9 frá
Hull. Fjallfoss fór frá Reykjavík
21/9 til Rotterdam, Antwerpen
og Hull. Goðafoss kom til Ilam-
borgar 21/9. Fer þaðan til Gdý-
nia og Ventspils. Gullfoss fór frá
Kaupmannahöfn 21/9 til Leith
og Reykjavíkur. Lagarfoss fór
frá Siglufirði 20/9 til Vest-
fjarða, Breiðafjarðar, Vest-
mannaeyja og Faxaflóahafna.
Reykjafoss er í Hamborg. Sel-
foss fór frá Flekkefjord 21/9 til
Keflavíkur. Tröllafoss kom til
Reykjavíkur 18/9 frá New
York. Tungufoss fer frá Ham-
borg 23/9 til Reykjavíkur.
jÓN P EMILStól
Ingóifssírffili 4 • &!tmT23I9
Sjómannadagskabareffinn
Forsala
Til þess að koma í veg fyrir biðraðir
verður höfð forsala á aðgöngumiðum
og hefst hún í Austurbæjarbíói
á morgun, föstudag,
og verða miðar afhentir þar á 10 fyrstu
sýningarnar frá kl. 2—8. daglega.
Sími 1384.
Sjómannadagskabarettinn.
Sjúkrahúslæknisstaðan við sjúkrahús Akraness er
laus til umsóknar.
Staðan veitist frá 1. janú. næstkomanndi. Áskilið er
að umsækjandi hafi hlotið viðurkenningu sem sérfræðing
ur í handlækningum.
Umsóknir ásamt skilríkjum sendist landlaékni fyrir
20. des. næstkomandi.
Akranesi 19. september 1955.
Bæjarsíjóri.
Félag íslenzkra hljóðfæraleikara
Lögfaksúrskurður,
Sámkvæmt kröfu bæjarstjórans á Akranesi, úrskurð
ast hér með lögtök á öllum ógreiddum gjaldföllnum útsvör
um og fasteignagjöldum þessa árs til bæjarsjóðs Akra-
neskaupstaðar, ásamt áföllnum og áfallandi dráttarvöxt-
um og kostnaði, að liðnum átta dögum frá deginum í dag
að telja, hafi gjöldin þá eigi verið greidd.
Bæjarfógetinn í Akraneskaupstað 20. sept. 1955.
Þórhallur Sæmundsson.
við Dómkirkjuna er laust til umsóknar frá 1. nóv. að telja.
Laun samkvæmt X flokki launareglugerðar starfsmanna
Reykjavíkurbæjar og þess utan talsverðar aukatekjur.
Umsóknarfrestur til 10. október næstk. Umsókn á-
samt meðmælum sendist til undirritaðs formanns sókn-
arnefndar Dómkirkjunnar.
Reykjavík, 22. september 1955.
Sigurður Á. Björnsson.
Fjólugötu 23.
verður haldinn hjá Félagi íslenzkra hljóðfæraíeik-
ara í dag, föstudag, í Tjarnarcafé, uppx, klukkan
1,39 stundvíslega.
FUNDAREFNI:
1. Taxtamál.
2. Atvinnuleyfi útlendinga.
3. Ýmis önnur mál.
STJÓRNIN.