Alþýðublaðið - 24.09.1955, Side 3
Lawgardagur 24. sept. 1955.
ftLÞYÐUBLAÐIÐ
3
élag Hallgrímskirkju
heldur
í Góðtemplarahúsinu sunnudaginn 25. sept. frá kl. 2—7
e. h. ■— Styrkið gott málefni og drekkið veislukaffið hjá
okkur.
Kvenfélag Hallgrímskirkju.
Ur ðllum
Ilf um.
Tónlisfarféíagið.
JULIUS KATCHEN píanóleikari.
heldur
skulýðsfónleika
mánudaginn 26. þ. m. kl. 7 síðdegis í Austurbæj?,rbíói.
Viðfangsefni eftir Mozart, Beethoven, Schubert og
Mussorgsky.
Tónleikarnir verða ekki endurteknir.
Allir velkomnir.
Aðgöngumiðar seldir hjá Eymundsson og Lárusi
Blöndal. — Verð kr. 15.00.
arbílstöoin
Sími 81991
Ausfurbær: Vesturbær:
EINHOLT — STÓRIIOLT BRÆÐRABORGARSTÍG-
Sími 1517 UR — HRINGBRAUT
BLÖNDUHLÍÐ — ESKI- Sínti 5449
HLÍÐ
Sími 6727
Vogar - Smáíbúðahverfi
Sími @738
ý*t*3**í><-><3>o<*^ A BORNINDowwoow®
Vettvangur dagsim
Nokkur dæmi um fáheyrt húsaleiguokur
dýrum slepí lausum á fólkið.
Rán-
ALÐRÉI HEFtlR húsaleigu-
ókur veriS eins taumlaust og nú
í haust. Það sannast nú, sem sagí
var hér þegar húsaleigulögin
voru afnumin, að rándýrum
væri með því sleppt lausum á
fóikið. Hér eiga vitanlega ekki
allir Ieigusalar hlut að máli, en
rándýrsklærnar eru svo margar
og fólki hrýs svo hugur við
þeim, að um þær er fyrst og
fremst talað, en varla minnst á
þá, sem fara sómasamlega fram.
HÉR SKULU nú nefnd nokk-
ur dæmi: í stórbyggingum er
eitt herbergi á efstu hæð og að-
gangur að eldhúsi, ásamt með
mörgum öðrum, leigt á 800 kr.
á mánðu.i Kvistherbergi ásamt
levfi til að elda á gangi var aug-
lýst til leigu. Leigan átti að vera
Rr. 1000,00 á mánuði og 12,000,
00 fyrir fram. Tvö herbergi í
kjallara ásamt eldhúsi, en þar
er ekkert þvóttahús, átti að leigj
ast á 1600,00 á mánuði og árs-
leigu átti að greiða fyrirfram.
Upp á Óðinsgötu stendur timb-
urhús. Þar voru tvö herbergi og
elahús til leigu fyrir kr. 2000,00
á mánuði.
EíNSTAKLINGSHERBERGI
í kjallara, glugginn örlitill nið-
ur við jörð, er leigt á kr. 500,00
á mánuði. Loftherbergi, sem í
raun og veru er eins og skápur
átti að leigjast á kr. 400,00. —
Hér átti Ijós og hiti að fylgjá,
en vitanlega ekki í dæmunum á
•undan, þar sem um var að ræða
venjulegt íbúðarhusnæði.
NÚ ER FÓLK rekið út úr íbúð
um sínum, íyrst og fremst vegna
þess, að leigusali vill hækka
leiguna. Sumir sitja um kyrrt
þvert ofan í lög og reglur, en
aðeins af því að þeir eiga ekki
í neitt annað hús að venda. En
það er sannarlega ekki sæl seta.
ÞEGAR BARIZT VAR fyrir
því að afnema húsaleigulögin
var sagt, að það væri hart að
banna húseigendum að ráðstafa
eignum sínum eftir eigin geð-
þótta. Vissulea er það hart, en í
þessu sem öðru gildir reglan um
það, að nauðsyn brýtur lög. Það
eru búsnæðisvandræði. Það eru
til fjölmargir menn, sem not-
færa sér það út- í yztu æsar,
svína á húsnæðisleysingjunum,
slíta af þeim blóðfjaðrirnar' og
sjúga þá eins og snýkjudýr.
FÓLKI FINNST, ef til vill, að
þetta séu hörð orð, og þau eru
það. En þeir, sem ltynna sér
vandræði fóiksins um þessar
mundir, eiga engin önnur orð til
að lýsa þeim. Hvers vegna setj-
um við lög og reglur í þjóðfé-
laginu? Við gerum það til þess
að tryggja rétt lítilmagnanna, til
þess að koma í veg fyrir misbeit-
ingu .valds, til þess að afstýra
því að einstaklingar eða samtök
níðist á öðrum.
HÚSALEIGLÖGIN voru ein-
mitt sett til þessa. Svo voru þau
afnumin. Um leið var rándýrun
um sleppt lausúm á fólkið. Heil-
ar íbúðahæðir eru auðar. Þær
eru í braski!
I BAG er laugardagurinn 24.
september 1955.
FLUGFERÐIB
Edda, millilandaflugvél Loft-
leiða, er væntanleg til Reykja-
víkur kl. 9 árd. í dag frá New
York. Flugvélin fer áleiðis til
Gautaborgar, Hamborgar og
Luxemburgar kl. 10.30. Einnig
er væntanleg til Reykjavíkur
Hekla kl. 17.45 frá Stavanger og
Osló. Flugvélin fer áleiðis til
New York kl. 19.30.
SKIPAFRETTIR
Rkisskip. í
Hekla er væntanleg til Reykja
víkur árdegis í dag að vestan úr
hringferð. Esja var á ísafirði í
gærkveldi á norðurleið. Herðu-
breið er á Austfjörðum á norð-
urleið. Skjaldbreið er á Húna-
flóa á leið til Reykjavíkur. þyr-
ill er væntanlegur til Frederik-
stad í Noregi síðdegis í dag.
Skaftfellingur fór frá Reykjavk
í gærkveldi til Vestmannaeyja.
Skipadeild SÍS.
Hvassafell er í Rostock. Arn-
arfell fer í dag frá Ábo til Ro-
stock og Hamborgar. Jökulfell
fór frá New York 21. þ. m. áleið
is til Reykjavíkur. Dísarfell fer
í dag frá Rotterdam áleiðis til
Reykjavíkur. Litlafell er í olíu-
flutningum á Faxaflóa. Helga-
fell fer í dag frá Reykjavík til
Borgarness. St. Walburg er
væntanleg til Hvammstanga á
mánudag. Orkanger er í Rvík.
Eimskip.
Brúarfoss fór frá Reykjavík
22/9 til Austur-, Norður- og
Vesturlandsins. Dettifoss kom
til Reykjavíkur 19/9 frá Hull.
Fjallfoss fór frá Reykjavík 21/9
til Rotterdam, Antwerpen og
Hull. Goðafoss fór frá Hamborg
22/9 til Gdynia, Ventspils og
Helsingfors. Gullfoss fór frá
Leith í gær til Reykjavíkur.
Lagarfoss fór frá Grundaríirði í
gær til Vestmannaeyja og Faxa-
flóahafna. Reykjafoss er í Ham-
borg. Selfoss fór frá Flekkefjord
21/9 til Keflavíkur. Tröllafoss
kom til Reykjavíkur 18/9 frá
New York. Tungufoss fór frá
Hámborg í gær til Reykjavíkur.
BRÚÐKAUP
í dag verða gefin saman í
hjónaband af séra Árelíusi Ní-
elssyni Kerstin Janson og Vil-
hjálmur St. Vilhjálmsson. Heim
ili þeirra verður að Sundlauga-
vegi 16.
M E S S U R Á M IRGUN
Dómkirkjan: Messa kl. 11 f.
h. Séra Óskar J. Þorláksson.
Háteigsprestakall: Messa í liá
tíðasal Sjómannaskólans kl. 2.
Séra Jón Þorvarðsson.
Laugarneskirkja: Messa kl. 11
f. h. Séra Garðar Svavarsson.
Fríkirkjan: Messa kl. 2. Séra
Þorsteinn Björnsson.
Frá Kvenfélagi
Hallgrímskirkju.
Konur í Hallgrímssókn eru
minntar á kaffisölu kvenfélags-
ins í Góðtemplarahúsinu á
morgun (sunnudag). Vinsamleg
ast sendið kökur í Templara-
húsið á morgun frá kl. 10—12.
Stjórnin.
Móðir okkar og tengdamóðir
STEINUNN JÓNASDÓTTIR
er lézt 17. þ. m. verður jarðsungin frá Dómkirkjunni mánu-
daginn 26. sept. kl. 2. — Blóm afbeðin, en þeim, sem vildu
minnast hinnar látnu, er vinsamlegast bent á Slysavarnafélag
íslands.
Fyrir hönd aðstandenda
Guðrun Ólafsdóttir. Eyjólfur Ólafsson.
Við leyfum oss fié
að benda fólki góðfúslega á, að vér seljum fram-
leiðslu vora aðeins til verzlana, sem annast dreií-
ingu hennar, og er því þýðingarlaust fyrir fólk, að
leita til verksmiðjunnar eða starfsfólks hennar urn
kaup á fatnaði.
Virðingarfyllst,
r
Vinnufatagerð Islands h.f.
Hafnfirðingar!
Gömfu dai
íkingar!
í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði í kvöld kl. 9.
Hljómsveit Rúts Hannessonar.
Bansstjóri Hjalti Auðunsson.
Aðgöngumiðar seldir frá kl. 8. — Sími 9499.
Skemmtinefndin.
eftir kröfu innheimtumanns ríkissjóðs og að undangengn
um úrskurði fógetaréttar Keflavíkur 23. sept. 1955 verða
öll ógreidd þinggjöld ársins 1955 og eldri í Keflavík, önn
ur en þau, sem greidd eru reglulega af kaupi. Ennfremur
tryggingarsjóðsiðngjöld, atvinnurekstrar og áhættuið-
gjöld 1955 og eldri, tekin lögtaki án frekari fyrirvara á
kostnað gjaldenda að 8 dögum liðnum frá deginum í dag
að telja, hafi gjöld þessi ekki verið greidd innan þess
tíma. Þetta er hér með tilkynnt hlutaðeigendum.
Bæjarfógetinn í Keflavík 23. sept. 1955
A. Gíslason.
Aðstoðarmatráðskonu vantar í Kleppsspítalann nú
þegar.
Laun samkvæmt launalögurn. Upplýsingar um stöðu
þessa verða gefnar í skrifstofu ríkisspítalanna, Ingólfs-
stræti 12, sími 1765.
Skrifsfofa rikisSpítalamta.
vor er á Skólavöróustíg 3. — Sími 82451.
Sameinaðir verkfakar.