Tíminn - 05.02.1965, Qupperneq 4

Tíminn - 05.02.1965, Qupperneq 4
16 TÍMINN FÖSTUDAGUR 5. febrúar 1965 BRÉF TIL BLAÐSINS Það hefur heyrzt nokkuð af óánægju á undanförnum árum með kjarnaáburðinn frá Áburðar- verksmiðjunni h.f. í Gufunesi. Áburður þessi „Kjarninn" (það nafn hlaut hann í upphafi) er 33% % sterkur köfnunarefnis- áburður og rífur því mikið gras úr jörðinni þegar önnur efni eru þar til staðar, og jarðvegurinn er ekki of súr. En nú er það svo, að mikið af einkum mýrarjarðvegi er dálítið súr og kalksnauður, og þannig er einmitt mikið af íslenzkum jarð- vegi, og þá er það auðskilið, að ekki er heppilegt að bera til lengdar mikið af sterkum köfnun- arefnisáburði á þannig land, án þess að sjá jarðveginum fyrir kalki, því að kjarnaáburðurinn er kalksnauður), svo nauðsynlegt sem það er, ekki einungis sjálfum gróðrinum, sem á landinu á að vaxa, heldur og líka lífsnauðsyn skepnunum, sem eiga á grasinu og heyjunum að lifa, þó alveg sérstaklega öllum mjólkurpeningi, kúnum og lambánum, því ef mjólk urkýrin fær ekki nægilega mikið kalk í því fóðri, sem hún lifir á, þá fer svo að hún veiklast ýmist af doða og beinaveiki, sem stund um endar með dauðanum. Þetta orsakast af því, að þegar mjólkur- kýrin fær ekki nægilegt kalkríkt fóður, þá leysir lífsstarfsemi kýr innar kalkið úr hennar eigin bein um, til þess að fullnægja eðlilegu kalkmagni mjólkurinnar, svo að mjólkin fullnægi eðlilegri þörf vaxandi ungviðis. Þannig verndar móðir náttúra hið vaxandi líf í lengstu lög, með- an nokkur leið er til þess. Svo þegar fer að bera á alvar- legum sjúkdómseinkennum koma dýralæknar og dæla atórum kalk- sprautum undir húð gripanna og bjargar það í bili, enda ekki um annað að gera, þegar í þetta óefni er komið. Það er svo annað mál, að þetta þarf ekki að ganga svona til, enda þótt kjarnaáburðurinn sé hvort tveggja sterkur köfnunarefnis- áburður og kalksnauður. hann er framleiddur og seldur sem slíkur og allir sem kaupa hann og nota í stórum stíl, verða að gera sér grein fyrir því, hvað það er, sem þeir eru með. Það vill nú svo vel til, að það mikla og góða fyrirtæki. Sements- verksmiðjan á Akranesi vinnur og selur áburðarkalk eftir pöntun um og hefur selt það a ruma 50 aura kílóið í umbúðum, hvort heldur er komið á bíl eða í skip. Þetta er nauðsynlegt að bera á flest bau lönd, sem kjarnaáburð- urinn er borinn á árlega, og því nauðsynlegra því meira sem not að er af kjarnanum. Það var vorið 1961- ið ég flutti tillögu á aðalfundi K.S. á Sauðár króki þess efnis að framkvæmda- stjórn K.S. hæfi viðskipti við Sem entsverksmiðjuna á áburðarkalki og útvegaði bændum hér í Skaga firði a.m.k. eftir pöntunum eða hefði það til sem aðra söluvöru, því mér var þá Ijóst, að þetta áburðarkalk er full nauðsynjavara fyrir grasræktina, ef ve) ■ að fara, og hver er ekki sem vill að svo verði? En það er nú svona með svo margt, sem fengizt er við. það þarf á ýmsan hátt nokkuð fyrir því að hafa svo vel fari. Og svo er með þetta, það ei víst ikki svo fáir, sem óskuðu sér þess, að kjarnaáburðurinn væri kalkríkur áburður. án oess að gerr sér grein fyrir því hvað bað kosti í framkvæmd. Er til muna f járhags legar hagstæðara að kaupa sitt i hvoru lagi, kjarnann og áburðar kalkið, og kalkið óorið einu sinni á með 8-10 ára millibili ca. 2 tn. 4 hektara ef ekki er borið árlega meira á af kjarna en 5-6 pokar á hektarann. Ef borið er meira á, allt upp í 8 pokar á hektarann af kjarna árlega, verður að bera áburðarkalkið á helzt sjötta hvert ár 2 tonn á hektara. Rétt er að minnast þess, að tún ið, jarðvegurinn, verður alltaf að fá sinn vissa skammt af fosfórs- sýru og kalíi í sem réttustu hlut. falli við köfnunarefni eða magn- íð, sem á er borið, enda þótt áburðarkalkið sé notað, og sé alls þess gætt, þá er kjarnaáburðurinn öruggur að gefa mikið og gott gras og þá er ástæðulaust undan honum að kvarta eins og hann nú er. Nóvember 1964 Hróbjartur Jónasson, Hamri, Ilegranesi. Fangelsismálin eru og hafa ver- ið mestu vandræðamál hér landi. Við engan valdsmann er að sakast, aðeins Aliþingi, sem ekki hefur haft getu til að leysa þetta mál. Nú er ástandið svona. í Reykjavík er gamaldags tugthús frá öldinni, sem leið. — Einhverjar fleiri málamynda fangageymslur munu vera til í nýrri hfisium, sem þó voru ætluð til alls annars í upphafi. Jónas Jónsson fyrrv. dómsmálaráðherra ákvað út *úr vandræðum að gera gamalt hús á Eyrarbakka að fangelsi, er þar var upphaflega hugsað og byggt sem spítali. Sagt er að dæmdir menn verði að bíða misserum sam- an eftir að geta tekið út refsingu og jafnvel gleymist þeir vegna öng þveitis í húsnæðismálum auk vand ræða með staðsetning slikrar stofn unar. Þetta er vandræðaástand. „En eitthvað verður -að reyna“ eins og vitur maður sagði hér á árunum. Fyrir nokkru las ég í blaði, að Viðey væri í eyði. Þá datt mér í hug, hvort ekki væri tilvalið að setja þar upp fangelsi. Þarna er hægt að hafa stórbú og fangagæzla yrði þar auðveldari en í landi. Væri ekki rétt fyrir dóms málastjórnina að athuga þetta? Kolbeinn. Einn hinna frægu bítla, John Lennon, dvelst um þessar mundir j St. Morizt i Sviss, þar sem hann eyðir frítíma sínum vi3 skíðaiSkanir. Hann sést hér ásamt konu sinni, Cynthiu, lengst til vinstri og tveimur einka- rlturum. Og bítiliinn sjálfur er lengst til hægri — Ljósmynd UPI. ÍSL. MÁLLÝZKUR — ; Framh. af lri. síðu. 123. hefti í Studia Islandica, og i hins vegar með aðaltitlinum „Mál- I lýzkur II,“ með sama ytri frá- ! gangi og Mállýzkur 1, sem kom | út 1946. Ritstjóri ritsafnsins er j prófessor Steingrímur J. Þor- j steinsson. AFENGIÐ Framhald af bls. 17. var á sama tíma árið áður 77, 182.372 krónur. Salan skiptist þannig milli staða (tölur frá 1963 innan sviga): Reykjavík 73.346. 513 (63.714.204), Akureyri 8.531. 400 (6.401.829), ísafirði 2.811.425 (2.130.189), Siglufirði 1.589.015 (1.440.471), og Seyðisfirði 3.356. 925 (1.667.052). SKIPAÚTGCR0 RIKISINS Ms. Esja fer vestur um land í hringferð 9. þ.m. Vörumóttaka á föstudag og árdegis á laugardag til Pat- reksfjarðar, Sveinseyrar, Bíldu- dals, Þingeyrar. Flateyrar. Suð- ureyrar, ísafiarðar, Siglufjarð- ar, Akureyrai Húsavíkur og Raufarhafnar Farseðlar seldir á mánudag. Ms. Herðubreið fer austur um land i hringferð 11. þ.m. Vörumóttaka árdegis á laugardag >g mánudag til Hornafjarðar Breiðuvíkur Borgarfjarðar Bakkafjarðai Kópaskers Farseðlar seidir á miðviku dag. Djúpavogs, Stöðvarfiarðar. Vopnafiarðar. Þórshafnar og BILAKAUP Mercury comet 63, ekinn 15 þúsund, skipti koma til greina. Verð 225 þús. Volvo 544 ’60. Skipti á Amason eða öðru Verð 100 þúsund Willys jeppi 47, nýtt hús og og karfa. skipti möguleg. Verð 45 þúsund. Mercedes Benz 190 58, skipti á amerískum bíl. Mercedes Benz 220 ’55, viðgerð- ur fyrir 105 þús., skipti mögu leg. Verð 110 þúsund. Simca sl ’63. lítið ekinn. fast- eignatr.bréf kemur til greina, skipti möguleg. Chevrolet ’57, góður. Verð 75.000. V.W. ’65, skipti á eldri V.W. Ford ’55 í skiptum fyrir sendi- ferðabifr. Mozkowitz 57, góður. Verð 25000. Opel Kapitan ’60, skipti mögu- leg á jeppa. Verð 150 þús- und. Taunus 15m ’55. Verð 40 þús- und, góður. Austin ’60, sendiferðabifr. (lít- ill). Verð 7C þús. Ennfremur höfum við fjöldan allan af alls konar bifreið- ' um, eldri sem yngri, í alls | konar skiptum og með margs > konar greiðslumöguleikum. BÍLAKAUP (Rauðará) Skúlagötu 55. Sími 15812 NYR FIAT í næsta mánuði kemur á mark- aðinn nýr Fíat bíll, FIAT 850, og er hann millistærð á milli 600 og 1100 gerðanna. Fíat 850 er tveggja dyra, með vélina aftur í. Hann er gefinn upp fyrir 4—5 manns, hefur fjóra gíra áfram — eins og all- ir Fíat bílar, og eru allir gírarn- ir samhraða. Vélin er fjögurra strokka, 843 rúmsentimetrar, og gefin upp fyrir 40 hestöfl. Dekkjastærðin er 5.50x12, ben- zíntankurinn tekur um 30 lítra. Kælikerfið er innsiglað, og á ekki að þurfa að hugsa um það, hvorki á sumrin eða veturna, því kælivökvinn þolir 35 gráðu frost. Fíat 850 er laglegur í útliti, línurnar eru mjúkar og ávalar og þótt 850 gerðin líkist 600 gerð- inni er hér um að ræða algjör- lega nýjan bíl, yzt sem innst. Hægt er að leggja bakið 1 aft- ursætinu niður, og koma þar fyr- ir farangri ef mönnum sýnist, svo, en auk þess er farangurs- geymsla frammí, og þar er geym- irinn líka og varahjólið. Tveir stólar eru frammí, og á milli þeirra er gírstöngin og hand- bremsan. Útsýni fyrir ökumenn er sagt gott, og öll stjóntæki vel staðsett. Bíllinn vegur um 670 kíló, og kemur til með að kosta hér um 131 þúsund krónur. Nánari upp- lýsingar fást hjá Orku h.f. Slys í Kópavogi KJ-Reykjavík, fimmtudag. í dag varð aivarlegt umferðar- slys á Kársnesoraut í Kópavogi. Níu ára drengui varð fyrir veg- hefli, og slasaðist drengurinn mik- ið. Hann mun þó ekki í lífshættu. Slysið varð rétt eftir klukkan fimm, vestarlega á Kársnesbraut- inni. Veghefill var þar að verki, og tveir drengii á eftir honum á reiðhjólum. Veghefilsstjórinn seg- ist hafa stanzað þarna til að taka upp tönnina og bakka. Leit hann út um afturgluggann á stýrishús- inu, en sá engan fyrir aftan. Þeg- ar hann svo heíui ekið aftur á bak Kaupmenn - Kaupfélög Fyrirliggjandi: Fjölbreytt úrval af kaffi- og matardúkum. Kr. Þorvaldsson & Co. Heildverzlun. — Grettisgötu 6. Símar 24478 og 24730. |2—3 metra, verður hann var við að framhljólið fer yfir einhverja ójöfnu, og þar sem hann átti ekki von á því, stöðvaði hann tækið og 'fór út til að aðgæta þetta, Sá hann þá drenginn og hjólið liggja fyrir framan framhjól hefilsins. Drengurinn, sem varð fyrir slys- inu, heitir Guðmundur Kristjáns- son, níu ára gamall, til heimilis að Hlíðarvegi 16 í Kópavogi. Félagi hans, sem var þarna með honum, segir að þeir hafi ætlað að ná heflinum, og þegar þeir voru komnir nærri honum, segist hann hafa séð hefilinn stanzá, og varað Guðmund við að fara nær, því nú ætaðii txefillinn að bakka. Segist hann hafa kallað aftur, en Guðmundur ekkí heyrt vamaðar- orðin. SELTJARNARNESIÐ — Framhajfi al 24 siðu nú er 120 metrar niður á gamla bergið. Þarna eru ákaflega sér- kennilegar myndanir, ekki ólíkar því að hraunið hafi runnið út í fjöru, eins og æðar eða net úr grágrýti, en innan um það basalt- björg, sem skera sig úr, m.a. vegna annars litar, ég býst ekki við að maður sjái slíkar myndanir víða. Að endingu Jon. hvað er borihn kominn langt niður og hvað er orð- ið heitt?

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.