Tíminn - 05.02.1965, Page 9

Tíminn - 05.02.1965, Page 9
FÖSTUDAGUR 5. febrúar 1965 TÍMiNN anna hugsa á þennan hátt, nema Montague skipstjóri. Eg var mjög beygður bæði andlega og líkamlega. Þá sá ég, að Sir Joseph horfiíi á mig vingjarnlegur, eins og hann vildi segja: — Þetta var laglega af sér vikið, drengur minn. Þú skalt aldrei gefast upp. — Lávarður minn, sagði ég — má ég nú kalla inn vitnin? Hood lávarður kinkaði kolli. Liðþjálfinn gekk til dyranna og hrópaði: — John Fryer, komið inn! Stýrimaðurinn á Bounty steig nú í vitnastúkuna og var látinn vinna eið aftur. Ég: — Hvaða vakt hafði ég daginn, sem uppreisnin var gerð? Fryer: — Hann var á minni vakt, og það var fyrsta vaktin kvöldið áður. Ég: — Ég geri ráð fyrir því, að þér hafið viljað verða eftir um borð í þeim tilgangi að ná aftur skipinu. Var fram- koma mín þannig, frá því þér kynntust mér fyrst og þangað til þér eigið að svara þessari spurningu, að þér hefðuð trúað mér fyrir áformi yðar? Og álítið þér, að ég hefði verið tillögu yðar samþykkur? (Herra Graham hafði sagt mér að leggja fyrir hann þessa spurningu). Fryer: — Ég hefði ekki hikað við, að hafa hann með mér í ráðum, og ég er sannfærður um, að hann hefði hvatt mig til framkvæmda. Ég: — Álítið þér, að þeir, sem unnu að því að koma bátnum á flot, vaéru að hjálpa Bligh eða uppreisnarmönn- um? Fryer: — Þeir, sem ekki báru vopn, álít ég, að hafi verið að hjálpa Bligh. Ég: — Hversu margir menn fóru í bátinn? - Fryer: — Nítján. Ég: — Hvað var borðstokkurinn hár ofansjávar, þegar bátnum var ýtt frá? Fryer: — Ekki meir en 8 þumlungar, að því er mig minnir. Ég: — Hefði verið hægt að koma fleiri mönnum í bát- inn? Fryer: — Samkvæmt minni skoðun var ekki hægt að koma einum manni í viðbót, án þess að öllum bátverjum væri hæt.ta búin. Ég: — Sáuð þér mig nokkru sinni vopnaðan meðan upp- reisnin fór fram? Fryer: — Nei. Ég: — Talaði Bligh skipstjóri nokkuð við mig morgun- inn, sem uppreisnin varð? Fryer: — Ekki svo að mér sé vitanlegt. Égz — Tókuð þér eftir því þennan morgun, að ég gerði nokkuð, sem vakið gæti grun um, að ég tæki þátt í uppreisninni? Fryer: — Nei, ekki varð ég þess var. Ég: — Sáuð þér herra Hayward á þiljum þennan dag? Fryer: — Já, oft. ' Ég: — Hvernig bar hann sig? Var hann rólegur, eða var hann óstyrkur? Fryer: — Hann var mjög óstyrkur og hann grét, þegar hann var neyddur til að fara í bátinn. Ég: — Sáuð þér herra Hallet þennan dag? Fryer: — Já, oft. Ég: — Hvernig bar hann sig? Fryer: — Hann var með afbrigðum hræddur, og hann grét, þegar hann var neyddur til að fara í bátinn. Ég: — Hvernig var dagleg hegðun mín á Bounty? Fryer: — Ágæt. Að svo miklu leyti, sem mér er kunn- ugt, var hann mjög mikils metinn af öllum. Rétturinn: — Var oft rætt um uppreisnina á leiðinni til Timor? Fryer: — Nei, ekki oft. Þjáningar okkar voru hræðileg- ar, og við höfðum litla löngun til að tala um uppreisnina. Rétturinn: — Heyrðuð þér Bligh nokkurn tíma minnast á samtal milli Christians og fangans Byams, sem hann var heyrnavottur að á hundavaktinni nóttina áður en uppreisn 9 á því við húsvörðinn og hún hlustaði á alla romsuna í mér án þess að grípa fram í og sagði að lokum, að hún þyrfti ekki á því að halda, hún kæmist á eftirlaun einn góðan veðurdag. Svo spurði ég hana um leigjenduma, sem gætu komið til mála að líftryggðu sig. Og hún gaf mér nokkur nöfn. — Þau eru öll í sjúkrasamlagi, bætti hún við. Svo það eru ekki miklar líkur — — Býr ekki hér maður, sem heitir Marton? — Jú, í bakhúsinu, . . þau kannski. . . þau hafa ágætar tekj- ur. . . keyptu bíl í fyrra. . reyn- ið þar . — Ætli nokkur sé heima? — Það held ég. — Þér skiljið foringi, þetta var síður en svo erfitt. Ég hringdi á smíðastofunni. Það var ung kona sem opnaði fyrir mér. — Eruð þér frú Marton? spurði ég. — Nei, systir mín kemur ekki heim fyrr en kl. 7. Maigret hnykklaði augabrún- irnar. — Hvernig er systirin? — Þesskonar kvenmaður, sem karlar snúa sér við á eftir á göt- unni. Ég fyrir mitt leyti. . . — Leizt þér á hana? — Það er erfitt að lýsa henni. Ég mundi segja að hún væri í mesta lagi 35 ára. Það er ekki vegna þess, að hún sé fögur eða sláandi. Og því síður glæsileikinn, því hún var klædd fjarska óbrotn- um ullarkjól og hárið ósnyrt — eins og kona sem passar upp á sitt heimili. En. . . — En. . .? — Ja, sjáið þér til, það er eitthvað kvenlegt, eitthvað blítt við hana. Maður finnur, að hún er afar meyr og dálítið hrædd við lífið, þesskonar kvenmaður, sem manni finnst maður þurfi að vernda. Skiljið þér, hvað ég meina? Líkamsbyggingin er líka afar kvenleg, en. . . Hann roðnaði við gamansamt bros Maigrets. — Talaðir þú lengi við hana? — Tíu mínútur. Fyrst talaði ég um tryggingar. Hún sagði að syst- ir hennar og mágur hefðu keypt stóra líftryggingu fyrir ári síð- an. . . — Nefndi hún upphæðina? — Nei, en ég veit að þau eru tryggð hjá Gagnkvæma trygginga- félaginu. Hún sagði mér, að hvað henni sjálfri viðvék þyrfti hún enga tryggingu því hún fengi líf- eyri. Meðfram veggjunum er borð með mjög flóknu rafmagnslestr- arkerfi, við hliðina á vinnuborði. Ég sagði henni að ég hefði ein- mitt keypt rafmagnslest handa syni mínum. Þannig tókst mér að tefja tímanri'. Hún spurði hvort ég hefði keypt það í Louvre og ég jánkaði því. —Þá er það mágur minn sem hefur afgreitt yður . .. — Er þetta allt, spurði Mai- gret. — Já, það lætur nærri. Ég bankaði upp hjá nokkrum verzl- unarmönnum en áræddi ekki að spyrja of mikils. Það virðist sem Martons-hjónin séu fremur vel liðin í grenndinni og koma vel fram. Nú fyrst uppgötvaði Maigret að það var flaska Torrence sem hann hafði tæmt. — Þér verðið að fvrirgefa gamli vinur. Látið senda aðra hingað upp á minn reikning . . . Hann bætti við: — Og annað handa mér. Svo kem ég inn og tæmi það, þegar ég er búin að tala við kven- manninn þarna inni. Hún hafði ekki hreyft sig úr stólnum meðan hann var í burtu en kveikt í sígarettu. Hann settist aftur í sæti sitt og lagði lófana flata á skrifborð- ið. — Hvar vorum við nú aftur? Já, þér báðuð mig að spyrja yður. En ég veit ekki fullkomlega, hvað ég á að spyrja yður um. Hafið þér vinnukonu, frú Morton? Ég veit ekki betur en þér vinnið úti allan daginn. — Já, allan daginn. — Sjálfstætt? — Ekki fullkomlega. En hr. Harris, sem byrjaði á verzluninni með kvenundirföt í Rue Saint- Honoré borgar mér ríflegan ágóða hluta, því það er eiginlega ég, sem stend fyrir verzluninni. — Þá gegnið þér sem sagt mik ilsverðri stöðu. — Já, fremur mikilsverðri. — Ég held að ég hafi heyrt getið um fyrirtækið Harris. — Það er eitt af þrem beztu á sínu sviði í París, viðskiptavinirn ir eru allir af háum stigum, þar á meðal margt konungafólk. Nú skildi hann betur ýmis smá- atriði sem höfðu komið honum á óvart í upphafi, hina hlédrægu en tignarlegu framkomu, sem var nokkuð sér á parti. Eins og ger- ist í tízkuhúsum og þesskonar fyrirtækjum hafði hún simámsaman tileinkað sér fas og framgöngu viðskiptavinanna jafnframt því, sem hún gætti þess að trana sér j ekki fram. — Unnu foreldrar yðar svipuð I störf? Henni varð rórra þegar talið; beindist að hversdagslegri hlutum! þar sem ekker bjó á bak við spurningarnar. — Nei, hreint ekki. Faðir minn kenndi söng við menntaskóla í Rou og móðir mín hefur ekki haft annað fyrir stafni um dag- ana en vera dóttir hershöfðingja. — Eigið þér systkini? — Já, systur, sem um nokkurt skeið hefur búið í Bandaríkjun- um, í New Jersey, ekki langt frá New York, maður hennar var verkfræðingur í olíuhreinsuiar- stöð. — Var, sögðuð þér? — Já, hann fórst fyrir tveim- ur árum þegar sprenging varð í| stöðinni. Systir mín sneri heiml 21 til Frakklands og var svo miður sín, að við tókum hana að okkur. — Ég spurði rétt áðan, hvort þér hefðuð stúlku? — Nei. En systir mín gerir húsverkin. Hún hefur aldrei starf- að neitt. Hún er yngri en ég og giftist tvítug að aldri. Hún hefur alltaf verið dekurbarn. — Er það hún, sem gerir hús- verkin? —Já, þannig vill hún launa okkur ef svo má að orði kveBsi Við höfum aldrei beðið hana þess, hún hefur sjálf æskt þess. — Bjugguð þér einnig hjá for- eldrum yðar, þegar þér hittuð eiginmann yðar? — Nei, gagnstætt Jenný — það er systir mín — eirði ég ekki í Rouen og auk þess kom okkur mömmu aldrei vel saman. Strax að afloknu stúdentsprófi hélt ég til Parísar. — Ein? — Hvað eigið þér við? — Áttuð þér ekki vin hér? — Ég skil hvað þér eigið við. Og þar sem ég hef hvatt yður til að spyrja mig spjörunum úr, hef ég enga ástæðu til að svara ekki. Jú, ég kom hingað tii að hitta mann, sem ég þekki, ungan lögfræðing og við bjuggum saman nokkra mánuði. Það fór út um þúfur og ég leitaði mér að stöðu. Ég uppgötvaði, að stúdentspróf- ið, sem faðir minn hafði lagt svo mikla áherzlu á var einskis nýtt. Eftir að ég hafði leitað með log- andi ljósi um alla Parísarborg, hafnaði ég sem afgreiðslustúlka í ,,Louvre.“ — Og þar hittuð þér Marton? — Ekki strax. Við vorum ekki á sömu hæð. Það var fyrst í neð- anjarðarlestinni sem við kynnt- umst. — Var hann þá orðinn deildar- stjóri? — Nei, sannarlega ekki. — Og svo giftust þið? — Það var hann, sem vildi það. Ég hefði látið mér nægja að búa með honum . . . — Elskuðuð þér hann? — Hversvegna skyldi ég annars vera hér? — Hvenær fóruð þér frá Louvre? — Það eru . . . bíðið við . . . það eru fimm ár í næsta mánuði. — Eftir sjö ára hjónaband sem sagt. — Já, um það bil. — Og á þeim tíma var maður yðar orðinn deildarstjóri? — Já. — En þér voruð venjuleg af- greiðslustúlka? — Ég skil ekki, hvað þér eruð að fara. Hann sagði annars hugar: — Það skil ég ekki heldur. — Það var ekki alveg svona, sem það gerðist. í fyrsta lagi er Harris nafnið á fyrirtækinu. Raunverulegt nafn yfirmanns míns er Mauríce Sshwob. Hann var starfsmaður í Louvre, inn- kaupastjóri í undirfatadeildinni. — Hvað gamall? — Nú? HÚSAMÁLUN Get bætt við mig MÁLNINGARVINNU Upplýsingar i síma: 15461 19384 og 19246

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.