Tíminn - 05.02.1965, Blaðsíða 12

Tíminn - 05.02.1965, Blaðsíða 12
3. MILLJ. MEÐ IATA YFIR N.-ATLANTSHAF NTB-MONTREAL, fimmtudag. Mikil aukning var í farþegaflug- inu yfiir Norður Atlantshaf árið 1964. Flugfélög, sem eiga aðild að IATA, Alþjóðasambandi flugfé- laga ,hafa í fyrsta sinn í sögunni flogið með yfir þrjár milljónir farþega á þessari leið. Jókst far- þegaflugið á þessari leið um 25.2% á árinu. Samkvæmt skýrslu IATA fluttu flugfélögin alls 3.551.000 farþega á þessari leið árið 1964, og er það Matareitrunin í rannsókn MB-Reykjavík, fimmtudag. Rannsóknin á matareitrun þeirri, sem upp kom að lokinni matarveizlu í einu af samkomu- húsum borgarinnar siðastliðið laugardagskvöld, hefur orðið um- fanjjsmeiri en haldið var í fyrstu. f morgun lágu fyrir niðurstöður upphafsrannsóknarinnar, og var þá ákveðið að láta fara fram fram- haldsrannsókn, og munu niður- stðöur hennar ekki liggja fyrir fyrr en öðru hvoru megin við helgina. Keflavík - Suðurnes Framsóknarvist og dans í Aðalveri í kvöld, föstudagskvöld, kl. 20.30. Fjölmennið oa takið með ykkur gesti. F.U.F. Keflavík. 25.2% aukning frá árinu 1963. Fyrir 10 árum, þ.e. 1954, fluttu IATA-félögin alls 581.000 farþega yfir Norður-Atlantshafið. Flestir þeirra, sem flugu með áætlunarvélunum, völdu ódýrari flokkinn, en árið 1964 jókst far- þegafjöldinn í dýrari flokknum um 22.5% frá árinu 1963. Er það í fyrsta sinn síðan 1960, að tala farþega í fyrsta flokki eykst. Tal- ið er, að aukningin í báðum flokk- um hafi aðallega átt sér stað vegna verulegrar lækkunar á far- gjöldum, sem gerð var í apríl 1964. Vöruflutningar yfir Norður-Atl- antshafið jukust um 22% miðað við árið 1963. Það eru alls 18 IATA-félög, sem fljúga yfir Norður-Atlantshafið. Alls fóru þau í 47.944 flugferðir árið 1964 miðað við 49.594 flug- ferðir árið 1963. Samningaviðræður hjá yfirmönnum á kaupskipum EJ-Reykjavík, fimmtudag. Eins og sagt hefur verið frá í TÍMANUM áður. sögðu yfirmenn á- kaupskipaflotanum upp samn- ingum sínum frá og með 1. febrú- ar s.l. Samningaviðræður ganga frekar hægt; hefur aðeins verið haldinn einn fundur í undirnefnd. Svíinn Blomdahl hlaut fyrstu tónlistarverSlaun N-ráðsins NTB-Osló, fimmtudag. Sænska tónskáldið Karl- Birger Blomdahl fékk í dag tónlistarverðlaun Norðurlanda ráðs fyrir óperu sína „Aniara“, en þetta er í fyrsta sinn sem þessum verðlaunum er úthlut- að. Verðlaunin eru 50 þús. danskar krónur. Formaður dómnefndar þeirr ar, sem úthlutaði verðlaun- unum, prófessor Nils Sehiörr- ing frá Danmörku, sagði eftir að ákvörðun nefndarinnar var birt, að verk Blomdahls, Ani- ara, hefði mikið listrænt og tónlistarlegt gildi, — „og tón skáldið hefur að okkar áliti notað elektróntónlistina á mjög áhrifaríkan hátt og með auðugu ímyndunarafli", sagði prófessorinn, og bætti því við, að með verki • sínu hafi Blom dahl bætt góðu listaverki í hóp norrænna óperuverka. Ópera Blomdahls er byggð á ritverki eftir sænska rithöfund inn Harry Martinsson og lýsir því, hvernig geimskip berst stefnulaust um himingeiminn í mörg ár og þeim átökum og deilum sem rísa upp meðal á- hafnarinnar. Til dómnefndarinnar bárust tillögur um verk tveggja fs- lendinga, pianókonsert eftir Jón Nordal og sinfóníu í þrem köflum eftir Leif Þórarinsson. Blomdahl sagði í dag, að nú gæti hann tékið sér ca. hálfs árs frí, en hann vinnur við sænska útvarpið, og farið eitt hvert, þar sem hann gæti sam ið tónverk í ró og næði, — m. a. þarf hann að vinna að óperu, sem hann á að semja sérstaklega fyrir sjónvarp. Blomdahl hefur nýlokið við aðra óperu, „Herr von Hanck- en“, sem byggð er á skólasögu eftir Hjalmar Bergmann. FA SÆNSK BLOD STYRK FRÁ RÍKI NTB-Stokkhólmi, fimmtudag. Fá sænsk d-agblöð ríkisaðstoð I sem nemur um 20 milljónum I sænskra króna árlega? Heimildir í Stokkhólmi segja, að þeir tveir jafnaðarmenn, sem eru í nefnd þeirri, sem ríkisstjórnin skipaði til þess að athuga möguleika á slíkri aðstoð, hafi lagt til, að | þessi upphæð yrði árlega veitt til dagblaðanna. Telja þeir rétt, að þessari upphæð sé skipt niður á milli stjórnmálaflokkanna eftir atkvæðamagni þeirra, og flokk- arnir deili sínum hlut síðan milli sinna flokksblaða. Nefnd þessi var skipuð af sænsku ríkisstjórninni fyrir rúmu ári, og mun líklega skila áliti sinu innan tveggja mánaða. f nefndinni eiga sæti tveir jafnað armenn og þrír fulltrúar frá borgaralegu flokkunum. For- maður nefndarinnar er jafnaðar- maður. Miklar umræður hafa lengi ver ið um þetta atriði í sænskum blöð um, og eru jafnaðarmenn á önd- verðum meiði við borgaralegu flokkana, sem telja, að ríkið eigi ekkert að skipta sér af dagblöðun um og samkeppni þeirra. Jafnaðarmenn telja aftur á móti, að mikil hætta sé á blaða einokun, ekki sízt í ýmsum stærri bæjum. Var nefndin skipuð á sínum tíma vegna þess, að mörg blöð urðu að gefast upp í sam- keppninni um auglýsingar og að mikil hætta sé á hkoðanaeink- sérstaklega blöð jafnaðarmanna, sem urðu „blaðadauðanum" að bráð, m. a. „Ny Tid“ í Gauta borg. Telja jafnaðarmenn því, að mikil hætta sé á skoðanaeiok- un. Orðrómur hafði verið á kreiki um, að jafnaðarmenn vildu verja 50 milljónum sænskra króna til aðstoðar við dagblöðin, en í morgun skrifar Dagens Nyhet er, að þeir hafi lagt til í nefnd inni, að aðstoðin næmi 20 milljón um sænskra króna, sem skipt yrði niður á flokkanna eftir atkvæða magni þeirra, og sem flokkarnir myndu síðan skipta niður á milli blaða sinna. Seltjarnarnesið hefur ekki alltaf verið „lítið og lágt“ borrablót r Arnessýsla. j Málfundanámskeið verður hald- 'ið næstu vikur i Aratungu. Stjórn- andi er Sigurfinnur Sigurðsson, Selfossi. Námskeiðið hefst mánu- dagskvöldið 8. febrúar kl. 21. Þátttaka tilkynnist Garðari 20. Nánar auglýst síðar I Hannessyni. Aratungu. — FUF í — Stjómin. Árnessýslu. Þorrablót Framsóknartélaganna i Kópavogi verðui haldið i efri salnum í Félagsheimili Kópavogs. laugardaginn 13. febrúar og hefst það kl | MB-Reykjavík, timmtudag. í dag voru gerðar nokkuð frek- ari athuganir við borunina á Sel- tjarnarnesi Fón Jónsson, jarð- fræðingur, sagði blaðinu í dag, að : þar hefðu óneitamlega merkilegir hlutir komið í tjós. Gamla bergið, sem er hulið 80—120 metra þykku ; qrágrýti undir Reykjavík, a.m.k. þar sem borað nefur verið, kemur upp úr fjörunni á Seltjarnarnesi. Lítt hirt um Leif JHM-Reykjavík, fimmtudag. Fyrir 34 árum færði banda- ríska þjóðin okkur íslending- um styttuna af Leifi Eiríkssyni að gjöf. f 34 ár hefur þessi sama stytta staðið á Skólavörðu holtinu í algjöru hirðuleysi. Það er slæmt að vita til þess að styttan skuli fá svo óvandaða meðferð af okkar hálfu, en óefað munu fulltrúar Norður landaráðs vilja sjá styttuna. í fyrra var lögskipaður sér stakur minningardagur um Leif heppna og Vínlandsfund- inn í Bandaríkjunum. Norð- menn færðu Johnson forseta, gjöf við þetta tækifæri, en við létum sem ekkert væri. Við mótmæltum að vísu að Norð- menn gætu eignað sér Leif. Sá sem áleið um Skóla- vörðuholtið þessa dagana, sér þar átakanlegt dæmi um af- skiptaleysi okkar og lítilsvirð ingu þá sem við sýnum staðn um. Þarna stendur Leifur mitt í svaði og for, og einhver hef ur hent moldarköggli í undir- stöðuna. Bílum er lagt þvers og kruss í kringum styttuna, þannig að þeir útlendíngar sem leggja leið sína til að sjá Leifs styttuna, verða að láta sér nægja að horfa á hana úr fjarlægð. Hvað skyldu þeir Norðmenn segja, sem sitja munu fundi Norðurlandaraðs hér i næstu viku, þegar þeir sjá hvernig búið er að stytt- unni á Skólavörðuholtinu? Blaðið átti tal við Jörund Pálsson, arkitekt, sem er ann ar af tveimur mönnum, sem vinna að skipulagsuppdrætti fyrir svæðið í kringum Leifs styttuna. Hann sagði að það væri mjög áríðandi að flýta þessum framkvæmdum eins mikið og mögulegt væri. „Hann eykst stöðugt sá straumur af ferðamönnum sem koma hingað og vilja sjá Leifsstyttuna, sér staklega síðan Bandaríkjamenn fyrirskipuðu Leifs-daginn. Það er skammarlegt að sýna þessu fólki staðinn eins og hann er í dag, eins var það skammar legt að sýna Johnson staðinn á sínum tíma, vegna þess hve ömurlegt umhverfið var.“ Jör undur sagði að lokum að lokið yrði við skipulagstillögurnar með vorinu og þá þyrfti nauð synlega að hefja framkvæmdir á verkinu. mrm Er því ekkl óscnnilcgt að jarðhiti sé þarna allmikit: ofar í berginu en þar sem borað hefur verið í Reykjavík. Þetta sýnir m.a. að Sel- tjarnarnesið hefur ekki alltaf ver- ið „lítið og lágt" heldur staðið all- miklu hærra en meginhluti þess svæðis, sem Reykjavík stendur á. Jón kvað erfitt að segja til um raunhæfa þýðinpu þessarat upp- götvunar, en hinu væri ekki að neita, að sú staðreynd, að berglög þau, sem heitt vatn hefur fundizt í hér í nágrennrnu, eru þarna við yfirborðið, gæfi auknar vonir um, að þarna væri auðfengið heitt vatn. Hitaaukmngin hefur einnig verið góð, nálægt 0.3 gráðum á metra, en þar sem hitastigullinn hefði verið mestur í Reykjavík, væri hann 0.5 gráður á metra. — En það verður að bora þarna meira, áður en unnt er að slá neinu föstu, sagði Jón. — Kannski höfum við hitt þarna beint á bezta blettinn, það parf líka að gera þarna meiri mælingar. sennilega verða þarna gerðar segulmælingar nú alveg á næstunni. Það er vissuiega ekki ósenni- legt. að grunnt sé á gamla berg- inu í Vesturbænum, kannski geta Reykvíkingar fengið heitt vatn úr jörðu ..vestast í Vesturbænum“ — Það rifjaðist upp fyrir mér, þegar ég sá borKjarnana, að þegar ég var að kortleggja þetta svæði ári 1954 þá fann ég í f.iörunnni norðan við Valhúsahæðina berg. sem mér fannst einkennilegt og áttaði mig ekki á þá, en taldi samt I að væri ekki gragrýti. Og þegar i ég fór að athuga þetta nánar í |dag, þá sá ég, að gamla bergið | kemur upp úr sávarmálinu við i Bollagarða við fjöru, en sést ekki | um flóð. Og ég sá sitt hvað skemmtilegt í þessu, mjög sér- kennilegar myndanir, meðal ann- ars þóttist ég sjá þó nokkra gervi- gígi sem myndazt höfðu i þessu ævaforna basalti. líkt og vera munu t.d undir Landbrotshólun- um. — Og þetta gefur okkur óneit- aniega jarðfræðilega vísbendingu um það, að þarna hlýtur í fyrnd- inni að hafa vertð fjall eða hæð, sem grágrýtishraunið hefur runn- jið kringum. Alla vega hlýtur það að hafa verið hærra en þar sem Framhald á 16. síðu. 'mmm 1 Neskaupstað hafa orðið skipti ■á umboðsmönnum. Þorleifur Árna- son sem hefur verið umboðsmað- ur undanfarið, lætur nú af störf- um. Blaðið þakkar honum vel unnin störf. Við störfum hans við blaðið tekur nú. að minnsta kosti fyrst um sinn, Katrín Guðnadóttir, Þiljuvöllum 19 Hún' mun hafa með höndum alla þjónustu við kaupendur blaðsins, og til hennar geta þeir snúið sér, sem vilja gerast áskrifendur að i Tímanum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.