Alþýðublaðið - 01.10.1955, Side 4
4
AtþýgublaSiS
LautrarJagur 1. okí. 1955
Útgefandi: Aif>ýðujloh\urinn.
Ritstjóri: Helgi Sæmundsson.
Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson.
Blaðamenn: Björgvin Guðmundsson og
Loftur Guðmundsson.
Auglýsingastjóri: Emilia Samúelsdóttir.
Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902.
Auglýsingasími: 4906.
Afgreiðslustmi: 4900.
Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgötu S—10.
Ás\riftarverð 151)0 á mánuði. í tausasðlu 1,00.
Svo mœla börn sem vílja
MORGUNBLAÐIÐ og Þjóð-
viljinn hafa undanfarna
daga helgað Alþýðuflokkn-
um og Alþýðublaðinu hverja
forystugreinina á fætur ann-
arri. Hefur þessi sókn á hend
ur Alþýðuflokknum verið
háð með þeim frumlega
haetti, að fyrst hefur Morg-
unblaðið skammað Alþýðu-
flokkinn, og síðan hefur Þjóð
viljinn prentað upp óhróður-
inn. Við það hefur Morgun-
blaðið aftur færzt í aukána
og ekki viljað vera eftirbát-
ur Þjóðviljans. Og enn etur
svo Þjóðviljinn ósómann eft
gáfnaljósunum í Austur-
stræti.
Hið spaugilegasta við þessa
sameiginlegu sókn er það,
að aðaládeiluefnið á Alþýðu
flokkinn er það, að hann sé
eiginlega alveg að gefa upp
öndina! Almenningur á hins
vegar að vonum dálítið erfitt
með að koma því heim og
saman, að ástæða sé til þess
að deila jafnoft og jafnmik-
ið á Alþýðuflokkinn og Morg
unblaðið og Þjóðviljinn gera,
ef hann væri í raun og veru
í þann veginn að lognast út
af. Annars hefur mátt lesa
það í þessum blöðum í 15 ár,
að Alþýðuflokkurinn væri
að syngja sitt síðasta vers.
Það hefur nefnilega sannazt
áþreifanlega á þessum blöð-
um, að svo mæla börn sem
vilja. En á meðan hefur Al-
þýðuflokkurinn haldið á-
fram starfi fyrir almenning
í landinu og sem betur fer
borið gæfu til þess að koma
fram mörgu þjóðþrifamál-
inu til hagsbóta fyrir verka-
lýð og launastéttir.
Það er raunar ekki nýtt
fyxirbæri, að Morgunblaðið
og Þjóðviljinn snúi bökum
saman í ádeilum á Alþýðu-
flokkinn. Sjálfstæðisflokkur-
inn gumar oft af því að vera
í fylkingarbrj ósti í barátt-
unni gegn kommúnismanum.
Samt má hann vita, að allur
almenningur man glöggt,
hverjir það voru, sem komu
kommúnistum til vegs og á-“
hrifa í íslenzkri verkalýðs-
hreyfingu á árunum fyrir
stríð. Það' voru leiðtogar
Sjálfstæðismanna, sem höt-
uðu Alþýðuflokkinn og ótt-
uðust hann og vildu vinna
það til að styðja kommún-
ista til valda í verkalýðs-
hreyfingunni, ef það mætti
verða til þess að hnekkja þar
áhrifum Alþýðuflokks-
manna. Þeir vissu áreiðan-
lega, hvað þeir voru að gera.
Þeir breyttu eftir reglunni:
Deildu og drottnaðu! Þeir
skildu, að sterk verkalýðs-
lireyfing mótuð sjónarmiðum
lýðræðisjafnaðarstefnunnar,
mundi verða atvinnurek-
endavaldinu stórhættuleg.
Þess vegna fannst þeim
betra, að kommúnistar næðu
þar verulegum ítökum. Og
þeim árangri náðu þeir. Al-
menningur hefur heldur
ekki gleymt því, að í eina
skiptið, sem kommúnistar
hafa komizt í stjórnarráðið,
gerðist það fyrir fulltingi og
undir forsæti formanns Sjálf
stæðisflokksins. Þessir tveir
aðilar hafa því átt sitthvað
sameiginlegt um dagana,
svo að sameiginlegar árásir
á Alþýðuflokkinn nú verða
varla taldar til nýlundu.
Venjulega hefur Þjóðvilj-
inn ekki sérlega mikið álit á
Mor gunblaðinu eða þeim,
sem halda á penna fyrir það
blað. En þegar ritstjóri Þjóð-
viljans sér eitthvað í Morg-
unblaðinu, sem hann telur
geta hentað sér til sérstakra
árása á Alþýðuflokkinn, þá
er það ágætt, meira að segja
svo gott, að það er þess vert
að endurprenta það, jafnvel
á viðhafnarstað og með við-
hafnarletri. Ef til vill gerir
ritstjóri Þjóðviljans sér
grein fyrir því, að ritstjóri
Morgunblaðsins ætlast ein-
mitt til þess, að það, sem
hann hefur verið að skrifa
um Alþýðuflokkinn, sé end-
urprentað í Þjóðviljanum.
Efnið ber það nokkurn veg-
inn með sér. Vera má þó, að
það sé aðeins óviljandi, sem
hann gerir Morgunblaðsrit-
stjóranum kleift að koma á-
róðri sír.um gegn Alþýðu-
flokknum á framfæri í tveim
blöðum. -
Það má þó einu gilda. En
hitt er víst, að Alþýðuflokk-
urinn má vel við una, þegar
hann verður fyrir ádeilum í
Morgunblaðinu eða Þjóðvilj-
anum. Og þegar svo ber við,
að Þjóðviljanum finnast um-
mæli Morgunblaðsins svo
snjöll, að hann endurprentar
þau og smjattar á þeim, þá
getur Alþýðuflokkurinn ver-
ið viss um, að malstaður
hans er réttur.
örygg
SPLUNKUNÝR, gljáfágaður
Fordbíll kom brunandi eftir
veginum á 120 km. hraða og ók
beint á hlið bíls, sem lagt hafði
verið við gangséttina. Ekill
Fordbílsins féll fram á stýrið og
skall með höfuðið á framrúð-
una.
Þarna mundi hafa orðið enn
eitt bílslysið, ef allt hefði verið
með felldu, — en síðastliðið ár
urðu- alls 56 þúsund banaslys
af völdum umferðar, auk 1,3
milljóna meira og minna hættu
legra meiðsla, samkvæmt al-
þjóðaskýrslum, 'en fjárhagslegt
tjón af þeim völdum nam 44,8
billjónum króna, — auk þján-
inganna, sem enginn getur met-
ið til fjár.
En þarna var ekki allt með
felldu. Ekillinn og farþegi hans
voru báðir gervimenn, gerðir úr
málmi og plasti, en höggþol
„líkama“ þeirra hið sama og
mannlegs líkama, og auk þess
voru mælitæki innbyggð í
skrokkana, er sýndu nákvæm-
lega áreksturshöggþungann á
hvern líkamshluta. Og tilgang-
urinn með árekstrinum var sá,
að komast að raun um, með
hvaða móti helzt sé unnt að
koma í veg fyrir að bílstjóri og
farþegar hljóti bana eða lim-
lestingu, ef bíllinn lendir í á-
rekstri. Samkvæmt þeim rann-
sóknum, sem þegar hafa verið
gerðar, hefur „modelli“ «því,
sem Fordverksmiðjurnar fram-
leiða til sölu 1956, verið breytt
hvað ýmis tæknileg atriði snert
ir. Eru þessar breytingar sagð-
ar helztar:
Stýrið er þannig gert, að það
færist niður og fram við snöggt
högg, án þess þó, að það rofni úr
sambandi. Rannsóknir, sem
Gervimennirnir í bílnum.
framkvæmdar hafa verið við
læknadeild Cornellháskólans,
|hafa leitt í ljós, að um 40%
slysa, er bílstjórar verða fyrir
við árekstra, orsakast af stýri
eða stýristeini. Þess skal getið,
að Fordverksmiðjurnar hafa
varið 200 000 dollara til styrkt
ar þessum rannsóknum.
Hurðaiæsingar eru sterkari
og af nýrri gerð, þannig að hurð
irnar hrökkva ekki upp þótt
bíllinn lendi í hörðum árekstri
eða velti. Rannsóknir hafa sýnt,
að tvöföld banahætta stafar af
því, ef farþegarnir falla út úr
bílnum við árekstur eða veltu.
Bólstrað mælaborð. Sam-
kvæmt rannsóknum verða 38%
meiðsla á farþegum, er fram í
sitja, fyrir það, að þeir skella
við árekstur eða skyndilega
hemlun á mælaborðið.
Öryggisbelti, svipuð og í
flugvélum, þannig að farþeg-
(Jm útflufning á kjö!
SEX manna nefndin og Stétt
arsamband bænda hafa nú kom
ið sér saman um og ákveðið
haustverðið á kjöti, og er það
mun hærra en það var í fyrra.
Vegna óþurrkanna á Suður-
og Vesturlandi í sumar og þar
af leiðandi litlum heyafla er á-
litið, að slátra þurfi mun fleira
fjár en í fyrra, og komið til tals
að flytja út talsvert magn af
kjöti, sem þó virðist talsverð-
um annmörkum bundið. Fyrst
og fremst er helzt ekki seljan-
legt annað en læri, en það með
svo lágu verði, að manni ofbýð-
ur. Ef ríkissjóður ætti að greiða
tíu krónur eða meira á hvert
kíló af útfluttu kjöti, væri það
mál sannarlega kjötneytendum
hér heima ekki óviðkomandi.
Þessa góðu fæðu verða menn
að spara við sig vegna dýrleika,
og munu nú fæstir neyta henn-
ar nerna einu sinni í viku, eða á
sunnudögum til tilbreytingar.
Heldur en að selja þessa vöru
fyrir hálfvirði til útlanda, virð-
ist liggja nær að lækka kjöt-
verðið hér heima, svo að neyzl-
an geti aukizt að stórum mun.
Slíkt mundi ske, þótt kjötverðið
ekki lækkaði meira en um fjór-
ar. til firnm krónur fyrir kílóið,
um leið og það yrði ríkissjóði
mun léttara að greiða bændum
uppbót á kjötverðið á þann
hátt.
Undanfarin ár hefur dilka-
kjöt verið lítt fáanlegt, þegar
komið hefur verið fram á vor,
þrátt fyrir hvað menn hafa
sparað það við sig, sem ekki er
að undra. Enda er það nú sjá-
anlegt, að við greiðum helm-
ingi hærra verð fyrir þessa
vöru en hægt er að. fá fyrir
hana annars staðar, og neytend
ur samt lítið möglað hingað til.
Þau mörgu ár, sem mæðiveikin
herjaði hér á landi, var bænd-
um hjálpað með ráðum og dáð
að útrýma henni og koma upp
hraustum fjárstofni. Ekki
mætti kalla búmannlegt að
kosta mörgurn milljónum króna
til að koma upp þeim hrausta
og góða fjárstofni, sem nú virð-
ist að tekizt hafi, til þess þá að
Framhald á 7. síðu.
arnir og bílstjórinn geta fjötr-
að sig við sætin.
Fyrir þessar öryggisráðstaf-
anir telur John P. Stapp liðs-
foringi, er ekið hefur hraðara
í þrýstiloftsbíl sínum en nokk-
urt annað farartæki hefur ekið
um jörð, að draga muni svo stór
kostlega úr slysahættu af völd-
um bifreiðaaksturs, að helzt
megi líkja því við hve bólusetn-
ing hafi dregið úr ýmsum drep-
sóttum að undanförnu.
Árum saman hafa bílafram-
leiðendur unnið að því að gera
farartækin öruggari. Örvggis-
gler, öruggari hemlar og stýris
útbúnaður, sterkari og stöðugri
yfirbygging, bættur ljósautbún.
aður — allt hefur þetta miðað
að auknu öryggi bílstjóra og
farþega. Þó hefur slysum sífellt
farið fjölgandi.
Það verður árið 1956, sem
fyrstu bílarnir, búnir slíkum
öryggistækjum, koma á markað
inn ,bæði frá Fordverksmiðjun-
um og fleiri bílaframleiðend-
um, til dæmis G.M.G. Chevro-
let verður með örvggisbeltum,
Stude Baker með örvggisbelt-
um og öryggislæsingum, og
sömuleiðis verða Chryslerbíl-
arnir búnir öllum þeim örygg-
istækjum, sem sagt hefur verið
frá.
Aðalfundur Guðspekifél. íslands
verður í húsi félagsins á morg
un, kl. 2 e.h. Næst komandi
mánudagskvöld, kl. 9, flytur
Gretar Fells erindi fyrir almenn
ing, er hann nefnir „Guðmama
hinn ungi“. Allir velkomnir.
frá og með deginum í dag
fiölgar ferðum um Kópavog þannig að á tímabilinu kl.
13—20 verða ferðir á hálftíma fresti, Allar ferðir á hálf-
um tímum fara fyrst út Kársness, aðrar ferðir verða ó-
breyttar.
LandleiSir h.í.
iáSninaaskrifstofa
vor er á Skólavörðusííg 3. — Sími 82451.
Sameinaðir verktakar.