Alþýðublaðið - 30.09.1947, Qupperneq 6
ALÞYÐUBLAOro
" ■ '■ - » . ■
Sunnudagur
28. sept. 194.7.
John Ferguson:
MAÐURINN I MYRKRINU
Leifur
Leirs:
Prolog.
Ég
ávarpa yður
virðingarfyllst,------—
Kór.
Ég
er s'káld hinna óbornu
og hef enn ekki hlotið
neinn styrk.
Sóló.
Ég
er yngingalæknir
útlifaðrar listar, sem
því miður,
vill ekki kannast við
ellimörk sín og æðakölkun;
og hyggur sig ekki þurfa
læknis við.
Recitativ.
Ég
er skáld hinna órímuðu ljóða,
sem tala til þess hluta
á táknmáli.----------
"*Ég T'"! W
yrki um það, sem
aðrir líta ekki við, og
er því eins konar ljóðræn
fiskimjölsverksmiðja. —
Ég
er nýsköpunardieseltogari,
sem brunar um víðfeðm höf
meðan grásleppukænur
hagyrðinganna eru
bundnar á landi.
Kór.
Ég
er andleg borhola,
sem gýs og gýs.------
Sóló.
Ég
skal ekki gefa þann
styrk, sem ég kann að
hljóta, — ekki gefa hann
og ekki hafna honum
háðulegum orðum.--------Þér
fáið hann aftur í beinum
og óbeinum sköttum.
Kór.
Nýborg!
Garðaríki!
Austurríki!
Tólf þúsund krónur!
Tólf þúsund krónur!
Sóló.
Nýborg!
Garðaríki!
Austurríki!
Óbeinir skattar!
Kór.
Tólf þúsund krónur,
og þeir óbornu
munu vegsama yður.
Sóló.
Ég
líka.------— —
GLEÐITÍÐINDI
Sú fregn flaug um bæinn í
vor, og þótti mörgum ill, að ill-
viljaðir geislar mundu vera á
sveimi yfir Hekluslóðum, og
voru þeir taldir geta haft ó-
heillavænleg áhrif á f jör manna
og heilsu. En fólk lét sér ekki
og streymdi þar.gað
og þóttust margir sjá
fj'rir eyðingu hins íslenzka kyn-
stofns af þessum sökum. Nú hef
ur óheillageisiafræðíngur hins
vegar komizt að raun um, að
sá ótti muni ástæðulaus, að
minnsta kosti ef menn ganga að
eins það hraunið, sem enn er
glóandi. Hins vegac kvað
gamla hraunið vera nokkuð
geislavirkt.
Hvernig skyldi það þá vera
með geislaverkamrnar að Litla
Hrauni?
Úlbrsiðið
Alþýðublaðið.
þetta kvöld án þ'jss að hjálpa
honum. Það er þess vegna,
sem mig langar til þess að
gera eitthvað fyrir hann
núna, eitthvað, sem hann
býst alls ekki við.“
Hr. Spencer laut áfram og
lagði höndina á kné mér.
,,Dr. Dunn,“ sagði hann,
„ég skil tilfinningar yðar og
hve leiður þér hafið verið af
þessu, og ég er viss um, að ef
þér getið gert þetta fyrir
hann, þó að þér sjáið ekki um
kostnaðinn, því að þess þarf
hann ekki núna, þá mun það
gera meir en að bæta fyrir
þetta.“
„Hvað eigið þér við með
því, að hann þurfi ekki að fá
greidda hjálpina?“ spurði ég.
„Nefndi herra Kinlock
nokkurn tíma við yður, að
hann hefði keypt hlutabréf?“
„Já, einhver verðlaus
hlutabréf, sem einhver vinur
hans narraði hann til að
kaupa,“ sagði ég beisklega.
Litli maðurinn brosti.
„Ég vildi gjarnan, að ég
hefði verið gabbaður á líkan
hátt,“ sagði hann. Og hann
hélt áfram að segja mér sög-
una; það var flókin saga, en
aðalatriðið virtist vera það,
að Kinloch, sem var hrein-
asta barn í fjármálum, hafði
verið talinn á það af ein-
hverjum, að setja hvern ein-
a-sta eyri í verðlaus hlutabréf
í einhverju félagi, sem verzl-
aði með te. En svo hafði hið
ótrúlega skeð. Einhver fjár-
málasnillingur hafði komið
því til leiðar, að temagnið
minnkaði og verðið hækkaði.
E.n Kinloch, sem hafði skilið
eftir hlutabréf sín í höndum
Selwyn og Smith, þegar
hann uppgötvaði, að hann
hafði verið gabbaður, vissi
ekkert um það, að hlutabréf
in höfðu stigið í verði. „Og
þér eigið við, að hann sé orð-
inn ríkur núna?“ spurði ég.
„Ríkur er nú kannske full
sterkt að orði komizt,“ svar-
aði hann, ,,en ég vil að
minnsta kosti fullyrða, að
hann er sæmilega efnaður.“
Jæja, ég fór úr þessari
skrifstofu enn ákafari að
finna Sandy Kinloch. Og ég
ímynda mér, að það sem
.Spencer heyrði um hann frá
mér, hafi ger,t hann enn á-
kveðnari líka- En það voru
ýmsir erfiðleikar, sem Spen-
cer vissi ekkert um. Það
hefði verið betra, ef ég hefði
sagt honum eitthvað um Eal-
ing-morðið. En ég hafði þag-
að alveg um það efni. Það
var ekki neitt leyndarmál
samt. En á hinn bóginn var
ég þó of varkár til að fleipra
með slíkt trúnaðarmál við
nokkurn mann í fyrsta sinn
sem ég sá hann. Þó reyndist
það síðar, að það hefði verið
viturlegra að hætta á að
vera hreinskilnari við Spen-
cer. Því að í ákafa sínum fór
hann að auglýsa á ný eftir
Kinloch, og breytti orðalag-
inu í samræmi við það, sem
ég hafði sagt, og auglýsti nú
í blaði, sem lesið var af al-
þýðunni. Eina blaðið af því
tagi, sem ég hélt áfram að
kaupa, var Record- ÍÉg sá að
það hélt enn áfram að tönnl-
ast á Ealing morðinu, og þeg
ar ég las síðustu auglýsing-
una frá Selwyn og Spencer
fann ég að hún myndi baka
okkur erfiðleika.
Alexander David Kinloch,
sem síðast ,sást í Ealing,
mánudagskvöldi^ 15. janúar.
Hver, sem getur gefið ein-
hverjar upplýsingar um nú-
verandi dvalarstað hans, er
beðinn vinsamlegast áð tala
við Selwyn og Smith, Devon
Chambers, Chancery Lane.
Góð þóknun.
Þá sá ég hvað mér hafði
orðið á. Ég hefði annaðhvort
átt að tala við Spencer í trún
aði eða að minnsta kosti að
líta yfir hvernig hin nýja
auglýsing var orðuð- Alla
leiðina í borgina var ég von-
góður. En strax og ég hafði
talað við Spencer sá ég vand
ræðin.
„Engin svör ennþá?“
spurði ég og vonaði með sjálf
um mér, að hann svaraði ját-
andi’,
„Jú — þrjú“ sagði hann
næstum glaðlega.
„Þrjú?“
Ég var forviða. Mér fannst
sem jörðin skylfi undir fót-
um mér.
,Ó, verið ekki of vongóður.
Ekkert þeirra var gott, er ég
hræddur um.“ Spencer fægði
gleraugun sín. „Sjáið þér,“
hélt hann áfram, „allir þrír
komu til að leita frétta um
hinn unga vin okkar.“
„Þér sögðuð þeim ekkert?“
spurði ég.
„Hamingjan góða, nei! En
þeir voru fremur þreytandi.
Ég varð að sýna þeim fram
á að þeir hefðu mislesið aug-
lýsingu okkar: við vildum fá
en ekki gefa upplýsingar.“
„Vitið þér hverjir þetta
voru?“
„Nei, ég spurði ekki að
því- Þegar þóknun er boðin,
kemur alls konar fólk, vitum
við af reynslu. Samt voru
þessir þrír ekki af þeirri
gerð. Það var þess vegna,
sem ég talaði við þá og eyddi
mínum dýrmæta tíma.“
Hann þagnaði. „Þér vitið
ekki, hvort hr. Kinloch hafði
á sér dómstefnu?“
„Nei, hvers vegna þá?“
„Ja, einn þeirra, sem kom,
þrekvaxinn, hressilegur ná-
ungi með yfirvararskegg, leit
út fyrir að vera eitthvað við
lögin riðinn.“
„Riðinn við lögin?“ sagði
ég og rann upp fyrir mér ljós-
„Já, ég á ekki endilega við
sakamálin, heldur skuldir, og
þessi náungi leit út eins og
hann kæmi frá fógetanum.“
Skyndilega datt mér í hug,
þegar ég heyrði þessa lýs-
ingu Spencers, maðurinn frá
Scotland Yard, sem ég sá í
rannsóknarréttinum, herra
Snargrave. En hverjir gátu
hinir verið?
„En hverjir voru hinir
tveir?“ sagði ég.
Spencer strauk á sér hök-
una hugsandi. „Ja, annar var
fremur stór, fráneygur mað-
ur, með lítið, svart yfirskegg
og bar sig líkt og hermaður
án einkennisbúnings. Ég hélt
líkamans, er nefnist undir- segjast
meðvitund
(samanber undirföt),
tala til hennar
austur,
MYNDASAGA ALÞYÐÖBLAÐSINS:
ÖRN ELDING
ÖRN rís undrandi -upp. ungfrúin vera í baðkerinu, eða að vera einhvers staðar í nánd. sér upp aðvörunarstöð!
ÖRN: Hvað er nú þetta? .. Skyldi í Kyrrahafinu? ... Hún hlýtur — Og þarna hefur hún komið